Þörf á stærra helgunarsvæði vegna aukinnar sprengjuhættu

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í byrjun vikunnar var tekin fyrir umsókn vegna áhrifa framtíðareldsneytis á nærumhverfið. Jón Haralsson fyrir hönd Olíudreifingar ehf. sendi ráðinu erindi til að vekja athygli á nauðsynlegum ráðstöfunum varðandi geymslupláss framtíðareldsneytis. Með erindinu vill Olíudreifing vekja athygli bæjaryfirvalda á mikilvægi þess að tekið sé tillit til þeirra áhrifa sem […]
Fjör að færast í björgunarstörfin

Nú er aldeilis að færast fjör í leikinn hjá pysjubjörgunarfólki. Pysjurnar, sem eru skráðar inn á lundi.is, nálgast nú 400, en í gær um svipað leiti voru þær að nálgast 300. Í facebook-færslu Pysjueftirlitsins sagði fyrir um sólarhring að af þeim nærri 300 hafa 113 verið vigtaðar og er meðalþyngd þeirra 251 gramm, sem er […]
Vaðandi makríll við Hrauney

Talsvert var af makríl við Hrauney í gærkvöldi. Að sögn Óskars Péturs Friðrikssonar, ljósmyndara mátti sjá vaðandi makríl á þessum slóðum. Undanfarin ár hefur verið minna um makrílinn við strendur Íslands og eru þetta því nokkuð óvænt að sjá makrílinn kominn aftur hingað. Að sögn Óskars Péturs leyndi það sér ekki að þarna var makríll […]
Minning: Inga Jóhanna Halldórsdóttir

Elsku mamma okkar. Nú er komið að ferðalaginu hjá þér og það eru þakklátir afkomendur sem kveðja þig í dag. Mikið erum við systkinin þakklát fyrir allt sem við lærðum af ykkur pabba, hjálpsemi, dugnað, heiðarleika og vinnusemi og svo mætti lengi telja.Mamma lærði kjólasaum í Vestmannaeyjum og var sístarfandi alla daga. Átti prjónavél og […]
Óskar Pétur í heimsókn á fréttastofu Sýnar

„Ég átti inni boð hjá Kolbeini Tuma Daðasyni, fréttastjóra fréttastofu Sýnar að líta við hjá honum á Sýn. Ég og barnabarnið Emil Sölvi fórum á Sýn í gær og var mjög skemmtilegt að sjá fullt af útvarpsstöðvum og sjónvarpsstöðvum, allt á einum stað,“ segir Óskar Pétur, ljósmyndari Eyjafrétta sem brá sér í kaupstaðarferð um helgina. „Kristján Már […]
Eyjarnar landa á Djúpavogi

Vestmannaeyjatogararnir Vestmannaey VE og Bergey VE lönduðu báðir á Djúpavogi í gær. Þeir voru kallaðir inn vegna þess að fisk vantaði til vinnslu hjá Vísi í Grindavík. Heimasíða Síldarvinnslunnar heyrði í skipstjórunum og spurði frétta. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir að túrinn hafi verið þokkalegt juð. „Við fórum út frá Eyjum á fimmtudagskvöld. […]
Ekki þurfti að grípa til skerðinga

Í nótt var tengivirki Landsnets í Rimakoti spennulaust vegna viðhaldsvinnu og var rafmagn til íbúa og atvinnulífs framleitt með varaaflsvélum. Var þetta gert í tengslum við undirbúning fyrir tengingu Landsnets á tveimur nýjum sæstrengjum við dreifikerfi HS Veitna. Að sögn Sigrúnar Ingu Ævarsdóttur, samskipta og markaðsstjóra HS Veitna gekk vel að keyra dreifikerfið á varaafli […]
Eyjarnar keyrðar á varaafli í nótt

Aðfaranótt þriðjudagsins 19. ágúst, frá miðnætti til kl. 08:00, verður tengivirki Landsnets í Rimakoti spennulaust vegna viðhaldsvinnu. Þetta segir í tilkynningu frá Landsneti. Þar segir jafnframt að ef að gera þurfi breytingar í tengivirkinu vegna nýs jarðstrengs milli Hellu og Rimakots og nýrra sæstrengja milli Rimakots og Vestmannaeyja. Eyjarnar verða keyrðar á varaafli á meðan, […]
Raggi Sjonna og dúfurnar í Fiskó

„Í gærmorgun sá ég á Facebook að Eyjamaðurinn Raggi Sjonna ætlaði að kynna dúfur sínar í Gæludýrabúðinni Fisko Kauptúni 3 í Garðabæ,“ segir Óskar Pétur, ljósmyndari Eyjafrétta sem var á höfuðborgarsvæðinu um helgina. „Raggi sem fyrir löngu er orðinn landsfrægur sem einn öflugasti dúfnabóndi landsins sýndi aðallega mismunandi liti í dúfunum og hvernig bréfadúfurnar skiluðu sér heim. Hringur á fótum þeirra virkar eins og segulrönd til […]
Eyjamenn með frábæran sigur á toppliðinu

Karlalið ÍBV vann frábæran 4-1 heimasigur á toppliði Vals þegar liðin mættust í 19. umferð Bestu deildar karla fyrr í dag. Eyjamenn byrjuðu leikinn af krafti en það var fyrirliðinn Alex Freyr Hilmarsson sem kom Eyjamönnum yfir á 12. mínútu leiksins. Eyjamenn fengu þá hornspyrnu sem Vicente Valor tók og eftir mikinn darraðadans inn á […]