Agnes Lilja framlengir við ÍBV

Agnes Lilja Styrmisdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við ÍBV út tímabilið 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Agnes Lilja hefur leikið allan sinn feril með ÍBV. Hún hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og var seinasta verkefni þar leikur við Færeyja síðasta sumar með U-16 landsliðinu. Nýverið var hún valin í æfingahóp […]
ÍBV mætir Fram

21. umferð Olísdeildar karla er öll leikin samtímis í kvöld. Í Lambhagahöllinni tekur Fram á móti ÍBV. Framarar í þriðja sæti með 29 stig en Eyjaliðið í því sjötta með 21 stig, þegar einungis tvær umferðir eru eftir. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.30. Leikir dagsins: mið. 19. mar. 25 19:30 21 Skógarsel ÍR – Stjarnan – […]
Auglýsa eftir aðilum til að byggja og reka heilsurækt

Bæjarráð samþykkti í morgun samhljóða að auglýsa eftir aðilum til að byggja heilsurækt við íþróttahúsið og reka hana. Fram kemur í fundargerðinni að fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafi fundað með þeim aðilum sem óskuðu eftir samtali um uppbyggingu heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Annars vegar er um að ræða eigendur World Class og hins vegar Eygló Egilsdóttur, Garðar […]
Pathway landar í Eyjum

Uppsjávarskipið Pathway kom til Vestmannaeyja í morgun. Skipið var með um 2300 tonn af kolmunna sem landað er hjá Ísfélaginu. En Ísfélagið festi einmitt kaup á skipinu í fyrra og var um það samið að það yrði afhent í maí nk. Páll Scheving Ingvarsson, verksmiðjustjóri FES, fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins sagði í samtali við Eyjafréttir í gær […]
Bærinn og GV semja

Í síðustu viku undirrituðu þau Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Sigursveinn Þórðarson, stjórnarformaður Gólfklúbbs Vestmannaeyja tveggja ára samstarfssamning milli klúbbsins og Vestmannaeyjabæjar. Frá þessu er greint á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar segir enn fremur að megináhersla með samningnum sé skipulagt íþróttastarf fyrir börn og unglinga undir leiðsögn vel menntaðra og hæfra leiðbeinenda, en jafnframt á keppnis- og […]
Bæjarstjórnarfundur í beinni

1614. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag og hefst hann kl. 14:00. Meðal erinda sem tekin verða fyrir má þar helst nefna fyrri umræðu um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024, umræðu um samgöngumál og Eygló eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202501044 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 -Fyrri […]
Fóru 2490 sjómílur í rallinu

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir vorrall Hafrannsóknarstofnunar. Bæði Breki VE og Þórunn Sveinsdóttir VE tóku þátt í rallinu en því lauk hjá Vinnslustöðvar-skipunum um helgina, að því er segir í frétt á vef Vinnslustöðvarinnar. Þetta hefur verið gert með sama hætti frá því árið 1985 og þannig fást sambærilegar upplýsingar um stofnstærð, aldurssamsetningu, fæðu, ástand […]
Erlend skip landa kolmunna í Eyjum

Norska uppsjávarskipið Eros er nú við löndun í Eyjum. Að sögn Páls Scheving Ingvarssonar, verksmiðjustjóra FES er um að ræða 1700 tonna kolmunnafarm sem landað er hjá Ísfélaginu. „Við erum að starta verksmiðjunni eftir töluverðar endurbætur og því gaman að sjá að hvernig þetta gengur,” segir hann. Þetta verður ekki eina erlenda skipið sem landar […]
Breytt áætlun vegna árshátíðar

Búið er að gefa út breytta siglingaáætlun Herjólfs nk. laugardag og sunnudag vegna árshátíðar starfsmanna. Laugardagur 22.mars 2025 Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00,14:30, 17:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08.15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15 Ef sigt er til/frá Þorlákshöfn eru brottfarir eftirfarandi: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 14:30 Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 […]
Ítalskt kvöld á Einsa

Laugardaginn 22. mars verður sannkallað ítalskt skemmtikvöld ásamt ítalskri matarupplifun þar sem Einsi & hans fólk mun töfra fram ítalska rétti með ítölsku hráefni. Tenórsöngvarinn Gissur Páll Gissurarson og píanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson flytja ítölsk sönglög frá ýmsum tímum ásamt spjalli um sögu og uppruna þeirra. Það verður farið inn í heitar tilfinningar ítalskra vonbiðla, […]