Úrslitakeppnin af stað hjá stelpunum

Eyja 3L2A8875

Í kvöld hefst úrslitakeppni Olís deildar kvenna. ÍBV mætir þar Haukum og fer fyrsti leikurinn fram að Ásvöllum. Handknattleiksdeild ÍBV og Víking Tours eru með rútuferðir og býður Herjólfur fríar ferðir fyrir stuðningsmenn sem að fara með rútunni. Rútan fer svo frá Landeyjum í Smáralind og svo á Ásvelli, segir í tilkynningu á facebook-síðu handknattleiksdeildar […]

Eyja- og skerjaendaleysa upp á 100 milljónir

Kostnaður ríkissjóðs, vegna aðkeyptrar lögfræðiþjónustu í tengslum við kröfur sem ríkið gerði um að eyjar og sker við landið yrðu þjóðlendur, nemur rúmum 96 milljónum króna á þriggja ára tímabili sem tekur til áranna 2023, 2024 og 2025. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þessari endaleysu, sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, þáverandi fjármála- […]

Segja verðmætasköpun á Íslandi stefnt í óvissu

_DSC0433.

Íslenskur sjávarútvegur getur og vill áfram leggja ríkulega til samfélagsins, með heilbrigðum rekstri og góðum störfum um allt land, þannig að allir njóti ávaxtanna. Ef rétt verður á spilum haldið má leysa mikla verðmætaaukningu úr læðingi á komandi árum. Því er skorað á stjórnvöld að íhuga að stíga skref til baka og hugleiða hvort fyrirhugaðar […]

World Class kemur til Eyja

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar þann 9. apríl síðastliðinn var farið yfir innsendar umsóknir vegna uppbyggingar og reksturs nýrrar heilsuræktar við íþróttamiðstöðina og þær metnar út frá fyrirfram ákveðnu matsblaði. Niðurstaða matsins var sú að umsókn frá Laugum ehf/Í toppformi ehf (World Class) hlaut hærri einkunn en umsókn óstofnaðs hlutafélags Eyglóar Egilsdóttur, Garðars Heiðars Eyjólfssonar, Þrastar […]

Lenti í mokveiði á Eyjólfsklöpp – myndasyrpa

Á dögunum bauðst Óskari Pétri Friðrikssyni ljósmyndara Eyjafrétta að fara á sjóinn með Kap VE. Kapin er sem kunnugt er á netaveiðum. Óhætt er að segja að Óskar hafi hitt á flottan túr því vel fiskaðist. „Við lögðum af stað klukkan 05.00 og komum í land kl. 22.15. Við veiddum 154 kör af fiski og […]

Jafntefli í nýliðaslagnum

Eyja Ibv Sgg

Eyjamenn heimsóttu Aftureldingu í Mosfellsbæinn í gær. Bæði þessi lið komu upp í Bestu deildina sl. haust. Eftir bragðdaufan fyrri hálfleik kom betri kafli í þeim síðari og voru Eyjamenn nálægt því að skora í nokkur skipti. Áttu meðal annars stangarskot. Þar var að verki Omar Sowe. Hann fékk aftur mjög gott færi í uppbótartíma en […]

Fimleikafélagið Rán hafnaði á verðlaunapalli

Fimleikafélagið Rán tók þátt á Íslandsmeistaramótinu í hópfimleikum sem haldið var um núverandi helgi. Félagið sendi þrjú lið til keppni, tvö í 3. flokki og eitt í 2. flokki.  Þriðji flokkur yngri náði frábærum árangri og hafnaði í 3. sæti á mótinu.​ Þó svo hin liðin tvö hafi ekki komist á verðlaunapall að þessu sinni, […]

Brjóstin og eggjastokkarnir fengu að fjúka

Jóhanna Lilja Eiríksdóttir er fædd og uppalin á Fáskrúðsfirði, en flutti til Vestmannaeyja 22 ára gömul. Jóhanna Lilja er gift Hermanni Inga Long og eiga þau þrjú börn. Jóhanna Lilja er formaður Brakkasamtakanna, en hún deildi sögu sinni og baráttumálum samtakanna með okkur á Eyjafréttum. Jóhanna Lilja hefur alla tíð verið meðvituð um krabbamein í […]

Nýliðarnir mætast í Mosfellsbæ

ÍBV Þór

Fjórir leikir eru í 2. umferð Bestu deildar karla í dag. Þar á meðal er leikur nýliða deildarinnar. Þar tekur Afturelding á móti ÍBV í Mossfellsbæ. Liðin töpuðu bæði í fyrstu umferðinni. Afturelding tapaði gegn Breiðablik og Eyjamenn töpuðu fyrir Víkingum á útivelli. Flautað verður til leiks að Varmá klukkan 17.00 í dag. Leikir dagsins:  […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.