Ráðleggja 4 % lækkun aflamarks þorsks

Í dag kynnti Hafrannsóknastofnun úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Í tilkynningu frá stofnuinni segir að aflamark fyrir á þriðja tug stofna sé lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. Hafrannsóknastofnun ráðleggur 4 % lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2025/2026. Byggir sú ráðgjöf á aflareglu stjórnvalda. Því lækkar ráðlagður heildarafli úr 213 […]
Tafir á afhendingu innfylliefna

Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar fór yfir stöðu framkvæmda á Hásteinsvelli á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni. Fram kemur í fundargerðinni að búið sé að leggja gervigras og keyra sandi í völlinn. Tafir hafa verið á afhendingu innfylliefna frá framleiðanda þar sem verktaki hefur ekki tryggt afhendingu þeirra. Áætluð afhending er eftir […]
Hreinsunardagur ÍBV

Á morgun, laugardaginn 7. júní á milli kl 13-14:30 ætlar ÍBV að halda hreinsunardag í samstarfi við Terra. Mæting er við Hásteinsvöll og ætlum við að taka til á því svæði og þar í kring. Í lokin verður síðan öllum boðið í grill og þá verður einnig ís í boði fyrir börnin. Í tilkynningu frá […]
ÍBV tekur á móti Keflavík

Lokaleikur 6. umferðar Lengudeildar kvenna fer fram í kvöld þegar ÍBV fær Keflavík í heimsókn. ÍBV gengið vel að undanförnu og unnið fjóra síðustu leiki sína í deildinni. Keflavík hefur hins vegar verið að misstíga sig og tapaði til að mynda síðasta leik sínum gegn HK, en HK er á toppi deildarinnar með 15 stig. […]
Á sjó til að borga prestinum fermingartollinn

Trúin á Guð í ölduróti lífsins er enn í góðu gildi – Predikun séra Guðmundar Arnar á sjómannadaginn: „Nú ætla ég ekki að þykjast vera annar en sá landkrabbi sem ég er en ég hef áður rifjað upp á sjómannadegi meinta sjómennsku mína,“ sagði séra Guðmundur Örn í sjómannadagspredikun sinni í Landakrikju að loknum blessunarorðum […]
Viljum fela Guði bæði skip og áhöfn

„Það er alltaf mikil gleði þegar skip eru blessuð. Það er samt vert að geta þess að það er ekki sjálfsagt en er gert því við viljum fela Guði bæði skip og áhöfn. Setja á hann allt okkar traust,“ sagði séra Viðar Stefánsson þegar hann blessaði skip og áhöfn Heimaeyjar VE 1 í gær. „Það […]
Spennandi að taka við nýju skipi

„Þetta gekk allt eins og í sögu á heimleiðinni og allt eins og það átti að vera,“ sagði Ólafur Einarsson,“ skipstjóri á Heimaey VE. „Það gekk frábærlega og auðvitað er þetta stökk upp á við. Allt miklu stærra, öflugra og meira pláss.“ Ólafur sagði eftirvæntingu fylgja því að byrja veiðar á nýju skipi. „Þá kemur […]
Ný Heimaey VE er af annarri kynslóð

Ný Heimaey kostaði rúma 5 milljarða en til samanburðar var hagnaður Ísfélagsins í fyrra 2,1 milljarður. „Ég býð ykkur hjartanlega velkomin hingað til að skoða nýtt skip Ísfélagsins sem fengið hefur nafnið Heimaey VE 1. Þetta er fjórða skipið sem Ísfélagið og forverar þess gera út með nafninu Heimaey. Það er ávallt hátíðleg stund í […]
Guðmundur Fertram heimsækir Eyjamenn

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis og stofnandi fyrirtækisins er einn frummælenda á opnum fundi sem Eyjafréttir standa fyrir í Akóges í dag. Fundurinn er um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem er nú í meðförum Alþingis. Guðmundur hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega og sagði m.a. í umsögn sem hann sendi atvinnuveganefnd þingsins að frumvarpið muni með „einu pennastriki“ soga […]
Ómetanlegt að fá fram þessi sjónarmið

Víðir Reynisson þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Samfylkinguna var fyrir skemmstu á ferð í Vestmannaeyjum. Segja má að Víðir hafi sterka tengingu við byggðamál og eins við öryggi samfélaga þar sem hann starfaði lengi á sviði almannavarna. Ritstjóri Eyjafrétta settist niður með Víði þegar hann kom til Eyja og ræddi við hann um þingstörfin og þau mál […]