Átta ferða áætlun hefst á morgun

herjolf_bjarnarey

Á morgun 1.júlí hefst átta ferða áætlun Herjólfs sem verður við gildi til og með 10.ágúst nk.. Megin tilgangur og markmið með rekstri Herjólfs ohf. er að bæta þjónustu við viðskiptavini félagsins og ekki síst samfélagið sjálft. Við hlökkum til að taka á móti öllum þeim sem vilja Eyjarnar heim að sækja, segir í tilkynningu […]

Fiskeldi og samfélagsábyrgð

Fiskeldi hefur átt mikinn þátt í þeirri endurreisn sem íbúar Vestfjarða eru að upplifa. Fiskveiðar hafa verið helsta atvinnugrein á svæðinu en þegar aflaheimildir fluttust í stórum stíl til annarra landshluta fækkaði störfum með tilheyrandi áhrifum á byggðaþróun. Frá upphafi 9. áratugarins fækkaði íbúum Vestfjarða mikið eða þangað til að viðsnúningur varð árið 2017. Óumdeilt […]

Eyjamenn töpuðu gegn Fram

Eyjamenn máttu þola tap í fjórða leik sínum í röð er þeir tóku á móti Fram í 13. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Úlfarsárdal og eftir mjög rólegar upphafsmínútur voru það heimamenn sem tóku forystuna á 20. mínútu leiksins þegar Freyr Sigurðsson náði að koma boltanum í markið eftir klaufagang […]

Hraunið, höfnin og kapalskipin

Í dag sýnir Halldór B. Halldórsson okkur forvitnilegt myndband sem tekið var upp í dag. Þar kennir ýmissa grasa líkt og oft áður. Meðal annars flaug hann dróna yfir kapalskipin sem undir búa lagningu sæstrengja milli lands og Eyja. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Segja frumvarpið fela í sér eignaupptöku

Lifeyrissj TMS IMG 1101

Stjórn Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja telur að frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um lífeyrissjóði  feli í sér eignaupptöku frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega sem geti leitt til skaðabótaskyldu. Í umsögn sem Lífeyrissjóður Vestmannaeyja sendi inn vegna frumvarpsins segir m.a. að um stórvægilegt mál sé að ræða þar sem lögð er til sú breyting að örorkulífeyrir og tengdar […]

HK sigraði Orkumótið – myndir

Orkumót 2025 3L2A6669

Það var lið HK sem sigraði Þrótt frá Reykjavík í úrslitaleik um Orkumótstitilinn í ár. Þessi lið mættust einnig í úrslitaleiknum 2024. Þá fór Þróttur með sigur af hólmi. Fram kemur á heimasíðu mótsins að sigurinn í gær hafi verið torsóttur hjá HK. HK komst yfir í fyrri hálfleik með marki frá Kristófer Aroni Kristjánssyni, […]

ÍBV sækir Fram heim

Eyja 3L2A1249

Í kvöld klárast 13. umferð Bestu deildar karla með fjórum leikjum. Klukkan 17.00 hefst leikur Fram og ÍBV á Lambhagavellinum. Framarar í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig. Eyjamenn eru hins vegar í níunda sæti með 14 stig, en þeir hafa aðeins misst flugið undanfarið og tapað tveimur síðustu leikjum í deildinni. Þegar þessi lið […]

Margrét Lára áritaði nýju bók sína

Margrét Lára Viðarsdóttir mætti í Pennann Eymundsson í Eyjum í dag og áritaði nýju bók sýna sem hún var að gefa út sem kallast ,,Ástríða fyrir leikum.” Margrét Lára er ein af fremstu íþróttakonum landsins og er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi en hún lék sinn […]

Aflinn var 64 tonn

sjomadur_bergey_opf_22

Ísfisktogarinn Bergey VE landaði í Eyjum í fyrrakvöld. Aflinn var 64 tonn, mest þorskur og ýsa. Jón Valgeirsson skipstjóri sagði í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að þetta hafi ekki verið nein frægðarför en þó sé allt í lagi og engin ástæða til að kvarta mikið. „Við vorum mest á Hvalbakssvæðinu en restuðum á Víkinni. Það […]

Klara Einars á Þjóðhátíð

Klara Ads

Klara Einars sendi frá sér nýtt lag í síðustu viku “Ef þú þorir” og í morgun var það tilkynnt á hún verður á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í Vestmanneyjum. Á síðustu rúmlega tveimur árum hefur hún sent frá sér átta lög bæði ein og í samvinnu við aðra og í sumar verður hún á fleygiferð […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.