Októberfest Hallarinnar og Einsa kalda

„Þann 3. október ætlum við að halda okkar árlega októberfest í Höllinni. Þá dælum við bjór í bjórtjaldi, verðum með matartjald og gerum geggjaða München stemningu. Ásgeir Páll, partýstjóri, Matti Matt og Una&Sara troða upp og verður hægt að fara í ýmsa leika, s.s. beerpong. Allir sem mæta í búning fá frían bjór,“ segir í fréttatilkynningu frá Höllinni í Vestmannaeyjum. „Það […]

Makrílvertíðin á lokasprettinum

Makrílvertíðin er nú langt komin og hefur gengið ágætlega. Skip Eyjaflotans eru að ljúka veiðum um þessar mundir, og forráðamenn útgerðanna eru almennt ánægðir með vertíðina.  Ísfélagið nálgast 20 þúsund tonn Eyþór Harðarson, útgerðastjóri Ísfélagsins, segir makrílveiðar sumarsins hafa gengið vel hjá uppsjávarskipum félagsins.  „Afli skipanna er nú kominn yfir 19.000 tonn og um 1.700 […]

„Verið að fara í manninn en ekki boltann”

stebbi_fridriks

Ísfé­lag hf. hefur birt árs­hluta­reikn­ing félagsins fyr­ir fyrri hluta árs­ins 2025. Fram kemur í tilkynningu að fé­lagið hafi verið rekið með tapi á tíma­bil­inu, sem að mestu má rekja til mik­ill­ar veik­ing­ar banda­ríkja­doll­ars, upp­gjörs­mynt­ar Ísfé­lags­ins. Haft er eftir Stefáni Friðrikssyni forstjóra að afkoma á fyrri árshelmingi hafi markast af mikilli veikingu dollars, uppgjörsmyntar félagsins. „Hrein fjármagnsgjöld […]

Á Heimaey

HBH Skjask 290825

Í dag förum við í um Heimaey með Halldóri B. Halldórssyni. Hann byrjar á að sýna okkur syðsta hluta eyjarinnar og fer svo í Herjólfsdal, því næst á Eiðið og endar í miðbænum. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Allison Lowrey áfram hjá ÍBV

Í tilkynningu á vefsíðu ÍBV er greint frá því að Bandaríska knattspyrnukonan Allison Grace Lowrey hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2026. Allison kom til liðs við ÍBV frá Texas A&M en þar lék hún meðal annars í háskólaboltanum. Allison er 23 ára sóknarmaður sem hefur slegið í gegn í Lengjudeildinni […]

Vinnslustöðin lokar Leo Seafood

Vinnslustöðin sendi í hádeginu út yfirlýsingu þess efnis að fyrirtækið muni loka fiskvinnslunni Leo Seafood. Við það missa 50 manns vinnuna. Yfirlýsingu Vinnslustöðvarinnar má lesa í heild sinni hér að neðan. Undanfarnar vikur hafa stjórn og stjórnendur Vinnslustöðvarinnar unnið að endurskoðun á rekstri fyrirtækisins í leit að hagræðingu. Er það óumflýjanleg aðgerð vegna aukinnar skattheimtu […]

Menntaneistinn í Eyjum

Bjorn Bjarnason Bjorn Is

Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra skrifar áhugaverða grein á heimasíðu sína í dag. Þar gerir hann að umtalsefni kennsluaðferðina Kveikjum neistann og árangurinn af verkefninu hjá grunnskólanum í Eyjum. Pistillinn má lesa í heild sinni hér að neðan. Árangur eða árangursleysi í skólum ræðst ekki af öðru en aðferðunum sem beitt er við kennslu. Aðferðirnar verða […]

Starfshópi falið að móta aðgerðaáætlun til að efla strandsiglingar

Fraktarar 07 2023

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, hefur skipað starfshóp um strandsiglingar við Ísland. Hlutverk starfshópsins verður að móta og leggja fram aðgerðaáætlun um leiðir til að efla strandflutninga á sjó, m.a. til þess að minnka álag á þjóðvegi landsins og draga úr umhverfisáhrifum. Starfshópnum er ætlað að skila aðgerðaáætlun fyrir 1. desember 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu […]

Eyjakonur sigruðu síðasta heimaleikinn

Kvennalið ÍBV vann 4-1 sigur  á ÍA í 17. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. Þetta var síðasti heimaleikurinn hjá stelpunum og því fór bikarinn á loft í leikslok. Það voru ÍA konur sem komust yfir snemma í leiknum með marki frá Sigrúnu Evu Sigurðardóttir sem skoraði með skoti langt utan af velli. Allison Lowrey jafnaði […]

Verðbólgan hjaðnar

Peninga

Vísitala neysluverðs mælist 0,15% lægri nú í ágúst en mánuðinn á undan. Vöruflokkurinn Ferðir og flutningar hefur mest áhrif til lækkunar (-0,39%). Innan þess flokks munar mest um Flutningar í lofti (-0,36%) en þar á eftir kemur Bensín og olíur (-0,03%). Í tilkynningu frá Verðlagseftirliti ASÍ segir að eftirlitið hafi í nýlegum úttektum bent á aukið svigrúm til frekari lækkana í […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.