Styrkleikarnir – Þakklæti og fögnuður

Við í Eyjum eigum von á góðri heimsókn laugardaginn 9. ágúst þegar Krabbameinsfélagið mun standa fyrir viðburði sem kallast Styrkleikarnir ( sjá nánar á netinu undir Styrkleikarnir). Einn sólarhringur, frá hádegi á laugardag til hádegis á sunnudag mun fólk vera inn í Herjólfsdal og margt hægt að gera, ganga ákv. leiðir, spjalla og eiga samfélag. […]
Unnið við nýjan viðlegukant

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í lok síðasta mánaðar fór Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri Vestmannaeyjahafnar yfir stöðuna á framkvæmdinni við Gjábakka. Fram kemur í fundargerðinni að búið sé að keyra rúmlega 3000 m3 af fyllingarefni fram af bryggjunni. 15 akkerissteinar komnir til Eyja. Búið er að reka niður austur kantinn og fyrstu 12 plöturnar á […]
Eyjakonur með góðan sigur á botnliðinu

Kvennalið ÍBV vann góðan 5-2 sigur á botnliði Aftureldingar þegar liðin mættust í 14. umferð Lengjudeildar kvenna á Hásteinsvelli í kvöld. Leikurinn byrjaði frekar rólega en heimakonur brutu ísinn á 21. mínútu þegar Allison Lowrey fylgdi á eftir sínum eigin skalla eftir góða fyrirgjöf Helenu Heklu Hlynsdóttur. Eyjakonur tvöfölduðu forystuna á 39. mínútu eftir frábært […]
Fjallaferð með Halldóri B.

Í dag býður Halldór B. Halldórsson okkur upp á skemmtilega fjallaferð um Eggjarnar. Myndbandið má sjá hér að neðan. (meira…)
Ágæt veiði á Víkinni og Höfðanum

Ísfisktogararnir Bergey VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum eldsnemma í morgun. Rætt er við skipstjórana á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag en báðir voru þeir sáttir við þessa fyrstu veiðiferð eftir Þjóðhátíð. Jón Valgeirsson á Bergey sagði að túrinn hefði verið stuttur og gengið vel. „Við tókum aflann á Víkinni og það var […]
Farþegafjöldinn meiri en í fyrra og bílaflutningar aldrei verið meiri

Það hefur verið nóg að gera hjá áhöfn og starfsfólki Herjólfs í júlímánuði og ferjan sigldi átta ferðir á dag milli lands og Eyja. Við hittum Ólaf Jóhann Borgþórsson, framkvæmdastjóra Herjólfs, sem segir síðasta mánuð hafa verið með þeim allra stærstu í sögu ferjunnar. „Við fluttum tæplega 86 þúsund farþega í júlí, sem er næstmesti […]
Styrkleikar Krabbavarnar og Krabbameinsfélagsins í Herjólfsdal

Krabbavörn og Krabbameinsfélagið standa fyrir Styrkleikum í Herjólfsdal dagana 9. til 10. Ágúst, laugadag og sunnudag. Á Styrkleikunum gefst aðstandendum dýrmætt tækifæri til að sýna stuðning í verki. Þátttakendur koma saman fyrir þá sem hafa greinst með krabbamein. Þátttakendur skiptast á að ganga í heilan sólarhring, en hver og einn þátttakandi gerir eins mikið og […]
Toppliðið tekur á móti botnliðinu

Í kvöld fer fram heil umferð í Lengudeild kvenna. Í fyrsta leik kvöldsins tekur ÍBV á móti Aftureldingu á Hásteinsvelli. Liðin eru á sitthvorum enda töflunnar. Eyjaliðið í toppsætinu með 31 stig úr 12 leikjum. Afturelding á botni deildarinnar með einungis 3 stig úr 13 leikjum. Fyrri leikur þessara liða endaði með stórsigri ÍBV, 8-0. […]
Er ekki kominn tími á áfanga 2 í Landeyjahöfn?

Þann 20. júlí sl. voru 15 ár frá því Landeyjahöfn var tekin í notkun. Þann dag 2010 sigldi Herjólfur III fyrstu ferðina frá Eyjum til Landeyjahafnar með gesti og fjölda Eyjamanna í blíðskaparveðri. Var nokkur mannfjöldi saman kominn við höfnina til fagna komu skipsins. Þar á meðal ráðherrar, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og fleiri sem fluttu ræður af […]
Gengið í sólarhring til styrktar krabbameinssjúkum

Styrkleikarnir – Einstök upplifun – Heill sólarhringur í Herjólfsdal Styrkleikar Krabbameinsfélagsins er heill sólarhringur af ævintýrum, samstöðu og samkennd. Þeir verða haldnir í fyrsta sinn í Vestmannaeyjum í Herjólfsdal á laugardaginn nk. 9. ágúst og standa í heilan sólarhring. Verða þeir settir klukkan 12.00 á laugardaginn og verður slitið klukkan 11.45 á sunnudaginn. Krabbameinsfélagið er í samstarfi við […]