Myndasyrpa frá laugardegi

Það var allt annað yfirbragð yfir stemningunni í Herjólfsdal í nótt miðað við nóttina þar áður. Enda komið mun betra veður og allflestir í góðum gír. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta fór um hátíðarsvæðið með myndavélina á lofti. (meira…)
Höfðu í ýmis horn að líta í nótt

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmis horn að líta sl. nótt en flest málin tengdust aðstoð við gesti vegna ölvunar og þurftu tveir að gista fangageymslur vegna þess. Þetta kemur fram í stöðu-uppfærslu lögregluembættisins á facebook. Þar segir enn fremur að tvö minni háttar fíkniefnamál hafi komið upp en um að ræða neysluskammta. Þá voru […]
Heimafólk sló velferðarskjaldborg um gesti Þjóðhátíðar

Þjóðhátíðargestir skemmtu sér konunglega í gærkvöldi í Herjólfsdal. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að tónleikadagskráin á stóra sviðinu hafi verið sannkölluð flugeldasýning sem hófst með VÆB-bræðrum. Þá steig Stuðlabandið á svið með söngvurunum Röggu Gísla, Selmu Björns og Friðriki Ómar. Hápunktur kvöldsins á stóra sviðinu var þegar Herra Hnetusmjör steig á svið. Í framhaldi af […]
Herjólfur siglir í Landeyjahöfn samkvæmt áætlun

Ölduhæðin í Landeyjahöfn er vel undir spá, stefnir Herjólfur því að sigla til Landeyjahafnar í dag samkvæmt áætlun, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Ferjan hóf að sigla þangað klkkan 5.30 í morgun og siglir svo frá Eyjum kl. 10:00, 12:00, 14:00, 16:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 09:00, 11:00, 13:00, 15:00, 17:00. Þá segir í […]
Síðasta ferð dagsins fellur niður

Ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni, því falla niður ferðir kl. 17:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 18:00 frá Landeyjahöfn. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína eða fá endurgreitt, segir í tilkynningu frá skipafélaginu. „Hvað varðar siglingar fyrir sunnudaginn 3.ágúst þá […]
Ábending frá Herjólfi

Aðstæður fara versnandi í Landeyjahöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að Herjólfur stefni á að sigla næstu ferð frá Vestmanneyjum kl. 15:00 og frá Landeyjahöfn kl. 16:00. „Hvetjum við þá farþega sem ætla sér að ferðast í dag að gera það fyrr en seinna vilji þeir komast leiða sinna. […]
Hátíðarræða Páls Scheving

Þjóðhátíð Vestmannaeyja var sett í Herjólfsdal í gær. Í kjölfarið flutti Páll Scheving Ingvarsson hátíðarræðu Þjóðhátíðar. Páll átti sæti í þjóðhátíðarnefnd í samtals á annan áratug. Ræðu Páls má lesa í heild sinni hér að neðan. Kæru Eyjamenn og aðrir hátíðargestir. Velkomin í Herjólfsdal. Flest ykkar geta örugglega yljað sér við ljúfar og skemmtilegar minningar […]
Tókust á við áskoranir í nótt

Skipuleggjendur og viðbragðsaðilar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum stóðu frammi fyrir þó nokkrum áskorunum í nótt þegar versta veðrið gekk yfir eyjarnar. Þjóðhátíðarnefnd tók þá ákvörðun rétt fyrir miðnætti að hætta við að kveikja í brennunni á Fjósakletti, sem venjulega er tendruð á miðnætti á föstudagskvöldi. Veitinga- og tónlistartjöldin í fremri hluta Herjólfsdals voru rýmd til […]
Þjóðhátíðarleikur á Hásteinsvelli

Í dag hefst 17. umferð Bestu deildar karla þegar ÍBV fæ KR í heimsókn. Bæði lið í baráttu í neðri hluta deildarinnar. KR er í næstneðsta sæti með 17 stig og Eyjamenn eru í níunda sæti með stigi meira. Það má búast við að fjlmennt verði á Hásteinsvelli í dag þar sem mikið af fólki […]
Herjólfshöllin opnuð fyrir gesti Þjóðhátíðar

Þjóðhátíðarnefnd hefur virkjað viðbragðsáætlun sína vegna veðurs og opnað Herjólfshöllina fyrir gestum Þjóðhátíðar. Þar geta gestir leitað skjóls og gist í öruggu skjóli meðan gul viðvörun er í gildi sunnanlands. Gert er ráð fyrir að veðrið gangi niður þegar líður á nóttina. Þetta segir í tilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd. Þar segir jafnframt að gestum sé heimilt […]