Ný Heimaey VE er af annarri kynslóð

„Ég býð ykkur hjartanlega velkomin hingað til að skoða nýtt skip Ísfélagsins sem fengið hefur nafnið Heimaey VE 1. Þetta er fjórða skipið sem Ísfélagið og forverar þess gera út með nafninu Heimaey. Það er ávallt hátíðleg stund í litlu samfélagi þegar nýtt skip kemur í flotann. Þetta þekkir fólk í sjávarplássum um allt land […]
Við syngjum saman þennan söng…

Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð er nú farinn á fullt skrið. Halldór B. Halldórsson leit við í Herjólfsdal í dag og tók þetta skemmtilega myndband upp í leiðinni. (meira…)
Kaupandi sýknaður

Héraðsdómur Suðurlands kvað nýverið upp dóm þar sem stefndi var sýknaður af kröfum stefnanda um greiðslu eftirstöðva kaupverðs fasteignar, þar sem sannað þótti að fasteignin hefði við afhendingu verið haldin galla og skilyrði skuldajöfnunar uppfyllt. Dómkröfur stefnanda voru að stefndi verði dæmdur til að greiða stefnanda kr. 3.536.000 með dráttarvöxtum. Dómkröfur stefnda voru aðallega að […]
Komnir í Smuguna í leit að makríl

Makrílvertíðin stendur nú yfir og hafa veiðarnar gengið upp og ofan. Heimaey VE kom til heimahafnar í gær með um 450 tonn. „Við erum búnir að fá rúm 5.000 tonn og það er því nóg eftir af kvótanum sem er um 20.000 tonn,” segir Stefán Friðriksson forstjóri Ísfélagsins í samtali við Eyjafréttir. Að sögn Stefáns […]
Embla Harðardóttir: Stefnir á tannlækninn

„Það sem mér hefur fundist skemmtilegast við skólagönguna mína í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum hefur verið félagsskapurinn,“ segir Embla. „Það er eitthvað sérstakt við það að vera í litlu og vinalegu skólasamfélagi þar sem allir þekkja alla og maður finnur fyrir stuðningi.“ Embla viðurkennir að henni þyki pínu leiðinlegt að vera ljúka þessum kafla í lífinu […]
Sara Sindradóttir: Gott skipulag lykilinn

„Það skemmtilegasta við skólagönguna mína var að geta verið með vinum á hverjum degi,“ segir Sara. Hún nefnir einnig að tímarnir hjá Óla Tý hafi verið góðir og að viðburðir eins og árshátíðirnar og FÍV Cup hafi staðið upp úr. Að vera búin með framhaldsskólann er bæði léttir og söknuður að sögn Söru. „Það er […]
Gíslína Dögg sýnir heima og erlendis

Fram undan er mánaðardvöl í nóvember í vinnustofu Edvard Munchs í Osló Um þessar mundir er Norðan- og Eyjakonan Gíslína Dögg að sýna grafíkmöppu og verk á nokkrum stöðum á Vesturlandi ásamt öðrum listakonum frá Íslandi og Noregi. Þær eru ásamt Gíslínu, Cathrine Finsrud frá Noregi, Elva Hreiðarsdóttir Íslandi, Hildur Björnsdóttir Íslandi og Noregi, Lill-Anita Olsen Noregi og Soffía […]
Tugir byggðalaga með hærri húshitunarkostnað en í Vestmannaeyjum

HS Veitur sjá íbúum og atvinnulífi í Vestmannaeyjum fyrir rafmagni, köldu vatni og heitu vatni, en fyrirtækið tók við þjónustunni árið 2002 þegar það sameinaðist Bæjarveitum Vestmannaeyja. Þjónustan í Eyjum sker sig úr innan starfssvæðis HS Veitna þar sem rafmagn og kalt vatn er flutt sjóleiðina til eyjanna auk þess að ekki er heitt vatn […]
Áhersla á halda jarðraski í lágmarki

Nú standa yfir framkvæmdir við lagningu tveggja nýrra rafstrengja frá landi til Eyja. Talsvert jarðrask er á Nýja hrauni vegna framkvæmdanna og hafa nokkrir áhyggjufullir bæjarbúar haft samband við ritstjórn Eyjafrétta vegna þessara jarðvegsframkvæmda. Að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets eru framkvæmdir við lagningu jarðstrengshluta Vestmannaeyjalínu 4 og 5 í Vestmannaeyjum í fullum gangi. „Strengirnir munu […]
Dagskrá Þjóðhátíðar klár

Dagskrá Þjóðhátíðarinnar er nú klár og var opinberuð í dag inn á dalurinn.is. Á dagskránni má sjá þá listamenn sem fram koma og hvernig skipulaginu verður háttað. Í dag er síðasti dagur til þess að kaupa miða á forsöluverði, lokað verður fyrir það á miðnætti. (meira…)