Klára íslensku síldina þar sem ekki hafa náðst samningar um kolmunna

Skip Ísfélagsins héldu á síldveiðar nú í byrjun árs, eftir að áform um kolmunnaveiðar gengu ekki eftir vegna samningaleysis milli Íslands og Færeyja. Að sögn Eyþórs Harðarsonar, útgerðarstjóra Ísfélagsins, var upphaflega stefnt á kolmunnaveiðar strax eftir áramót. Þegar ljóst varð að samningar næðust ekki við færeysk yfirvöld var ákveðið að nýta þann kvóta sem eftir […]

Orkuskipti með auknum kostnaði – það sem skjölin segja

Eyjafréttir hafa undanfarið fjallað um áhrif nýrrar orkuverðskrár í Vestmannaeyjum, sem tók gildi um áramótin. Í kjölfarið hefur rafmagnsferjan Herjólfur hætt að hlaða í heimahöfn og atvinnurekendur lýst stöðunni sem „hreint út sagt hræðilegri“. Samhliða hefur bæjarstjóri Vestmannaeyja lýst áhyggjum af stöðunni í viðtali við Vísi/Bylgjuna. Skjöl sem liggja til grundvallar lagningu nýrra raforkustrengja til […]

Krafturinn og samheldnin er allt sem þarf

Um áramót – Stefán Friðriksson – Forstjóri Ísfélagsins Um áramót er gott að líta um öxl og huga því næst að framtíðinni. Í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski áraði nokkuð vel og þó að loðnuvertíðin hafi verið með allra smæsta móti má segja að góð makrílveiði og ágætis afurðaverð í öllum uppsjávartegundunum hafi skipt miklu máli. Þá hefur […]

Eyjarnar með fullfermi í jólatúrnum

DSC 2373

Togarar og línuskip Síldarvinnslusamstæðunnar héldu til veiða þegar í upphafi nýja ársins. Í umfjöllun á vef fyrirtækisins segir að ísfisktogarinn Gullver NS hafi haldið til veiða frá Seyðisfirði föstudaginn 2. janúar og frystitogarinn Blængur NK lagði úr höfn í Neskaupstað sama dag. Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE létu úr höfn aðfaranótt föstudagsins og eru […]

„Önnur gjaldskrá tekur við eftir lagningu strengjanna“

Eyjafréttir hafa undanfarna daga fjallað um áhrif nýrrar orkuverðskrár í Vestmannaeyjum, sem tók gildi 1. janúar. Í kjölfarið hefur rafmagnsferjan Herjólfur hætt að hlaða í heimahöfn og atvinnurekendur lýst stöðunni sem „hreint út sagt hræðilegri“. Af því tilefni leituðu Eyjafréttir svara hjá Landsnet um forsendur breytinganna og afstöðu fyrirtækisins. Að sögn Einars Snorra Einarssonar, forstöðumanns […]

Skólarnir af stað á ný

Grunnskóli Vestmannaeyja mun fara af stað á ný eftir jólafrí, á morgun 6.janúar. Nemendur og starfsfólk snúa þá aftur til skólastarfs samkvæmt hefðbundinni stundaskrá. Jólafríið hefur staðið yfir frá miðjum desember og markar morgundagurinn upphaf nýrrar annar. Framhaldsskólinn hefst svo miðvikudaginn 7. janúar. (meira…)

ÍBV í viðræðum við Víking

Karlalið ÍBV í fótbolta er í viðræðum við Víking Reykjavík um að fá Aron Baldvin Þórðarson sem næsta þjálfara liðsins. Það er fótbolti.net sem greinir frá þessu.  Þorlákur Árnason var þjálfari Eyjamanna á síðasta tímabili en sagði óvænt starfi sínu lausu og hafa Eyjamenn verið í þjálfaraleit síðan.  Aron Baldvin er þrítugur og hefur starfað […]

Sandra og Daníel trúlofuð

Fyrirliði ÍBV og íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, Sandra Erlingsdóttir og handboltamaðurinn Daníel Ingason trúlofuðu sig á nýársdag, 1. janúar. Frá þessu greinir Sandra á samfélagsmiðlum. Sandra og Daníel gengu til liðs við ÍBV síðasta haust en þau trúlofuðu sig í Stuttgart í Þýskalandi þar sem þau bjuggu áður en þau fluttu til Vestmannaeyja. Sandra spilaði þar með Metzingen og Daníel með Balingen. Þau hafa […]

Gengur ágætlega að dýpka

Alfsnes 06 24 IMG 5443 2

Dýpkun í Landeyjahöfn gengur ágætlega þessa dagana, en sanddæluskip Björgunar, Álfsnes, sér um að dýpka höfnina. Nýjustu dýptarmælingar frá því í morgun sýna að verkið er á réttri leið og segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. að dýpkun gangi ágætlega. Þá segir í tilkynningunni að Herjólfur sigli til Landeyjahafnar mánudag og þriðjudag samkvæmt eftirfarandi áætlun: […]

Spennandi ár að baki og mikið fram undan

Það er óhætt að segja að fólk sé farið að iða í skinninu fyrir handboltanum bæði hér heima og erlendis. Konurnar byrja slaginn hér heima eftir HM-hlé í desember og  strákarnir í landsliðinu hefja leik á Evrópumótinu sem er haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í F-riðli mótsins þann 16. janúar gegn Ítalíu. Ásamt Íslandi og Ítalíu eru […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.