Nova Fest á Vöruhúsinu sló í gegn

Nova Fest á Vöruhúsinu fór fram um Þjóðhátíðina á nýjum stað og er óhætt að segja að hátíðin hafi slegið í gegn hjá gestum. Aðsókn var stöðug alla helgina og gekk vel að halda utan um viðburðinn á svæðinu. Í fyrsta sinn var boðið upp á Nova PoppÖpp í samblandi við tónleikadagskrá NovaFest. Þar komu […]

Spurningin er bara hvar ýsan heldur sig

Vestmannaeyjatogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir nánast fullfermi í Neskaupstað í morgun. Á sama tíma landaði Gullver NS tæpum 100 tonnum á Seyðisfirði. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, lét ekki illa af veiðinni en sagði að aflinn væri langmest þorskur. „Það var […]

Smyrill gæddi sér á smáfugli – myndir

Smyrill IMG 7867

Í gærmorgun vakti fugl athygli í bakgarði ritstjóra Eyjafrétta. Þegar betur var að gáð var um að ræða smyril. Ránfuglinn hafði náð að klófesta smáfugl og var að gæða sér á honum þegar þessar myndir eru teknar. Smyrillinn er algengasti íslenski ránfuglinn, líkur fálka en mun minni að því er segir á Fuglavefnum. Þar segir […]

Fá­gætir dýr­gripir í Vest­manna­eyjum

Fann mig knúinn til þess að skrifa fáein orð um Fágætissafnið í Vestmannaeyjum sem vakti með mér bæði undrun og aðdáun segir Gunnar Salvarsson, fyrrverandi fréttamaður í áhugaverðri grein á visir.is. Fyrst þegar ég heyrði af Fágætissafninu í Vestmannaeyjum hugsaði ég með mér að þar kynnu að leynast merkisgripir á borð við ljóðahandrit Ása úr […]

Vel heppnað opnunaratriði BBC

Það var myndarlegur hópur ungmenna í Vestmannaeyjum sem svaraði kalli BBC í gærkvöldi  sem  hefur undanfarna þrjá mánuði unnið að gerð þáttar sem fjallar m.a. um lundapysjubjörgunina í Eyjum. Voru íbúar Vestmannaeyja, börn og fullorðnir beðnir um aðstoð við opnunaratriði þáttarins og fólk hvatt til að fjölmenna á Vigtartorg. Allir áttu að segja saman, We are the puffin patrol. Voru Nathalie og Josh frá BBC á staðnum og leiðbeindu fólki. […]

Skólasetning grunnskólans

Skólasetning fyrir 2.–10. bekk verður haldin í íþróttahúsinu á morgun, föstudaginn 22. ágúst kl. 10:30, þar sem skólinn verður formlega settur aftur eftir sumarfrí. Kennsla hefst svo samkvæmt stundatöflu fyrir nemendur í 2.–10. bekk mánudaginn 25. ágúst kl. 8:20. Skólasetning 1. bekkjar fer fram mánudaginn 25. ágúst kl. 8:30 í sal Hamarsskóla. (meira…)

Nýjar tengingar frá Vestmannaeyjum og Færeyjum við Rotterdam

Eimskip Foss TMS 20201021 165726

Frá og með 1. september mun Eimskip bæta við vikulegum viðkomum í Rotterdam í Hollandi á Gulu siglingaleiðinni. Með breytingunni opnast bein tenging frá Vestmannaeyjum og Tórshavn í Færeyjum til Rotterdam, auk þess sem Reyðarfjörður tengist í gegnum umlestun í Færeyjum. Siglingatíminn til Rotterdam frá Austurlandi og Vestmannaeyjum er einungis um fjórir dagar, sem tryggir […]

Efstu liðin mætast á Hásteinsvelli

Í kvöld verður 16. umferð Lengjudeildar kvenna spiluð. Í Vestmannaeyjum er sannkallaður toppslagur þegar efstu lið deildarinnar mætast. ÍBV efst og búið að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu að ári. Liðið er með 40 stig úr 15 leikjum og getur með sigri í kvöld tryggt sér deildarmeistaratitilinn. HK er með 34 stig í […]

Dótturfélag Vinnslustöðvarinnar á hátíð saltfisksins

IMG 20250817 WA0000

Frá 13. til 17. ágúst sl. fór hin vinsæla saltfiskhátíð Festival do Bacalhau fram í Ílhavo í Portúgal. Sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og frábært tækifæri til að fagna hefðbundinni saltfiskmenningu með tónlist, matargerð og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hátíðin er stærst sinnar tegundar í Portúgal og eflaust í öllum heiminum, að því er segir í […]

BBC biður fólk að mæta á Vigtartorg í kvöld

BBC hefur undanfarna þrjá mánuði unnið að gerð þáttar sem fjallar m.a. lundapysjubjörgunina í Eyjum og biður íbúa Vestmannaeyja, börn og fullorðna um aðstoð. Hvetja þau fólk til að fjölmenna á Vigtartorgið kl. 23.00 í kvöld, 20. ágúst þegar opnunaratriði þáttarins verður tekið upp og segja saman, We are the puffin patrol. Munu Nathalie og […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.