HSU tryggt nýtt tölvusneiðmyndatæki

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur tryggt Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) rúmlega 140 milljóna króna fjárveitingu til kaupa á nýju tölvusneiðmyndatæki. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar er haft eftir Díönu Óskarsdóttur, forstjóra HSU að nýtt tölusneiðmyndatæki muni skipta sköpum í þjónustu við sjúklinga, einkum við greiningu og meðferð bráðatilfella. Fjármagnið gerir HSU kleift […]

Valur og Tindastóll næstu andstæðingar ÍBV

Í hádeginu var dregið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna. Bæði lið ÍBV eru í 8-liða úrslitunum. Stelpurnar drógust á útivelli gegn Bestudeildarliði Tindastóls. Strákarnir fá heimaleik gegn Val. Áður hafði ÍBV slegið út tvö Reykjavíkur-stórveldi, fyrst Víkinga og síðan KR. 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna fara fram dagana 11. og 12. júní. 8-liða úrslit […]

Fágætissafnið – Ómetanleg gjöf Ágústs Einarssonar

„Grunnurinn að fágætissafninu er gjöf Ágústar Einarssonar sem hann gaf í minningu föður síns, Einars Sigurðssonar ríka. Það eru um 1500 bækur sem eru fágætar og í hópi mestu perla í íslenskri bókmenningarsögu,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss sem hýsir fágætissafnið. „Þar er að finna allar Biblíurnar sem gefnar hafa verið út á Íslands. Allt […]

Stelpurnar mæta Haukum í Hafnarfirði

Eyja 3L2A1461

Þriðja umferð Lengjudeildar kvenna hefst í kvöld með tveimur leikjum. Í Hafnarfirði taka Haukar á móti ÍBV. Liðin hafa jafnmörg stig í deildinni, hafa bæði unnið einn leik og tapað einum. Það má því búast við baráttuleik á Birtu-vellinum í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 18.00. Leikir dagsins: (meira…)

Einlæg gleði réð för hjá Gleðisprengjunum

Gledisprengjur 2025 IMG 7692

„Gleðisprengjur urðu til í verkefni sem við Birgir Nilsen erum að vinna fyrir Visku í samvinnu með starfsfólki Heimaeyjar vinnu og hæfingarstöðvar. Þetta byrjaði sem stutt verkefni, þar sem við tókum á móti þátttakendum í nokkur skipti í Tónlistarskólanum til að kynna þeim hljóðfæri og tónlist. Verkefnið þróaðist í meiri söng og upp úr því […]

Sveitapiltsins draumur

Karlakor Vestm 2025 Ads

Karlakór Vestmannaeyja heldur árlega vortónleika sína í Eldheimum í dag, þann 16. maí. Um þessar mundir eru 10 ár frá því að kórinn var endurvakinn og því stendur mikið til. Lagavalið er fjölbreytt að vanda frá rótgrónum karlakóra og Eyjalögum yfir í erlenda smelli. Í tilkynningu segir að kórinn sé í fínu formi eftir vel […]

Tuttugu milljarða fjárfesting í öðrum fyrirtækjum í Eyjum

Á síðasta ári fjárfesti Vinnslustöðin fyrir rúma 3 milljarða, aðallega í uppbyggingu á Kima, nýbyggingu fyrir saltfisk- og upppsjávarvinnslu. Byggingin er viðbygging við Krók, þar sem uppsjávarvinnslan og mótorhúsið er nú staðsett. Ef skoðuð eru síðustu 10 ár er varðar fjárfestingar í rekstrarfjármunum og innkaup og þjónusta í póstnúmeri 900 þá er það samtals 25,9 […]

Enginn tími til að fylgjast með júróvisjón

Sjomadur Bergey Opf 22

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær að aflokinni afar stuttri veiðiferð. Heimasíða Síldarvinnslunnar segir frá og ræðir við Egil Guðna Guðnason skipstjóra um veiðiferðina. „Þessi túr var 38 tímar höfn í höfn og við vorum um 30 tíma að veiðum. Það var verið á Víkinni allan tímann og það gekk semsagt […]

Safnahús – Einstakt fágætissafn opnað á sunnudaginn

Fágætissalur verður opnaður í Safnahúsinu á sunnudaginn, 18. maí nk. og hefst dagskráin í Ráðhúsi Vestmannaeyja kl. 13:30. Þann dag er Alþjóðlegi og íslenski safnadagurinn 2025 haldinn hátíðlegur undir yfirskriftinni Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum. Það er því vel við hæfi að fágætissafnið verði opnað þann dag. Það er í nýju sérútbúnurými  í Safnahúsi Vestmannaeyja og […]

Söknuður Njáls og Írisar

Iris Og Njall La

Á bæjarstjórnarfundi í gær var tekið til umræðu listaverk Ólafs Elíassonar sem verið er að vinna í tilefni af 50 ára goslokaafmæli. Bæði Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri kölluðu eftir úr ræðustóli að þau söknuðu þess að fjallað væri um opinberlega hvernig verkið kæmi til með að líta út, „… um sköpun […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.