Skipulagsráð telur áhyggjur af hávaða ekki eiga við

Strandvegur Mynd Af Húsum L

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi sem heimilar íbúðir á efri hæðum húsnæðis við Strandveg 89–97. Skipulagsstofnun benti þó á í kjölfarið að umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands hafi verið röng og barst nú ný umsögn þar sem varað er við neikvæðum áhrifum íbúðarbyggðar á svæðinu. Heilbrigðiseftirlitið bendir á að föst búseta á svæðinu geti […]

Stolin lundaegg fundust í Hollandi

„Rúmlega 50 lundaegg fundust í fórum þriggja þýskra smyglara á Schiphol-flugvelli í Hollandi 16. júní sl. Smyglararnir komu til Hollands frá Íslandi og voru handteknir. Úr eggjunum klöktust 42 pysjur í Blijdorp-dýragarðinum í Rotterdam og eru þær nú til sýnis í garðinum. Hollenska ríkisútvarpið NOS greinir frá,“ segir í Morgunblaðinu í dag. Erpur Snær Hansen, fuglafræðingur og […]

Lundasumarið 2025

Lundar Gomul Eyjafrettir

Lundaballið er um næstu helgi og því rétt að gera lundasumarið upp. Reyndar sá ég nokkra lunda í gær og höfnin er full af pysju, þannig að það er spurning hvort ekki hefði verið nær að halda lundaballið aðeins nær jólunum? Annars var lundasumarið að mestu leyti mjög gott, mikið var af lunda í allt […]

Lundaball – Örnefnin í Hellisey eru mörg og litrík

Aldrei er góð vísa of oft kveðin og það á við um Lundaballið 1987 í Alþýðuhúsinu sem Helliseyingar höfðu veg og vanda að. Allt gert með slíkum glæsibrag ekkert félag bjargveiðimanna hefur komist með tærnar þar sem Helliseyingar voru með hælana. Frá Lundaballinu er sagt frá í Fréttum þar sem segir: Guðjón Weihe lagði til […]

Laxey fær nýjan búnað frá Ístækni

Ístækni og Laxey hafa gert samning um smíði á ískömmtunarbúnaði fyrir nýja laxavinnslustöð Laxeyjar. Í tilkynningu segir að búnaðurinn, sem er hannaður og smíðaður af Ístækni, skammti rétt magn af ís í kassa til að viðhalda gæðum vörunnar til kaupenda. „Starfmenn Ístækni hafa unnið við uppsetningu á öllum vinnslubúnaði fyrir Laxey undanfarnar vikur. Þessum viðbótum […]

Bæjarstjórn ræddi framvindu Sköpunarhúss

_DSC0045

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja var rætt um framvindu Sköpunarhúss, nýs verkefnis sem miðar að því að efla listsköpun barna og unglinga. Húsið verður staðsett í félagsmiðstöðinni við Strandveg og býður upp á tækifæri í tónlistarsköpun, myndbandagerð og útgáfu tónlistar. Hluti búnaðarins er þegar til staðar, en enn þarf að fjárfesta í tækjum og tryggja […]

VR eykur kraftinn í Eyjum

Vr Halla Gunnars Net 3

Þegar félagsfólk Verslunarmannafélags Vestmannaeyja tók þá ákvörðun að sameinast VR snemma á þessari öld var það eitt af skilyrðum sameiningarinnar að áfram yrði rekin skrifstofa á staðnum. Félagið leggur nú áherslu á að efla enn frekar þjónustuna og auðvelda félagsfólki að leita aðstoðar og upplýsinga þegar þörf krefur. Þess vegna auglýsti VR nýverið nýja stöðu […]

Baldur siglir til Þorlákshafnar í dag

Baldur siglir til Þorlákshafnar í dag þar sem ófært er fyrir ferjunna í Landeyjahöfn vegna aðstæðna í höfninni. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45. Farþegar sem áttu bókað kl. 07:00, 10:00, 16:00 og 19:00 færast sjálfkrafa milli hafna, aðrir þurfa að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til […]

Kári Kristján semur við Þór

Handboltamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson skrifaði í kvöld undir eins árs samning við nýliða Þórs á Akureyri. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs. Eins og komið hefur fram fékk Kári ekki nýjan samning hjá ÍBV fyrir komandi tímabil eftir að hafa leikið með félaginu síðastliðin 10 ár.  Fyrsti leikur Kára fyrir Þór verður gegn hans gömlu […]

Heimili greiddu 55% af umhverfissköttum árið 2023

Hus Midbaer Bo Cr

Árið 2023 innheimti ríkið rúma 88,0 milljarða króna í umhverfis- og auðlindaskatta. Þessir skattar skiptust í skatta á orku (39,7%), vega- og samgönguskatta (29,2%), mengunarskatt (18,7%), auðlindaskatt (0,38%), innheimtu í gegnum losunarheimildir í ETS-kerfinu (4,3%) og aðra kolefnistengda skatta (7,7%). Heimilin greiddu 54,7% af heildarupphæðinni, eða rúmlega 48,1 milljarð króna, aðallega í formi vegaskatta og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.