Boltinn í dag

Untitled (1000 x 667 px) (3)

Tveir leikir fara fram hjá meistaraflokksliðum ÍBV í dag. Um er að ræða frestaða leiki sem áttu að spilast í gær. Sá fyrri hefst klukkan 13.00 og er það viðureign Vestra og ÍBV í Bestu deild karla sem fram fer á Ísafirði. Eyjaliðið er með 30 stig í öðru sæti neðri hlutans. Vestri er með […]

Herjólfur að leggja af stað heim eftir slipptöku

Herjolfur 1 1068x712 1 2

Herjólfur leggur senn af stað úr Hafnarfjarðarhöfn eftir þriggja vikna slipp. Fréttin er skrifuð kl. 0.30 og var þá verið að gera klárt til brottfarar. Að sögn​ Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs gekk vinnan í slippnum mjög vel og komist​ var yfir ótrúlega mörg verkefni sem þörfnuðust viðhalds. „Í svona skip​i eru svo ótrúlega mikið […]

ÍBV með öruggan sigur á Þór

Karlalið ÍBV í handbolta tók á móti Þór í fjórðu umferð Olís deildarinnar í Eyjum í dag. Eyjamenn sigruðu leikinn nokkuð örugglega 30-24. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og komust í 3-0. Þórsarar náðu mest að minnka muninn í eitt mark en Eyjamenn leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 17-13.  Eyjamenn komu af krafti inn í […]

Stefnt á að Baldur sigli til Landeyjahafnar á morgun

Baldur OPF 20250911 151359

Baldur siglir til Þorlákshafnar seinni partinn í dag þar sem enn er ófært til siglinga fyrir ferjuna í Landeyjahöfn. Brottför frá  Vestmannaeyjum  kl. 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 19:45. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja eftir farartæki í annarri hvorri höfninni, segir í tilkynningu frá […]

Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar

BRE 2025 IMG 8025

Það er fátt sem tengir Vestmannaeyjar jafnsterkt saman og sjávarútvegurinn. Þar hefur kynslóð eftir kynslóð sótt lífsviðurværi sitt og lagt sitt af mörkum í atvinnusögu landsins. Bjarni Rúnar Einarsson, framkvæmdastjóri Leo Seafood, er engin undantekning. Hann fæddist í Eyjum árið 1983 og hefur nær alla sína starfsævi varið innan sömu veggja – fyrst hjá Godthaab […]

Samstaða sveitarfélaganna er lykillinn

Í síðasta mánuði fundaði Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, með íbúum Suðurlands á Selfossi. Meðal gesta á fundinum var Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra og formaður samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Anton Kári átti einnig sæti í starfshópi um fýsileika jarðganga milli lands og Vestmannaeyja sem lauk sinni vinnu fyrir um ári síðan. Hann flutti þar athyglisverða […]

Strákarnir mæta Þór – kvennaleiknum frestað

Einn leikur fer fram í Olís deild karla í dag. Þá taka Eyjamenn á móti Þórsurum í lokaleik fjórðu umferðar. ÍBV í fjórða sæti með 4 stig en Þór í tíunda sæti með 2 stig. Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson samdi í vikunni við Þórsara og mætir á sinn gamla heimavöll í fyrsta leik. Leikurinn hefst klukkan […]

Komið að starfslokum hjá Stjána Nínon

Það var mikið um dýrðir í morgunkaffinu á hafnarskrifstofunni í Vestmannaeyjum í morgun. Tilefnið var að Kristján Hilmarsson er að láta af störfum vegna aldurs. „Ég held að þetta séu orðin 13 ár síðan ég byrjaði hjá höfninni,“ sagði Kristján sem flestir þekkja sem Stjána Nínon. Foreldrar hans voru Hilmar Sigurbjörnsson og Jónína Ingibergsdóttir. „Ég verð sjötugur 21. október […]

Frestað fyrir vestan

Eyja 3L2A9949

Leik Vestra og ÍBV í Bestu deild karla hefur verið frestað um sólarhring vegna vandræða Eyjamanna við að komast vestur. Greint er frá þessu á facebook-síðu Vestra í dag. Þar segir að ófært sé frá Vestmannaeyjum í dag og því mun ÍBV ekki ná til Ísafjarðar í blíðuna í tæka tíð. Nýr leiktími er sunnudagur […]

Breytingar á hluthafahóp Löngu

Breytingar hafa orðið á hluthafahópnum í Löngu. Fyrirtækið Langa ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á þurrkuðum f iskhausum og afskurði en félagið selur allar afurðir sínar á Nígeríumarkað. Undanfarin ár hefur félagið einnig verið að þróa og lagt í fjárfestingar á framleiðslu og sölu á kollageni til manneldis. Á dögunum var samþykkt á hluthafafundi að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.