Norðlæg átt um áramót

Það styttist í áramót og ekki úr vegi að líta yfir veðurhorfurnar á þessum síðustu dögum ársins og hvernig muni viðra á landann á áramótunum. Lítum fyrst á veðurspánna fyrir næsta sólarhing á Suðurlandi. Segir í spá Veðurstofunnar: Breytileg átt 3-8 m/s og él, en snjókoma við ströndina síðdegis. Frost 1 til 7 stig. Norðan […]

Kæra ákvörðunina til mat­vælaráðuneyt­is

Berg­ur-Hug­inn ehf. hef­ur lagt fram kæru til mat­vælaráðuneyt­is­ins vegna ákvörðunar Fiski­stofu um að svipta tog­ar­a félagsins Vest­manna­ey VE-54 leyfi til að veiða í tvær vik­ur í byrjun næsta árs fyr­ir vigt­un­ar­brot. Fréttavefurinn mbl.is greinir frá. Fram kemur í umfjölluninni að útgerðarfélagið krefjist þess að ákvörðun Fiski­stofu verði ógilt en að öðrum kosti að fresta refs­ing­unni […]

Svipt veiðileyfi í 2 vikur

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Fiskistofa hefur svipt skip Bergs-Hugins, Vestmannaey VE 54 leyfi til veiða í tvær vikur frá og með 6. janúar nk. til og með 19 janúar. Þetta kemur fram í ákvörðun Fiski­stofu sem birt er á vefsíðu Fiskistofu. Er skipið svipt veiðiréttinum vegna vigtarbrots sem átti sér stað þann 5. desember 2023. Fram kemur í ákvörðuninni […]

Hitamál

Gras Hasteinsvollur 20241210 152457

Hinn ágæti formaður ÍBV Íþróttafélags, Hörður Orri Grettisson, vandar um við okkur í bæjarstjórn Vestmannaeyja vegna ákvörðunar um að leggja ekki hitalagnir undir væntanlegt gervigras á Hásteinsvelli. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt – en okkur þykir verra þegar formaðurinn gefur í skyn að við höfum tekið þessa ákvörðun út í loftið og án þess […]

Jólapílan á laugardag

pilukast

Hin árlega jólapíla Kiwanis, pílumót Hárstofu Viktors, fer fram laugardaginn 28. desember í Kiwanissalnum. Glæsileg verðlaun í boði fyrir þrjú efstu sætin sem og stemningsverðlaun fyrir flottustu treyjurnar. Hægt er að skrá sig hér. Mæting kl. 12 á laugardag og mótið hefst 12.30. Einnig er hægt að skrá sig á staðnum en forskráning auðveldar skipulag mótsins, […]

Siglt til Þorlákshafnar síðdegis

Herjólfur_2023_ÓPF_DSC_1763

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar síðdegis í dag. Brottför er frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 (Áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45 (Áður ferð kl. 20:45). Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út tilkynning um kl. 06:00 í fyrramálið, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.  Þar segir jafnframt að á þessum árstíma sé alltaf […]

Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út

Bjorgunarsv TMS IMG 2298 La

Stormur hefur geysað á landinu sunnan- og vestanverðu síðan í gærkvöldi. Enn er í gildi appelsínugul viðvörun á Suðurlandi og gildir hún til miðnættis. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að veðrið haldi áfram að gera okkur skráveifu þessi jólin og nú undir hádegið var Björgunarfélag Akraness kallað út vegna báts í Akraneshöfn sem var […]

Glacier Guys gleðja með söng og góðvild

Þeir Hannes Gústafsson, Friðrik Már Sigurðsson og Theodór Sigurbjörnsson, sem kalla sig Glacier Guys, hafa glatt fólk með söng sínum og góðum boðskap. Þeir hafa síðastliðnar vikur verið að safna fyrir og styrkja góð málefni og hafa nú þegar styrkt Landakirkju, Krabbavörn og Kjarnann svo eitthvað sé nefnt. Við fengum að heyra í Hannesi Gústafssyni, einum […]

Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV komið út

Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV fyrir árið 2024 er komið út. Í blaðinu má sjá viðtöl við þjálfara meistaraflokks kvenna og karla, þá Þorlák Árnason og Jón Ólaf Daníelsson. Í blaðinu má einnig sjá texta frá fyrirliðum meistaraflokkanna, Alex Frey Hilmarssyni og Guðnýju Geirsdóttur. Yfirferð frá Ellerti Scheving framkvæmdastjóra ÍBV á yngri flokka starfinu má einnig finna í […]

Gleðileg jól

Jolatre Radh Lagf

Stjórn, starfsfólk og eigendur Eyjasýnar óska lesendum sínum, Eyjamönnum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.