Komnir í Smuguna í leit að makríl

Makrílvertíðin stendur nú yfir og hafa veiðarnar gengið upp og ofan. Heimaey VE kom til heimahafnar í gær með um 450 tonn. „Við erum búnir að fá rúm 5.000 tonn og það er því nóg eftir af kvótanum sem er um 20.000 tonn,” segir Stefán Friðriksson forstjóri Ísfélagsins í samtali við Eyjafréttir. Að sögn Stefáns […]
Tugir byggðalaga með hærri húshitunarkostnað en í Vestmannaeyjum

HS Veitur sjá íbúum og atvinnulífi í Vestmannaeyjum fyrir rafmagni, köldu vatni og heitu vatni, en fyrirtækið tók við þjónustunni árið 2002 þegar það sameinaðist Bæjarveitum Vestmannaeyja. Þjónustan í Eyjum sker sig úr innan starfssvæðis HS Veitna þar sem rafmagn og kalt vatn er flutt sjóleiðina til eyjanna auk þess að ekki er heitt vatn […]
Áhersla á halda jarðraski í lágmarki

Nú standa yfir framkvæmdir við lagningu tveggja nýrra rafstrengja frá landi til Eyja. Talsvert jarðrask er á Nýja hrauni vegna framkvæmdanna og hafa nokkrir áhyggjufullir bæjarbúar haft samband við ritstjórn Eyjafrétta vegna þessara jarðvegsframkvæmda. Að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets eru framkvæmdir við lagningu jarðstrengshluta Vestmannaeyjalínu 4 og 5 í Vestmannaeyjum í fullum gangi. „Strengirnir munu […]
„Nú verður skipt um rúm – það er löngu tímabært!“

Það var bæði gleði og vantrú í bland þegar rúmlega sextug kona, sem hefur lengi verið áskrifandi að Lottó, mætti á skrifstofu Íslenskra Getspár eftir að hafa unnið tvöfaldan fyrsta vinning í síðasta útdrætti. Í tilkynningu frá Getspá segir að hún hafi fengið í sinn hlut rúmlega 21 milljón króna, skattfrjálst. Hún var sú eina […]
Eitt tilboð barst í innviði Eyglóar

Þann 10. júní sl. var birt á vef Vestmannaeyjabæjar auglýsing um sölu fjarskiptainnviða Eyglóar. Var auglýsingin í framhaldinu sömuleiðis birt á vef og síðum Morgunblaðsins, á vefsíðu Vísis sem og á staðarmiðlum í Vestmannaeyjum. Frestur til að skila tilboðum rann út á hádegi föstudaginn 11. júlí sl. Fram kemur á vef Vestmannaeyjabæjar að eitt tilboð […]
Byggðakerfið flyst milli ráðuneyta

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu, innviðaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu. Byggðakerfið, sem felur í sér strandveiðar, byggðakvóta o.fl., verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu yfir á málefnasvið innviðaráðuneytisins, sem jafnframt er ráðuneyti byggðamála. Breytingin var rædd og samþykkt á fundi […]
Bergey landaði í Grindavík

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði fullfermi í Grindavík í gær. Aflinn var mestmegnis karfi. Jón Valgeirsson skipstjóri lét vel af túrnum í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar. „Þetta gekk bara vel en veitt var á Fjallasvæðinu út af Reykjanesinu í bongóblíðu. Farið var út á mánudag þannig að það tók ekki langan tíma að fá í hann. […]
Strandveiðum er lokið

„Auglýsing um stöðvun strandveiða mun birtast í stjórnartíðindum síðar í dag þar sem fram kemur að strandveiðar eru bannaðar frá og með 17. júlí.” Framangreindur texti birtist síðdegis í dag á vefsíðu Fiskistofu. Það er því ljóst að strandveiðitímabilinu þetta árið er lokið en strandveiðifrumvarp atvinnuvegaráðherra náðist ekki að afgreiða á Alþingi. Frumvarpið var lagt […]
ÍBV sækir Gróttu heim

Í kvöld fara fjórir leikir fram í Lengjudeild kvenna. Á Vivaldivellinum tekur Grótta á móti ÍBV. Eyjaliðið á toppi deildarinnar með 25 stig úr 10 leikjum en Grótta er í þriðja sæti með 18 stig úr 9 leikjum. Grótta er raunar það lið sem hefur verið á hvað mestri siglingu undanfarið en liðið hefur unnið […]
Elvis kominn aftur til ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Elvis Bwonomo hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið en hann er að koma til liðsins í annað skiptið. Fyrst kom Elvis til liðsins árið 2022 og lék þá með ÍBV tvö leiktímabil en hann var eftir tímabilið 2023 valinn besti leikmaður ÍBV. Í tilkynningu frá félaginu segir að hann sé fyrst og […]