Landað annan hvern dag

Vestmannaey V Landar 20220717 111132

Vestmannaey VE og Bergur VE halda áfram að landa fullfermi annan hvern dag. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar og eru þeir spurðir út í veiðina. Birgir Þór Sverrisson á Vestmannaey lét vel af sér. „Við lönduðum fullfermi í Grindavík á laugardag og aftur fullfermi í Eyjum í gær. Í fyrri túrnum vorum við […]

Kynntu breytingu á lögum um veiðigjald

Fundur FJR

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingu á lögum um veiðigjald hefur verið lagt fram í samráðsgátt. Frumvarpið er unnið í samvinnu við fjármálaráðuneytið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og frá atvinnuvegaráðuneytinu. Þar segir jafnframt að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sé lögð áhersla á réttlát auðlindagjöld sem renna skuli að hluta til nærsamfélagsins. […]

Segja þungann róður framundan

trollid_tekid_innDSC_2926

Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar kl. 13 í dag og hyggst þar kynna hugmyndir að tvöföldun auðlindagjalds í sjávarútvegi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi telja útfærslu gjaldtökunnar og áhrif hennar skaðlegri samfélaginu en flestar þær hugmyndir sem áður hafa komið fram. Auðlindagjaldtaka í sjávarútvegi hefur tekið allnokkrum breytingum frá því henni var fyrst komið á árið […]

Eitt af stærstu verkefnum Hafró

Þórunn Þórðard Hafro.is

Þórunn Þórðardóttir HF 300, nýtt rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, kom til hafnar í Hafnarfirði í gær eftir það lauk sínum fyrsta leiðangri. Þórunn var hluti af verkefninu Stofnmæling botnfiska á Íslandsmiðum. Þrjú önnur skip tóku þátt í verkefninu, togararnir Breki og Þórunn Sveinsdóttir og rannsóknaskipið Árni Friðriksson. Um borð í þessum fjórum skipum unnu 32 rannsóknamenn og […]

Vestmannaeyjar úr lofti

Eyjar Ur Lofti Skjask Hbh 0325

Í dag bjóðum við upp á útsýnisflug yfir Vestmannaeyjar á fallegum vetrardegi. Myndbandið er frá Halldóri B. Halldórssyni og er tekið í gær. (meira…)

Jafntefli í Suðurlandsslagnum

Eyja 3L2A0418

ÍBV og Selfoss áttust við í lokaleik 19. umferðar Olísdeildar kvenna í dag. Það blés ekki byrlega fyrir ÍBV í fyrri hálfleik. Gestirnir komust í 15-7 en ÍBV náði að minnka muninn fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik 17-14 fyrir Selfoss. Mikill darraðadans var svo í lok leiks en ÍBV náði að komast yfir en Selfoss […]

Sumarveður að vetri til

Hofnin 220325 Hbh Skjask

Veðurfar hefur verið einstaklega gott undanfarið. Fátt sem minnir á að það sé mars, sem hefur oftar en ekki verið kaldur og hvítur. Halldór B. Halldórsson nýtti veðurblíðu dagsins til myndbands-upptöku. Sjá má afraksturinn hér að neðan. (meira…)

Suðurlandsslagur í dag

Eyja 3L2A8875

Lokaleikur 19. umferðar Olísdeildar kvenna fer fram í Eyjum í dag. Þar tekur ÍBV á móti Selfossi. ÍBV náði í sinn fyrsta sigur í ár í síðustu umferð þegar liðið sigraði Stjörnuna á útivelli. Fyrri leikurinn á milli þessara liða, þ.e.a.s. Selfoss og ÍBV endaði með sigri Selfyssinga. Ef skoðuð er staða þessara liða í […]

Jóker-vinningur til Eyja

Eurojackpot Vel

Fyrsti vinningur gekk ekki út í EuroJackpot að þessu sinni en sex miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra tæplega  74 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir  í Finnlandi, Slóvakíu, Króatíu, Danmörku, Þýskalandi og á Spáni.  Þá voru tuttugu og fjórir með 3. vinning og fær hver þeirra rúmlega 10 milljónir króna í sinn hlut. Átján […]

Heyrðu í söng hvalanna

Sund Tonleikar DSC 1397

Í gærkvöldi hélt Biggi Nielsen bæjarlistamaður magnaða tónleika í sundlaug Vestmannaeyja í samstarfi við Fab Lab Vestmannaeyjar í tengslum við Island Ocean Fusion Camp og Distributed Design verkefnið sem styrkt er að Creative Europe áætlun Evrópusambandsins.  VSV, Ísfélag og Vestmannaeyjabær styrktu einnig tónleikana. Allir voru  velkomnir og enginn aðgangseyrir og gestir upplifðu tónleikanna til fulls […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.