Fór holu í höggi, aðeins 10 ára gamall!

Kristófer Daði Viktorsson fór holu í höggi á 14. holu á golfvellinum hér í Eyjum á dögunum. Hann notaði 6-járn í höggið, sem fór beint ofan í holuna, honum og öðrum í kring til mikillar gleði. Kristófer er aðeins 10 ára gamall og er hann því yngsti kylfingurinn sem hefur náð holu í höggi á […]

Einstakt fágætissafn opnað – seinni hluti

20250518 143910

Á Safnadeginumá sunnudaginn sl. var nýr og sérútbúinn fágætissalur opnaður í Safnahúsi Vestmannaeyja. Hófst dagskráin í Ráðhúsinu þar sem flutt voru stutt ávörp. Á þau má horfa hér. Um er að ræða eitt merkilegasta fágætisbókasafn landsins opnað almenningi en uppistaðan í því er um 1500 bækur sem Ágúst Einarsson, fyrrverandi prófessor og rektor á Bifröst hefur […]

Saka minnihlutann um að búa til upplýsingaóreiðu

Kulan Listaverk Skjask

Í fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í síðustu viku gerði Páll Magnússon grein fyrir stöðu mála varðandi listaverk Ólafs Elíassonar. Fór hann yfir íbúafundinn sem haldinn var í Eldheimum í mars þar sem listamaðurinn kynnti útlit listaverksins og inntak auk þess sem að Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt, fór yfir það sem snýr að göngustígnum, legu hans og efnisvali. […]

Einstakt fágætissafn opnað

Fágætissalur

Fágætissalur í Ágústarstofu var opnaður í Safnahúsinu í gær að viðstöddu fjölmenni. Hófst dagskráin í Ráðhúsinu þar sem  flutt voru stutt ávörp. Um er að ræða eitt merkilegasta fágætisbókasafn landsins opnað almenningi en uppistaðan í því er um 1500 bækur sem Ágúst Einarsson, fyrrverandi prófessor og rektor á Bifröst hefur gefið Bókasafni Vestmannaeyja. Þar verður […]

Margfaldur Íslandsmeistari í pílu með námskeið fyrir konur

Laugardaginn 24. maí næstkomandi mætir Ingibjörg Magnúsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í pílu til Eyja og verður með námskeið fyrir konur sem eru að stíga sín fyrstu skref í pílukasti. Ingibjörg er með áralanga reynslu í íþróttinni, bæði sem keppandi og þjálfari, og hefur meðal annars keppt við stór nöfn á borð við Fallon Sherrock. Auk námskeiðsins mun […]

Ennisrakaðir hafa engu gleymt

„Við stofnuðum hljómsveitina, Ennisrakaðir skötuselir árið 1988 og var hún hugarfóstur mitt og afsprengi af dansiballahljómsveitinni 7- Und sem var feykivinsæl á þessum árum. Þeir fóru víða um land og vorum við með hálftíma til þriggja kortera konsert með Ennisrökuðum á hverju balli. Fyrsta platan kom út árið 1989 og spiluðum við á þjóðhátíðinni sama […]

Veðurblíða á Víkingahátíð

K94A2432

Eyjamenn hafa margir hverjir orðið varir við víkinga á vappi um bæinn um helgina. Haldin var Víkingahátíð á túninu við Safnahús í tengslum við Safnadaga. Víkingafélagið Rimmugýgur úr Hafnarfirði ásamt nýstofnuðu Víkingafélagi Vilborgu sem starfrækt er hér í Vestmannaeyjum. Reistu víkingarnir lítið víkingarþorp við Sagnheima og voru víkingar gráir fyrir járnum á vappinu. Auk þess sem […]

Einstaklega vel heppnaðir tónleikar – myndir

Karlakor 2025 IMG 7759

Karlakór Vestmannaeyja hélt sína árlegu vortónleika í Eldheimum á föstudagskvöld. Gestir tónleikanna að þessu sinni voru Karlakór Hveragerðis. Vel var mætt og góð stemning í salnum. „Tónleikarnir heppnuðust einstaklega vel og fóru tónleikagestir glaðir og ánægðir heim sem er aðalatriðið. Ég er mjög stoltur af strákunum mínum sem stóðu sig með stakri prýði. Karlakór Hveragerðis […]

ÍBV fær botnliðið í heimsókn

Eyja 3L2A1791

Í dag hefst 7.umferð Bestu deildar karla, en þá fara fram þrír leikir. Í Eyjum tekur ÍBV á móti KA. Eyjamenn í áttunda sæti með 7 stig en KA er á botninum með 4 stig. Liðin töpuðu bæði í síðustu umferð. Eyjamenn gegn KR á útivelli og KA tapaði fyrir Breiðablik á heimavelli. Flautað verður […]

Forgangsmálið reyndist ekki sett í forgang

IMG_0977

Svo virðist sem ekkert hafi gerst í máli sem setja þurfti í forgang að lagfæra fyrir tæpu ári síðan. Um er að ræða göngustíginn á Heimaklett. Eyjafréttir fjölluðu um málið í september sl. og þar kom fram að það væri mat starfshóps sem falið var að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Eyjum að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.