Afþakkaði fjórða sætið

„Ég hef afþakkað fjórða sæti á lista í Suðurkjördæmi hjá Miðflokknum.” segir í tilkynningu frá Guðna Hjörleifssyni sem hafði áður gefið út að hann gæfi kost á sér í 2. eða 3. sæti á lista flokksins. „Stefnan var sett á annað til þriðja sætið, sem gekk því miður ekki eftir og því hef ég ákveðið […]
Karl Gauti leiðir lista Miðflokksins

Í kvöld samþykkti félagsfundur Miðflokksins í Suðurkjördæmi tillögu uppstillingarnefndar um framboð listans í kjördæminu. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum mun leiða listann. Frá þessu greinir Karl Gauti á facebook-síðu sinni. Í næstu sætum verða Heiðbrá Ólafsdóttir og Ólafur Ísleifsson. „Þeir sem kannast við mig vita að ég hlakka til að geysast um hið víðfema […]
Taka Hrekkjavökuna alla leið

Nú er Hrekkjavakan að ganga í garð og margir byrjaðir að skreyta húsin sín með graskerum og ógnvekjandi skrauti til að fagna komandi degi. Það eru þó ekki allir jafn metnaðarfullir og hjónin Íris Sif og Einar Birgir, en segja má að þau taki Hrekkjavökuna alla leið. Þau leggja mikinn metnað í undirbúning og skreytingar og er […]
Gaman að taka við nýju og glæsilegu skipi

Sigvaldi skipstjóri – Heim eftir mörg ár erlendis Sigvaldi Þorleifsson, annar skipstjórinn á Sigurbjörgu ÁR hefur víða komið við á ferli sínum. Við spjölluðum saman í rúmgóðri brúnni. Þar eru ótal skjáir, stórir gluggar og gott útsýni yfir dekk og stefni og allt um kring. Sigvaldi segir gaman að fá tækifæri til að taka við […]
Samið um vinnslubúnað í sláturhús

Laxey og Baader á Íslandi hafa gert með sér samning um afhendingu á vinnslubúnaði fyrir væntanlegt sláturhús Laxeyjar fyrir landeldislax. Fram kemur í tilkynningu að Baader, sem er alþjóðlegt fyrirtæki í þróun og framleiðslu á tækjabúnaði fyrir laxavinnslu, sé þekkt fyrir lausnir sem hannaðar eru með gæði framleiðslu og dýravelferð í huga. Þessi nálgun gerir […]
Veturinn genginn í garð

Í gær var fyrsti vetrardagur. Í dag var kalt í veðri en fallegt veður. Það sést vel á myndbandinu hér að neðan sem Halldór B. Halldórsson setti saman. (meira…)
Minni slysahætta þegar trollið er tekið

Sigurður skipstjóri – Enginn í lest: Sigurður segir að munurinn sé mikill, ekki síst í meðferð á fiski. „Fiskurinn er allur blóðgaður. Látinn blóðrenna áður en gert er honum. Þá fer hann í gegnum flokkara með myndavél og er flokkaður eftir þyngd og tegundum. Úr flokkaranum fer fiskurinn í kælikör og skammtar þyngd í hvert […]
Markmiðið er skýrt – Fjórir þingmenn D inn í Suðurkjördæmi

Ég er afar þakklátur fyrir það traust sem mér var sýnt af félögum mínum í kjördæmisráði þegar ég var kosinn í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Verkefnið er skýrt. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að ná fjórum þingmönnum inn í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Ljóst er að stuðningur eyjamanna við framboðið er gríðarlega […]
Meiri veiðigeta og betra hráefni

Eyþór útgerðarstjóri – Hagræðing í útgerð „Samanburður skipa eins og Ottó N. Þorlákssonar og Sigurbjargar er svipaður hvað varðar magn í lest en veiðigetan er mun meiri á Sigurbjörgu. Sigurbjörg kemur í stað tveggja til þriggja skipa hjá Ísfélaginu þannig að þetta er mikil hagræðing sem fylgir þessari endurnýjun í útgerð Ísfélagsins. Við vonumst til […]
Konunglegt teboð og flottir hattar

Það var konunglegt teboðið í Safnahúsinu í dag þar sem Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson gáfu tóninn í söng og tali. Bryggjan í Sagnheimum var þétt setinn og stærsti hlutinn konur sem mættar voru til að komast í örlitla snertingu hátignir í Evrópu, einkum þau dönsku og ensku. Margar konurnar fóru alla leið og mættu […]