Lokahátíð Raddarinnar haldin í Eyjum

Sigurvegarar Upplestrarkeppni 2

Síðastliðinn þriðjudag var haldin lokahátíð Raddarinnar. Keppnin sem haldin er árlega er upplestrarkeppni 7. bekkjar. Í ár var keppnin haldin í Vestmannaeyjum og komu nemendur úr skólum Rangárvalla- og Vestur Skaftafellssýslu og Eyjum. Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar að fyrir hönd GRV hafi keppt þau Bríet Ósk Magnúsdóttir, Hrafnkell Darri Steinsson og Rafael […]

Hleður batteríin við brimgnýinn í Brimurð

Eyjakonan Guðrún Erlingsdóttir á fjölbreyttan feril að baki og var meðal annars bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, varaþingmaður, stjórnarformaður opinberra stofnana, verkalýðsforingi, blaðamaður, fiskverkakona, framreiðslumaður, verslunarmaður, lagasmiður, söngkona og tónleikahaldari. En hvað af þessu stendur hjarta hennar næst? „Í dag er það tónlistin,” segir Guðrún. Hún lærði á gítar í Eyjum einn vetur þegar hún […]

Tímamót í sögu UMFÍ

IBV UMFI 2025 Ads

„Allar hendur voru uppréttar og tillagan var samþykkt samhljóða,“ segir Gunnar Páll Hálfdánsson, formaður Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV). Tímamót voru á ársþingi bandalagsins í gær þegar samþykkt var samhljóða umsókn ÍBV um aðild að UMFÍ. Með samþykktinni lýkur vegferð sem hófst fyrir meira en aldarfjórðungi enda eru nú öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ í gegnum […]

Tug milljarða viðskipti í Eyjum

Aðalfundur Ísfélagsins var haldinn í þann 23. apríl síðastliðinn. Þar fór Einar Sigurðsson, stjórnarformaður félagsins yfir liðið ár, auk þess að horfa til framtíðar. Einar gerði orð Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra, að sínum en hún skrifaði skýrslu um sjávarútveg árið 2011 sem á enn þá við í dag að hans mati. “Hins vegar er ljóst að […]

Bæjarstjórnarfundur í beinni

fundur_baejarstj_22

1616. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu, í dag miðvikudag og hefst hann kl. 14:00. Meðal erinda sem tekin verða fyrir eru um listaverk Ólafs Elíassonar og aðgerðir gegn ofbeldi í Vestmannaeyjum. Alla dagskrá fundarins má sjá fyrir neðan útsendingarammann. Dagskrá: Almenn erindi 1 202402027 – Listaverk Ólafs Elíassonar 2 202505054 – Aðgerðir gegn […]

Víkingahátíð í samvinnu við Sagnheima

Víkingahátíð verður haldin þann 17. maí nk. á túninu við Safnahús í tengslum við Safnadaga. Hátíðin stendur frá kl. 11:00-17:00. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Þar segir enn fremur að víkingafélagið Rimmugýgur úr Hafnarfirði ásamt nýstofnuðu Víkingarfélagi Vilborgu verði hér í Vestmannaeyjum. Ætlunin er að reisa lítið víkingarþorp við Sagnheima. Verða […]

Herrakvöld ÍBV í Reykjavík

Herrakvold IBV RVK

Knattspyrnudeild ÍBV heldur herrakvöld í Reykjavík föstudaginn 23. maí nk. í Víkingssalnum/Fram Safamýri 26. Þar er ætlunin að skapa sannkallaða Eyja/ÍBV stemningu og gera þetta að einstaklega skemmtilegu kvöldi, segir í tilkynningu frá knattspyrnudeild ÍBV. Þar segir jafnframt að sérstakur heiðursgestur verði okkar ástsælasti sonur, Ásgeir Sigurvinsson. „Við ætlum að koma þarna saman og þakka […]

Framkvæmdir við lundakofann í Höfðanum

Félagar í Lions-klúbbnum í Eyjum nýttu blíðviðrið í gær til að steypa í Stórhöfða. Þeir félagar hafa haft veg og vanda af byggingu og viðhaldi á lundakofanum vinsæla í hlíðum Höfðans. Að þeirra sögn eru þeir nú að byggja við pallinn auk þess að ditta að kofanum. Lundakofinn er vinsælt fuglaskoðunarhús á Stórhöfða. Óskar Pétur […]

KR fær ÍBV í heimsókn í bikarnum

16-liða úrslit Mjólkurbikarsins hófust í gær með leik Selfoss og Þórs þar sem Þórsarar fóru með sigur af hólmi. Í kvöld verða fimm leikir háðir. Á AVIS-vellinum tekur KR á móti ÍBV. Liðin mættust um helgina í deildinni og sigraði KR þann leik 4-1. Leikurinn hefst klukkan 18.00 og er hann í beinni á RÚV […]

Nýtt samstarfsverkefni: Aðgerðir gegn ofbeldi í Vestmannaeyjum

AGO DSC0003

Í gær fór fram vinnustofa í Vestmannaeyjum undir yfirskriftinni: Aðgerðir gegn ofbeldi í Vestmannaeyjum og tóku um 70 fagaðilar þátt. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að tilefni vinnustofunnar hafi verið að kynna, efla og útvíkka eldra samstarfsverkefni lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, sýslumannsins í Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabæjar í málum er lúta að velferð og högum barna, með áherslu á […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.