Samið um endurbyggingu Gjábakkabryggju

Gjabakkabryggja 24 Opf Cr

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs á miðvikudag var farið yfir tilboð sem bárust í endurbyggingu Gjábakkabryggju. Fram kemur í fundargerðinni að þann 29. apríl hafi verið opnuð tilboð í endurbyggingu Gjábakka, í stálþilrekstur. Jafnframt segir að engar athugasemdir hafi borist um framkvæmd útboðsins. Eftirfarandi tilboð bárust: Kranar ehf. 199.583.169 kr. Sjótækni ehf. 225.884.500 kr. Hagtak […]

Happafley kveður Heimaey

Heimaey Opf 20250507 200935(0)

Á miðvikudagskvöldið hélt Heima­ey VE í síðasta sinn úr heima­höfn. Ísfé­lagið hef­ur selt skipið til Nor­egs og verður af­hent kaup­end­um í Maloy í næstu viku. Skipið hefur reynst félaginu vel á allan hátt þau þrettán ár sem það hefur verið gert út. Sjá einnig: Heimaey VE seld til Noregs Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta hefur […]

Baldurshagi undir regnboganum

Regnbogi Baldurshagi 20250508 205933

Hann var glæsilegur regnboginn sem myndaðist yfir Eyjum í kvöld. „Regnboga sjáum við þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman og þá oftast þegar við erum sjálf á uppstyttusvæði. Ef skúraveðrið skilar sér ekki getum við gengið að regnboganum vísum í fossúða í sólskini. Þegar við horfum á regnbogann höfum við sólina í bakið. Ljósgeisli […]

„Mjög mikilvægur vettvangur fyrir okkur”

VSV Bas Barcelona 20250506 112409

Í dag lýkur sjávarútvegssýningunni Seafood Expo. Sýningin, sem hefur staðið yfir síðan á þriðjudag er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Sýningin var lengst af haldin í Brussel í Belgíu en var færð yfir til Barcelona og er sýningin í ár haldin í fjórða sinn á Spáni. Vinnslustöðin var venju samkvæmt með bás á sýningunni […]

Ríkið styrkir gerð göngustígs í hlíðum Eldfells

Atvinnuvegaráðuneytið og Vestmannaeyjabær hafa undirritað samning um verkefnastyrk til gerðar göngustígs (gönguleiðar) í hlíðum Eldfells í tengslum við listaverk til minnis um eldgosið á Heimaey 1973. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Listaverkið er hannað af Ólafi Elíassyni og mun gönguleiðin liggja frá verkinu og hringinn í kringum gíginn í Eldfelli.  Saman munu listaverkið […]

Pavel fer frá Eyjum til Ísraels

Pavel Miskevich sem varið hefur mark ÍBV undanfarin ár hefur ákveðið að yfirgefa klúbbinn og halda af landi brott. Næsti viðkomustaður hans er Ísrael þar sem hann hefur samið við HC Holon. Í tilkynningu á facebook-síðu ÍBV segir að Pavel hafi verið 25 ára gamall þegar hann kom til ÍBV í janúar árið 2023 frá […]

Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag

Sigurvinsson 2018 Mynd Vfb.de

Einn ástsælasti knattspyrnumaður þjóðarinnar, Ásgeir Sigurvinsson fagnar í dag sjötugs afmæli. Ásgeir fæddist 8. maí árið 1955 í Vestmannaeyjum. Hann hóf ferilinn með ÍBV og lék á meginlandi Evrópu með liðunum Standard Liège, Bayern München og VfB Stuttgart. Hann varð Þýskalandsmeistari með Stuttgart árið 1984 og bikarmeistari með Bayern árið 1982. Einnig vann hann bikartitla […]

„Fín veiði og kvótavæn blanda”

Bergur Nyr Opf

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Jón Valgeirsson skipstjóri sagði í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að veiðin hefði verið mjög góð. „Við byrjuðum á að taka tvö hol á Ingólfshöfða og þar fékkst blandaður afli en síðan var haldið á Skerbleyðuna út af Hornafirði. Þar var fín veiði og kvótavæn […]

Minna Ágústsdóttir um Mey ráðstefnuna: „Gleðin var einstök“

Kvennaráðstefnan Mey fór fram í Sagnheimum fyrir fullum sal kvenna þann 5. apríl síðastliðinn. Markmið ráðstefnunnar er að sameina konur, styrkja, gleðja og valdefla. Þrír ólíkir fyrirlesarar stigu á svið yfir daginn og fjölluðu um fjölbreytt og áhugaverð málefni. Minna Ágústsdóttir, forstöðukona Visku, stendur að baki ráðstefnunnar. Minna svaraði nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir. Fullt nafn: […]

Vill einstefnu frá Tangagötu að Básaskersbryggju

Gata Bryggja 20250508 073604

Dóra Björk Gunnarsdóttir fyrir hönd Vestmannaeyjahafnar lagði fram – á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs – til kynningar tillögu að tilraunaverkefni þar sem einstefna yrði frá Tangagötu að Básaskersbryggju við smábátahöfn. Tillagan er til þess fallin að bæta umferðaröryggi við Vigtartorg samhliða aukinni þjónustu við skemmtiferðaskip og ferðamenn á torginu. Í skýringum með tillögunni segir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.