Myndir frá tónleikum Eyglóar Scheving

Á laugardagskvöldið hélt Eygló Scheving notalega tónleika í Stafkirkjunni í Vestmannaeyjum. Eygló, sem er frá Eyjum, fléttaði saman klassískum eyjalögum, frumsaminni tónlist, tónheilun og möntrusöng á fallegan hátt. Kertaljós, jurtate, söngur og mildir tólar fylltu kirkjuna og mynduðu hlýja og friðsæla stemningu. Myndir frá tónleikunum fylgja hér að neðan. (meira…)
Tók tíu ár að fá alþjóðlega vottun sem fjallaleiðsögumaður

Eyjamaðurinn, Bjartur Týr Ólafsson er einn fjögurra Íslendinga sem geta titlað sig sem alþjóðlega fjallaleiðsögumenn eftir að hafa lokið námi við sænskan skóla í vor. Hann er búsettur stærsta hluta ársins í Chamonix í frönsku ölpunum, beint undir Mont Blanc. Frá þessu segir á mbl.is í dag og sagt að strangar kröfur séu gerðar til þeirra sem ná þessum áfanga. „Alls tók […]
Fræðsluráð leggur til útboð á skólamáltíðum

Fræðsluráð Vestmannaeyja hefur samþykkt tillögu framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um að fara í formlegt útboð á skólamáltíðaþjónustu fyrir leik- og grunnskóla bæjarins. Sami aðili hefur séð um heitar skólamáltíðir í Eyjum frá árinu 2008, en talið er að forsendur hafi breyst og tímabært að endurmeta fyrirkomulagið. Á fundi fræðsluráðs fór framkvæmdastjórinn yfir stöðu mála. Kom […]
Birgitta Haukdal las upp úr nýju Láru bókinni sinni

Sannkölluð jólastemning var á Bókasafni Vestmannaeyja í dag þegar hátíðardagskrá safnsins hófst. Fjöldi barna og fjölskyldna lagði leið sína á safnið þar sem Birgitta Haukdal las upp úr nýjustu Láru bók sinni. Heimsóknin vakti mikla lukku og var salurinn fullur af krökkum sem fylgdust vel með og tóku virkan þátt. Einnig var Jólasveinaklúbbur bókasafnsins kynntur […]
Lóðum við Miðgerði og Helgafellsbraut úthlutað

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur úthlutað lóðum við Helgafellsbraut 22–26 og Miðgerði 1–11 að loknum útdrætti úr hópi umsækjenda. Umsóknarfrestur rann út 13. nóvember síðastliðinn og bárust nokkrar umsóknir um hverja lóð. Samkvæmt vinnureglum Vestmannaeyjabæjar um úthlutun byggingarlóða hafa einstaklingar forgang að einbýlis-, par- og tvíbýlislóðum. Fyrirtæki falla því út úr útdrætti fyrir þær lóðir […]
Breytingin liður í því að bæta þjónustu við íbúa

Breytingar eru framundan hjá World Class í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Frá og með mánudeginum næstkomandi verður opnað klukkan 06:15 á morgnana og jafnframt hefjast framkvæmdir við verulega stækkun á núverandi æfingasal. Frá og með mánudeginum 24. nóvember mun World Class opna kl. 06:15. Breytingin er liður í því að bæta þjónustu við íbúa og koma enn […]
Vel heppnað jólapartý og tískusýning Flamingo

Tískuvöruverslunin Flamingo stóð fyrir skemmtilegu jólakvöldi í gær þar sem boðið var upp á veitingar afslætti og tískusýningu. Kynntar voru nýjustu jólavörurnar og var góð stemning í húsinu. Myndasyrpu frá tískusýningunni og kvöldinu má sjá hér fyrir neðan. (meira…)
Jólapartý í Flamingo

Tískuvöruverslunin Flamingo verður með sérstaka kvöldopnun í kvöld, fimmtudag, frá klukkan 18:30 til 21. Í tilefni kvöldsins verður boðið upp á tískusýningu þar sem kynntar verða helstu nýjungar í versluninni. Gestir og gangandi geta einnig gert góð kaup en 30% afsláttur verður af öllum vörum meðan á viðburðinum stendur. Að auki verða léttar veitingar og […]
Lögreglan í Eyjum rannsakar mál tengt svokölluðum „764“ hópi

Barnaverndarþjónusta Vestmannaeyja og lögreglan í Vestmannaeyjum sendu í dag frá sér aðvörun til foreldra vegna starfsemi svokallaðra „764“ ofbeldishópa. Tilefnið er mál sem kom nýverið upp í Eyjum þar sem ungmenni var með efni tengt hópnum í síma sínum. Í tilkynningunni segir að hóparnir nýti börn í annarlegum tilgangi, meðal annars til að hvetja þau […]
Ræddu stór hagsmunamál við innviðaráðherra

Fulltrúar bæjarráðs Vestmannaeyja funduðu með Eyjólfi Ármannssyni, innviðaráðherra, í ráðuneytinu þann 6. nóvember síðastliðinn. Á fundinum var farið yfir helstu hagsmunamál Vestmannaeyja, þar á meðal fyrirhugaða lagningu nýrrar vatnslagnar, stöðu Landeyjahafnar, hafnarmál og framhald rannsókna á mögulegum jarðgöngum milli lands og Eyja. Kalla eftir fullri fjármögnun nýrrar almannavarnarlagnar Bæjarráð upplýsti ráðherra um stöðu mála varðandi […]