Uppbyggingasjóður: Umsóknarfrestur rennur út á þriðjudag

default

Opið er fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2025. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi […]

Unnið að endurbótum á húsi Oddfellow

Oddfellow Hbh 2025

Eitt af þeim húsum sem nú er verið að breyta og byggja við er hús Oddfellow stúkunnar sem er staðsett á Strandvegi 45A. Þar er unnið að viðbyggingu á austurhlið hússins auk breytinga innandyra. Halldór B. Halldórsson sýnir okkur hér að neðan myndband frá framkvæmdunum. (meira…)

Víðir áfram með ÍBV

Eyjamaðurinn Víðir Þorvarðarson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV til loka tímabilisins. Frá þessu er greint á vefsíðu ÍBV. Víðir er 32 ára leikmaður sem er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum en hann flutti sig til Stjörnunnar þegar hann var í 2. flokki og lék þar sína fyrstu leiki í efstu deild, eftir að […]

Frátafir hjá Herjólfi í dag og á morgun

herjolfur_b-3.jpg

„Því miður falla niður siglingar seinnipartinn í dag, föstudaginn 28. febrúar sem og fyrri partinn á morgun, laugardaginn 1. mars  vegna veðurs og sjólags.” Þetta segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Um er að ræða ferðir frá Vestmannaeyjum í dag kl. 16:00 og frá Þorlákshöfn kl. 19:45 og á morgun, laugardaginn 1. mars frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og frá […]

Leigusamningur framlengdur um gamla sambýlið

Sambylid Gamla La

Félagslegar leiguíbúðir Vestmannaeyjabæjar voru til umfjöllunar hjá fjölskyldu- og tómstundaráði Vestmannaeyja í vikunni. Vestmannaeyjabær hefur yfir að ráða samtals 72 félagslegum leiguíbúðum en með félagsleg leiguhúsnæði er átt við almennt félagslegt leiguhúsnæði (21), húsnæði fyrir fatlað fólk (sértækt húsnæði (7) og húsnæði með stuðningi (3)), leiguhúsnæði fyrir aldraða (30) og þjónustuíbúðir aldraðra (11). Fram kemur […]

Kurr vegna yfirvofandi gjaldheimtu á sorpi

Sorpa Ruslagamur Tms 20250227 142322

Umræða um sorpmálin og nýkynnta gjaldskrá í málaflokknum er nokkuð hávær í Vestmannaeyjum í dag. Málið hefur verið til meðferðar í stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar undanfarna mánuði og var að lokum samþykkt á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Um er að ræða stórt hagsmunamál sem hefur áhrif á hvern einasta íbúa bæjarins, fyrirtæki og bæjarsjóð. Mótbárur minnihlutans á […]

Kjördæmavikan: Einn þingmaður mætti

Althingishus Tms Cr 2

Þingfundir liggja niðri þessa vikuna vegna kjördæmaviku. Einungis einn þingmaður heimsótti Eyjamenn í vikunni. Er það þó upp á við þar sem í síðustu kjördæmaviku kom enginn þingmaður til Eyja. Það var í október síðastliðinn. „Samfylkingin var búin að hafa samband og óska eftir fundi með bæjarstjórn í vikunni en frestuðu heimsókninni. Einnig voru fulltrúar […]

Áætlunarflugið framlengt

flug_ernir_farthegar_jan_2024_tms_lagf_2

„Ríkistyrkta flugið verður framlengt um 2 vikur,” skrifar Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri á facebook-síðu sína í morgun. Þar greinir hún frá því að henni hafi verið að berast svar frá innviðaráðuneytinu við ósk hennar um framlenginu á flugi til Vestmannaeyja, sem hún sendi þann 18. febrúar sl. Í svari ráðuneytisins kemur fram að áfram verði flogið […]

Bikarævintýrið búið

Eyjamenn eru úr leik í bikarkeppninni í handbolta, en liðið tapaði í kvöld gegn frísku Stjörnuliði á Ásvöll­um. Jafnræði var með liðunum framan af fyrri hálfleik en Stjarnan leiddi í leikhléi 18-16. Munurinn jókst svo þegar leið á seinni hálfleikinn og má segja að Eyjaliðið hafi aldrei séð til sólar eftir það. Leiknum lauk með […]

Sigurjón og Sæþór Ingi á toppnum

Skak Kennsla Tv Ads

Skákþing Vestmannaeyja 2025 hófst 2. febrúar í skákheimili TV við Heiðarveg og eru keppendur 10 talsins. Tefldar verða níu umferðir, 60 mín. tímamörk á keppenda + 30 sek, á leik. Hver skák tekur yfirleitt 2-3 klst. Nú er að mestu lokið við sjö umferðir af níu og eru nú efstir, Sigurjón Þorkelsson, margfaldur Vestmannaeyjameistari og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.