ÍBV á toppinn eftir stórsigur á KR

Heil umferð fór fram í gær í Lengjudeild kvenna. Í Eyjum mættust tvö efstu liðin. KR var fyrir leikinn á toppi deildarinnar með 7 stig en ÍBV var með 6 stig. ÍBV tók forystuna á 42. mínútu er Allison Grace Lowrey skoraði. ÍBV tvöfaldaði svo forystuna skömmu fyrir leikhlé með marki Allison Grace Lowrey. Allison […]
Á ferðalagi um eyjuna

Í dag förum við á ferðalag um Heimaey með Halldóri B. Halldórssyni. Hann sýnir okkur m.a. fjöldann allan af framkvæmdum hingað og þangað um bæinn. Sjón er sögu ríkari! (meira…)
Selja Líknarmerkið í dag

Á hverju ári fer Kvenfélagið Líkn af stað að selja merkið félagsins við búðir í Vestmannaeyjum sem fjáröflun fyrir tækjum sem eru gefin á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Í dag fimmtudaginn 22. maí fer sú sala fram við Bónus og Krónuna. Í tilkynningu frá Líkn er óskað eftir stuðningi bæjarbúa með því að kaupa merki. […]
Hlýtur að draga kröfurnar til baka

Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins voru til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja. Óbyggðanefnd hefur komist að þeirri almennu niðurstöðu að eyjar og sker sem liggja nær en 2 km. frá landi, þ.e. jörð eða heimaeyju, væru eignarland eins og annað land jarðarinnar. Var um þessa niðurstöðu m.a. vísað í 2. kafla Rekabálks Jónsbókar. Kröfum fjármálaráðherra um […]
Tvö efstu liðin mætast í Eyjum

Heil umferð fer fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Í Eyjum verður sannkallaður toppslagur þegar tvö efstu liðin mætast. KR er á toppnum með 7 stig þegar þrjár umferðir hafa verið leiknar. ÍBV er í öðru sæti með 6 stig, jafn mörg stig og HK og Fylkir en Eyjaliðið er með betri markatölu. Leikurinn í […]
Málið reynst þungbær reynsla fyrir marga

Í dag var greint frá niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) vegna óhapps sem varð í innsiglingunni til Vestmannaeyja þann 17. nóvember 2023 þegar akkeri Hugins VE-55 festist í Vestmannaeyjahöfn og olli skemmdum á neysluvatnslögn og ljósleiðara sem liggja þvert yfir innsiglinguna. Í tilkynningu á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar, móðurfélags Hugins ehf. er niðustaða nefndarinnar rakin og farið yfir […]
Telja frágang akkerisbúnaðar hafi verið ábótavant

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) opinberaði í dag skýrslu vegna óhapps sem varð í innsiglingunni í Eyjum þegar akkeri Hugins VE festist í neysluvatnslögn sem liggur á hafsbotni þvert yfir innsiglinguna. Atvikið átti sér stað í nóvember 2023 og urðu skemmdir á vatnslögninni. Í niðurstöðum nefndarinnar segir að ástæða þess að akkeri skipsins hafi fest í innsiglingunni […]
Funda með þingmönnum um veiðigjöldin

Í dag ætla fulltrúar Útvegsbændafélags Vestmannaeyja að funda með þingmönnum Suðurkjördæmis vegna frumvarps atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda. Að sögn Viðars Elíassonar, formanns Útvegsbændafélags Vestmannaeyja boðuðu þeir oddvita flokkanna í kjördæminu á sinn fund. Spurður um hvað standi til að kynna fyrir þingmönnunum segir hann að þau ætli að sýna þeim með tölulegum staðreyndum hvað gerist […]
Telja tímabært að slétta út “Veltusundið”

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók fyrir á fundi sínum í vikunni umsókn frá ÍBV-íþróttafélagi um að steypa undirstöður fyrir hljóðskúr sem er í brekkunni hjá Brekkusviðinu í Herjólfdal. Einnig var sótt um að lengja Veltusund til austurs og slétta það svæði. Í umsókninni segir: ÍBV-íþróttafélag óskar eftir leyfi til þess að reisa steyptan vegg undir […]
HS vélaverk bauð best í gatnagerð á Hvítingavegi

Eitt mál var á dagskrá fundar framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja á mánudaginn sl.. Þar voru opnuð tilboð í gatnagerð á Hvítingavegi. Fram kemur í fundargerðinni að óskað hafi verið eftir verðtilboðum í gatnagerð í Hvítingaveg samkvæmt samþykktu deiliskipulagi. Tvö tilboð bárust. Annars vegar frá Gröfuþjónustu Brinks upp á kr. 43.908.109,- og hins vegar frá HS […]