Erum mjög vel mönnuð yfir hátíðina

„Þjóðhátíðin er stærsta löggæsluverkefni sem embættið fæst við á hverju ári. Mikil reynsla er til staðar innan embættisins og ég er að koma að þessu í tíunda skipti. Við teljum okkur vera vel undir búin þrátt fyrir að verkefnin hafi aðeins breyst undanfarin ár samhliða breytingum í samfélaginu. Meðal annars vegna aukins vopnaburðar. Til að […]

Myndir Óskars Péturs á síðustu Þjóðhátíð

Óskar Pétur hefur í áratugi myndað þjóðhátíð og um leið skráð sögu Þjóðhátíðar. Mikilvægt starf og óeigingjarnt. Hér er sýnishorn af myndum sem hann tók á síðustu þjóðhátíð. Vel heppnuð þó veðrið hefði mátt vera betra. Fleiri myndir væntanlegar.         (meira…)

Fyrsta pysjan fundin

Frést hefur að fyrsta pysjan sé fundin, en það kom fram á síðunni ,,Pysjueftirlit” í gær. Það fer því að styttast í að pysjutímabilið hefjist með krafti, sem margir bíða spenntir eftir. Pysjueftirlitið minnir á að skrá allar pysjur á lundi.is. (meira…)

Eyjastelpan sem spilaði í bestu deildum Evrópu

Varð markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands Knattspyrnukonuna Margréti Láru Viðarsdóttur þarf vart að kynna en hún er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur átt. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi og hefur spilað og skorað í sterkustu deildum heims. Margrét Lára gaf út bókina, Ástríða fyrir leiknum fyrr í sumar og í […]

Þjóðhátíðarstopp hjá Bergey eftir mokveiði

sjomadur_bergey_opf_22

Ísfisktogarinn Bergey VE hefur fiskað vel að undanförnu. Farnar hafa verið þrjár veiðiferðir á skömmum tíma og að þeim loknum hefur ávallt verið landað fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum. Skipstjóri í tveimur fyrstu ferðunum var Ragnar Waage Pálmason og var hann ánægður með aflabrögðin. Í samtali við vef Síldarvinnslunnar segir hann að það hafi verið […]

Tvær konur unnu í Lottó – önnur grét, hin bókaði Tenerife

lotto

Kona um fimmtugt hlaut fyrsta vinning í Lottó síðastliðinn laugardag og vann rúmar 9,3 milljónir króna í einföldum potti. Miðann keypti hún í Lottóappinu, líkt og hún er vön, og kom vinningurinn henni skemmtilega á óvart, að því er segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá. „Ég sá að fyrsti vinningur hefði farið á miða keyptan […]

Fullmótað Draumalið ÍBV B fyrir þjóðhátíð

Draumaliðið hans Guðmundar Ásgeirs Grétarssonar, ÍBV B er óðum að taka á sig mynd og að venju er það stærstu nöfn handboltans sem eru í sigtinu. Vill Guðmundur Ásgeir vera búinn að binda sem flesta enda áður en hátíðin stóra, Þjóðhátíð Vestmannaeyja gengur í garð. Þeir sem hann vill krækja fyrir ÍBV B í eru Róbert Aron Hoster Val, Smári Kristinn, Halldór […]

Ný fyrirliðabönd í sölu

Fyrirliðaband

Þjóðhátíðarnefnd hefur í ár nýtt átak undir heitinu „Er allt í lagi?“ Skilaboðin eru einföld og skýr og til þess ætluð að minna okkur á að gæta að okkur sjálfum og að hvort öðru. Þannig eru gestir hátíðarinnar hvattir til þess að kanna aðstæður óhikað og spyrja einfaldlega „Er allt í lagi?“ Eyjamenn þekkja mikilvægi […]

Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Íslensku U‑17 landsliðin náðu sögulegum árangri á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) 2025. Drengirnir unnu gull og stúlkurnar brons og þar á meðal voru fjórir efnilegir leikmenn úr ÍBV. Anton Frans Sigurðsson og Sigurmundur Gísli Unnarsson léku stórt hlutverk með U‑17 landsliði drengja sem vann Þýskaland í úrslitaleiknum og tryggði sér gullverðlaunin. Hjá stúlkunum tryggði íslenska liðið […]

Eyjamenn töpuðu fyrir vestan

Eyja 3L2A1791

ÍBV og Vestri áttust við í 16. umferð Bestu deildar karla í dag. Leikið var á Ísafirði og máttu Eyjamenn þola tap. Leikurinn fór rólega af stað en Eyjamenn voru meira með boltann en náðu ekki að skapa sér mikið. Það voru Vestramenn sem komust yfir á 20. mínútu leiksins en þar var að verki […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.