Á annað hundrað manns í kokteilboði VSV

Það var svo sannarlega góð stemning í bæði Eldheimum og í Höllinni í gærkvöldi. Fram kemur á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar í dag að alls hafi verið 120 manns skráðir til þátttöku í sjómannaskemmtuninni, frá öllum sex skipum VSV. „Útgerðin bauð bæði skipverjum og mökum þeirra til viðburðarins. Fyrir skemmtunina var haldið kokteilboð í Eldheimum, þar sem […]

Veðurviðvaranir um land allt

Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvaranir fyrir landið allt. Gildir gula viðvörunin fyrir landið allt frá 3. júní kl. 00:00 – 4. júní kl. 00:00. Í viðvörunarorðum segir: Norðan hvassviðri eða stormur, hvassast á vestanverðu landinu og sunnan undir Vatnajökli. Huga þarf að lausamunum og aðstæður geta verið varasamar fyrir ökutæki sem taka á sig […]

Golfdagurinn í Eyjum

Golfdagurinn í Vestmannaeyjum fer fram sunnudaginn 8. júní í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Boðið verður upp á skemmtilega kynningu á grunnatriðum golfíþróttarinnar undir handleiðslu PGA golfkennara, ásamt leikjum og grillveislu fyrir þátttakendur. Golfdagurinn er fyrir alla fjölskylduna en hér er frábært tækifæri til að kynnast golfíþróttinni! Golfdagurinn hefst klukkan 13.00 og stendur til kl. 15.00 nk. sunnudag. […]

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

DSC 4101

Sjómannadagurinn er í dag og er sjómönnum og fjölskyldum þeirra óskað til hamingju með daginn. Boðið er upp á hefðbundna hátíðardagskrá í tilefni dagsins. Venju samkvæmt hefst dagskráin á sjómannamessu. 13.00: Sjómannamessa í Landakirkju. Séra Guðmundur Örn predikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur […]

Mæta botnliðinu á Skaganum

Í dag hefst 10. umferð Bestu deildar karla. Á dagskrá eru fimm leikir í dag. Á Skaganum taka heimamenn á móti ÍBV. ÍA er á botni deildarinnar með 9 stig en Eyjaliðið er í sjöunda sæti með 11 stig. Bæði þessi lið sigruðu andstæðinga sína í síðustu umferð. Eyjamenn lögðu þá FH-inga á heimavelli og […]

Sjómannadagurinn – Mikil aðsókn í góðu veðri

Gott veður, sól og blíða settu svip sinn á hátíðardagskrá dagsins sem hófst í morgun með dorgveiðikeppni SJÓVE og Jötuns á Nausthamarsbryggju. Þátttaka var góð og vegleg verðlaun í boði fyrir m.a. stærsta fiskinn og flesta fiska. Sjómannafjör var á Vigtartorgi eftir hádegi þar sem séra Guðmundur Örn blessaði daginn. Þá tók við kappróður á […]

Hneyksli í vali íþróttafréttamanna

„Inni í klefa datt allt í dúnalogn. Þannig vil ég hafa það, tökum á því og erum svo vinir,“ segir Sigurður Bragason, fyrrum þjálfari og leikmaður ÍBV í viðtali við Ómar Garðarsson í Eyjafréttum um móralinn í liðinu og þann árangur sem þeir náðu. Í kjölfarið varð mesta hneyksli frá upphafi í vali íþróttafréttamanna á […]

Ný Heimaey til heimahafnar í morgun

„Þetta er skip sem hentar okkur mjög vel. Erum að taka skref fram á við miðað við það skip sem við vorum með áður,“ sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins sem í morgun tók á móti nýrri Heimaey VE 1, nýju uppsjávarskipi Ísfélagsins sem kemur í stað skips með sama nafni sem selt var til Noregs. […]

Nýdönsk í Höllinni – myndir

Það var heldur betur góð stemning á stórtónleikum Nýdanskra í Höllinni í gærkvöldi. Nokkur hundruð manns mættu til að hlýða á þetta glæsilega band sem starfað hefur óslitið síðan 1987. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari fangaði stemninguna í gegnum linsuna. (meira…)

Fágætissalur opnar í Safnahúsi – myndir

Það var mikið um dýrðir sunnudaginn 18. maí í Safnahúsinu. Þann dag, sem bar upp á alþjóðlega og íslenska safnadaginn, var nýr og sérútbúinn fágætissalur opnaður í Safnahúsi Vestmannaeyja. Af því tilefni var efnt til tvískiptrar dagskrár sem hófst í Ráðhúsi Vestmannaeyja með nokkrum ávörpum en hélt síðan áfram í Safnahúsinu þar sem fágætissalurinn var […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.