Uppnám vegna meints lýðræðishalla

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í vikunni var athyglisverð umræða um meintan lýðræðishalla innan stjórnsýslu bæjarins á þessu kjörtímabili. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðsflokksins hóf umræðuna undir liðnum “Kosning í ráð, nefndir og stjórnir” en þar var nýtt bæjarráð skipað og eru aðalmenn áfram Njáll Ragnarsson formaður, Jóna Sigríður Guðmundsdóttir varaformaður og Eyþór Harðarson. Alvarlegt umhugsunarefni […]
Stelpurnar drógust gegn Breiðablik

Í gær var dregið í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna. Þar mætast annars vegar Breiðablik og ÍBV, hins vegar Valur og FH. ÍBV er eina Lengjudeildarliðið í undanúrslitum, hin þrjú koma öll úr Bestu deildinni. Leikirnir fara fram 31. júlí, segir í frétt á vef KSÍ. (meira…)
Tímamót í gagna- og gæðastjórnun á íslensku fiskimjöli og lýsi

„Miðlægur gagnagrunnur – Fiskimjöl og lýsi hlýtur 3 milljóna króna styrk úr Matvælasjóði. Styrkurinn er fyrsti styrkur til Félags uppsjávariðnaðarins og markar tímamót í gagna- og gæðastjórnun á íslensku fiskimjöli og lýsi,“ sagði Grettir Jóhannesson, nýsköpunarstjóri uppsjávariðnaðarins með aðsetur í Vestmannaeyjum. „Í dag eru niðurstöður efnagreininga á fiskimjöli og lýsi ekki nýttar til fulls. Með gagnagrunninum […]
Drjúgur hluti tímans fór í siglingar

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði nánast fullfermi í Eyjum á miðvikudaginn. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri er spurður í viðtali á vef Síldarvinnslunnar hvar hefði verið veitt. „Það var víða veitt í þessum túr. Við byrjuðum á Pétursey og færðum okkur síðan yfir á Vík. Við vildum fá heldur meiri ýsu og fórum austur á Öræfagrunn og […]
Stelpurnar skemmta sér í blíðunni á TM mótinu – myndir

Það er frábær stemning á TM móti ÍBV sem nú stendur yfir. Byrjað var að spila fótbolta eldsnemma í gærmorgun og aftur í morgun. Í gærkvöldi var setning og hæfileikakeppni. Í kvöld verður svo landsleikur og kvöldvaka. Óskar Pétur Friðriksson skellti sér á einn leik hjá ÍBV í gær og má sjá myndasyrpu hans hér […]
Tuttugu prósent af hækkun veiðigjaldsins fellur til í Eyjum

Eigum við þá að gera ráð fyrir því, ekki að það skipti máli í samhenginu, að það hafi verið Viðreisn sem vildi ganga lengst og fara aðra leið en Samfylkingin? „Ég ætla bara að taka fyrir tvo umræðupunkta. Annars vegar hagsmuni Vestmannaeyjabæjar og þar með Eyjamanna sem hér eru í húfi. Hins vegar að fara […]
Fjórhjólaferðir veita fólki nýja sýn á Vestmannaeyjar

Volcano ATV var stofnað árið 2019 og er í eigu Þorsteins Traustasonar. Volcano ATV býður gestum upp á skemmtilegar ferðir með leiðsögn á fjórhjólum. Þorsteinn Traustason, eða Steini eins og hann er kallaður, stofnandi fyrirtækisins, segir hugmyndina af ferðunum hafa kviknað í tengslum við áhuga hans á mótorcrossi. Hann var oft á hjóli upp á […]
Tapið gæti numið um 150 milljónum

Fjórir lífeyrissjóðir eru meðal 20 stærstu hluthafa flugfélagsins Play sem nú stendur á tímamótum eftir að greint var frá yfirtökutilboði tveggja hluthafa félagsins í vikunni. Þessi hluthafar eru forstjórinn Einar Örn Ólafsson og Elías Skúli Skúlason, sem er varaformaður stjórnar. Hluthafar Play munu tapa miklum peningum ef líkum lætur, sagði í umfjöllun um málið í […]
Bótakrafan hljóðar upp á 1,9 milljarða

Í dag var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands stefna Vestmannaeyjabæjar á hendur Vinnslustöðinni hf. og Hugin ehf., auk VÍS sem er tryggingafélag fyrrgreindra félaga, til greiðslu fullra bóta fyrir það tjón sem skip þessara félaga, Huginn VE-55, olli á vatnsleiðslu í eigu bæjarins 17. nóvember 2023. Í tilkynningu sem birt er á vef Vestmannaeyjabæjar segir að […]
TM-mótið komið á fullt skrið

„Stelpurnar hófu leik í ekta fótboltaveðri stundvíslega klukkan 08:20 í morgun. Veðurspáin lofar góðu og því útlit fyrir skemmtilegt mót.” Þetta segir í frétt á vefsíðu TM-mótsins en 112 lið eru skráð til leiks á mótinu í ár. Mótið er fyrir 5. flokk kvenna og eru rúmlega 1000 þátttakendur. Í tilkynningu frá Lögreglunni í Eyjum […]