Einstök gjöf til Safnahúss

„Þetta er gríðarlega vegleg gjöf. Öll söfn þrífast á því að þeir einstaklingar sem marka spor í menningarsögu nærsamfélagsins hverju sinni deili þeirri auðlegð sem þeir búa til með því að koma henni í varanlega varðveislu á söfnunum,“ segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja og vísar þarna til gjafar Halldórs Benedikts Halldórssonar til Vestmannaeyjabæjar. Ómetanlegar […]

Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð dagsins þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna veðurs og aðstæðna í höfninni. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni (Landeyjahöfn/Þorlákshöfn). Þeir farþegar sem […]

Myndasyrpa frá Lundaballinu

Lundaballið, uppskeruhátíð bjargveiðimanna, fór fram á laugardaginn og var að þessu sinni í umsjá Helliseyinga. Gestir nutu ljúffengs matar að hætti Einsa Kalda og frábærrar skemmtunar þar sem boðið var upp á heimatilbúin skemmtiatriði sem vöktu mikla kátínu. Einar Ágúst og hljómsveitin Gosarnir héldu síðan uppi fjörinu og spiluðu fyrir dansi fram á nótt. Myndir: […]

Herjólfur kominn í heimahöfn

506606095 10230521671879054 3352144788498294628 N

Herjólfur hefur verið fjarverandi síðastliðnar þrjár vikur vegna viðhalds. Skipið kom til Eyja á níunda tímanum í morgun, eftir siglingu frá Hafnarfirði. Halldór B. Halldórsson myndaði skipið þar sem það liggur í botni Friðarhafnar, en dagurinn var nýttur í ýmislegt tilstand eins og til dæmis að gera kojusalinn tilbúinn fyrir veturinn. Ferjan mun fara aftur […]

Eyjamenn með stórsigur á Vestra

Eyja 3L2A1533

Karlalið ÍBV tryggði veru sína í efstu deild eftir 0-5 stórsigur á Vestra í 24. umferð Bestu deildar karla. Leikið var á Ísafirði í dag. Eyjamenn náðu forystu snemma leiks þegar Sigurður Arnar Magnússon skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu Alex Freys Hilmarsonar. Vestramenn voru meira með boltann á meðan Eyjamenn voru þéttir og beittu […]

Eyjakonur með heimasigur á Stjörnunni

Kvennalið ÍBV í handbolta tók á móti Stjörnunni í þriðju umferð Olís deildar kvenna í Eyjum í dag. Leiknum lauk með 31-27 heimasigri ÍBV. Eyjakonur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru þremur mörkum yfir þegar um 15 mínútur voru búnar. Stjörnukonur náðu hins vegar að jafna leikinn þegar tíu mínútur voru eftir af […]

Unnið að úrbótum fyrir verkdeild

Jon Peturs 19 Cr 2

Í kjölfar umræðu um að nemendur í verkdeild Grunnskóla Vestmannaeyja fái færri kennslustundir en aðalnámskrá gerir ráð fyrir, svarar Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, gagnrýni og ábendingum. Hann segir að frávikin byggist á faglegu mati skólastjórnenda, kennara, sérfræðinga og foreldra, og að unnið sé að því að bæta þjónustuna. Ráða illa við lengri […]

Gaf samfélaginu menningarauð í myndum og kvikmyndum

Halldór Benedikt Halldórsson fæddist á Húsavík árið 1955 en flutti 6 ára gamall með fjölskyldu sinni til Vestmannaeyja. Þar hefur hann átt heima nær alla tíð síðan og segist hvergi vilja vera annars staðar. Í dag er hann sjötugur, fjölskyldumaður sem nýtur þess að vera úti í náttúrunni – og síðast en ekki síst ástríðufullur […]

Boltinn í dag

Untitled (1000 x 667 px) (3)

Tveir leikir fara fram hjá meistaraflokksliðum ÍBV í dag. Um er að ræða frestaða leiki sem áttu að spilast í gær. Sá fyrri hefst klukkan 13.00 og er það viðureign Vestra og ÍBV í Bestu deild karla sem fram fer á Ísafirði. Eyjaliðið er með 30 stig í öðru sæti neðri hlutans. Vestri er með […]

Herjólfur að leggja af stað heim eftir slipptöku

Herjolfur 1 1068x712 1 2

Herjólfur leggur senn af stað úr Hafnarfjarðarhöfn eftir þriggja vikna slipp. Fréttin er skrifuð kl. 0.30 og var þá verið að gera klárt til brottfarar. Að sögn​ Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs gekk vinnan í slippnum mjög vel og komist​ var yfir ótrúlega mörg verkefni sem þörfnuðust viðhalds. „Í svona skip​i eru svo ótrúlega mikið […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.