Rannveig Ísfjörð – byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar 

Rannveig Ísfjörð hefur nýverið hafið störf sem byggingarfulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ. Rannveig er gift Pálma Harðarsyni og saman eiga þau fjögur börn. Hún flutti til Vestmannaeyja haustið 2011 og hefur búið hér síðan. Fyrstu starfsárin í Eyjum vann hún sem afgreiðslustjóri Herjólfs hjá Eimskip, en færði sig svo yfir í byggingargeirann og hefur unnið hjá Teiknistofu […]

​N1 og ÍBV innsigla áframhaldandi samstarf

Í morgun skrifuðu fulltrúar N1 og knattspyrnudeildar ÍBV undir samstarfssamning. N1 hefur lengi verið einn af aðal-styrktaraðilum deildarinnar. Samningurinn er til þriggja ára og var það Magnús Sigurðsson sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd ÍBV og Ágúst Halldórsson fyrir hönd N1. N1 hefur verið dyggur bakhjarl deildarinnar á síðustu árum og nær raunar aftur til […]

Þjóðhátíðarlagið í höndum Stuðlabandsins

Þjóðhátíðarnefnd hefur tilkynnt að þjóðhátíðarlagið í ár verði samið og flutt af Stuðlabandinu. Stuðlabandið er íslensk ballhljómsveit frá Selfossi. Hljómsveitin var stofnuð árið 2004 og æfði fyrst um sinn á bænum Stuðlum í Ölfusi og dregur nafn sitt þaðan. Bandið er skipa þeir: Baldur Kristjánsson – bassi, Birgir Þórisson – hljómborð, Bjarni Rúnarsson – slagverk, […]

Tilvalin sumargjöf

IMG 7247

Fótboltaskóli ÍBV og Heildverslunar Karls Kristmanns verður haldinn páskavikuna 14. – 16. apríl nk. en þá verður frí í skóla sem og á æfingum. Hér er frábært tækifæri til að brjóta upp daginn fyrir krakkana sem og efla þau í fótboltanum. Styrktaraðilar skólans eru Heildverslun Karls Kristmanns sem og Vestmanneyjabær. Í tilkynningu frá ÍBV segir […]

Flugslysaæfing í Eyjum – myndband og myndir

Í dag var haldin flugslysaæfing í Vestmannaeyjum. Að æfingunni stóðu Isavia og viðbragðsaðilar í Vestmannaeyjum. Slíkar æfingar eru haldnar með reglubundnum hætti á öllum flugvöllum á landinu og í ár var m.a. komið að Vestmannaeyjaflugvelli. Í gær var haldin sérstök skrifborðsæfing og síðdegis í dag var sjálf flugslysaæfingin með þátttöku allra helstu viðbragðsaðila og sjálfboðaliða […]

ÍBV í úrslitakeppnina

Eyja 3L2A7868

Lokaumferð Olísdeildar kvenna fór fram í kvöld. Í Eyjum tók ÍBV á móti Haukum og enduðu leikar þannig að Haukar sigruðu með einu marki, 24-25. Þrátt fyrir tapið náði ÍBV inn í úrslitakeppnina. Liðið endaði í sjötta sæti en Stjarnan sem töpuðu fyr­ir deild­ar­meist­ur­um Vals í kvöld enduðu með jafn mörg stig og fer í […]

Þurfa annan dráttarbát

lods_skemmtiferdaskip

Staða á bátakosti Vestmannaeyjahafnar var eitt af erindum sem framkvæmda- og hafnarráð tók fyrir á fundi sínum í gær. Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri fór yfir bátakost hafnarinnar á fundinum. Fram kemur í fundargerð að fyrirliggjandi verkefni séu þess eðlis að núverandi bátakostur getur ekki leyst þau s.s. þjónusta brunnbáta í Viðlagafjöru og móttöku ekjufraktskipa. Hafnarstjóri […]

Synjað um að breyta Alþýðuhúsi í fjölbýlishús

hoppudyna_0618_althyduh_lagf

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók á ný fyrir fyrirspurn um byggingu íbúðarhúsnæðis á Alþýðuhúsareitnum svokallaða við Skólaveg 21b. Sjá einnig: Fjölbýlishús í stað Alþýðuhúss? – Eyjafréttir Ráðið fól skipulagsfulltrúa að afla umsagnar Minjastofnunar Íslands vegna erindisins og liggur umsögn Minjastofnunar nú fyrir. Fram kemur í bréfi Minjastofnunar að stofnunin mæli með því að húsinu verði […]

Skeytingarleysi ráðherra um grunnatvinnuveg og áhrif stórvægilegra breytinga á gjaldtöku

Sjorinn Opf

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja rétt að tilkynna sérstaklega að þau munu ekki veita umsögn í dag, innan tilskilins frests, um frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórfellda hækkun á veiðigjaldi. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi er óforsvaranlegt að veita vikufrest til umsagnar um svo veigamikið og afdrifaríkt mál sem breytingar á veiðigjaldi eru og hefur […]

Fjölbreytileikinn í starfinu heillar

Guðbjörg Rún Gyðudóttir Vestmann er 26 ára og kemur frá Vestfjörðum. Guðbjörg flutti til Eyja árið 2020 og hefur síðan þá fundið sig vel í samfélaginu. Hún starfar í dag hjá Geisla þar sem hún sérhæfir sig í ljósleiðaratengingum og nýtur fjölbreytileikans í vinnunni vel. Guðbjörg er Eyjamaðurinn að þessu sinni og fengum við að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.