Vestmannaeyjar úr lofti

Í dag bjóðum við upp á útsýnisflug yfir Vestmannaeyjar á fallegum vetrardegi. Myndbandið er frá Halldóri B. Halldórssyni og er tekið í gær. (meira…)
Jafntefli í Suðurlandsslagnum

ÍBV og Selfoss áttust við í lokaleik 19. umferðar Olísdeildar kvenna í dag. Það blés ekki byrlega fyrir ÍBV í fyrri hálfleik. Gestirnir komust í 15-7 en ÍBV náði að minnka muninn fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik 17-14 fyrir Selfoss. Mikill darraðadans var svo í lok leiks en ÍBV náði að komast yfir en Selfoss […]
Sumarveður að vetri til

Veðurfar hefur verið einstaklega gott undanfarið. Fátt sem minnir á að það sé mars, sem hefur oftar en ekki verið kaldur og hvítur. Halldór B. Halldórsson nýtti veðurblíðu dagsins til myndbands-upptöku. Sjá má afraksturinn hér að neðan. (meira…)
Suðurlandsslagur í dag

Lokaleikur 19. umferðar Olísdeildar kvenna fer fram í Eyjum í dag. Þar tekur ÍBV á móti Selfossi. ÍBV náði í sinn fyrsta sigur í ár í síðustu umferð þegar liðið sigraði Stjörnuna á útivelli. Fyrri leikurinn á milli þessara liða, þ.e.a.s. Selfoss og ÍBV endaði með sigri Selfyssinga. Ef skoðuð er staða þessara liða í […]
Jóker-vinningur til Eyja

Fyrsti vinningur gekk ekki út í EuroJackpot að þessu sinni en sex miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra tæplega 74 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Finnlandi, Slóvakíu, Króatíu, Danmörku, Þýskalandi og á Spáni. Þá voru tuttugu og fjórir með 3. vinning og fær hver þeirra rúmlega 10 milljónir króna í sinn hlut. Átján […]
Heyrðu í söng hvalanna

Í gærkvöldi hélt Biggi Nielsen bæjarlistamaður magnaða tónleika í sundlaug Vestmannaeyja í samstarfi við Fab Lab Vestmannaeyjar í tengslum við Island Ocean Fusion Camp og Distributed Design verkefnið sem styrkt er að Creative Europe áætlun Evrópusambandsins. VSV, Ísfélag og Vestmannaeyjabær styrktu einnig tónleikana. Allir voru velkomnir og enginn aðgangseyrir og gestir upplifðu tónleikanna til fulls […]
Þrír sækja um embætti lögreglustjóra í Eyjum

Í síðasta mánuði var embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum auglýst laust til umsóknar eftir að Karl Gauti Hjaltason tók sæti á Alþingi. Samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu sóttu þrír um embættið. „Umsækjendur um setningu í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum voru eftirfarandi: Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, Sverrir Sigurjónsson, landsréttarlögmaður, Vilborg Þ.K. Bergman, lögfræðingur.” Í svari […]
„Sérstök vertíð”

Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í heimahöfn á miðvikudaginn. Afli beggja skipa var blandaður; ufsi, ýsa, þorskur og koli. Í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar segir að skipstjórar skipanna hafi báðir verið ágætlega sáttir við aflabrögðin. Birgir Þór Sverrisson á Vestmannaey sagði að það væri aðeins farinn að sjást vertíðarfiskur við Eyjar. „Við […]
Britney Cots áfram í Eyjum

Britney Cots hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Frá þessu er greint í tilkynningu á facebook-síðu handknattleiksdeildar ÍBV. Britney hóf ferilinn með meistaraflokki aðeins 15 ára gömul í Frakklandi og var í æfingahópum yngri landsliða í Frakklandi en spilar nú með A-landsliði Senegal. „Hún tók þátt í Afríkumeistaramótinu sem haldið var […]
Ásthildur Lóa segir af sér sem ráðherra

Ásthildur Lóa Þórsdóttir barnamálaráðherra hefur sagt af sér ráðherraembætti. Ásthildur er jafnframt fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis. Síðdegis í dag var greint frá því að hún hefði átt í ástarsambandi þegar hún var 22 ára með sextán ára pilt. Þau eignuðust barn saman. „Það er út af því að fyrir 36 árum þá var ég 22 ára […]