Bleik messa í Landakirkju

Í dag var haldin bleik messa í Landakirkju, í tilefni af bleikum október. Bleikur október er árleg vitundarvakning og er markmiðið að minna á mikilvægi reglulegra brjóstaskoðana og fræðslu um brjóstakrabbamein. Mánuðurinn er tileinkaður þeim sem greinst hafa, aðstandendum þeirra og minningu þeirra sem hafa látist af völdum sjúkdómsins. Kristín Valtýsdóttir sagði frá starfi Krabbavarna […]

Útboð vegna dýpkunar í Landeyjahöfn í undirbúningi

alfsnes_landey_vegagerdin_is

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni var farið yfir stöðu samgöngumála, þar á meðal framtíðaráform um dýpkun í Landeyjahöfn. Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar, og Kjartan Elíasson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, kynntu stöðuna í höfninni og næstu skref í verkefninu. Fram kom að samningur við Björgun rennur út í maí 2026 og að stefnt sé að […]

Fasteignafélag fékk ekki bætur vegna meintra galla á húsi í Eyjum

heradsdomur_sudurlands-2.jpg

Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað Landsbankann hf. af kröfu Fundar fasteignafélags ehf., sem krafðist rúmlega 7,2 milljóna króna í bætur vegna meintra galla á fasteign við Hásteinsveg 6 í Vestmannaeyjum. Fundur fasteignafélag, sem sérhæfir sig í kaupum og rekstri fasteigna, keypti húsið af bankanum í júní 2021. Fljótlega eftir afhendingu taldi félagið sig hafa orðið vart […]

Toppliðið sækir botnliðið heim

Sverrir Páll var á skotskónum í kvöld.

Næst síðasta umferð neðri hluta Bestu deildar karla fer fram samtímis í dag. Á Meistaravöllum taka KR-ingar á móti Eyjamönnum. ÍBV á toppi neðri hlutans með 33 stig en KR í botnsætinu með 25 stig. Afturelding er í næst neðsta sætinu með 26 stig og Vestri er þar fyrir ofan með 28 stig. Allir leikir […]

Eyjamenn með mikilvægan sigur á toppliði Aftureldingar

Karlalið ÍBV í handbolta tók á móti toppliði Aftureldingar í sjöundu umferð Olís deildar karla í Mosfellsbæ í dag. Leiknum lauk með 33-34 sigri ÍBV. Algjört jafnræði var með liðunum í upphafi fyrri hálfleiks og staðan 9-9 eftir 12. mínútna leik. Eftir það tóku Eyjamenn yfir leikinn og náðu mest þriggja marka forystu 17-20 þegar […]

Eyjamaður haslar sér völl

Nokkvi Sv Cr

Nökkvi Sveinsson, flugmaður, fyrrverandi knattspyrnumaður með ÍBV og Eyjapeyji haslar sér nú völl ásamt félögum sínum í viðskiptalífinu. Með honum í hópi eru Óskar Bragi Sigþórsson, flugmaður, og Þorvaldur Ingimundarson, atvinnumaður í líkamsrækt. Þremenningarnir hafa keypt hina þjóðþekktu verslun RB Rúm að Dalshrauni 8 í Hafnarfirði. Fyrirtækið var stofnað árið 1943 og starfa þar átta […]

Ný störf og aukin þjónusta koma inn í fjárhagsáætlun 2026

radhus_vestm_2022

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hélt óformlegan fund með framkvæmdastjórum sveitarfélagsins á þriðjudag þar sem farið var yfir stöðu vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og helstu forsendur hennar. Á fundinum kom fram að óskað hefur verið eftir auknum stöðugildum vegna starfsemi sköpunarhússins, alls um 0,5 stöðugildi. Áætlaður viðbótarrekstrarkostnaður vegna þess nemur um 5,5 milljónum króna á ári. […]

Skipulagsbreytingar við Ofanleiti auglýstar

Vestmannaeyjabær hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015–2035 við Ofanleiti, þar sem gert er ráð fyrir breyttum skipulagsmörkum athafnasvæðis AT-4, frístundabyggðar F-1 og landbúnaðarsvæðis L-4. Samhliða er auglýst nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæðið við Ofanleitisveg og breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar á sama svæði. Tillögurnar eru unnar með umhverfismatsskýrslu sem liggur frammi með gögnunum. Breytingarnar […]

Mæta Aftureldingu á útivelli

Eyja 3L2A0492

Einn leikur fer fram í Olís deild karla í dag. Þá mætast Afturelding og ÍBV og er fyrrnefnda liðið á heimavelli. Mosfellingar í öðru sæti deildarinnar með 10 stig úr 6 leikjum en leikurinn í dag er lokaleikur sjöundu umferðar. Eyjamenn eru hins vegar í sjöunda sæti með 6 stig. Liðin mættust nýverið í bikarnum […]

Gríðalegt hagsmunamál fyrir íbúa Vestmannaeyja

eyjar-vatnsleidsla.jpg

Áætlað er að ný vatnsleiðsla, svokölluð NSL4 almannavarnalögn, verði lögð á milli lands og Eyja næsta sumar. Um er að ræða umfangsmikla og dýra framkvæmd sem bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum telja að ríkið eigi að standa straum af, þar sem lögnin sé hluti af almannavörnum landsins. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar áttu fund með fjármálaráðherra í lok september þar […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.