Nýtt samstarfsverkefni: Aðgerðir gegn ofbeldi í Vestmannaeyjum

AGO DSC0003

Í gær fór fram vinnustofa í Vestmannaeyjum undir yfirskriftinni: Aðgerðir gegn ofbeldi í Vestmannaeyjum og tóku um 70 fagaðilar þátt. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að tilefni vinnustofunnar hafi verið að kynna, efla og útvíkka eldra samstarfsverkefni lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, sýslumannsins í Vestmannaeyjum og Vestmannaeyjabæjar í málum er lúta að velferð og högum barna, með áherslu á […]

Gísli lætur að sér kveða á þingi

Gisli Drengskaparh St Jpz

Gísli Stefánsson, bæjarfulltrúi og varaþingmaður tók sæti á Alþingi í gær. Hann leysir af Guðrúnu Hafsteinsdóttur á þinginu. Gísli segir í samtali við Eyjafréttir að hann búist við að vera á þingi fram að helgi. „Allavega í þessu úthaldi,” segir hann. Gísli hélt jómfrúarræðu sína í gær er hann fór í atkvæðaskýringu vegna frumvarps um […]

Fiskirí og slippferð

bergey_opf

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE hafa aflað vel að undanförnu. Bergur kom til heimahafnar í Eyjum með fullfermi aðfaranótt sunnudags og Vestmannaey kom í kjölfar hans einnig með fullfermi. Í viðtali við vef Síldarvinnslunnar segir Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, að hann hafi verið sáttur við túrinn. „Við byrjuðum á Víkinni en flúðum þaðan […]

Spurði ráðherra hvað ný afstaða óbyggðanefndar þýði fyrir Vestmannaeyjar

default

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingfundi í gær spurði Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi Daða Má Kristófersson, fjármálaráðherra um hvað ný afstaða óbyggðanefndar þýði fyrir Vestmannaeyjar. Hvenær er ætlað að útkljá málið? „Mig langar til að beina spurningunni til fjármálaráðherra og spyrja hvað ný afstaða óbyggðanefndar þýði fyrir Vestmannaeyjar. Í niðurstöðunni kemur skýrt fram […]

Jafnrétti í íþróttastarfi

Á Íslandi er staða jafnréttis í íþróttastarfi góð í alþjóðlegum samanburði en enn er verk að vinna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar spurningakönnunar um jafnrétti í íþróttum og greint er frá í tilkynningu frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Staðan er góð borið saman við önnur þátttökuríki þrátt fyrir að ekki sé mikið um sértækar aðgerðir til […]

Strandveiðarnar komnar á fullt

K94A2294

Strandveiðarnar eru nú komnar á fullt, en þær hófust fyrir réttri viku síðan. Halldór B. Halldórsson fylgdist með þegar smábátarnir komu til hafnar í Eyjum í dag. (meira…)

Terra svarar til um sorpið

Í síðastliðnum mánuði kynnti fyrirtækið Terra breytingu á verðskrá og innheimtuaðferð í Vestmannaeyjum. En Terra tók við rekstri og umsjón með sorphirðu í Eyjum í byrjun árs. Davíð Þór Jónsson er framkvæmdastjóri fjármála og tækni hjá Terra. Eyjafréttir ræddu nýverið við hann um reksturinn og gjaldskránna í Eyjum sem hefur verið töluvert í umræðunni. Tekið […]

Skipulagsvinnu við listaverk Ólafs Elíassonar að ljúka

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja var lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar við listaverk Ólafs Elíassonar við Eldfell og tillaga að deiliskipulagi Eldfells, auk umhverfismatsskýrslu fyrir skipulagsáætlanirnar. Umsagnir bárust frá 4 umsagnaraðilum vegna tillögu að breyttu aðalskipulagi og 5 umsagnir vegna tillögu að deiliskipulagi. Vegna […]

Framkvæmdum miðar ágætlega við Hásteinsvöll

Hasteinsvollur Framkv 20250510 113823

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í liðinni viku fór Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar yfir stöðu framkvæmda á Hásteinsvelli. Fram kom að framkvæmdum miði ágætlega áfram og er fjaðurlag komið á meirihluta vallarins. Framkvæmdastjóri sendi tvo tölvupósta á ÍBV íþróttafélag og upplýsti þau um tafir vegna hitalagna og nýja framkvæmdaáætlun. Þar kemur helst […]

Bikarleikur á Þórsvelli

Eyja 3L2A1461

Í dag hefjast 16-liða úrslit bikarkeppni kvenna. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Völsungi. ÍBV sló Gróttu út í síðustu umferð á meðan Völsungur sló Einherja út. ÍBV liðið sem kunnugt er í Lengjudeildinni en Völsungur er í 2. deild. Leikið verður á Þórsvelli í dag og hefst bikarlekurinn klukkan 17.00. Leikir dagsins: (meira…)

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.