Safnað fyrir Bergið Headspace í Krónunni

Krónan mun standa fyrir söfnun fyrir stuðnings- og ráðgjafasetrið Bergið Headspace í verslunum sínum um allt land á morgun og á fimmtudaginn, dagana 28. og 29. maí. Þá býðst viðskiptavinum að gefa 500 krónur eða meira á sjálfsafgreiðslukössum og í Skannað og skundað í lokaskrefi afgreiðslu. Upphæðin rennur óskert til Bergsins sem veitir ungmennum á […]

„Þetta var stutt og laggott”

220223 La Cr

Ísfisktogarinn Vestmannaey VE landaði fullfermi í heimahöfn í Vestmannaeyjum í gær. Birgir Þór Sverrisson skipstjóri segir í samtali við vefsíðu Síldarvinnslunnar að túrinn hefði gengið vel. „Þetta var stutt og laggott. Fínasta veður og ágætis veiði. Við byrjuðum á Péturseynni og tókum þar þrjú eða fjögur hol. Síðan færðum við okkur á Ingólfshöfðann og þar […]

Mörgum spurningum ósvarað

Eftirfarandi grein birti Gylfi Viðar Guðmundsson, fyrrverandi skipstjóri Hugins VE á Fésbókarsíðu sinni. 𝐕𝐞𝐠𝐧𝐚 𝐬𝐤ý𝐫𝐬𝐥𝐮 𝐑𝐍𝐒𝐀 𝐨𝐠 𝐟𝐫é𝐭𝐭𝐚𝐫 𝐟𝐫á 𝐕𝐒𝐕 Nú liggur fyrir skýrsla rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) um mál er ankeri Hugins VE55 festist í innsiglingunni í Vestmannaeyjahöfn 17.nóvember 2023. Þar sem Vinnslustöðin brást þegar í stað við með frétt til að svara niðurstöðum þeirrar […]

Fjórir frá ÍBV í HM-hópi Einars og Halldórs

Eyja_3L2A7741

Einar Andri Einarsson og Halldór Jóhann Sigfússon, landsliðsþjálfarar U-21 karla hjá HSÍ, hafa valið lokahóp sinn fyrir komandi Heimsmeistaramót sem fram fer í Póllandi 18.-29. júní nk. Þjálfararnir völdu m.a. fjóra úr leikmannahópi ÍBV í verkefnið. Það eru þeir Elís Þór Aðalsteinsson, Elmar Erlingsson, Hinrik Hugi Heiðarsson og Ívar Bessi Viðarsson. Þeir verða í 16 […]

Sumarlesturinn hafinn á Bókasafni Vestmannaeyja

Sumarlestur bókasafnsins hófst formlega síðastliðinn laugardag með heimsókn Gunnars Helgasonar rithöfunds. Gunnar mætti og spjallaði við börn og fullorðna um starf sitt sem rithöfundur, ásamt því að kynna nýjustu bók sína sem er ekki enn komin með titil. Tilgangur sumarlestursins er fyrst og fremst að hvetja börn til að halda áfram að lesa yfir sumarmánuðina, […]

Hvað tekur við eftir að Hressó skellir í lás?

Nú fer senn að líða að lokun líkamsræktarstöðvarinnar Hressó sem staðsett er á Strandvegi 65 og í íþróttahúsinu. Hressó (Strandvegi) mun skella í lás þann 31. maí og litla Hressó (íþróttamiðstöðinni) þann 30. maí. Í kjölfar þessarar fregna á sínum tíma ákvað Vestmannaeyjabær að auglýsa eftir umsóknum um rekstur nýrrar heilsuræktar ásamt uppbyggingu nýrrar heilsuræktar. Tvær umsóknir bárust um verkefnið, annars […]

Vel heppnað herrakvöld – myndir

Knattspyrnudeild ÍBV hélt herrakvöld í Reykjavík á föstudaginn sl.. Sérstakur heiðursgestur var Ásgeir Sigurvinsson. Var honum þakkað sérstaklega fyrir hans framlag til íslenskar knattspyrnu í tilefni að 70 ára afmæli hans þann 8. maí sl.. Veislustjóri var Martin Eyjólfsson og ræðumenn voru þeir Einar Kárason rithöfundur, Halldór Einarsson oftast kenndur við Henson og Ingólfur Hannesson […]

Á­hrif breytinga á veiði­gjaldi – stað­reyndir og á­hrif nýs frum­varps

F3cea2d0 Bf35 45bf 8283 8afebe297627 Narfi

Á undanförnum árum hefur sífellt verið reynt að þrýsta á um hækkun veiðigjalda með rangfærslum og ósönnum fullyrðingum. Nú liggur fyrir frumvarp sem felur í sér stórfellda hækkun á veiðigjöldum og byggir á fullkomlega óraunhæfum forsendum. Útvegsbændafélag Vestmannaeyja fundaði nýverið með þingmönnum Suðurkjördæmis. Þar útskýrðum við annars vegar ranga útreikninga sem liggja að baki frumvarpinu […]

Toppliðið heimsækir botnliðið

Eyja 3L2A2347

Í kvöld hefst 5. umferð Lengjudeildar kvenna þegar ÍBV heimsækir Aftureldingu í Mosfellsbæ. Eyjaliðið farið vel af stað í sumar og unnið þrjá af fjórum leikjum í deildinni. Töpuðu þeim fyrsta en síðan þá hefur liðið verið á flugi. Afturelding er hins vegar án stiga í neðsta sæti deildarinnar. Flautað er til leiks klukkan 18.00 […]

Tilkynning frá Kirkjugarði Vestmannaeyja

kross_kirkjug

Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur nýlega skapast á samskiptamiðlum um ástand Kirkjugarðsins tel ég nauðsynlegt að árétta eftirfarandi. Vorið og sumarbyrjun hafa verið óvanalega hlý og sprettan eftir því. Það starfsfólk sem mun annast sláttinn þetta sumarið verður ekki við vinnu fyrr en að grunnskóla loknum í byrjun júní og því hefur sláttur ekki […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.