Stórleikir í dag

Bæði meistaraflokkslið ÍBV verða í eldlínunni í dag. Strákarnir leika mikilvægan leik í bikarnum og stelpurnar leika mikilvægan leik í deildinni. Leikirnir hefjast báðir klukkan 17.30. Í Eyjum mæta strákarnir Val í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. Leikið er á Þórsvelli. Áður hafa Eyjamenn slegið út Reykjavíkur-stórveldin Víking og KR. Stelpurnar eiga útileik gegn ÍA. ÍBV á […]
Bjórhátíðin haldin um helgina

Hin árlega bjórhátíð Brothers Brewery fer fram í Eyjum næstu helgi, dagana 20. og 21. júní. Hátíðin fer fram í stóru tjaldi við brugghúsið, þar sem gestir fá tækifæri til að smakka ótakmarkað úrval bjóra frá fjölbreyttum brugghúsum, bæði íslenskum og erlendum. Auk þess taka einnig þátt handverksframleiðendur sem sérhæfa sig í sterku áfengi, kokteilum […]
Hvergi meiri áhrif af veiðigjöldum heldur en í okkar kjördæmi

Allir þingmenn Suðurkjördæmis fengu boð um að koma á ráðstefnu Eyjafrétta sem haldin var á dögunum vegna frumvarps atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda. Þrír þingmenn sáu sér fært að mæta. Það voru þau Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki og Víðir Reynisson frá Samfylkingu. Öll tóku þau til máls á ráðstefnunni og munum við birta […]
Eykyndill færði Skátafélaginu og Björgunarfélaginu hjartastuðtæki

Í gær færðu fulltrúar slysavarnarfélagsins Eykyndils veglegar gjafir til Skátafélagsins Faxa annars vegar og Björgunarfélags Vestmannaeyja hins vegar. Um er að ræða hjartastuðtæki. Gjafirnar voru afhentar við Vigtartorgið við upphaf dagskrár Þjóðhátíðardagsins. Að sögn Sigríðar Gísladóttur hjá Eykindli verður tækið sem Skátafélagið Faxi fékk staðsett upp í skátaheimili, en þeir eru t.d. að leigja salinn […]
Hátíðarræða Magnúsar Bragasonar

Landsmenn fögnuðu þjóðhátíðardeginum í dag. Magnús Bragason var með hátíðarræðu dagsins í Vestmannaeyjum. Hlýða má á ræðuna í spilaranum hér að neðan. Halldór B. Halldórsson annaðist upptöku. (meira…)
Þjóðhátíðardeginum fagnað – myndir og myndband

Þjóðhátíðardeginum var fagnað um allt land í dag en 81 ár eru frá stofnun lýðveldis Íslands. Í Vestmannaeyjum safnaðist fólk saman fyrir skrúðgöngu á Ráðhúströðinni. Gengið var í lögreglufylgd á Vigtartorg þar sem við tók hátíðardagskrá. Magnús Bragason var með hátíðarræðu dagsins, Anna Ester Óttarsdóttir var fjallkonan og flutti hátíðarljóð. Þá voru tónlistaratriði frá bæjarlistamanni […]
Ný skipan í forystu SFS

Á fundi stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem haldinn var í dag, 17. júní, var samþykkt ný skipan í embætti og stjórnareiningar samtakanna í samræmi við samþykktir. Samþykkt var að Gunnþór Ingvason, varaformaður samtakanna, forstjóri Síldarvinnslunnar hf., taki við formennsku í samtökunum fram að næsta aðalfundi samtakanna. Þá var samþykkt að Ægir Páll Friðbertsson, ritari […]
Heimsklassa Gin þar sem vindar og veður ráða för

„Ég er stofnandi Ólafsson Gin sem er vinsælasta Gin á Íslandi en hætti þar öllum daglegum afskiptum árið 2021. Hef þó verið með annan fótinn í áfengisbransanum og velt fyrir mér hvað sniðugt er hægt að gera. Hef ferðast um heiminn og kynnt íslenskt Gin og er alltaf spurður að því hvað sé svona sérstakt […]
Veiðigjöld Vinnslustöðvarinnar munu liðlega tvöfaldast

Þegar ég kom til Eyja 1992 og vann með Steina stóra hér í útibúi Íslandsbanka, þá var alltaf áherslan sú að reyna að halda kvótanum í byggðinni. Þegar útgerðum fækkað, þá annars vegar lánaði bankinn og fjármagnaði kaupin og hins vegar fóru útgerðirnar í Eyjum í að sameinast félögunum eða kaupa. „Á síðasta ári velti […]
Skekkjan blasti við!

Veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur verið harðlega gagnrýnt síðustu mánuði. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndu í upphafi málsins að sýndarsamráð hafi átt sér stað, aðeins vika hafi verið gefin til umsagna og að ekki hafi fengist gögn afhent frá ráðuneytinu til að átta sig á útreikningum frumvarpsins. 59% hækkun reyndist 120% Veiðigjald á þorski á þessu ári […]