Höfðu í ýmis horn að líta í nótt

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í ýmis horn að líta sl. nótt en flest málin tengdust aðstoð við gesti vegna ölvunar og þurftu tveir að gista fangageymslur vegna þess. Þetta kemur fram í stöðu-uppfærslu lögregluembættisins á facebook. Þar segir enn fremur að tvö minni háttar fíkniefnamál hafi komið upp en um að ræða neysluskammta. Þá voru […]

Heimafólk sló velferðarskjaldborg um gesti Þjóðhátíðar

Þjóðhátíðargestir skemmtu sér konunglega í gærkvöldi í Herjólfsdal. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að tónleikadagskráin á stóra sviðinu hafi verið sannkölluð flugeldasýning sem hófst með VÆB-bræðrum. Þá steig Stuðlabandið á svið með söngvurunum Röggu Gísla, Selmu Björns og Friðriki Ómar. Hápunktur kvöldsins á stóra sviðinu var þegar Herra Hnetusmjör steig á svið. Í framhaldi af […]

Herjólfur siglir í Landeyjahöfn samkvæmt áætlun

Ölduhæðin í Landeyjahöfn er vel undir spá, stefnir Herjólfur því að sigla til Landeyjahafnar í dag samkvæmt áætlun, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Ferjan hóf að sigla þangað klkkan 5.30 í morgun og siglir svo frá Eyjum kl. 10:00, 12:00, 14:00, 16:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 09:00, 11:00, 13:00, 15:00, 17:00. Þá segir í […]

Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal Þjóðhátíðarnefnd og viðbragðsaðilar hafa unnið hörðum höndum í alla nótt og allan dag við að koma Herjólfsdal í samt horf eftir áskoranir næturinnar. Nýtt tjald hefur verið reist fyrir það sem þurfti að taka niður í gær og annað í dalnum er tilbúið fyrir dagskrá kvöldsins. Gert er ráð […]

Eyjamenn sigruðu Þjóðhátíðarleikinn

Karlalið ÍBV vann stórkostlegan 2-1 sigur á KR í 17. umferð Bestu deildar karla á Hásteinsvelli í dag. Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörlegur en Eyjamenn fengu víti strax á 11. mínútu leiksins. Oliver Heiðarsson átti þá sendingu í gegn á Sverri Pál Hjaltested sem var tekinn niður inn í teig KR-inga. Vicente Valor steig á […]

Síðasta ferð dagsins fellur niður

Ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni, því falla niður ferðir kl. 17:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 18:00 frá Landeyjahöfn. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína eða fá endurgreitt, segir í tilkynningu frá skipafélaginu. „Hvað varðar siglingar fyrir sunnudaginn 3.ágúst þá […]

Ábending frá Herjólfi

Aðstæður fara versnandi í Landeyjahöfn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að Herjólfur stefni á að sigla næstu ferð frá Vestmanneyjum kl. 15:00 og frá Landeyjahöfn kl. 16:00. „Hvetjum við þá farþega sem ætla sér að ferðast í dag að gera það fyrr en seinna vilji þeir komast leiða sinna. […]

Patrick jafnaði markamet Tryggva í efstu deild

Danski framherjinn Patrick Pedersen jafnaði met Tryggva Guðmundssonar í efstu deild karla í fótbolta þegar Valur vann FH 3:1 í Bestu deild karla í fótbolta. Hafa Patrick og Tryggvi skorað 131 mark. Þess ber að geta að Tryggvi spilaði erlendis frá því hann var 23 til 30 ára og hann er kantmaður en Patrick er […]

Hátíðarræða Páls Scheving

Þjóðhátíð Vestmannaeyja var sett í Herjólfsdal í gær. Í kjölfarið flutti Páll Scheving Ingvarsson hátíðarræðu Þjóðhátíðar. Páll átti sæti í þjóðhátíðarnefnd í samtals á annan áratug. Ræðu Páls má lesa í heild sinni hér að neðan. Kæru Eyjamenn og aðrir hátíðargestir. Velkomin í Herjólfsdal. Flest ykkar geta örugglega yljað sér við ljúfar og skemmtilegar minningar […]

Tókust á við áskoranir í nótt

Skipuleggjendur og viðbragðsaðilar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum stóðu frammi fyrir þó nokkrum áskorunum í nótt þegar versta veðrið gekk yfir eyjarnar. Þjóðhátíðarnefnd tók þá ákvörðun rétt fyrir miðnætti að hætta við að kveikja í brennunni á Fjósakletti, sem venjulega er tendruð á miðnætti á föstudagskvöldi. Veitinga- og tónlistartjöldin í fremri hluta Herjólfsdals voru rýmd til […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.