Botnliðið mætir á Hásteinsvöll

Nú er búið að skipta upp Bestu deildunum. Fyrsti leikurinn í neðri hlutanum var í gær þegar ÍA rúllaði yfir Vestra fyrir vestan, 0-4. Í dag eru svo tveir leikir. Þar mætast annars vegar ÍBV og Afturelding og hins vegar KA og KR. Í Eyjum hefst leikurinn klukkan 16.00. Eyjamenn efstir í neðri hlutanum með […]
Jóker-vinningur til Eyja

Lottópotturinn verður fjórfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar útdrætti vikunnar. Einn var með bónusvinninginn og fær hann 575.070 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Heppinn miðaeigandi var með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð og fær hann fyrir það 2,5 milljónir króna. Miðinn góði var keyptur […]
Búið að leggja ljósleiðara að öllum heimilum í Eyjum

Eygló eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum var til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Páll Magnússon fór þar yfir lokakaflann varðandi söluna á Eygló til Mílu. Samkeppniseftirlitið tilkynnti um mánaðamótin ágúst/september að það myndi ekki gera frekari athugasemdir vegna þessara viðskipta og í framhaldinu lauk sölunni formlega. Söluverðið er 705 milljónir og greiðist í tvennu […]
SASS óskar eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem SASS mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2025. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á menningartengdum verkefnum á Suðurlandi, en mikil gróska hefur verið á þeim vettvangi undafarin ár. […]
Úrskurðarnefnd vísar frá kæru vegna byggingarleyfis

Nýverið kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð í máli sem varðar byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús á Búhamri 1 í Vestmannaeyjum. Kærandi, íbúi á Búhamri 7, hafði kært ákvörðun byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar frá í júlí um að samþykkja leyfi fyrir stækkun hússins. Kærandi taldi að sveitarfélagið hefði ekki svarað öllum athugasemdum sem borist höfðu vegna […]
Eyjarnar landa áfram fyrir austan

Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE landa í Neskaupstað í dag en afli hvors þeirra er á milli 30 og 40 tonn. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir jafnframt að skipin hafi fyrst og fremst að reyna við ýsu á Austfjarðamiðum og gekk það heldur erfiðlega eins og hjá öðrum. Sumir […]
Hvers vegna á Baldur að fá B-haffæri?

Breiðafjarðarferjan Baldur sinnir nú siglingum til Vestmannaeyja á meðan Herjólfur IV er í slipp. Skipið hefur fengið tímabundna undanþágu til að sigla milli Eyja og Þorlákshafnar, en sú undanþága fellur úr gildi um leið og Herjólfur tekur aftur við siglingum. Nú vinnur Vegagerðin að því að Baldur fái varanlegt B-haffæri, svo hann geti verið varaskip allt árið. […]
Breyta skipulagi á framhaldsskólastigi

Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti í gær áform um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla. Áformin miða að því að efla stuðning við framhaldsskóla, starf þeirra og þjónustu við nemendur. Næsta skref er að eiga samráð við skólameistara, kennara, starfsfólk, nemendur og nærsamfélag skóla við mótun skipulagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Nýtt […]
FH fær Eyjamenn í heimsókn

Í kvöld hefst 3. umferð Olísdeildar karla þegar fram fara þrír leikir. Í Hafnarfirði tekur FH á móti ÍBV. Eyjamenn með fullt hús stiga eftir tvær umferðir en FH-ingar eru búnir að vinna einn og tapa einum. Flautað verður til leiks klukkan 19.30 í Kaplakrika í kvöld. Leikir kvöldsins: Dagsetning Tími Umferð Völlur Lið Fim. […]
Framkvæmdir á björtum degi í Eyjum

Í dag förum við um víðan völl með Halldóri Ben. Halldórssyni. Hann sýnir okkur m.a. fjölbýlishús sem er í byggingu við Sólhlíð og viðbygging við Sjúkrahúsið. Þá sjáum við fjölbýlishús rísa við Tangagötu og einnig sjáum við ganginn í hafnarframkvæmdum á Gjábakkabryggju. Þetta og meira til í myndbandi dagsins frá Halldóri Ben. (meira…)