Fresta leikjum kvöldsins

Þar sem Verðurstofa Íslands hefur gefið út rauða viðvörun fyrir stóran hluta landsins hefur Handknattleikssamband Íslands tekið ákvörðun um að fresta öllum þeim leikjum sem fram áttu að fara í kvöld. Á vef Veðurstofunnar kemur fram: “Sunnan 28-33 m/s og hvassara í vindstrengjum. Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og það getur verið hættulegt […]
Aglow samveran fellur niður – uppfært

Aglow samvera verður í kvöld 5. febrúar kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Við munum eiga gott samfélag saman. Byrjum með hressingu, syngum saman og heyrum uppörvandi boðskap. Lilja Óskarsdóttir mun tala til okkar og verður áhugavert að heyra í henni. Lilja er kennari og hjúkrunarfræðinur og hefur starfað víða m.a. verið kristniboði í Afríku. Lilja […]
Guðrún Hafsteinsdóttir boðar til fundar

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur boðað til fundar um næstu helgi, en skorað hefur verið á hana að undanförnu að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Í tilkynningu frá Guðrúnu segir að hún telji rétt að taka samtal við flokksfélaga sína og boðar þá til fundar í Salnum í Kópavogi á laugardaginn kemur. Tilkynning Guðrúnar í heild […]
Ófært til lands

„Því miður falla niður allar siglingar í dag vegna veðurs og sjólags. Þar með taldar ferðir frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45. Þeir farþegar sem áttu bókað koma til með að fá símtal frá fulltrúum okkar til þess að færa bókun sína,” segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. […]
ÍBV sigraði Fjölni

15. umferð Olís deildar karla var leikin í kvöld. Í fyrsta leik kvöldsins mættust botnlið Fjölnis og ÍBV í Grafarvogi. Jafnræði var með liðunum framan af leik en jafnt var í leikhléi 12-12. Þegar skammt var til leiksloka sigu Eyjamenn fram úr og sigruðu með fjórum mörkum, 26-30. Sigur ÍBV þýðir að liðið er nú […]
Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur í Suðurkjördæmi

Í dag birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og eru helstu breytingar milli mælinga þær að fylgi Viðreisnar eykst um rösklega tvö prósentustig á sama tíma og fylgi Flokks fólksins minnkar um sama hlutfall. Niðurstöður fyrir landið allt má sjá í súluritinu hér að neðan. Það er RÚV sem deilir niðurstöðunum þjóðarpúlsins með Eyjafréttum. Þar […]
Skora á Guðrúnu

Fram er komin opinber áskorun frá oddvitum og sveitarstjórnarfólki í Suðurkjördæmi sem skora á Guðrúnu Hafsteinsdóttur að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hér að neðan má sjá áskorunina. „Við, oddvitar og sveitarstjórnarfólk Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum í Suðurkjördæmi, hvetjum Guðrúnu Hafsteinsdóttur til að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Gauti Árnason, oddviti […]
Sunnan illviðri framundan

Fjölmargar veður-viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir næstu daga og gildir það fyrir öll spásvæði. Hér að neðan gefur að líta viðvaranir næstu daga, en appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir allt landið á fimmtudaginn. Allt Ísland Sunnan illviðri (Gult ástand) 5 feb. kl. 10:00 – 6 feb. kl. 10:01 Sunnan 20-30 m/s (stormur, rok […]
ÍBV mætir botnliðinu í kvöld

Olísdeild karla fer aftur af stað í kvöld eftir langa jóla- og HM pásu. Heil umferð verður leikin í kvöld. Í Fjölnishöllinni taka heimamenn i Fjölni á móti ÍBV. Fjölnir er í botnsæti deildarinnar með 6 stig úr 14 leikjum á meðan Eyjamenn eru í sjötta sæti með 14 stig. Leikur Fjölnis og ÍBV hefst […]
Legið í landi vegna brælu

Togararnir Vestmannaey VE og Bergur VE liggja báðir í höfn í Eyjum vegna veðurs. Vestmannaey kom til hafnar á föstudag eftir að hafa verið í rúman sólarhring að veiðum. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við Síldarvinnsluvefinn að ekkert annað væri að gera en að taka því rólega, „Það er bölvuð ótíð og ég […]