Ísfólkið hélt árshátíð í Gdansk

Starfsmannafélag Ísfélagsins, eða Ísfólkið eins og þau kalla sig, lögðu land undir fót á dögunum og héldu upp á árshátíð félagsins í Gdansk í Póllandi. Ferðin fór fram dagana 15.–18. maí og var árshátíðin sjálf haldin á laugardeginum, 17. maí. Vel var mætt, en alls voru 109 manns með mökum. Veislustjóri hátíðarinnar var enginn annar […]

ÍBV á toppinn eftir stórsigur á KR

Eyja 3L2A2347

Heil umferð fór fram í gær í Lengjudeild kvenna. Í Eyjum mættust tvö efstu liðin. KR var fyrir leikinn á toppi deildarinnar með 7 stig en ÍBV var með 6 stig. ÍBV tók forystuna á 42. mínútu er Allison Grace Lowrey skoraði. ÍBV tvöfaldaði svo forystuna skömmu fyrir leikhlé með marki Allison Grace Lowrey. Allison […]

Útisvæði sundlaugarinnar opnar á morgun

Útisvæði sundlaugarinnar mun opna á morgun, fimmtudaginn 23. maí, eftir lokun síðustu vikna vegna framkvæmda. Þó er ekki allt klárt, en viðgerðir eru langt komnar. Eitthvað er í að trampólín rennibautin muni opna, en unnið er að viðgerð á dúknum og vonast er til að rennibrautin verði tekin í notkun á næstu vikum. Þetta kom […]

Á ferðalagi um eyjuna

Í dag förum við á ferðalag um Heimaey með Halldóri B. Halldórssyni. Hann sýnir okkur m.a. fjöldann allan af framkvæmdum hingað og þangað um bæinn. Sjón er sögu ríkari! (meira…)

Óskýrir skilmálar felldu Kubb 

Bæjaryfirvöld samþykktu í október í fyrra tilboð Terra vegna sorphirðu og sorpförgunar. Tvö önnur tilboð höfðu borist, annað frá Íslenska Gámafélaginu, og hitt frá Kubb sem dæmt hafði verið ógilt. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta voru skilmálar í útboðsgögnum óskýrir. Mjög óskýrt var hvort sveitarfélagið myndi búa til eigin verðskrá sem nota ætti gagnvart sorpi sem íbúar […]

Selja Líknarmerkið í dag

Á hverju ári fer Kvenfélagið Líkn af stað að selja merkið félagsins við búðir í Vestmannaeyjum sem fjáröflun fyrir tækjum sem eru gefin á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Í dag fimmtudaginn 22. maí fer sú sala fram við Bónus og Krónuna. Í tilkynningu frá Líkn er óskað eftir stuðningi bæjarbúa með því að kaupa merki. […]

Hlýtur að draga kröfurnar til baka

Ellidaey_bjarnarey_lagf_20200914_184854

Þjóðlendukröfur íslenska ríkisins voru til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs Vestmannaeyja. Óbyggðanefnd hefur komist að þeirri almennu niðurstöðu að eyjar og sker sem liggja nær en 2 km. frá landi, þ.e. jörð eða heimaeyju, væru eignarland eins og annað land jarðarinnar. Var um þessa niðurstöðu m.a. vísað í 2. kafla Rekabálks Jónsbókar. Kröfum fjármálaráðherra um […]

Tvö efstu liðin mætast í Eyjum

Eyja 3L2A1461

Heil umferð fer fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. Í Eyjum verður sannkallaður toppslagur þegar tvö efstu liðin mætast. KR er á toppnum með 7 stig þegar þrjár umferðir hafa verið leiknar. ÍBV er í öðru sæti með 6 stig, jafn mörg stig og HK og Fylkir en Eyjaliðið er með betri markatölu. Leikurinn í […]

Málið reynst þungbær reynsla fyrir marga

vsv_2016-6.jpg

Í dag var greint frá niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa (RNSA) vegna óhapps sem varð í innsiglingunni til Vestmannaeyja þann 17. nóvember 2023 þegar akkeri Hugins VE-55 festist í Vestmannaeyjahöfn og olli skemmdum á neysluvatnslögn og ljósleiðara sem liggja þvert yfir innsiglinguna. Í tilkynningu á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar, móðurfélags Hugins ehf. er niðustaða nefndarinnar rakin og farið yfir […]

Telja frágang akkerisbúnaðar hafi verið ábótavant

huginn_v

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) opinberaði í dag skýrslu vegna óhapps sem varð í innsiglingunni í Eyjum þegar akkeri Hugins VE festist í neysluvatnslögn sem liggur á hafsbotni þvert yfir innsiglinguna. Atvikið átti sér stað í nóvember 2023 og urðu skemmdir á vatnslögninni. Í niðurstöðum nefndarinnar segir að ástæða þess að akkeri skipsins hafi fest í innsiglingunni […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.