Skipulagsráð telur áhyggjur af hávaða ekki eiga við

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi sem heimilar íbúðir á efri hæðum húsnæðis við Strandveg 89–97. Skipulagsstofnun benti þó á í kjölfarið að umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands hafi verið röng og barst nú ný umsögn þar sem varað er við neikvæðum áhrifum íbúðarbyggðar á svæðinu. Heilbrigðiseftirlitið bendir á að föst búseta á svæðinu geti […]
Stolin lundaegg fundust í Hollandi

„Rúmlega 50 lundaegg fundust í fórum þriggja þýskra smyglara á Schiphol-flugvelli í Hollandi 16. júní sl. Smyglararnir komu til Hollands frá Íslandi og voru handteknir. Úr eggjunum klöktust 42 pysjur í Blijdorp-dýragarðinum í Rotterdam og eru þær nú til sýnis í garðinum. Hollenska ríkisútvarpið NOS greinir frá,“ segir í Morgunblaðinu í dag. Erpur Snær Hansen, fuglafræðingur og […]
Lundasumarið 2025

Lundaballið er um næstu helgi og því rétt að gera lundasumarið upp. Reyndar sá ég nokkra lunda í gær og höfnin er full af pysju, þannig að það er spurning hvort ekki hefði verið nær að halda lundaballið aðeins nær jólunum? Annars var lundasumarið að mestu leyti mjög gott, mikið var af lunda í allt […]
Lundaball – Örnefnin í Hellisey eru mörg og litrík

Aldrei er góð vísa of oft kveðin og það á við um Lundaballið 1987 í Alþýðuhúsinu sem Helliseyingar höfðu veg og vanda að. Allt gert með slíkum glæsibrag ekkert félag bjargveiðimanna hefur komist með tærnar þar sem Helliseyingar voru með hælana. Frá Lundaballinu er sagt frá í Fréttum þar sem segir: Guðjón Weihe lagði til […]
Laxey fær nýjan búnað frá Ístækni

Ístækni og Laxey hafa gert samning um smíði á ískömmtunarbúnaði fyrir nýja laxavinnslustöð Laxeyjar. Í tilkynningu segir að búnaðurinn, sem er hannaður og smíðaður af Ístækni, skammti rétt magn af ís í kassa til að viðhalda gæðum vörunnar til kaupenda. „Starfmenn Ístækni hafa unnið við uppsetningu á öllum vinnslubúnaði fyrir Laxey undanfarnar vikur. Þessum viðbótum […]
Bæjarstjórn ræddi framvindu Sköpunarhúss

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja var rætt um framvindu Sköpunarhúss, nýs verkefnis sem miðar að því að efla listsköpun barna og unglinga. Húsið verður staðsett í félagsmiðstöðinni við Strandveg og býður upp á tækifæri í tónlistarsköpun, myndbandagerð og útgáfu tónlistar. Hluti búnaðarins er þegar til staðar, en enn þarf að fjárfesta í tækjum og tryggja […]
VR eykur kraftinn í Eyjum

Þegar félagsfólk Verslunarmannafélags Vestmannaeyja tók þá ákvörðun að sameinast VR snemma á þessari öld var það eitt af skilyrðum sameiningarinnar að áfram yrði rekin skrifstofa á staðnum. Félagið leggur nú áherslu á að efla enn frekar þjónustuna og auðvelda félagsfólki að leita aðstoðar og upplýsinga þegar þörf krefur. Þess vegna auglýsti VR nýverið nýja stöðu […]
Baldur siglir til Þorlákshafnar í dag

Baldur siglir til Þorlákshafnar í dag þar sem ófært er fyrir ferjunna í Landeyjahöfn vegna aðstæðna í höfninni. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 19:45. Farþegar sem áttu bókað kl. 07:00, 10:00, 16:00 og 19:00 færast sjálfkrafa milli hafna, aðrir þurfa að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til […]
Kári Kristján semur við Þór

Handboltamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson skrifaði í kvöld undir eins árs samning við nýliða Þórs á Akureyri. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs. Eins og komið hefur fram fékk Kári ekki nýjan samning hjá ÍBV fyrir komandi tímabil eftir að hafa leikið með félaginu síðastliðin 10 ár. Fyrsti leikur Kára fyrir Þór verður gegn hans gömlu […]
Heimili greiddu 55% af umhverfissköttum árið 2023

Árið 2023 innheimti ríkið rúma 88,0 milljarða króna í umhverfis- og auðlindaskatta. Þessir skattar skiptust í skatta á orku (39,7%), vega- og samgönguskatta (29,2%), mengunarskatt (18,7%), auðlindaskatt (0,38%), innheimtu í gegnum losunarheimildir í ETS-kerfinu (4,3%) og aðra kolefnistengda skatta (7,7%). Heimilin greiddu 54,7% af heildarupphæðinni, eða rúmlega 48,1 milljarð króna, aðallega í formi vegaskatta og […]