Nova Fest á Vöruhúsinu sló í gegn

Nova Fest á Vöruhúsinu fór fram um Þjóðhátíðina á nýjum stað og er óhætt að segja að hátíðin hafi slegið í gegn hjá gestum. Aðsókn var stöðug alla helgina og gekk vel að halda utan um viðburðinn á svæðinu. Í fyrsta sinn var boðið upp á Nova PoppÖpp í samblandi við tónleikadagskrá NovaFest. Þar komu […]
Spurningin er bara hvar ýsan heldur sig

Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir nánast fullfermi í Neskaupstað í morgun. Á sama tíma landaði Gullver NS tæpum 100 tonnum á Seyðisfirði. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, lét ekki illa af veiðinni en sagði að aflinn væri langmest þorskur. „Það var […]
Smyrill gæddi sér á smáfugli – myndir

Í gærmorgun vakti fugl athygli í bakgarði ritstjóra Eyjafrétta. Þegar betur var að gáð var um að ræða smyril. Ránfuglinn hafði náð að klófesta smáfugl og var að gæða sér á honum þegar þessar myndir eru teknar. Smyrillinn er algengasti íslenski ránfuglinn, líkur fálka en mun minni að því er segir á Fuglavefnum. Þar segir […]
Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum

Fann mig knúinn til þess að skrifa fáein orð um Fágætissafnið í Vestmannaeyjum sem vakti með mér bæði undrun og aðdáun segir Gunnar Salvarsson, fyrrverandi fréttamaður í áhugaverðri grein á visir.is. Fyrst þegar ég heyrði af Fágætissafninu í Vestmannaeyjum hugsaði ég með mér að þar kynnu að leynast merkisgripir á borð við ljóðahandrit Ása úr […]
Vel heppnað opnunaratriði BBC

Það var myndarlegur hópur ungmenna í Vestmannaeyjum sem svaraði kalli BBC í gærkvöldi sem hefur undanfarna þrjá mánuði unnið að gerð þáttar sem fjallar m.a. um lundapysjubjörgunina í Eyjum. Voru íbúar Vestmannaeyja, börn og fullorðnir beðnir um aðstoð við opnunaratriði þáttarins og fólk hvatt til að fjölmenna á Vigtartorg. Allir áttu að segja saman, We are the puffin patrol. Voru Nathalie og Josh frá BBC á staðnum og leiðbeindu fólki. […]
Skólasetning grunnskólans

Skólasetning fyrir 2.–10. bekk verður haldin í íþróttahúsinu á morgun, föstudaginn 22. ágúst kl. 10:30, þar sem skólinn verður formlega settur aftur eftir sumarfrí. Kennsla hefst svo samkvæmt stundatöflu fyrir nemendur í 2.–10. bekk mánudaginn 25. ágúst kl. 8:20. Skólasetning 1. bekkjar fer fram mánudaginn 25. ágúst kl. 8:30 í sal Hamarsskóla. (meira…)
Nýjar tengingar frá Vestmannaeyjum og Færeyjum við Rotterdam

Frá og með 1. september mun Eimskip bæta við vikulegum viðkomum í Rotterdam í Hollandi á Gulu siglingaleiðinni. Með breytingunni opnast bein tenging frá Vestmannaeyjum og Tórshavn í Færeyjum til Rotterdam, auk þess sem Reyðarfjörður tengist í gegnum umlestun í Færeyjum. Siglingatíminn til Rotterdam frá Austurlandi og Vestmannaeyjum er einungis um fjórir dagar, sem tryggir […]
Efstu liðin mætast á Hásteinsvelli

Í kvöld verður 16. umferð Lengjudeildar kvenna spiluð. Í Vestmannaeyjum er sannkallaður toppslagur þegar efstu lið deildarinnar mætast. ÍBV efst og búið að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu að ári. Liðið er með 40 stig úr 15 leikjum og getur með sigri í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitilinn. HK er með 34 stig í […]
Dótturfélag Vinnslustöðvarinnar á hátíð saltfisksins

Frá 13. til 17. ágúst sl. fór hin vinsæla saltfiskhátíð Festival do Bacalhau fram í Ílhavo í Portúgal. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og frábært tækifæri til að fagna hefðbundinni saltfiskmenningu með tónlist, matargerð og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin er stærst sinnar tegundar í Portúgal og eflaust í öllum heiminum, að því er segir í […]
BBC biður fólk að mæta á Vigtartorg í kvöld

BBC hefur undanfarna þrjá mánuði unnið að gerð þáttar sem fjallar m.a. lundapysjubjörgunina í Eyjum og biður íbúa Vestmannaeyja, börn og fullorðna um aðstoð. Hvetja þau fólk til að fjölmenna á Vigtartorgið kl. 23.00 í kvöld, 20. ágúst þegar opnunaratriði þáttarins verður tekið upp og segja saman, We are the puffin patrol. Munu Nathalie og […]