Hjólaferð með Halldóri B.

Skjask Hbh 270725

Halldór B. Halldórsson skellti sér í hjólatúr um eyjuna fögru nýverið. Auðvitað hafði hann myndavélina á sér og má sjá skemmtilegt myndband hans frá túrnum hér að neðan. (meira…)

Mæta Vestra fyrir vestan

Eyja 3L2A1713

Þrír leikir fara fram í 16. umferð Bestu deildar karla í dag. Fyrsti leikur dagsins fer fram á Ísafirði þar sem Vestri tekur á móti ÍBV. Einungis munar einu stgi á liðunum. Vestri er í sjötta sæti með 19 stig en Eyjamenn eru með 18 stig í níunda sæti. Vestri sigraði fyrri leik liðanna í […]

Er nokkurs konar mamma um borð

Valtyr Audbersson Svn

Valtýr Auðbergsson, kokkur á Vestmannaey VE er í viðtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir að Valtýr sé fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og segist hann vera hundrað prósent Vestmannaeyingur. „Ég reyndi að búa í Reykjavík í nokkur ár en það var ekkert varið í það svo ég kom aftur heim,” segir hann. „Ég byrjaði að […]

Starfshópur endurskoðar fyrirkomulag fagráða

Ráðhús_nær_IMG_5046

Bæjarstjórn Vestmannaeyja tók ákvörðun á fundi sínum þann 2. júlí sl. að skipa þriggja manna starfshóp samkvæmt tilnefningum frá öllum listum sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn. Verkefni hópsins verður að endurskoða fyrirkomulag fagráða og greiðslufyrirkomulag fyrir setu í þeim. Einnig að fara yfir reynslu af þeim breytingum sem komu inn i bæjarmálasamþykkt 2020 og varða […]

Ásgeir Sigurvinsson: Borgfirskur Sandari af Reglubrautinni

Í þessu viðtali við Ásgeir Sigurvinsson verður leitast við að fara yfir barnæsku og unglingsár Ásgeirs í Vestmannaeyjum. Við vörpum ljósi á það samfélag sem hann ólst upp í, og hvaða áhrif það hafði á uppeldi hans og hæfileika í íþróttum. Rætur Ásgeirs má kortleggja eins og þríhyrning um landið, Hellissandur í vestri, Borgarfjörður eystri […]

Rekstur heilsuræktar í formlegt útboð

ithrotta-6.jpg

Útboð vegna uppbyggingar og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöð var kært til kærunefndar útboðsmála sem tók þá ákvörðun að stöðva skyldi fyrirhugaða samningsgerð tímabundið milli Vestmannaeyjabæjar, Lauga ehf. og Í toppformi ehf. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að ráðinu hafi ekki fundist forsvaranlegt gagnvart íbúum sveitarfélagsins að eyða fjármunum og tíma í að láta reyna á […]

Frábært gengi ÍBV heldur áfram

Kvennalið ÍBV vann afar sannfærandi sigur á Haukum í 12. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld þegar liðin mættust á Hásteinsvelli. Leikurinn fór frekar rólega af stað en ÍBV var þó með yfirhöndina. Það tók Eyjakonur óvenju langan tíma að skora fyrsta mark leiksins en á 39. mínútu leiksins dró til tíðinda þegar Allison Grace Lowrey […]

Nútímaskip orðin ein tölva

Það var í mörg horn að líta hjá Ólafi Einarssyni, skipstjóra á nýrri Heimaey VE 1 og áhöfn hans þegar blaðamaður leit þar við. Allt á fullu undirbúa skipið fyrir fyrsta túrinn eftir að Ísfélagið fékk skipið afhent. „Við erum að aðlaga skipið að okkar þörfum, smá breytingar hér og þar en heilt yfir lítur […]

Herjólfur í slipp í september

Áætlað er að Herjólfur IV fari í slipp 8. september nk. í Hafnafirði. Gert er ráð fyrir að ferjan verði frá í tvær vikur gegn því að ekkert óvænt komi upp og mun ferjan Baldur leysa af á meðan. Um er að ræða reglubundinn slipp, þar sem hefðbundin slippverk verða unnin ásamt verkum sem þarf […]

Upplýsingar um lundaveiði

lundaveidi

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyjabæjar hefur samþykkt að heimila lundaveiði á tímabilinu 25. júlí til 15. ágúst 2025. Fram kemur í tilkynningu á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar að ráðið leggi ríka áherslu á að veiðistýring taki ávallt mið af ástandi og viðkomu lundastofnsins. Samkvæmt lögum er hefðbundið veiðitímabil lunda frá 1. júlí til 15. ágúst. Réttur til veiða Veiðifélög […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.