Vel heppnað opnunaratriði BBC

Það var myndarlegur hópur ungmenna í Vestmannaeyjum sem svaraði kalli BBC í gærkvöldi  sem  hefur undanfarna þrjá mánuði unnið að gerð þáttar sem fjallar m.a. um lundapysjubjörgunina í Eyjum. Voru íbúar Vestmannaeyja, börn og fullorðnir beðnir um aðstoð við opnunaratriði þáttarins og fólk hvatt til að fjölmenna á Vigtartorg. Allir áttu að segja saman, We are the puffin patrol. Voru Nathalie og Josh frá BBC á staðnum og leiðbeindu fólki. […]

Skólasetning grunnskólans

Skólasetning fyrir 2.–10. bekk verður haldin í íþróttahúsinu á morgun, föstudaginn 22. ágúst kl. 10:30, þar sem skólinn verður formlega settur aftur eftir sumarfrí. Kennsla hefst svo samkvæmt stundatöflu fyrir nemendur í 2.–10. bekk mánudaginn 25. ágúst kl. 8:20. Skólasetning 1. bekkjar fer fram mánudaginn 25. ágúst kl. 8:30 í sal Hamarsskóla. (meira…)

Nýjar tengingar frá Vestmannaeyjum og Færeyjum við Rotterdam

Eimskip Foss TMS 20201021 165726

Frá og með 1. september mun Eimskip bæta við vikulegum viðkomum í Rotterdam í Hollandi á Gulu siglingaleiðinni. Með breytingunni opnast bein tenging frá Vestmannaeyjum og Tórshavn í Færeyjum til Rotterdam, auk þess sem Reyðarfjörður tengist í gegnum umlestun í Færeyjum. Siglingatíminn til Rotterdam frá Austurlandi og Vestmannaeyjum er einungis um fjórir dagar, sem tryggir […]

Efstu liðin mætast á Hásteinsvelli

Í kvöld verður 16. umferð Lengjudeildar kvenna spiluð. Í Vestmannaeyjum er sannkallaður toppslagur þegar efstu lið deildarinnar mætast. ÍBV efst og búið að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu að ári. Liðið er með 40 stig úr 15 leikjum og getur með sigri í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitilinn. HK er með 34 stig í […]

Dótturfélag Vinnslustöðvarinnar á hátíð saltfisksins

IMG 20250817 WA0000

Frá 13. til 17. ágúst sl. fór hin vinsæla saltfiskhátíð Festival do Bacalhau fram í Ílhavo í Portúgal. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og frábært tækifæri til að fagna hefðbundinni saltfiskmenningu með tónlist, matargerð og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin er stærst sinnar tegundar í Portúgal og eflaust í öllum heiminum, að því er segir í […]

BBC biður fólk að mæta á Vigtartorg í kvöld

BBC hefur undanfarna þrjá mánuði unnið að gerð þáttar sem fjallar m.a. lundapysjubjörgunina í Eyjum og biður íbúa Vestmannaeyja, börn og fullorðna um aðstoð. Hvetja þau fólk til að fjölmenna á Vigtartorgið kl. 23.00 í kvöld, 20. ágúst þegar opnunaratriði þáttarins verður tekið upp og segja saman, We are the puffin patrol. Munu Nathalie og […]

Þörf á stærra helgunarsvæði vegna aukinnar sprengjuhættu

20250820 144343

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í byrjun vikunnar var tekin fyrir umsókn vegna áhrifa framtíðareldsneytis á nærumhverfið. Jón Haralsson fyrir hönd Olíudreifingar ehf. sendi ráðinu erindi til að vekja athygli á nauðsynlegum ráðstöfunum varðandi geymslupláss framtíðareldsneytis. Með erindinu vill Olíudreifing vekja athygli bæjaryfirvalda á mikilvægi þess að tekið sé tillit til þeirra áhrifa sem […]

Fjör að færast í björgunarstörfin

pysju_sleppt_2024_TMS

Nú er aldeilis að færast fjör í leikinn hjá pysjubjörgunarfólki. Pysjurnar, sem eru skráðar inn á lundi.is, nálgast nú 400, en í gær um svipað leiti voru þær að nálgast 300. Í facebook-færslu Pysjueftirlitsins sagði fyrir um sólarhring að af þeim nærri 300 hafa 113 verið vigtaðar og er meðalþyngd þeirra 251 gramm, sem er […]

Vaðandi makríll við Hrauney

Makril 768x404

Talsvert var af makríl við Hrauney í gærkvöldi. Að sögn Óskars Péturs Friðrikssonar, ljósmyndara mátti sjá vaðandi makríl á þessum slóðum. Undanfarin ár hefur verið minna um makrílinn við strendur Íslands og eru þetta því nokkuð óvænt að sjá makrílinn kominn aftur hingað. Að sögn Óskars Péturs leyndi það sér ekki að þarna var makríll […]

Minning: Inga Jóhanna Halldórsdóttir

Elsku mamma okkar. Nú er komið að ferðalaginu hjá þér og það eru þakklátir afkomendur sem kveðja þig í dag. Mikið erum við systkinin þakklát fyrir allt sem við lærðum af ykkur pabba, hjálpsemi,​ dugnað,​ heiðarleika og vinnusemi og svo mætti lengi telja.​Mamma lærði kjólasaum í Vestmannaeyjum og var sístarfandi alla daga. Átti prjónavél og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.