Símamótið í máli og myndum

Símamótið fór fram dagana 10.-13. júlí. Símamótið er stærsta stúlknamótið á Íslandi og sendi ÍBV stelpur úr 7., 6. og 5. flokki á mótið. Stelpurnar stóðu sig vel á mótinu og skemmtu sér frábærlega. Við ræddum við þjálfara flokkana, Trausta Hjaltason, Guðnýju Geirsdóttur og Richard Goffe um mótið og gengi stelpnanna. Þjálfari 5. flokks, Trausti […]

Grátlegt tap hjá Eyjakonum

Kvennalið ÍBV komst ansi nálægt því að komast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þegar þær mættu Bestu deildar liði Breiðabliks á Kópavogsvelli í kvöld. Eyjakonur byrjuðu leikinn mun betur og komust í 0-1 strax á 10. mínútu leiksins. Kristín Klara Óskarsdóttir átti þá frábæra fyrirgjöf inn á teig Blika og Allison Grace Lowrey stökk manna hæst í […]

Gular viðvaranir gefnar út

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir Suðurland og Miðhálendið. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 1. ágúst kl. 22:00 og gildir hún til 2. ágúst kl. 02:00. Í viðvörunarorðum segir: Suðaustan 13-18 m/s við ströndina og í Vestmannaeyjum og talsverð rigning. Tjöld geta fokið og fólk er hvatt til að huga að […]

Herjólfsfólk er í hátíðarskapi

Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs, eru dagarnir í kringum og yfir þjóðhátíðina mjög líflegir hjá starfsfólki Herjólfs. „Það má segja að undirbúningur þjóðhátíðarinnar hjá okkur á Herjólfi standi yfir í marga mánuði, áður en miðasalan hófst í febrúar var búið að ganga þannig frá málum að heimasíðan þoli álagið sem myndast um leið og […]

Þjóðhátíð að bresta á – myndir og myndband

Nú er innan við sólarhringur þar til að Þjóðhátíð Vestmannaeyja verður sett í Herjólfsdal. Hátíðargestir eru farnir að streyma til Eyja og er undirbúningur í hámarki hvert sem litið er. Halldór B. Halldórsson og Óskar Pétur Friðriksson hafa verið á fartinu í dag og má sjá myndefni frá þeim hér að neðan. (meira…)

Óeðlilegur fjöldi dauðra dúfa í Eyjum

Matvælastofnun birtir í dag á heimasíðu sinni ábendingu vegna óeðlilegs fjölda dauðra dúfa í Vestmannaeyjum. Er almenningi ráðið frá því að handfjatla mögulega veika eða dauða fugla án viðeigandi smitvarna. Tilkynning MAST í heild sinni: „Matvælastofnun hefur borist tilkynning um óeðlilegan fjölda dauðra dúfa í Vestmannaeyjum. Ástæður fyrir dauða fuglanna er í rannsókn. Meðan niðurstöður […]

Féll strax fyrir þjóðhátíð

Kom fyrst á þjóðhátíð 19 ára – Nú í forystu í undirbúningi og framkvæmd Hvað fannst þér um þjóðhátíð þegar þú mættir í fyrsta skipti í Dalinn? „Mér fannst hún æðisleg. Þess vegna kom ég aftur og aftur og upplifunin, bara VÁ! Maður gat ekki hugsað sér að fara eitthvað annað þó fleiri útihátíðir væru […]

Breytt umferðarskipulag vegna Þjóðhátíðar 2025

Lögreglan í Vestmannaeyjum vill vekja athygli bæjarbúa og gesta á breytingum á umferðarskipulagi vegna Þjóðhátíðar. Breytingarnar taka gildi kl. 13:00 föstudaginn 1. ágúst og gilda til kl. 19:00 mánudaginn 4. ágúst. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Dalvegur: Aðeins þeir sem hafa fengið sérstakt leyfi frá Þjóðhátíðarnefnd mega aka inn í Herjólfsdal. Hraðatakmarkanir: Hámarkshraði á Dalvegi verður […]

Konan sem bjargaði Gaujulundi

Gaujulundur er vin í Nýjahrauninu sem var gróðursnautt og svart á árunum eftir gos. Það var sumarið 1988 sem hjónin Erlendur Stefánsson og Guðfinna Ólafsdóttir, Elli og Gauja hófu af mikilli eljusemi uppgræðslu og ræktun í dalverpi á Nýja hrauninu, aðeins 15 árum eftir jarðeldana 1973. Í upphafi var þar enginn jarðvegur, tómur vikur en með árunum […]

Enn fleiri myndir frá Óskari Pétri

Ekki vitum við hvað margar myndir Óskar Pétur ljósmyndari Eyjafrétta hefur tekið á Þjóðhátíð. Veit það örugglega ekki sjálfur en við höldum áfram að birta myndir sem hann tók á hátíðinni í fyrra.               (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.