Ekki horft í krónuna hjá ríkinu

„Kostnaður ríkisins vegna aðkeyptrar lögfræðiþjónustu vegna þjóðlendukrafna fjármála- og efnahagsráðherra á svæði 12 sem reknar hefur verið fyrir Óbyggðanefnd og tekur til eyja og skerja hér við land nemur alls rúmum 96 milljónum króna, en heildarkostnaður við kröfugerðina er 192,4 milljónir og eru þó ekki öll kurl komin til grafar enn,“ segir frétt Morgunblaðsins í dag. Segir […]

Kubuneh opnar netverslun

Kubuneh verslun hefur nú opnað glæsilega netverslun þar sem fólk getur áfram keypt notuð föt, en nú á netinu og þannig stutt í leiðinni við starfsemi góðgerðarfélagsins ,,allir skipta máli” sem rekur heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu. Allar tekjur verslunarinnar renna óskertar til verkefna í Gambíu, meðal annars til að halda úti heilsugæslu, kaupa […]

Búið að leggja ljósleiðara að öllum heimilum í Eyjum

linuborun_0423

Eygló eignarhaldsfélag um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum var til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Páll Magnússon fór þar yfir lokakaflann varðandi söluna á Eygló til Mílu. Samkeppniseftirlitið tilkynnti um mánaðamótin ágúst/september að það myndi ekki gera frekari athugasemdir vegna þessara viðskipta og í framhaldinu lauk sölunni formlega. Söluverðið er 705 milljónir og greiðist í tvennu […]

Fimm Eyjastelpur í liði ársins – Allison Lowrey best

Í vikunni var tilkynnt um lið árins í Lengjudeild kvenna hjá Fótbolti.net. Þjálfarar deildarinnar sáu um að velja úrvalsliðið. Eins og flestir vita þá vann ÍBV deildina með yfirburðum og tapaði einungis einum leik. ÍBV á fimm fulltrúa í liðinu, markvörðinn Guðnýju Geirsdóttir, fyrirliðann Avery Mae Vanderven, Allison Clark, Allison Grace Lowrey og Olgu Sevcovu. […]

SASS óskar eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna

default

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Um er að ræða samfélagslega viðurkenningu sem SASS mun veita formlega á ársþingi sínu í október 2025. Markmiðið með verðlaununum er að vekja jákvæða athygli á menningartengdum verkefnum á Suðurlandi, en mikil gróska hefur verið á þeim vettvangi undafarin ár. […]

Laxey – Fyrsta slátrun í nóvember

Áfangi eitt er kominn í framleiðslu, og er á áætlun. Öll átta kerin, sem eru 28 metrar á þvermál og rúmar 5000 rúmmetrar, eru nú komin með lax í ræktun. Vinnsluaðstaða LAXEY er brátt að verða fullbúin og er áætlað að fyrsta vinnsla fari fram í nóvember. Samhliða þessu er uppbygging á áfanga tvö komin […]

Lokahóf yngri flokka í knattspyrnu fór fram í vikunni

Lokahóf 3.-5. flokka í fótbolta fóru fram í vikunni, en lokahóf fyrir 6. og 7. flokkana fóru fram í lok ágúst. 6. og 7. flokkarnir tóku þátt í ýmsum dagsmótum ásamt því að fara á stóru mótin Orkumótið, Norðurálsmótið, Símamótið og N1 mót kvenna. Það var mikið um gleði og gott gengi þar sem allir […]

Eyjamenn og Skagfirðingar sameinast gegn fjármálaráðherra

„Bæði Eyjamenn og Skagfirðingar eru staðfastir í þeirri ætlan sinni að halda sínum hlut gagnvart kröfum fjármála- og efnahagsráðherra um að úteyjar Vestmannaeyja sem og Drangey á Skagafirði verði úrskurðaðar þjóðlendur. Telur hann rétt að óbyggðanefnd skeri þar úr,“ segir í Morgunblaðinu í dag og á mbl.is. Gott til að vita að Eyjamenn eru ekki […]

Eyjamenn máttu þola tap gegn FH

Karlalið ÍBV í handbolta léku gegn FH í Kaplakrika í kvöld í þriðju umferð Olís deildar karla. Leiknum lauk með 36-30 marka tapi Eyjamanna. FHingar settu tóninn strax í upphafi leiks og komust í 4-0. FH voru yfir allan hálfleikinn en Eyjamenn náðu mest að minnka muninn niður í eitt mark. Sigtryggur Daði Rúnarsson fékk […]

Úrskurðarnefnd vísar frá kæru vegna byggingarleyfis

20250710_092734-1024x576_2

Nýverið kvað úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð í máli sem varðar byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við íbúðarhús á Búhamri 1 í Vestmannaeyjum. Kærandi, íbúi á Búhamri 7, hafði kært ákvörðun byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar frá í júlí um að samþykkja leyfi fyrir stækkun hússins. Kærandi taldi að sveitarfélagið hefði ekki svarað öllum athugasemdum sem borist höfðu vegna […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.