ÍBV fær liðsstyrk

Knattspyrnumaðurinn Þorri Heiðar Bergmann hefur skrifað undir samning við ÍBV út keppnistímabilið. Þorri hefur leikið með þremur yngri landsliðum Íslands, U15, U16 og U17 síðustu ár. Hann kemur til liðsins frá Víkingi Reykjavík þar sem hann hefur leikið upp alla yngri flokkana, segir í tilkynningu á vefsíðu ÍBV. Þar segir jafnframt að Þorri sé nú […]
Magdalena semur við ÍBV

Knattspyrnukonan unga Magdalena Jónasdóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við knattspyrnudeild ÍBV en hún er 17 ára á árinu. Magdalena hefur leikið upp alla yngri flokka ÍBV og hefur leikið þar fjölmargar stöður, nánast allar á vellinum. Nú leikur hún aðallega sem vinstri bakvörður en hún hefur gott vald á spyrnutækni með báðum fótum […]
Myndasyrpa frá göngumessu

Í gær var venju samkvæmt haldin göngumessa, en hefð er fyrir henni á Goslokahátíð. Messan hófst í Landakirkju og var gengið að krossinum við Eldfell og endað við Stafkirkjuna þar sem sóknarnefnd bauð upp á súpu og brauð. Félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja sáu um tónlistarflutning og hvítasunnumenn sáu um bænahald við Stafkirkjuna. Óskar Pétur Friðriksson, […]
Tvö skemmtiferðaskip í Eyjum í dag

Það var engu líkar en að Goslokahátíðin væri ennþá í gangi í dag, svo mikill fjöldi fólks var í bænum. Ástæðan er sú að hér rétt fyrir utan innsiglinguna er eitt stærsta farþegaskip sem siglir hingað að Eyjum. Skipið ber nafnið Carnival Miracle. Carnival Miracle er skemmtiferðaskip sem rekið er af Carnival Cruise Line. Það […]
Tónleikar í kvöld

Olga Vocal Ensemble verður á Íslandi í júlí með glænýja efnisskrá sem ber heitið ,,Fragments”. Olga mun halda tónleika í safnaðarheimili Landakirkju mánudaginn 7. júlí kl. 20:00 ásamt Karlakór Vestmannaeyja. Að efnisskránni, ,,Fragments”. Sagan er áhrifarík og hugljúf en hún fylgir manni á leið hans í gegnum lífið – frá upphafi til enda. Sagan byrjar […]
Eftirlit með breytingum á gjaldskrá óviðunandi

Eyjafréttir hafa fengið afhent skjal frá umhverfis- orku og loftlagsráðuneytinu. Skjalið var lagt fram af HS Veitum til rökstuðnings fyrirtækisins á hækkunum á gjaldskrá félagsins í Vestmannaeyjum. Áður hafði ráðuneytið synjað Eyjafréttum um afhendingu skjalsins en úrskurðarnefnd um upplýsingamál var sammála Eyjafréttum um mikilvægi þess að íbúar hafi tök á að afla sér gagna til […]
Fjör á föstudagstónleikum – myndir

Í gærkvöldi voru tvennir tónleikar. Þeir fyrri voru í Eldheimum og þar voru flutt sígild popplög sem voru sótt í klassísk verk undir yfirskrftinni: „Úr klassik í popp“. Var um aukatónleika að ræða þar sem það seldist upp á þá fyrri. Í Höllinni hélt Todmobile stórtónleika, þar sem var nánast húsfyllir og mikið stuð. Myndasyrpu […]
Veðrið lék við gesti Goslokahátíðar – myndir

Fjöldi fólks er nú í Eyjum að skemmta sér á Goslokahátíð. 52 ár eru síðan goslokum var líst yfir á Heimaey og er haldið upp á það þessa dagana með mikilli dagskrá. Ljósmyndari okkar Eyjafrétta, Óskar Pétur Friðriksson var á vappinu um alla Eyju í gær. Hægt er að skoða myndasyrpu hans frá gærdeginum hér […]
Taka á móti toppliðinu

Í dag verða þrír leikir háðir í 14. umferð Bestu deildar karla. Í lokaleik dagsins tekur ÍBV á móti Víkingi Reykjavík á Hásteinsvelli. Víkingsliðið trónir á toppi deildarinnar. Er með 29 stig úr 13 leikjum. Liðið hefur verið á skriði undanfarið og hefur til að mynda sigrað í þremur síðustu deildarleikjum. Eyjaliðið hefur hins vegar […]
Yfirlýsing hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar og framkvæmdastjóra Herjólfs

Undirrituð eru sammála um mikilvægi þess að komu- og brottfarartímar almenningssamganga við Vestmannaeyjar standist. Eðlilega getur margt haft áhrif á áætlun Herjólfs, þar á meðal önnur skipaumferð um Vestmannaeyjahöfn. Það varð tilefni þess að framkvæmdastjóri Herjólfs fór þess á leit við hafnarstjóra að tekin verði upp sú regla að Herjólfur njóti forgangs í siglingum innan […]