Húkkaraballið fór vel fram – myndir

Mikill mannfjöldi er kominn til Vestmannaeyja og búist er við að fjöldi fólks leggi leið sína til eyjarinnar í dag. Í gærkvöld fór hið árlega Húkkaraball fram í blíðu veðri og var nóttin fremur róleg og góður bragur yfir skemmtanahaldinu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni í Vestmannaeyjum. „Lögreglan hefur sem fyrr mikinn […]
Enn og aftur úr myndasafni Óskars Péturs

Hér koma síðustu myndirnar að þessu sinni af myndum Óskars Péturs frá Þjóðhátíðinni í fyrra. Ný hátíð með nýjum myndum tekur við og eins og sjá má á fréttasíðu okkar er hann þegar byrjaður. Ritstjórn Eyjafrétta og eyjafrettir.is óska þjóðhátíðargestum alls hins best á Þjóðhátíðinni í ár. Gleðilega Þjóðhátíð. Stuð og stemning og pínu rigning. […]
Samveran er það sem stendur upp úr á Þjóðhátíð

Systurnar Þórunn Día og Eygló Myrra Óskarsdætur láta sig sjaldan vanta á Þjóðhátíð í Eyjum. Þær eiga rætur að rekja til Vestmannaeyja og eru að eigin sögn miklar Eyjakonur í sér og koma reglulega til Eyja að heimsækja ættingja og vini, enda er afi þeirra enginn annar en Svavar Steingrímsson og amma þeirra heitin Eygló […]
Mannvirkin vígð í Herjólfsdal – myndir

Löng hefð er fyrir því að vígja nokkur Þjóðhátíðar-mannvirki í dalnum á fimmtudegi fyrir hátíð. Einhverjir taka forskot á sæluna og er oft mikið stuð í dalnum. Myllan, Vitinn og Hofið voru vígð í gærkvöldi. Venju samkvæmt voru smá sendingar voru á milli forsvarsmanna Vitans annars vegar og Myllunnar hins vegar. Aðstandendur Hofsins voru eingöngu […]
Símamótið í máli og myndum

Símamótið fór fram dagana 10.-13. júlí. Símamótið er stærsta stúlknamótið á Íslandi og sendi ÍBV stelpur úr 7., 6. og 5. flokki á mótið. Stelpurnar stóðu sig vel á mótinu og skemmtu sér frábærlega. Við ræddum við þjálfara flokkana, Trausta Hjaltason, Guðnýju Geirsdóttur og Richard Goffe um mótið og gengi stelpnanna. Þjálfari 5. flokks, Trausti […]
Grátlegt tap hjá Eyjakonum

Kvennalið ÍBV komst ansi nálægt því að komast í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þegar þær mættu Bestu deildar liði Breiðabliks á Kópavogsvelli í kvöld. Eyjakonur byrjuðu leikinn mun betur og komust í 0-1 strax á 10. mínútu leiksins. Kristín Klara Óskarsdóttir átti þá frábæra fyrirgjöf inn á teig Blika og Allison Grace Lowrey stökk manna hæst í […]
Gular viðvaranir gefnar út

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir Suðurland og Miðhálendið. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 1. ágúst kl. 22:00 og gildir hún til 2. ágúst kl. 02:00. Í viðvörunarorðum segir: Suðaustan 13-18 m/s við ströndina og í Vestmannaeyjum og talsverð rigning. Tjöld geta fokið og fólk er hvatt til að huga að […]
Herjólfsfólk er í hátíðarskapi

Að sögn Ólafs Jóhanns Borgþórssonar, framkvæmdastjóra Herjólfs, eru dagarnir í kringum og yfir þjóðhátíðina mjög líflegir hjá starfsfólki Herjólfs. „Það má segja að undirbúningur þjóðhátíðarinnar hjá okkur á Herjólfi standi yfir í marga mánuði, áður en miðasalan hófst í febrúar var búið að ganga þannig frá málum að heimasíðan þoli álagið sem myndast um leið og […]
Þjóðhátíð að bresta á – myndir og myndband

Nú er innan við sólarhringur þar til að Þjóðhátíð Vestmannaeyja verður sett í Herjólfsdal. Hátíðargestir eru farnir að streyma til Eyja og er undirbúningur í hámarki hvert sem litið er. Halldór B. Halldórsson og Óskar Pétur Friðriksson hafa verið á fartinu í dag og má sjá myndefni frá þeim hér að neðan. (meira…)
Óeðlilegur fjöldi dauðra dúfa í Eyjum

Matvælastofnun birtir í dag á heimasíðu sinni ábendingu vegna óeðlilegs fjölda dauðra dúfa í Vestmannaeyjum. Er almenningi ráðið frá því að handfjatla mögulega veika eða dauða fugla án viðeigandi smitvarna. Tilkynning MAST í heild sinni: „Matvælastofnun hefur borist tilkynning um óeðlilegan fjölda dauðra dúfa í Vestmannaeyjum. Ástæður fyrir dauða fuglanna er í rannsókn. Meðan niðurstöður […]