Fjórhjólaferðir veita fólki nýja sýn á Vestmannaeyjar

Volcano ATV var stofnað árið 2019 og er í eigu Þorsteins Traustasonar. Volcano ATV býður gestum upp á skemmtilegar ferðir með leiðsögn á fjórhjólum. Þorsteinn Traustason, eða Steini eins og hann er kallaður, stofnandi fyrirtækisins, segir hugmyndina af ferðunum hafa kviknað í tengslum við áhuga hans á mótorcrossi. Hann var oft á hjóli upp á […]

Tapið gæti numið um 150 milljónum

Fjórir lífeyrissjóðir eru meðal 20 stærstu hluthafa flugfélagsins Play sem nú stendur á tímamótum eftir að greint var frá yfirtökutilboði tveggja hluthafa félagsins í vikunni. Þessi hluthafar eru forstjórinn Einar Örn Ólafsson og Elías Skúli Skúlason, sem er varaformaður stjórnar. Hluthafar Play munu tapa miklum peningum ef líkum lætur, sagði í umfjöllun um málið  í […]

Bótakrafan hljóðar upp á 1,9 milljarða

DSC_5464

Í dag var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands stefna Vestmannaeyjabæjar á hendur Vinnslustöðinni hf. og Hugin ehf., auk VÍS sem er tryggingafélag fyrrgreindra félaga, til greiðslu fullra bóta fyrir það tjón sem skip þessara félaga, Huginn VE-55, olli á vatnsleiðslu í eigu bæjarins 17. nóvember 2023. Í tilkynningu sem birt er á vef Vestmannaeyjabæjar segir að […]

TM-mótið komið á fullt skrið

„Stelpurnar hófu leik í ekta fótboltaveðri stundvíslega klukkan 08:20 í morgun. Veðurspáin lofar góðu og því útlit fyrir skemmtilegt mót.” Þetta segir í frétt á vefsíðu TM-mótsins en 112 lið eru skráð til leiks á mótinu í ár. Mótið er fyrir 5. flokk kvenna og eru rúmlega 1000 þátttakendur. Í tilkynningu frá Lögreglunni í Eyjum […]

Handboltavertíðin gerð upp hjá yngri flokkum ÍBV

Í síðustu viku fóru fram lokahóf hjá yngri flokkum ÍBV í handbolta, 5.-8. flokkur fóru í leiki í íþróttahúsinu og fengu svo grillaðar pylsur. Í frétt á heimasíðu ÍBV segir að handboltaveturinn hafi gengið mjög vel. ,,Við vorum vel mönnuð í þjálfun og iðkendur duglegir að mæta á æfingar ásamt því að taka þátt í […]

Vald á fárra höndum

Hildur Solv Ads

Eitt mikilvægasta verkefni kjörinna fulltrúa er að bera virðingu fyrir og vernda lýðræðið sem Íslendingar hafa þurft að berjast fyrir í gegnum tíðina. Það hefur verið tilfinning mín að málaþungi bæjarráðs þar sem fæstir fulltrúar sitja, 2 frá meirihluta og 1 frá minnihluta, hafi aukist á meðan að málafjöldi annarra ráða hafi dregist saman. Í […]

Tækifæri fyrir ungt fólk hjá Laxey

Áframeldi Laxey í Viðlagafjöru hefur nú verið í rekstri í um hálft ár og Eyjafréttir höfðu samband við Hallgrím Steinsson rekstrarstjóra hjá Laxey varðandi stöðuna hjá félaginu.  “Staðan er mjög góð hjá okkur, við höfum undanfarna mánuði tekið fjölmörg ný kerfi í notkun og uppkeyrslan hefur verið í samræmi við væntingar.  Fiskurinn dafnar vel í […]

Mun hafa alvarlegar afleiðingar

Binni IMG 8647

Í morgun var tilkynnt um að Vinnslustöðin hyggist setja togarann Þórunni Sveinsdóttur á sölu. Fjöldi spurninga vakna hjá öllum þeim sem hafa lífsviðurværi sitt af sjávarútvegi. Til að svara nokkrum þeirra ræddum við við Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson – Binna í Vinnslustöðinni um stöðu fyrirtækisins, ástæður þess að til standi að selja skipið og þá óvissu […]

Bikaróður Eyjamaður – Draumaliðið

Guðmundur Ásgeir Grétarsson, Bikaróður Eyjamaður á sér sitt draumalið í handboltanum og þar er bara pláss fyrir þá bestu. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem hann boðaði til á annan í hvítasunnu þar sem hann kynnti líka nýja stjórn hjá ÍBV-B. Ísak Rafnsson er nýr þjálfari ÍBV-B og aðstoðarmaður hans er Þorkell Rúnar. Formaður er […]

Gæti þýtt þreföldun á veiðigjaldinu í Eyjum

Einar Sig Cr

„Það er ekki hægt að fjalla um veiðigjöld og auknar álögur á sjávarútveg án þess að skoða rekstrarumhverfi fyrirtækja í sjávarútvegi, samkeppnisstöðu og fjárfestingar,“ sagði Einar Sigurðsson, stjórnarformaður Ísfélagsins á ráðstefnu Eyjafrétta um fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi. Hann lagði áherslu á skattspor sjávarútvegs þar sem  allur almenningur nýtur góðs af sköttum sem koma frá greininni. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.