Truflar ekki leikjaplanið að missa Hásteinsvöll

default

Í gær var greint frá því hér á Eyjafréttum að enn sé beðið eftir efni til að setja í Hásteinsvöll og er hann því ekki leikfær. Áætluð afhending á innfylliefninu er eftir 2 vikur, sagði í fundargerð framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni. Framundan er TM-mót ÍBV og koma til Eyja 112 lið til að taka […]

Metfjöldi tilkynninga til barnaverndar

róla-001

Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs á fimmtudaginn fór deildarstjóri velferðarmála hjá Vestmannaeyjabæ yfir stöðu barnaverndarþjónustu árið 2024. Fram kemur að tilkynningar hafi aldrei verið eins margar eða 306 tilkynningar sem bárust barnaverndarþjónustu Vestmannaeyja árið 2024. Flestar tilkynningar voru um vanrækslu gagnvart barni eða um 157.  Tilkynningar sem bárust um áhættuhegðun barns voru 93 og 56 […]

Fyrsta löndun eftir sjómannadagshelgi

Vestmannaey V Landar 20220717 111132

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE kom til Grindavíkur í fyrrakvöld að lokinni fyrstu veiðiferð eftir sjómannadagshelgi. Það aflaðist vel í veiðiferðinni og var fullfermi landað í gær. Rætt er við Egil Guðna Guðnason skipstjóra á vef Síldarvinnslunnar í dag. Þar er hann fyrst spurður hvernig veðrið hefði verið. „Til að byrja með var mjög hvasst. Þetta voru […]

ÍBV og Keflavík skildu jöfn

Eyja 3L2A2875

6. umferð Lengjudeildar kvenna kláraðist í kvöld þegar Eyjakonur tóku á móti Keflavík á Þórsvelli. Eyjakonur byrjuðu leikinn vel og strax á 10. mínútu var Lilja Kristín Svansdóttir búin að koma heimakonum yfir. Allison Clark átti þá góða sendingu í gegn á Allison Lowrey sem náði að koma boltanum á fjær þar sem Lilja Kristín […]

Ríkisstjórn myndar gjá milli landsbyggðar og höfuðborgar

Það var mikill fengur að fá Guðmund Fertram Sigurjónsson, stofnanda og forstjóra líftæknifyrirtækisins Kerecis á Ísafirði á ráðstefnu Eyjafrétta í Akóges um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar í gær.  Kerecis byggði Guðmundur upp ásamt góðu fólki og var  Kerecis í fyrra selt til danska stórfyrirtækisins Coloplast á rúmlega 175 milljarða króna. Rástefnuna sóttu um 80 manns og kom margt athyglisvert […]

Frá Vestmannaeyjum til Vesturheims

Á morgun, laugardag verður haldin afar áhugaverð ráðstefna í tilefni þess að í ár eru 170 ár liðin frá því að Íslendingar settust fyrst að í Vesturheimi. Elsta Íslendingabyggðin er í  bænum Spanish Fork, Utah en þar settust þrír einstaklingar að þann 7. september 1855. Það voru þau hjónin Samúel Bjarnason og Margrét Gísladóttir frá […]

Ekki annað ráðlegt en að fylgja leiðbeiningum vísindamanna

Sjomadur Bergey Opf 22

Hafrannsóknastofnun birti í morgun ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár 2025/2026. Enn er lagt til að dregið verði saman í ráðlögðum þorskafla. Í samræmi við aflareglu stjórnvalda er lagt til að hámarksafli þorsks á næsta fiskveiðiári verði alls 203.822 tonn, en á yfirstandandi fiskveiðiári er hann tæplega 213.214 tonn. Samdrátturinn á milli fiskveiðiára er því um 4,4%. […]

Bíltúr um Heimaey

Skjask 060625

Í dag kíkjum við á rúntinn um Heimaey með Halldóri B. Halldórssyni. Ekki skemmir fyrir að hafa í undirspil lagið I defy með Guðný Emílíönu Tórshamar. (meira…)

Ráðleggja 4 % lækkun aflamarks þorsks

sjonum_DSC_7447_min

Í dag kynnti Hafrannsóknastofnun úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Í tilkynningu frá stofnuinni segir að aflamark fyrir á þriðja tug stofna sé lagt til á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu. Hafrannsóknastofnun ráðleggur 4 % lækkun aflamarks þorsks fiskveiðiárið 2025/2026. Byggir sú ráðgjöf á aflareglu stjórnvalda. Því lækkar ráðlagður heildarafli úr 213 […]

Tafir á afhendingu innfylliefna

default

Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar fór yfir stöðu framkvæmda á Hásteinsvelli á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í vikunni. Fram kemur í fundargerðinni að búið sé að leggja gervigras og keyra sandi í völlinn. Tafir hafa verið á afhendingu innfylliefna frá framleiðanda þar sem verktaki hefur ekki tryggt afhendingu þeirra. Áætluð afhending er eftir […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.