Erum mjög vel mönnuð yfir hátíðina

„Þjóðhátíðin er stærsta löggæsluverkefni sem embættið fæst við á hverju ári. Mikil reynsla er til staðar innan embættisins og ég er að koma að þessu í tíunda skipti. Við teljum okkur vera vel undir búin þrátt fyrir að verkefnin hafi aðeins breyst undanfarin ár samhliða breytingum í samfélaginu. Meðal annars vegna aukins vopnaburðar. Til að […]
Myndir Óskars Péturs á síðustu Þjóðhátíð

Óskar Pétur hefur í áratugi myndað þjóðhátíð og um leið skráð sögu Þjóðhátíðar. Mikilvægt starf og óeigingjarnt. Hér er sýnishorn af myndum sem hann tók á síðustu þjóðhátíð. Vel heppnuð þó veðrið hefði mátt vera betra. Fleiri myndir væntanlegar. (meira…)
Fyrsta pysjan fundin

Frést hefur að fyrsta pysjan sé fundin, en það kom fram á síðunni ,,Pysjueftirlit” í gær. Það fer því að styttast í að pysjutímabilið hefjist með krafti, sem margir bíða spenntir eftir. Pysjueftirlitið minnir á að skrá allar pysjur á lundi.is. (meira…)
Eyjastelpan sem spilaði í bestu deildum Evrópu

Varð markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands Knattspyrnukonuna Margréti Láru Viðarsdóttur þarf vart að kynna en hún er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur átt. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi og hefur spilað og skorað í sterkustu deildum heims. Margrét Lára gaf út bókina, Ástríða fyrir leiknum fyrr í sumar og í […]
Þjóðhátíðarstopp hjá Bergey eftir mokveiði

Ísfisktogarinn Bergey VE hefur fiskað vel að undanförnu. Farnar hafa verið þrjár veiðiferðir á skömmum tíma og að þeim loknum hefur ávallt verið landað fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum. Skipstjóri í tveimur fyrstu ferðunum var Ragnar Waage Pálmason og var hann ánægður með aflabrögðin. Í samtali við vef Síldarvinnslunnar segir hann að það hafi verið […]
Tvær konur unnu í Lottó – önnur grét, hin bókaði Tenerife

Kona um fimmtugt hlaut fyrsta vinning í Lottó síðastliðinn laugardag og vann rúmar 9,3 milljónir króna í einföldum potti. Miðann keypti hún í Lottóappinu, líkt og hún er vön, og kom vinningurinn henni skemmtilega á óvart, að því er segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá. „Ég sá að fyrsti vinningur hefði farið á miða keyptan […]
Fullmótað Draumalið ÍBV B fyrir þjóðhátíð

Draumaliðið hans Guðmundar Ásgeirs Grétarssonar, ÍBV B er óðum að taka á sig mynd og að venju er það stærstu nöfn handboltans sem eru í sigtinu. Vill Guðmundur Ásgeir vera búinn að binda sem flesta enda áður en hátíðin stóra, Þjóðhátíð Vestmannaeyja gengur í garð. Þeir sem hann vill krækja fyrir ÍBV B í eru Róbert Aron Hoster Val, Smári Kristinn, Halldór […]
Ný fyrirliðabönd í sölu

Þjóðhátíðarnefnd hefur í ár nýtt átak undir heitinu „Er allt í lagi?“ Skilaboðin eru einföld og skýr og til þess ætluð að minna okkur á að gæta að okkur sjálfum og að hvort öðru. Þannig eru gestir hátíðarinnar hvattir til þess að kanna aðstæður óhikað og spyrja einfaldlega „Er allt í lagi?“ Eyjamenn þekkja mikilvægi […]
Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Íslensku U‑17 landsliðin náðu sögulegum árangri á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) 2025. Drengirnir unnu gull og stúlkurnar brons og þar á meðal voru fjórir efnilegir leikmenn úr ÍBV. Anton Frans Sigurðsson og Sigurmundur Gísli Unnarsson léku stórt hlutverk með U‑17 landsliði drengja sem vann Þýskaland í úrslitaleiknum og tryggði sér gullverðlaunin. Hjá stúlkunum tryggði íslenska liðið […]
Eyjamenn töpuðu fyrir vestan

ÍBV og Vestri áttust við í 16. umferð Bestu deildar karla í dag. Leikið var á Ísafirði og máttu Eyjamenn þola tap. Leikurinn fór rólega af stað en Eyjamenn voru meira með boltann en náðu ekki að skapa sér mikið. Það voru Vestramenn sem komust yfir á 20. mínútu leiksins en þar var að verki […]