Áratugur af samvinnu og þróun heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjumum

HSU Ads A7C1174

Í lok október voru liðin tíu ár frá því að Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja sameinaðist undir starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, og markar þessi dagsetning mikilvægan áfanga í þróun heilbrigðisþjónustu á Suðurlandi og í Eyjum. Sameiningin tók gildi í október 2015, með það að markmiði að efla samvinnu, bæta þjónustu og tryggja sterkari stoðir fyrir heilbrigðisþjónustu í Vestmannaeyjum. Undanfarin […]

Eyjafiskur í aðalhlutverki á jólaborðum Portúgala

Porto IMG 20251101 WA0005

Saltfiskurinn gegnir lykilhlutverki í jólahaldinu í Portúgal, þar sem eftirspurnin eykst verulega þegar hátíðin nálgast. Hjá fyrirtækinu Grupeixe, dótturfyrirtæki Vinnslustöðvarinnar, stendur nú yfir annasamasti tími ársins við framleiðslu og kynningu á úrvals jólasaltfiski sem ber heitið Bacalhau Especial – Cura superior 9 meses. Fiskurinn, sem byggir á íslensku hráefni, hefur verið látinn þroskast í salti […]

Tómas Bent skoraði sitt fyrsta mark fyrir Hearts

Eyjamaðurinn Tómas Bent Magnússon skoraði sitt fyrsta mark fyrir skoska úrvalsdeildarliðið Hearts þegar þeir sigruðu Dundee í gær. Tómas kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum. Hann innsiglaði 4-0 sigur Hearts 11 mínútum fyrir leikslok. Hearts er á toppi Skosku úrvalsdeildarinnar með 29 stig eftir 11 umferðir og eru […]

Sköpunarkraftur í Hvíta húsinu

Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja býður gestum að skyggnast inn í skapandi heim listafólks á opnu húsi sem hófst á föstudag og lýkur í dag. Lista- og menningarfélag Vestmannaeyja var stofnað 2. mars 2019 með það að markmiði að sameina, efla og virkja listsköpun í Eyjum og gera verk listamanna sýnilegri – bæði innan samfélagsins og […]

16,8 milljóna króna kostnaður Minjastofnunar

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt verð á nýjum lóðum við Miðgerði sem eru tilkomnar vegna gjalda frá Minjastofnun. Í kjölfarið hefur Vestmannaeyjabær auglýst lausar til umsóknar lóðir við Miðgerði 1–11 og við Helgafellsbraut 22–26. Samkvæmt upplýsingum sem Eyjafréttir kölluðu eftir frá Vestmannaeyjabæ var kostnaður Minjastofnunar við verkið rúmlega 16,8 milljónir króna. Samkvæmt auglýsingu bæjaryfirvalda eru í […]

Safnahelginni lýkur með bókakynningu og teboði

Kynning Safnahelgi Sun 25

Safnahelginni í Vestmannaeyjum lýkur í dag, sunnudag með áhugaverðri bókakynningu í Sagnheimum. Þar kynna tvær þekktar konur nýjustu bækur sínar. Knattspyrnudrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir með ævisöguna Ástríða fyrir leiknum og Eliza Reid, fyrrverandi forsetafrú og spennusagnahöfundur, sem leiðir lesendur inn í sögu sem gerist þegar fólk verður veðurteppt í Vestmannaeyjum. Einnig verður konunglegt teboð haldið […]

Framtíðarsýn

​Ég var að renna yfir skýrslu Jóhanns Halldórssonar um hugsanlega uppbyggingu á stórskipaviðlegukanti á Eiðinu og hafði bara gaman af, vonandi verður málið að veruleika, en þetta rifjaði upp fyrir mér ansi margar greinar sem ég hef skrifað í gegnum árin og meðal annars fyrsta framboðið mitt, en ég tók þátt í framboði sem hét […]

Dýpi í Landeyjahöfn hefur minnkað

landeyjah_her_nyr

Eftir siglingar seinnipartinn í dag hefur komið í ljós að dýpið í Landeyjahöfn hefur minnkað í kjölfar veðursins síðustu tvo daga. Af þeim sökum þarf Herjólfur að sigla eftir sjávarföllum þar til annað verður tilkynnt. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir jafnframt að siglingar til Landeyjahafnar séu nú háðar ölduhæð, öldulengd, veðri og sjávarföllum. Siglingaáætlun […]

Saga úr Höllinni – Einar Ágúst og Gosarnir heiðruðu Jónas Friðrik

Tónleikarnir Ég skal syngja fyrir þig fóru fram í Höllinni á fimmtudagskvöldið, þar sem Einar Ágúst og hljómsveitin Gosarnir heiðruðu textaskáldið Jónas Friðrik. Gosarnir – Jarl, Dúni, Þórir, Gísli, Sæþór og Biggi – urðu til í kringum jólahlaðborð Hallarinnar, og eftir að Einar Ágúst steig á svið með þeim kviknaði hugmyndin að þessu verkefni. Frumraunin […]

Rúnar Gauti Íslandsmeistari í snóker

Thorri Runar02

Eyjamaðurinn Rúnar Gauti Gunnarsson varð í dag Íslandsmeistari í tvímenningi í snóker. Rúnar Gauti, sem er einn af stofnendum Pílu- og Snókerklúbbs Vestmannaeyja, lék í mótinu ásamt Þorra Jenssyni, sem er einmitt ríkjandi Íslandsmeistari í snóker. Óhætt er að segja að úrslitaleikurinn hafi verið sannkallaður stórmeistaraslagur, því mótherjar þeirra voru þeir Sigurður Kristjánsson, stigameistari í […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.