Ótrúlega fjölbreyttur afli

Vestmannaey Framan 2

Systurskipin Vestmannaey VE og Bergur VE, hafa að undanförnu lagt áherslu á að veiða annað en þorsk. Bergur landaði fullfermi í Eyjum sl. mánudag og Vestmannaey einnig fullfermi í gær. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Jón Valgeirsson á Bergi var ánægður með túrinn. „Aflinn hjá okkur var mest ufsi og karfi. Við vorum […]

Ráðherra heimsótti HSU

Hsu Heimsokn 2025 Stjr 2

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra heimsótti í gær Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi (HSU), kynnti sér starfsemina á ýmsum einingum stofnunarinnar, ræddi við starfsfólk og fundaði með stjórnendum. HSU veitir heilsugæslu-, sjúkrahús- og öldrunarþjónustu í heilbrigðisumdæminu sem nær allt frá Þorlákshöfn í vestri, austur á Höfn í Hornafirði og sinnir auk þess sjúkraflutningum um allt Suðurland. Forstjóri […]

Final 4 hefst í dag

Eyja 3L2A9914

Úrslitahelgi Powerade bikarsins hefst í dag þegar leikið verður til undanúrslita í meistaraflokki karla. Í fyrri leik dagsins mætast ÍBV og Stjarnan. Í færslu á facebook-síðu handknattleiksráðs ÍBV eru stuðningsmenn ÍBV hvattir til að mæta og styðja liðið til sigurs og tryggja liðinu sæti í úrslitaleiknum. Leikið er að Ásvöllum og er miðasala í Stubbur […]

Nú mun kosta að henda garðaúrgangi!

Vestmannaeyjar eiga mjög skýr landamæri og landsvæði ekki mikið. Þegar einhver sýnir af sér sóðaskap hér og skaðar umhverfið verður fólk því fljótt áskynja og því tel ég það eitt af okkar meginverkefnum hér í Vestmannaeyjum að búa vel um hnútanna í sorpmálum. Í hinu stóra samhengi Flokkun á rusli hér á Íslandi er sannarlega […]

Umgjörð Herjólfsdals

Kaplagjota Skjask Hbh 2025 La

Það var fallegt um að litast í vetrarblíðunni í dag. Blíðan bauð upp á drónaflug yfir Heimaey. Það nýtti Halldór B. Halldórsson sér. Við sjáum nú skemmtilegt myndband af fjallstindum og falllegum Herjólfsdalnum. (meira…)

Nýtt fyrirkomulag við greiðslu og losun á úrgangi

sorp_opf_2024_cro

Frá og með mánudeginum 3. mars gildir ný gjaldskrá Terra, þar sem kostnaður fer eftir magni og flokkun úrgangs. Greiða þarf á staðnum við losun. Þetta segir í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Þar segir jafnframt að í nýjum samningi við Terra um rekstur móttökustöðvarinnar breytist fyrirkomulag losunar úrgangs í samræmi við lög og meginreglur hringrásahagkerfisins. Gjaldskráin er […]

Örstuttri loðnuvertíð að ljúka – myndband

Að öllu óbreyttu, þ.e.a.s. ef ekki verður gefinn út viðbótarkvóti er minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka. Íslenskar útgerðir fengu úthlutað 4.435 tonnum. Af því er VSV (og Huginn) með 546 tonn. Gullberg VE kom í morgun með þessi tonn að landi og nú er verið að frysta aflann. Þó að kvótinn sé mjög lítill er […]

Óska eftir framlengingu á áætlunarflugi

flug_ernir_farthegar_jan_2024_tms_lagf_2

Á fundi bæjarstjórnar fór bæjarstjóri yfir stöðuna á ríkisstyrkta fluginu sem mun að óbreyttu hætta 28. febrúar nk.. Bæjarstjóri hefur sent ósk til innviðaráðuneytis og Vegagerðarinnar um að halda fluginu áfram vegna stöðunnar í Landeyjahöfn. Vilyrði fyrir viðbótarfjármagni þarf að liggja fyrir hjá ráðuneytinu svo hægt sé að framlengja flugið. Brýnir hagsmunir í húfi Bæjarstjóri […]

Góð loðnuveiði í dag

Loðna Nót Skip

Loðnuvertíðin er nú í hámarki og eru fyrstu farmarnir á leið til Eyja. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs hjá Vinnslustöðinni segir í samtali við Eyjafréttir að veiðarnar hafi gengið mjög vel hjá strákunum á Gullbergi. „Bara eitt kast og það dugði í skammtinn. Ástandið á loðnunni hentar mjög vel í frystingu. Við byrjum vinnslu í fyrramálið og […]

Tap gegn ÍR

Eyja ÍBV Fram 3L2A8202 1024x682

Kvennalið ÍBV þarf enn að bíða eftir fyrsta sigrinum í ár, en liðið tapaði í dag gegn ÍR á útivelli. ÍR leiddi allan leikinn. Hálfleikstölur voru 21 – 14. ÍBV tókast aðeins að laga stöðuna í seinni hálfleik en náðu þó aldrei að ógna sigri ÍR. Lokatölur 34-30. Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst Eyjakvenna með […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.