Metin eru sett til að vera slegin

Enn hækkar íbúðaverð í Vestmannaeyjum og hefur dýrasta íbúðin verið seld á á tæpar 100 milljónir. Hefur verð á íbúðum tekið stökk upp á við eftir nokkra lægð fyrst í vetur. Þann 30. desember sl. var 104,5 fm íbúð í Baldurshaga, Vesturvegi 5 seld á 79 milljónir króna. Á sama stað var 104,3 fm íbúð […]
Víkin heimsótti VSV

Víkin – 5 ára deild kom í heimsókn í Vinnslustöðina á fimmtudaginn síðastliðinn. Ástæða þess að þau óskuðu eftir því að fá að koma í heimsókn er sú að þau eru búin að vera að vinna með hafið sem þema í mars. Sagt er frá heimsókninni á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Benóný Þórisson og Helena Björk Þorsteinsdóttir tóku á móti börnunum í anddyri aðalinngangs […]
Ingunn nýr framkvæmdastjóri SASS

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum þann 19. mars 2025 að ráða Ingunni Jónsdóttur sem nýjan framkvæmdastjóra SASS. Ráðningarferlið var leitt af fyrirtækinu Intellecta og var Ingunn metin hæfust til að gegna starfinu af 31 umsækjanda. Ingunn er í dag starfandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands og mun hefja störf hjá SASS á næstu misserum. […]
Beint í æð frumsýnt í kvöld

Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir gamanleikritið Beint í æð eftir Ray Cooney í kvöld klukkan 20:00. Leikfélagið hefur unnið hörðum höndum að uppsetningu verksins og lofar áhorfendum skemmtilegri kvöldstund. Verkið hefur slegið í gegn á alþjóðavísu og dregur áhorfendur inn í hraða og skemmtilega atburðarás. Önnur sýning verður laugardaginn n.k. kl 20. Miðasölusíminn er opinn milli 16-18 […]
Íbúafundur í dag

Í dag verður íbúafundur um listaverk Olafs Eliassonar sem til stendur að reisa. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar stýrir fundi og Olafur Eliasson kynnir listaverkið. Pallborðsumræður kl. 17:10, Olafur Eliasson, Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt og Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar. Fundurinn verður í Eldheimum. Húsið opnar kl. 16:00 og verður boðið uppá kaffiveitingar. Fundurinn sjálfur hefst klukkan 16.30 […]
4,5 milljarða rekstrarhagnaður

Rekstrartekjur Ísfélagsins námu í fyrra 23,6 milljörðum króna, rekstrarhagnaður var 4,5 milljarðar króna og var hagnaður eftir skatta 2,2 milljarðar króna. Var EBITDA 6,6 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársreikning Ísfélagsins sem sendur var ásamt tilkynningu til Kauphallarinnar í dag. Sé staða á efnahag félagsins í lok ársins 2024, færð í íslenskar krónur á […]
Fullt af áhugaverðu efni í nýjasta blaði Eyjafrétta

Nú er verið að bera út til áskrifenda mars-blað Eyjafrétta. Blaðið er fullt af áhugaverðu efni. Byggingamarkaðnum í Eyjum er gerð góð skil og er rætt við fjölmarga iðnaðarmenn. Þá er Jóhanna Lilja Eiríksdóttir formaður Brakkasamtakanna í viðtali. Einnig er ítarlegt viðtal við Óskar Sigurðsson og Gunnlaugu Sigurðardóttur. Þau ásamt börnunum una sér vel á […]
Stóra hættan að við missum það forskot sem við höfum haft

Á þriðjudaginn kynntu Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra drög að frumvarpi um breytingu á lögum um veiðigjald. Frumvarpið hefur verið harðlega gagnrýnt af ýmsum, m.a. stjórnarandstöðu þingsins. Einar Sigurðsson er stjórnarformaður Ísfélagsins. Hann segir í samtali við Eyjafréttir aðspurður um að ef frumvarpið fari óbreytt í gegnum þingið, hvað […]
Allt að verða klárt fyrir næsta úthald

Eins og gefur að skilja hefur loðnubrestur margvísleg áhrif á allt samfélagið. Einn angi af því er að uppsjávarskipin eru meira við bryggju og nýta áhafnirnar tímann til að sinna viðhaldi um borð. Þorsteinn Ólafsson, háseti á Gullberg VE segir léttur í bragði – í samtali við fréttaritara VSV – að hann sé kominn í […]
Tanginn opnaði aftur í dag

Veitingastaðurinn Tanginn opnaði aftur í hádeginu í dag eftir vetrarlokun, og nú geta heimamenn notið þess að gæða sér á ljúffengum mat með einstöku útsýni yfir höfnina. Staðurinn var þétt setinn í hádeginu, enda margir sem höfðu beðið spenntir eftir opnuninni. Á matseðlinum má áfram finna vinsæla rétti eins og súpu og salat, kjúklingasalatið og […]