Strákarnir mæta Þór – kvennaleiknum frestað

Einn leikur fer fram í Olís deild karla í dag. Þá taka Eyjamenn á móti Þórsurum í lokaleik fjórðu umferðar. ÍBV í fjórða sæti með 4 stig en Þór í tíunda sæti með 2 stig. Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson samdi í vikunni við Þórsara og mætir á sinn gamla heimavöll í fyrsta leik. Leikurinn hefst klukkan […]

Komið að starfslokum hjá Stjána Nínon

Það var mikið um dýrðir í morgunkaffinu á hafnarskrifstofunni í Vestmannaeyjum í morgun. Tilefnið var að Kristján Hilmarsson er að láta af störfum vegna aldurs. „Ég held að þetta séu orðin 13 ár síðan ég byrjaði hjá höfninni,“ sagði Kristján sem flestir þekkja sem Stjána Nínon. Foreldrar hans voru Hilmar Sigurbjörnsson og Jónína Ingibergsdóttir. „Ég verð sjötugur 21. október […]

Frestað fyrir vestan

Eyja 3L2A9949

Leik Vestra og ÍBV í Bestu deild karla hefur verið frestað um sólarhring vegna vandræða Eyjamanna við að komast vestur. Greint er frá þessu á facebook-síðu Vestra í dag. Þar segir að ófært sé frá Vestmannaeyjum í dag og því mun ÍBV ekki ná til Ísafjarðar í blíðuna í tæka tíð. Nýr leiktími er sunnudagur […]

Breytingar á hluthafahóp Löngu

Breytingar hafa orðið á hluthafahópnum í Löngu. Fyrirtækið Langa ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á þurrkuðum f iskhausum og afskurði en félagið selur allar afurðir sínar á Nígeríumarkað. Undanfarin ár hefur félagið einnig verið að þróa og lagt í fjárfestingar á framleiðslu og sölu á kollageni til manneldis. Á dögunum var samþykkt á hluthafafundi að […]

Ekkert siglt í dag

Enn er ófært til lands og er búið að fella niður seinni ferð dagsins einnig.  Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að seinni ferð dagsins falli einnig niður vegna veðurs og sjólags. Þeir farþegar sem áttu bókað eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að færa bókun sína. Ákvörðun sem þessi […]

Safnhúsið með loppumarkað

Safnhúsið verður með sinn árlega loppumarkað laugardaginn 4. október. Markaðurinn verður í anddyri Safnhússins og verður opin fyrir alla. Þeir sem hafa hug á að selja er bent á að hafa samband við bókasafnið, bokasafn@vestmannaeyjar.is, en 8 borð eru í boði. Seljendur geta komið og sett upp markaðinn frá hádegi föstudaginn 3. október og mega […]

Ekki siglt í fyrramálið

Baldur OPF 20250911 151359

Tekin hefur verið ákvörðun að fella niður fyrri ferð Baldurs föstudaginn 26.september vegna veðurs og sjólags. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir einnig að ákvörðun sem þessi sé alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga. „Vonum við að farþegar okkar síni því skilning. Farþegar sem áttu bókað eru beðnir […]

Lundaball – Fréttir úr fjarska – Skeyti víða að

Enn og aftur er vitnað í grein Frétta af Lundaballi Helliseyinga haustið 1987 sem markaði ein mestu tímamót í skemmtanalífi Eyjamanna fyrr og síðar. Hér kemur síðasti kaflinn sem er nett upphitun fyrir Lundaballið í Höllinni á laugardaginn. Eins og Eyjamönnum er von og vísa bárust skeyti frá  fólki um allan heim, þar á meðal […]

Ábending frá Herjólfi

Nú styttist í verklok í slipptöku Herjólfs, en áætuð heimkoma er á laugardaginn ef allt gengur eftir. Ætti ferjan því að geta tekið við siglingum af Baldri á sunnudag. Um leið og það liggur fyrir munum við upplýsa farþega okkar, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að í ljósi siglingaaðstæðna sl. daga […]

Fjölbreytt vetrarstarf Landakirkju hafið

Vetrarstarf Landakirkju er hafið og er eitthvað um að vera flesta daga vikunnar. Ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi því dagskráin er mjög fjölbreytt. Hér kemur dagskrá Landakirkju þennan veturinn. Því stjórna prestarnir, séra Guðmundur Örn og Viðar Stefánsson. Mánudagur 15:00 – Kirkjustarf fatlaðra (aðra hverja viku). 16:30 – Barnakórsæfing. 18:30 – Vinir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.