Baldur með undanþágu til siglinga í Þorlákshöfn

Baldur OPF 20250911 151359

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri fór yfir stöðuna á slipptöku Herjólfs og afleysingarskipi á fundi bæjarráðs í gær. Fram kom að Herjólfur sé kominn í slipp í Hafnarfirði, en gert er ráð fyrir að slippurinn taki um tæpar þrjár vikur. Helstu verkefni í slippnum eru einkum tvenn. Annars vegar málun og hins vegar upptaka veltiugganna. Skipið verður […]

ÍBV og Stjarnan mætast

Tveir leikir fara fram í 2. umferð Olís deildar karla í kvöld. Í Vestmannaeyjum taka heimamenn á móti Stjörnunni. Eyjamenn sigruðu HK í 1. umferð á meðan Stjarnan tapaði gegn Val á heimavelli. Flautað verður til leiks klukkan 18.30 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í kvöld. Leikir dagsins: Dagsetning Tími Umferð Völlur Lið Fös. 12. Sept. 25 […]

Vann rúmar 4,8 milljónir – rétt eftir að bíllinn bilaði

Lotto

Það má með sanni segja að heppnin hafi verið með ungum fjölskylduföður sem hreppti 3-faldan al-íslenskan 3. vinning í Vikinglotto í gærkvöldi – vinning upp á rúmar 4,8 milljónir króna. Dagurinn hófst ekki vel: bíll fjölskyldunnar var á verkstæði og símtal frá þeim staðfesti versta ótta – bíllinn þurfti nýja vél. „Ég sagði í hálfkæringi að […]

Aðstæður til siglinga eru enn krefjandi

Aðstæður til siglinga eru enn krefjandi og hefur verið tekin ákvörðun um að sigla frá Vestmannaeyjum til Landeyjahafnar kl 11.00 en beðið verður í Landeyjahöfn og brottför kl 13.00 aftur þaðan. Aðstæður eiga að lagast þegar líður á daginn og er stefnt að fullri áætlun seinni partinn, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. (meira…)

Ófært í Landeyjahöfn

Næstu ferðir Baldurs falla niður frá Vestmannaeyjum kl. 09.00 og frá Landeyjahöfn kl. 10.00 vegna veðurs og sjólags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir einnig að næsta brottför frá Vestmannaeyjum sé áætluð kl. 11:00 í dag. Gefin verður út tilkynning sé þess þörf vegna áframhaldandi siglinga í dag. (meira…)

Baldur kominn í lag

Fella þurfti niður ferð Baldurs milli lands og Eyja um kvöldmatarleitið í kvöld vegna bilunar. Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs fékk ferjan veiðafæri í skrúfuna. „Það þurfti að kalla til kafara til að skera netadræsurnar úr skrúfunni. Það gekk vel og mun Baldur sigla næstu ferðir,” segir hann í samtali við Eyjafréttir. Hér […]

Baldur bilaður

20250909 203208

Ákveðið  hefur verið að fella niður næstu ferð Baldurs frá Vestmannaeyjum kl 18.00 og Landeyjahöfn kl 19.00 vegna bilunar sem þarf að skoða. Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. en Baldur leysir nú af Herjólf sem er í slipp. Í tilkynningunni segir jafnframt að hvað varði næstu ferðir þá eru þær á áætlun þar […]

„Bölvuð bræla”

Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir í Neskaupstað í gærmorgun. Afli hvors skips var um 40 tonn. Skipstjórarnir sögðu – í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar – að komið hefði verið til löndunar af tveimur ástæðum; annars vegar hefði verið komin bölvuð bræla og hins vegar hefði fisk vantað til vinnslu hjá Vísi í […]

Breyta skipulagi vegna uppbyggingar hótels og baðlóns

Mynd Baðlón Og Hótel á Skanshöfða

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 14. maí 2025 að auglýsa, skv. skipulagslögum tillögu að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 við Skanshöfða vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar baðlóns og hótels, ásamt umhverfisskýrslu. Einnig var samþykkt að auglýsa nýtt deiliskipulag Skans og Skanshöfða. Þetta segir í auglýsingu um skipulagsmál sem birt er á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar. Breyting á aðalskipulagi gerir ráð fyrir […]

Áherslan á virkni og hæfingu í stað vinnu og hæfingu

Heimaey Kerta

Heimaey – vinnu- og hæfingarstöð var til umfjöllunar á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs Vestmannaeyja. Silja Rós Guðjónsdóttir, Björg Ólöf Bragadóttir og Þóranna Halldórsdóttir fóru yfir vinnu starfshóps á vegum fjölskyldu- og fræðslusviðs vegna endurskoðunar á starfsemi Heimaeyjar – vinnu- og hæfingarstöð. Markmiðið með endurskoðuninni er að efla Heimaey sem hæfingarstöð með áherslu á starfs- og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.