Frátafir á Eiðinu eru töluvert minni en í Gjábakkafjöru

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja tók fyrir á fundi sínum í liðinni viku frumathugun á staðsetningum á stórskipakanti í Vestmannaeyjum. Skýrsluna vann Vegagerðin. Skýrslan byggist á því að grjót til uppbyggingar sé aðgengilegt í Vestmannaeyjum og ef svo er ekki raunin verður kostnaður umtalsvert meiri. Forsendur fyrir framlagi frá hafnarbótasjóði byggjast m.a. á fjárhagslegri hagkvæmni framkvæmda. […]
Botnbaráttuslagur í Garðabæ

18. umferð Olís deildar kvenna klárast í dag er fram fara tveir leikir. Í Garðabæ tekur Stjarnan á móti ÍBV í sannkölluðum botnbaráttuslag. ÍBV í næstneðsta sæti með 7 stig en Stjarnan í sætinu fyrir ofan með 10 stig. Leikurinn hefst klukkan 16.00 í Heklu Höllinni í Garðabæ. Leikir dagsins: sun. 16. mar. 25 14:00 […]
Hverjir sögðu hvað

Í vikunni var greint frá því að búið sé að leggja fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að hefja rannsóknir á jarðlögum og hafsbotni á fyrirhugaðri gangaleið milli lands og Vestmannaeyja. Flutningsmenn tillögunnar eru Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Karl Gauti sagði í samtali við Eyjafréttir að hann hafi boðið öllum […]
„Þakklæti er okkur efst í huga”

„Þakklæti er okkur efst í huga vegna frábærrar mætingar á Hippahátíðina er Krabbavörn hélt í gærkvöld.” Svona hefst tilkynning frá karlaklúbbi Krabbavarnar og stjórn Krabbavarnar sem í gær hélt Hippahátíð í Höllinni. Í tilkynningunni segir jafnframt að þátttaka hafi verið umfram væntingar. Karlaklúbbur Krabbavarnar ásamt stjórn þakkar öllu okkar frábæra fólki, velunnurum, styrkjendum og öllum […]
Júníus Meyvant – Á þeysireið um Evrópu og ný plata

Tónlistarmaðurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant hefur haft í nógu að snúast í tónlistinni upp á síðkastið. Unnar er fæddur og uppalinn hér í Eyjum, og býr hér ásamt eiginkonu sinni Sigríði Unni Lúðvíksdóttur og þremur börnum. Unnar hefur ávallt verið mikill listamaður og einskorðast listin ekki einungis við tónlistina, en samhliða […]
Vertíðarfiskurinn ekki kominn á hefðbundnar slóðir

Vestmannaey VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Aflinn var mjög blandaður; þorskur, ýsa, ufsi og rauðspretta. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar að vertíðarfiskurinn sé ekki enn kominn á hefðbundin vertíðarmið. „Við hófum veiðar í túrnum á Planinu vestan við Eyjar en færðum okkur síðan á Landsuðurhraunið í Háfadýpinu. Á […]
Stórskipakantur í Vestmannaeyjahöfn

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs var tekin fyrir skýrsla sem Vegagerðin hefur unnið fyrir ráðið um hvar mögulegt er að byggja upp stórskipakant í Vestmannaeyjahöfn með tilliti til frátafa og kostnaðar, segir í grein frá Dóru Björk Gunnarsdóttur, hafnarstjóra á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar fer hún yfir mat á frátöfum og kostnaði við stórskipakant í […]
Iða Brá er í hópi öflugs Eyjafólks í Arion banka

Iða Brá Benediktsdóttir er ein margra kvenna sem tóku sín fyrstu skref í atvinnulífinu hjá Magga á Kletti í Vestmannaeyjum. Var síðar gjaldkeri í Sparisjóði Vestmannaeyja með skóla. Þar var faðir hennar, Benedikt Ragnarsson við stjórnvölinn. Ekki slæmt veganesti og í dag er hún aðstoðarbankastjóri Arion banka og framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs. Með henni í bankanum er […]
TM hefur þjónustað Eyjamenn frá upphafi

Bátaábyrgðarfélag Vestmannaeyja var stofnað árið 1862. Tók félagið við umboði Tryggingamiðstöðvarinnar, seinna TM þegar hún var stofnuð í desember 1956. Félögin sameinast árið 1994 og Bátaábyrgðarfélagið lagt niður. „Jóhann Friðfinnsson var umboðsmaður fyrir bæði Bátaábyrgðarfélagið og TM og tók Guðbjörg Karlsdóttir við af honum. Á þessum árum hafa ekki verið margir starfsmenn en þeir eiga […]
Vilja hefja rannsóknir á jarðlögum og hafsbotni milli lands og Eyja

Í dag var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að hefja rannsóknir á jarðlögum og hafsbotni á fyrirhugaðri gangaleið milli lands og Vestmannaeyja. Flutningsmenn tillögunnar eru Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Þar segir að Alþingi álykti að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta vinna þrepaskipta rannsókn á jarðlögum […]