ÍBV vann alla sína leiki á æfingamóti

Kvennalið ÍBV stóð uppi sem sigurvegari á KG Sendibílamótinu sem lauk í gær í KA-heimilinu á Akureyri en mótið hófst á fimmtudaginn. Var þetta mót hluti af undirbúningi kvennaliðsins fyrir komandi átök í Olís deildinni sem hefst laugardaginn 6. september. ÍBV vann allar þrjár viðureignir sínar á mótinu sannfærandi en í lokaleiknum vann ÍBV Gróttu […]

Margrét Lára – Eyjastelpan sem spilaði í bestu deildum Evrópu

Knattspyrnukonuna Margréti Láru Viðarsdóttur þarf vart að kynna en hún er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur átt. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi og hefur spilað og skorað í sterkustu deildum heims. Margrét Lára gaf út bókina, Ástríða fyrir leiknum fyrr í sumar og í bókinni fer hún yfir feril sinn […]

Toppliðið mætir til Eyja

Í dag hefst 19. umferð Bestu deildar karla þegar fram fara fimm leikir. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Val. Valsmenn á toppi deildarinnar með 37 stig en ÍBV í níunda sæti með 21 stig. Í fyrri leik þessara liða sigraði Valur 3-0. Flautað verður til leiks klukkan 14.00 á Hásteinsvelli í dag. Leikir dagsins: […]

Palli Guðjóns – Þjóðhátíð á síðustu öld í myndum

Páll Guðjónsson fæddist 1950 í Reykjavík og fluttist þriggja ára til Vestmannaeyja þar sem hann bjó til átta ára aldurs. Faðir Páls Guðjónssonar  var Guðjón Pálsson, hljóðfæraleikari og tónlistakennari frá Eyjum. Að loknu námi í viðskiptafræði réðist hann  sem bæjarritari hjá Vestmannaeyjabæ 1978 til 1982. Á erilsömum árum þegar verið var að ljúka uppbyggingunni í Eyjum […]

Opinn íbúafundur með innviðaráðherra

Eyjolfur Armanns Stjr L

Samráðsfundur verður haldinn með íbúum Suðurlands á Selfossi miðvikudaginn 20. ágúst kl. 16:30-18:00 á Hótel Selfossi. Tilgangur fundanna er að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins – samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Fundirnir eru opnir öllum og verða haldnir síðdegis. Boðið verður upp á kaffiveitingar á hverjum stað. Fundurinn er opinn öllum og […]

Óska Kára velfarnaðar og þakka fyrir hans framlag til ÍBV

Aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags sendi í kvöld frá sér stutta tilkynningu vegna máls Kára Kristjáns Kristjánssonar og félagsins. Í yfirlýsingunni segir að ÍBV-íþróttafélag harmi að viðræður við Kára Kristján hafi ekki gengið sem skyldi. „Félagið áréttar að ávallt séu tvær hliðar á öllum málum og tjáir sig ekki frekar um einstök samningsmál. Við óskum Kára velfarnaðar í […]

Þokkalega kátur með veiðiferðina

Landad Ur Vestmannaey Ve 22 Jul

Vestmannaey VE landaði fullfermi í Eyjum á miðvikudag. Aflinn var mest ýsa ásamt ufsa og þorski, að því er segir í frétt á fréttasíðu Síldarvinnslunnar. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri sagðist vera þokkalega kátur með veiðiferðina. „Haldið var til veiða seinni partinn á sunnudag og byrjað að veiða í Reynisdýpinu. Þar var heldur lítið að hafa […]

Sóley Óskarsdóttir: Stefnir á að komast í háskólagolf

Íþróttamaður mánaðarins er nýr liður í Eyjafréttum þar sem við munum leggja spurningar fyrir íþróttafólk í Eyjum. Sóley Óskarsdóttir er íþróttamaður mánaðarins að þessu sinni en hún vann á dögunum meistaramót GV. Sóley er mjög öflugur golfari og segir á heimasíðu GV að hún sé einn efnilegasti kvenkylfingur sem þau hafa átt lengi. Hún er […]

Spilar aldrei aftur fyrir ÍBV

Eyja 3L2A8985

Kári Kristján Kristjánsson spilar ekki með ÍBV í Olís-deildinni í vetur og mun aldrei leika aftur í treyju ÍBV. Þetta staðfesti hann í löngu og ítarlegu hlaðvarpsviðtali við Handkastið í gærkvöldi. Í viðtalinu fer hann ítarlega yfir tímalínu samningaviðræðna hans við ÍBV sem hófust í maí og lauk í síðustu viku. Þar segir Kári frá […]

Hugsanlegar rafmagnsskerðingar í Eyjum 19. ágúst

HS_veit_IMG_7380_tms_cr

Aðfaranótt þriðjudags 19. ágúst, frá miðnætti til kl. 08:00 að morgni, verður rafmagn til íbúa og atvinnulífs framleitt með varaaflsvélum. Er það í tengslum við undirbúning fyrir tengingu Landsnets á tveimur nýjum sæstrengjum við dreifikerfi HS Veitna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Veitum. Þar segir enn fremur að á meðan á þessu standi […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.