Miðdegisferð Herjólfs fellur niður

Herjolfur 2 Cr

Ferðir kl. 14:30 frá Vestmannaeyjum og kl. 15:45 frá Landeyjahöfn falla niður vegna aðstæðna í Landeyjahöfn. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Þar segir jafnframt að aðrar ferðir dagsins séu á áætlun. Á þessum árstíma […]

Hafró: Loðnuráðgjöf upp á tæp 44 þúsund tonn

Byggt á loðnumælinum rannsóknaskipanna Árna Friðrikssonar og Tarajoq í síðasta mánuði og gildandi aflareglu er ráðlagður hámarksafli 43 766 tonn fyrir fiskveiðiárið 2025/26. Þessi ráðgjöf er í samræmi við upphafsráðgjöf sem byggði á mælingum á ungloðnu haustið 2024. Ráðgjöfin verður endurmetin þegar niðurstöður bergmálsmælinga á stærð veiðistofnsins liggja fyrir í byrjun árs 2026, segir í […]

Minni tekjur hafnarsjóðs og tjón fyrir ferðaþjónustu

Lettbatur Skemmtiferdaskip Tvö

„Umsvif skemmtiferðaskipa hafa verið mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu Íslands og sérstaklega í sjávarbyggðum. Farþegar skemmtiferðaskipa skapa verulegar tekjur fyrir hafnir, sveitarfélög og þjónustuaðila í landi. Árið 2024 var metár í skipakomum en ný álögur og gjöld sem tóku gildi 2025 hafa þegar haft áhrif á bókanir og framtíðarhorfur,“ segir í minnisblaði Brynjars Ólafssonar, framkvæmdastjóra umhverfis- […]

ÍBV mætir Haukum

Í kvöld klárast 6. umferð Olís deildar karla en þá verða þrír leikir leiknir. Í Vestmannaeyjum tekur ÍBV á móti Haukum. Eyjamenn í fimmta sæti með 6 stig en Haukar eru í öðru sæti með 8 stig úr fimm leikjum. Flautað verður til leiks klukkan 18.45 í Íþróttamiðstöðinni í Eyjum. Leikir dagsins: Dagsetning Tími Umferð […]

Tjón í Vestmannaeyjahöfn eftir storminn

Hofnin 20251009 103352

Vestan stormur gekk yfir sunnanvert landið í gærkvöld og nótt, með hviðum sem mældust nær 40 metrum á sekúndu á Stórhöfða þegar mest gekk á. Veðurstofan hafði áður varað við talsverðum sjógangi í kjölfar stormsins, og reyndist það eiga við í Vestmannaeyjahöfn. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta fóru tveir léttabátar á hvolf í höfninni og sá þriðji […]

Minna tuð – meiri tenging

ADHD Eyjar standa fyrir fræðslufundi mánudaginn 13. október klukkan 20:00 í Visku undir yfirskriftinni „Minna tuð – meiri tenging“. Fundurinn er ætlaður aðstandendum barna og unglinga með ADHD, en einnig öllum sem vilja fræðast og skilja betur hvernig hægt er að styðja einstaklinga með röskunina í daglegu lífi. Fyrirlesari kvöldsins er Jóna Kristín Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri […]

Oliver sækir á nýjar slóðir en mun sakna Eyjanna

„Þar sem ég tók þetta skref til Eyja, fór og lærði að búa einn, kynntist nýju fólki og umhverfi, þá held ég að ég verði ekki lengi að aðlagast hlutunum utan fótboltans. Kærastan mun líka aðstoða mig í því, hún mun hjálpa mér að verða ekki klikkaður seinni part dags eftir að ég kem heim af […]

Siglt síðdegis til Landeyjahafnar

herjolfur_lan_062020

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag skv. eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 16:00 og 18:30 (Áður ferðir kl. 17:00 og 19:30). Brottför frá Landeyjahöfn kl. 17:15 og 20:15 (Áður ferðir kl. 18:15 og 20:45). Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út tilkynning fyrir kl. 06:00 í fyrramálið. Á þessum árstíma er alltaf […]

Rafmagn komið aftur á

Rafmagnslaust var í á aðra klukkustund í Vestmannaeyjum, í Vík og í Landeyjum í dag. Útleys­ing var vegna seltu, segir í tilkynningu frá Landsneti. ,,Rafmagn er komið á aftur, engar skemmdir fundust á línunni en selta er talin ástæðan fyrir rafmagnsleysinu. Veðrinu síðasta sólarhring fylgdi mikil selta en rigningin sem er núna mun hjálpa til […]

Rafmagnslaust í Eyjum, Vík og Landeyjarsandi – uppfært

Rafmagnið fór af öllum Vestmannaeyjabæ laust fyrir klukkan 12 í dag. Samkvæmt tilkynningu á heimasíðu Landsnets leysti Rimakotslína 1 út. „Rimakotslína 1 milli Hvolsvallar og Rimakots leysti út. Raf­magns­laust er í Vestmannaeyjum, Vík og Landeyjarsandi,” segir í tilkynningunni. Uppfært kl. 12.18. Fram kemur í tilkynningu Landsnets að orsök liggi ekki fyrir en verið er að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.