Bleik messa í Landakirkju

Í dag var haldin bleik messa í Landakirkju, í tilefni af bleikum október. Bleikur október er árleg vitundarvakning og er markmiðið að minna á mikilvægi reglulegra brjóstaskoðana og fræðslu um brjóstakrabbamein. Mánuðurinn er tileinkaður þeim sem greinst hafa, aðstandendum þeirra og minningu þeirra sem hafa látist af völdum sjúkdómsins. Kristín Valtýsdóttir sagði frá starfi Krabbavarna […]
Útboð vegna dýpkunar í Landeyjahöfn í undirbúningi

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni var farið yfir stöðu samgöngumála, þar á meðal framtíðaráform um dýpkun í Landeyjahöfn. Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar, og Kjartan Elíasson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, kynntu stöðuna í höfninni og næstu skref í verkefninu. Fram kom að samningur við Björgun rennur út í maí 2026 og að stefnt sé að […]
Fasteignafélag fékk ekki bætur vegna meintra galla á húsi í Eyjum

Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað Landsbankann hf. af kröfu Fundar fasteignafélags ehf., sem krafðist rúmlega 7,2 milljóna króna í bætur vegna meintra galla á fasteign við Hásteinsveg 6 í Vestmannaeyjum. Fundur fasteignafélag, sem sérhæfir sig í kaupum og rekstri fasteigna, keypti húsið af bankanum í júní 2021. Fljótlega eftir afhendingu taldi félagið sig hafa orðið vart […]
Toppliðið sækir botnliðið heim

Næst síðasta umferð neðri hluta Bestu deildar karla fer fram samtímis í dag. Á Meistaravöllum taka KR-ingar á móti Eyjamönnum. ÍBV á toppi neðri hlutans með 33 stig en KR í botnsætinu með 25 stig. Afturelding er í næst neðsta sætinu með 26 stig og Vestri er þar fyrir ofan með 28 stig. Allir leikir […]
Eyjamenn með mikilvægan sigur á toppliði Aftureldingar

Karlalið ÍBV í handbolta tók á móti toppliði Aftureldingar í sjöundu umferð Olís deildar karla í Mosfellsbæ í dag. Leiknum lauk með 33-34 sigri ÍBV. Algjört jafnræði var með liðunum í upphafi fyrri hálfleiks og staðan 9-9 eftir 12. mínútna leik. Eftir það tóku Eyjamenn yfir leikinn og náðu mest þriggja marka forystu 17-20 þegar […]
Eyjamaður haslar sér völl

Nökkvi Sveinsson, flugmaður, fyrrverandi knattspyrnumaður með ÍBV og Eyjapeyji haslar sér nú völl ásamt félögum sínum í viðskiptalífinu. Með honum í hópi eru Óskar Bragi Sigþórsson, flugmaður, og Þorvaldur Ingimundarson, atvinnumaður í líkamsrækt. Þremenningarnir hafa keypt hina þjóðþekktu verslun RB Rúm að Dalshrauni 8 í Hafnarfirði. Fyrirtækið var stofnað árið 1943 og starfa þar átta […]
Ný störf og aukin þjónusta koma inn í fjárhagsáætlun 2026

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hélt óformlegan fund með framkvæmdastjórum sveitarfélagsins á þriðjudag þar sem farið var yfir stöðu vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og helstu forsendur hennar. Á fundinum kom fram að óskað hefur verið eftir auknum stöðugildum vegna starfsemi sköpunarhússins, alls um 0,5 stöðugildi. Áætlaður viðbótarrekstrarkostnaður vegna þess nemur um 5,5 milljónum króna á ári. […]
Skipulagsbreytingar við Ofanleiti auglýstar

Vestmannaeyjabær hefur auglýst tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015–2035 við Ofanleiti, þar sem gert er ráð fyrir breyttum skipulagsmörkum athafnasvæðis AT-4, frístundabyggðar F-1 og landbúnaðarsvæðis L-4. Samhliða er auglýst nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæðið við Ofanleitisveg og breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar á sama svæði. Tillögurnar eru unnar með umhverfismatsskýrslu sem liggur frammi með gögnunum. Breytingarnar […]
Mæta Aftureldingu á útivelli

Einn leikur fer fram í Olís deild karla í dag. Þá mætast Afturelding og ÍBV og er fyrrnefnda liðið á heimavelli. Mosfellingar í öðru sæti deildarinnar með 10 stig úr 6 leikjum en leikurinn í dag er lokaleikur sjöundu umferðar. Eyjamenn eru hins vegar í sjöunda sæti með 6 stig. Liðin mættust nýverið í bikarnum […]
Gríðalegt hagsmunamál fyrir íbúa Vestmannaeyja

Áætlað er að ný vatnsleiðsla, svokölluð NSL4 almannavarnalögn, verði lögð á milli lands og Eyja næsta sumar. Um er að ræða umfangsmikla og dýra framkvæmd sem bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum telja að ríkið eigi að standa straum af, þar sem lögnin sé hluti af almannavörnum landsins. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar áttu fund með fjármálaráðherra í lok september þar […]