Mótorhjól, málverk, skúlptúrar og konur og gosnóttin

Á morgun, sunnudag verður Guðrún Erlingsdóttir, móðir Bjarteyjar með erindi í Sagnheimum kl. 13.00 Það verður nóg að gera um goslokahelgina hjá hjónunum Bjarteyju Gylfadóttur og Sæþóri Gunnarssyni en þau opnuðu sameiginlega sýningu undir heitinu Myndlist og mótorhjól í gær í Akóges. Þar sýnir Sæþór mótorhjól sem hann á og hefur gert uppi nokkur þeirra. Bjartey er með sölusýningu á […]

Veðrið lék við gesti Goslokahátíðar – myndir

Fjöldi fólks er nú í Eyjum að skemmta sér á Goslokahátíð. 52 ár eru síðan goslokum var líst yfir á Heimaey og er haldið upp á það þessa dagana með mikilli dagskrá. Ljósmyndari okkar Eyjafrétta, Óskar Pétur Friðriksson var á vappinu um alla Eyju í gær. Hægt er að skoða myndasyrpu hans frá gærdeginum hér […]

Goslok: laugardags dagskráin

Goslokahátíðin er nú í fullum gangi, en dagskráin síðastliðna daga hefur verið einstaklega fjölbreytt og skemmtileg. Hér má sjá dagskrá dagsins. Laugardagur 5. júlí  08:00 Golfklúbbur Vestmannaeyja- Icelandair Volcano open 10:00 Dorgveiðikeppni SJÓVE á Básaskersbryggju 10:00 – 16:00 Sunna spákona í Eymundsson 10:00 – 17:00 Sýning í Sagnheimum með gosmynjum úr eigu safnsins 10:00 – […]

Taka á móti toppliðinu

Eyja 3L2A4902

Í dag verða þrír leikir háðir í 14. umferð Bestu deildar karla. Í lokaleik dagsins tekur ÍBV á móti Víkingi Reykjavík á Hásteinsvelli. Víkingsliðið trónir á toppi deildarinnar. Er með 29 stig úr 13 leikjum. Liðið hefur verið á skriði undanfarið og hefur til að mynda sigrað í þremur síðustu deildarleikjum. Eyjaliðið hefur hins vegar […]

Eyjakonur með 5-1 sigur á nýjum Hásteinsvelli

ÍBV sigraði sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur í 10. umferð Lengjudeildar kvenna í kvöld. Leikurinn fór fram á glænýjum Hásteinsvelli og veðrið lék við leikmenn og áhorfendur. Eyjastúlkur höfðu yfirhöndina allan leikinn og komust í 1-0 á 27. mínútu þegar Allison Grace Lowrey skoraði eftir góða sendingu í gegn frá Olgu Sevcovu. Olga skapaði næstu […]

Yfirlýsing hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar og framkvæmdastjóra Herjólfs

20230728 162402

Undirrituð eru sammála um mikilvægi þess að komu- og brottfarartímar almenningssamganga við Vestmannaeyjar standist. Eðlilega getur margt haft áhrif á áætlun Herjólfs, þar á meðal önnur skipaumferð um Vestmannaeyjahöfn. Það varð tilefni þess að framkvæmdastjóri Herjólfs fór þess á leit við hafnarstjóra að tekin verði upp sú regla að Herjólfur njóti forgangs í siglingum innan […]

Eykur aflaheimildir til strandveiða

trillur

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni. Breytingin heimilar auknar aflaheimildir til strandveiða sem nemur 1.032 tonnum á fiskveiðiárinu 2024-2025. Við aukninguna eykst heildarafli á strandveiðum úr 10.000 tonnum í 11.032 tonn. Þetta kmeur fram í tilkynningu frá atvinnuvegaráðuneytinu. Þar segir jafnframt að svigrúm til aukinna aflaheimilda skapaðist í […]

Náttúran, dýrin og Eyjarnar í fyrirrúmi

Sunna Einarsdóttir er ein þeirra listamanna sem sýna verk sín á Goslokahátíðinni í ár, en þetta er í annað sinn sem hún er með sýningu á Goslokunum. Í ár sýnir hún sautján teikningar og þrjú málverk, fjölbreytt verk sem öll bera með sér sérstakan Vestmannaeyjafíling. „Verkin sem ég verð með á sýningunni núna í ár […]

Goslok – Fjöldi fólks á ferð í rjómablíðu

Það var margt í boði á Goslokahátíð í gær og margt um manninn í bænum. Veður eins og best verður á kosið, sannkölluð rjómablíða. Óskar Pétur fór um og myndaði og hér má sjá hluta af þeim myndum sem hann tók. Leit við á sýningum, tónleikum og bjórbingói svo eitthað sé nefnt.       […]

Myndlist og mótorhjól

Bjartey Gylfadóttir er ein þeirra fjölmargra listamanna sem sýnir verk sín á Goslokahátíðinni. Verkin hennar endurspegla bæði landslagið í Eyjum, sem og hina ,,kvenlega orku.“ „Ég er með málverk, bæði landslagsmálverk og andlitsmálverk, segir Bjartey. „Svo er ég einnig með skúlptúra þar sem andlit eru sett í blómavasa og þannig gef ég blómavasanum nýtt líf […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.