Styrkleikarnir – Þakklæti og fögnuður

Við í Eyjum eigum von á góðri heimsókn laugardaginn 9. ágúst þegar Krabbameinsfélagið  mun standa fyrir viðburði sem kallast Styrkleikarnir ( sjá nánar á netinu undir Styrkleikarnir).  Einn sólarhringur, frá hádegi á laugardag til hádegis á sunnudag mun fólk vera inn í Herjólfsdal og margt hægt að gera, ganga ákv. leiðir, spjalla og eiga samfélag. […]

Unnið við nýjan viðlegukant

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í lok síðasta mánaðar fór Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri Vestmannaeyjahafnar yfir stöðuna á framkvæmdinni við Gjábakka. Fram kemur í fundargerðinni að búið sé að keyra rúmlega 3000 m3 af fyllingarefni fram af bryggjunni. 15 akkerissteinar komnir til Eyja. Búið er að reka niður austur kantinn og fyrstu 12 plöturnar á […]

Eyjakonur með góðan sigur á botnliðinu

Kvennalið ÍBV vann góðan 5-2 sigur á botnliði Aftureldingar þegar liðin mættust í 14. umferð Lengjudeildar kvenna á Hásteinsvelli í kvöld. Leikurinn byrjaði frekar rólega en heimakonur brutu ísinn á 21. mínútu þegar Allison Lowrey fylgdi á eftir sínum eigin skalla eftir góða fyrirgjöf Helenu Heklu Hlynsdóttur. Eyjakonur tvöfölduðu forystuna á 39. mínútu eftir frábært […]

Fjallaferð með Halldóri B.

Höfnin HBH

Í dag býður Halldór B. Halldórsson okkur upp á skemmtilega fjallaferð um Eggjarnar. Myndbandið má sjá hér að neðan. (meira…)

Ágæt veiði á Víkinni og Höfðanum

eyjarn

Ísfisktogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum eldsnemma í morgun. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag en báðir voru þeir sáttir við þessa fyrstu veiðiferð eftir Þjóðhátíð. Jón Valgeirsson á Bergey sagði að túrinn hefði verið stuttur og gengið vel. „Við tókum aflann á Víkinni og það var […]

Farþegafjöldinn meiri en í fyrra og bílaflutningar aldrei verið meiri

Bidrod Bbilar Herj 2022

Það hefur verið nóg að gera hjá áhöfn og starfsfólki Herjólfs í júlímánuði og ferjan sigldi átta ferðir á dag milli lands og Eyja. Við hittum Ólaf Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóra Herjólfs, sem segir síðasta mánuð hafa verið með þeim allra stærstu í sögu ferjunnar. „Við fluttum tæplega 86 þúsund farþega í júlí, sem er næstmesti […]

Styrkleikar Krabbavarnar og Krabbameinsfélagsins í Herjólfsdal

Krabbavörn og Krabbameinsfélagið standa fyrir Styrkleikum í Herjólfsdal dagana 9. til 10. Ágúst, laugadag og sunnudag. Á Styrkleikunum gefst aðstandendum dýrmætt tækifæri til að sýna stuðning í verki. Þátttakendur koma saman fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein. Þátttakendur skiptast á að ganga í heilan sólarhring, en hver og einn þátttakandi gerir eins mikið og […]

Toppliðið tekur á móti botnliðinu

Eyja 3L2A6841

Í kvöld fer fram heil umferð í Lengudeild kvenna. Í fyrsta leik kvöldsins tekur ÍBV á móti Aftureldingu á Hásteinsvelli. Liðin eru á sitthvorum enda töflunnar. Eyjaliðið í toppsætinu með 31 stig úr 12 leikjum. Afturelding á botni deildarinnar með einungis 3 stig úr 13 leikjum. Fyrri leikur þessara liða endaði með stórsigri ÍBV, 8-0. […]

Er ekki kominn tími á áfanga 2 í Landeyjahöfn?

Þann 20. júlí sl. voru 15 ár frá því Landeyjahöfn var tekin í notkun. Þann dag 2010 sigldi Herjólfur III fyrstu ferðina frá Eyjum til Landeyjahafnar með gesti og fjölda Eyjamanna í blíðskaparveðri. Var nokkur mannfjöldi saman kominn við höfnina til fagna komu skipsins. Þar á meðal ráðherrar, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og fleiri sem fluttu ræður af […]

Gengið í sólarhring til styrktar krabbameinssjúkum

Styrkleikarnir – Einstök upplifun – Heill sólarhringur í Herjólfsdal Styrkleikar Krabbameinsfélagsins er heill sólarhringur af ævintýrum, samstöðu og samkennd. Þeir verða haldnir í fyrsta sinn í Vestmannaeyjum í Herjólfsdal á laugardaginn nk. 9. ágúst og standa í heilan sólarhring. Verða þeir settir klukkan 12.00 á laugardaginn og verður slitið klukkan 11.45 á sunnudaginn. Krabbameinsfélagið er í samstarfi við […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.