Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa

Ekki löngu eftir upphaf Surtseyjargossins 14. nóvember 1963, tæplega áratug fyrir upphaf Heimaeyjargossins 1973, var gerð áætlun um rýmingu Heimaeyjar, að því er Víðir Reynisson, alþingismaður og fyrrum deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, greindi frá í goskaffi Átvr, Átthagafélags Vestmannaeyinga Reykjavík, í dag. Víðir rakst á gömul skjöl um þessa rýmingaráætlun þegar hann starfaði hjá Almannavörnum. Þar […]

Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut á dögunum Fréttapýramídann 2026 fyrir framlag til menntamála í Vestmannaeyjum. Menntun er ein mikilvægasta fjárfesting sem samfélag getur lagt í. Hún snýst ekki aðeins um námskrár og próf, heldur um að byggja upp hæfni, sjálfstraust og framtíð – bæði einstaklinga og samfélagsins alls. Á síðasta ári hlaut skólinn Íslensku menntaverðlaunin 2025 […]

Handverksmenn sýna í Einarsstofu

Í dag er sýning á verkum fjögurra handverksmanna í Einarsstofu í Safnahúsi. Fjölbreytt sýning og skemmtileg og þar er hægt kaupa fallega hluti. Þeir eru Kristmann Kristmannsson múrarameistari, séra Viðar Stefánsson prestur Landakirkju, Daníel Örn Virknir Jóhannesson gullsmiður og Viktor Þór Reynisson. Daníel Örn og Viktor Þór eru báðir fæddir og uppaldir í Vestmannaeyjum og fluttir […]

Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar

Fréttapýramídar Eyjafrétta voru afhentir nýverið við hátíðlega athöfn. Með viðurkenningunum heiðra Eyjafréttir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir í Vestmannaeyjum sem hafa lagt samfélaginu mikilvægt og eftirtektarvert lið á sínu sviði. Laxey var valið fyrirtæki ársins. Á örfáum árum hefur Laxey farið frá hugmynd að fullburða rekstri. Samstarf Daða Pálssonar og Hallgríms Steinssonar, sem hófst með óformlegu […]

Stórskipakantur mikilvægur í mögulegri fóðurframleiðslu

höfn_yfir_0324_hbh_fb

Athuganir standa nú yfir á því hvort Vestmannaeyjahöfn geti orðið ein af lykilhöfnum landsins fyrir uppbyggingu fóðurframleiðslu fyrir fiskeldi. Málið var tekið fyrir á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja, þar sem farið var yfir stöðu vinnu sem tengist mögulegri uppbyggingu stórskipakants í höfninni. Hafnarstjóri og framkvæmdastjóri sviðsins hafa verið í samskiptum við Mar Advisors, […]

Í dag eru 53 ár frá upphafi Heimaeyjargossins

„Það voru bjartsýnir Eyjamenn sem horfðu fram á veginn við áramót 1972 til 1973. Sjórinn hafði þá verið gjafmildur og einnig kaupendur fisksins. Í nýrri og enn stærri landhelgi, þá nýstækkaðri úr 12 sjómílum í 50, höfðu Vestmanneyingar veitt vel. Árið 1972 áttu Vestmanneyingar 8,4% af útflutningsverðmæti landsmanna. Nóg atvinna var í plássinu og íbúarnir aldrei verið fleiri, eða […]

Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár

Tónlistarmaðurinn Sigurður Guðmundsson er annar þeirra tónlistamanna sem búið er að tilkynna að komi fram á Hljómey í ár. Sigurður er þekktur fyrir hlýjan hljóm, sterka texta og lög sem hafa fest sig rækilega í sessi hjá hlustendum víða um land. Sigurður er meðlimur hljómsveitanna Hjálmars, Baggalúts og GÓSS og hefur að auki gefið út […]

Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli

Rúmlega 30 manns mættu á kynningarfund sem Eyjagöng ehf. stóð fyrir á Hvolsvelli í gærkvöld, þrátt fyrir að íslenska karlalandsliðið í handbolta ætti leik á Evrópumótinu á sama tíma. Fundurinn þótti ótrúlega vel sóttur í ljósi þeirrar samkeppni. Kynningin var í megindráttum sambærileg þeirri sem haldin var í Vestmannaeyjum fyrr í mánuðinum, þar sem yfir […]

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu

Margrét Lára Viðarsdóttir hlýtur Fréttapýramídann í ár fyrir framlag sitt til íþrótta. Margrét Lára er ein allra besta fótboltakona sem Ísland hefur alið og á að baki ákaflega glæsilegan feril, bæði hér á landi og erlendis. Hún er réttnefnd drottning íslenskrar knattspyrnu,“ sagði Ómar Garðarsson, ritstjóri Eyjafrétta, þegar hann afhenti Margréti Láru viðurkenninguna. Margrét Lára […]

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál

ithrottam

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur farið yfir drög að útboðsauglýsingu og valforsendum vegna uppbyggingar og reksturs heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Í kjölfarið var samþykkt að klára vinnu við útboðsgögn og auglýsa verkefnið á ný. Úrskurður kærunefndar útboðsmála Þann 17. desember sl. kvað kærunefnd útboðsmála upp úrskurð í kærumáli sem varð til í kjölfar útboðs Vestmannaeyjabæjar vegna uppbyggingar […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.