Tókust á við áskoranir í nótt

Skipuleggjendur og viðbragðsaðilar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum stóðu frammi fyrir þó nokkrum áskorunum í nótt þegar versta veðrið gekk yfir eyjarnar. Þjóðhátíðarnefnd tók þá ákvörðun rétt fyrir miðnætti að hætta við að kveikja í brennunni á Fjósakletti, sem venjulega er tendruð á miðnætti á föstudagskvöldi. Veitinga- og tónlistartjöldin í fremri hluta Herjólfsdals voru rýmd til […]

Þjóðhátíðarleikur á Hásteinsvelli

Í dag hefst 17. umferð Bestu deildar karla þegar ÍBV fæ KR í heimsókn. Bæði lið í baráttu í neðri hluta deildarinnar. KR er í næstneðsta sæti með 17 stig og Eyjamenn eru í níunda sæti með stigi meira. Það má búast við að fjlmennt verði á Hásteinsvelli í dag þar sem mikið af fólki […]

Herjólfshöllin opnuð fyrir gesti Þjóðhátíðar

Þjóðhátíðarnefnd hefur virkjað viðbragðsáætlun sína vegna veðurs og opnað Herjólfshöllina fyrir gestum Þjóðhátíðar. Þar geta gestir leitað skjóls og gist í öruggu skjóli meðan gul viðvörun er í gildi sunnanlands. Gert er ráð fyrir að veðrið gangi niður þegar líður á nóttina. Þetta segir í tilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd. Þar segir jafnframt að gestum sé heimilt […]

Hátíðleg setning í þurru veðri

Þjóðhátíðargestir fjölmenntu á setningu þjóðhátíðar í dag sem að venju var mjög hátíðleg enda veður gott. Hörður Orri Grettisson, formaður ÍBV-Íþróttafélags setti hátíðina. Páll Scheving flutti hátíðarræðuna og séra Viðar Stefánsson flutti blessunarorð. Lúðrasveit Vestmannaeyja, sem hefur átt sinn stað á setningu Þjóðhátíðir í áratugi flutti nokkur. Barnadagskrá var á Tjarnarsviði og á kvöldvökunni skemmta […]

Það þarf ekki margar í hundraðið, en nokkrar í þúsundið

Það má segja að Unnar Guðmundsson í Háagarði sé trillu- og lundaveiðikarl sem náði að tengja samfélag veiðimanna sem fæddust fyrir aldamótin 1900 og þeirra sem enn stunda sjóinn á smábátum og lundaveiði í Eyjum. Á mótunarárum Unnars eru Eyjarnar að stíga skref inn í nýja tíma. Enn var stundaður landbúnaður á Kirkjubæjum og kýr og kindur […]

„Um fátt annað hugsað en komandi Þjóðhátíð”

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE hélt til veiða frá Akureyri á þriðjudag í síðustu viku að aflokinni skveringu í slippnum þar. Skipið var í slipp í einar fimm vikur og lítur býsna vel út að því loknu. Rætt er við Birgi Þór Sverrisson skipstjóra á vefsíðu Síldarvinnslunnar og er hann fyrst spurður hvernig veiðar hafi gengið eftir […]

Húkkaraballið fór vel fram – myndir

Mikill mannfjöldi er kominn til Vestmannaeyja og búist er við að fjöldi fólks leggi leið sína til eyjarinnar í dag. Í gærkvöld fór hið árlega Húkkaraball fram í blíðu veðri og var nóttin fremur róleg og góður bragur yfir skemmtanahaldinu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Lögreglan hefur sem fyrr mikinn […]

Enn og aftur úr myndasafni Óskars Péturs

Hér koma síðustu myndirnar að þessu sinni af myndum Óskars Péturs frá Þjóðhátíðinni í fyrra. Ný hátíð með nýjum myndum tekur við og eins og sjá má á fréttasíðu okkar er hann þegar byrjaður. Ritstjórn Eyjafrétta og eyjafrettir.is óska þjóðhátíðargestum alls hins best á Þjóðhátíðinni í ár. Gleðilega Þjóðhátíð.   Stuð og stemning og pínu rigning.   […]

Samveran er það sem stendur upp úr á Þjóðhátíð

Systurnar Þórunn Día og Eygló Myrra Óskarsdætur láta sig sjaldan vanta á Þjóðhátíð í Eyjum. Þær eiga rætur að rekja til Vestmannaeyja og eru að eigin sögn miklar Eyjakonur í sér og koma reglulega til Eyja að heimsækja ættingja og vini, enda er afi þeirra enginn annar en Svavar Steingrímsson og amma þeirra heitin Eygló […]

Mannvirkin vígð í Herjólfsdal – myndir

Löng hefð er fyrir því að vígja nokkur Þjóðhátíðar-mannvirki í dalnum á fimmtudegi fyrir hátíð. Einhverjir taka forskot á sæluna og er oft mikið stuð í dalnum. Myllan, Vitinn og Hofið voru vígð í gærkvöldi.  Venju samkvæmt voru smá sendingar voru á milli forsvarsmanna Vitans annars vegar og Myllunnar hins vegar. Aðstandendur Hofsins voru eingöngu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.