Ræddu stór hagsmunamál við innviðaráðherra

Fulltrúar bæjarráðs Vestmannaeyja funduðu með Eyjólfi Ármannssyni, innviðaráðherra, í ráðuneytinu þann 6. nóvember síðastliðinn. Á fundinum var farið yfir helstu hagsmunamál Vestmannaeyja, þar á meðal fyrirhugaða lagningu nýrrar vatnslagnar, stöðu Landeyjahafnar, hafnarmál og framhald rannsókna á mögulegum jarðgöngum milli lands og Eyja. Kalla eftir fullri fjármögnun nýrrar almannavarnarlagnar Bæjarráð upplýsti ráðherra um stöðu mála varðandi […]

Eyjamaður í 2. sæti í fernuflugi MS

Gabríel Leví Hermanns Oberman, nemandi í 10. bekk við Grunnskóla Vestmannaeyja, hlaut annað sætið í ljóðakeppni Mjólkursamsölunnar, Fernufluginu 2025, fyrir ljóð sitt „Hvað er að vera ég?“ þar sem hann setur sig í spor moldvörpunnar. Keppnin, sem er ætluð nemendum í 8.–10. bekk, vekur ár hvert mikla athygli fyrir frumlega og hugmyndaríka texta ungra höfunda […]

Myndband dagsins: Uppbygging Laxeyjar í Viðlagafjöru

default

Í dag beinum við sjónum að uppbyggingu Laxeyjar í Viðlagafjöru og birtum hér myndband sem sýnir stöðuna í fjörunni í dag. Myndbandið er unnið af Halldóri B. Halldórssyni, sem hefur fylgt framkvæmdinni eftir og fangað mikilvæg augnablik vinnunnar. Uppbyggingin hefur vakið mikla athygli í samfélaginu, en í síðustu viku náðist stór áfangi þegar slátrun á […]

11.11 tilboðsdagurinn er í dag

Dagur einhleypra eða ,,singles day“ er í dag 11. nóvember. Dagurinn hefur á síðustu árum orðinn aftar vinsæll og er orðinn einn stærsti netverslunardagur ársins á heimsvísu. Dagurinn á uppruna sinn í Kína þar sem hann byrjaði sem skemmtilegur dagur fyrir einhleypa, en hefur á síðustu árum breyst í stóran afsláttardag hjá mörgum verslunum víða […]

Sögur, hlýja og hlátur með Óla Gränz

Óli Gränz

Það var mikið hlegið í gær í Eldheimum þegar Óli Gränz kynnti nýútkomna endurminningabók sína á frestaðri dagskrá Safnahelgar. Fjölmenni lagði leið sína til að hlýða á þennan ástsæla Eyjamann segja frá lífshlaupi sínu af einlægni, gleði og hreinskilni, eins og honum einum er lagið. Bókin „Óli Gränz“ hefur að geyma endurminningar Carls Ólafs Gränz, […]

Litla skvísubúðin 15 ára

Litla skvísubúðin fagnar nú 15 ára afmæli og blés til veislu á dögunum til að fagna þeim áfanga. Verslunin opnaði í nóvember 2010, þegar Sigrún eigandi verslunarinnar ákvað að prófa sig áfram með litla búð í kjallaranum heima. Aðspurð hvernig hugmyndin hafi kviknað segir hún það hafa verið í flugvél á leiðinni til New York. […]

Frændurnir og meistarakokkarnir í hópi þeirra bestu

„Þar sem maðurinn minn er óhóflega hlédrægur og sér enga ástæðu til þess að monta sig af einu eða neinu finnst mér ég algjörlega tilneydd til þess að deila þessum pósti. Í kvöld var viðburður þar sem útgáfu bókarinnar, 25 Best Chefs – Iceland var fagnað með einstökum kvöldverðarviðburði á Vox Brasserie, þar sem sjónum er beint að fremstu matreiðslumönnum landsins,“ […]

Kósí stemning í miðbænum í gær

Notaleg stemning var í miðbænum í gærkvöldi þegar þrjár verslanir, Póley, Sjampó og Litla skvísubúðin, buðu viðskiptavinum í kvöldopnun. Boðið var upp á ýmis tilboð og kynningar ásamt léttum veitingum. Litla skvísubúðin fagnaði 15 ára afmæli sínu og var með flotta tískusýningu sem vakti mikla athygli. Sjampó var með kynningu á Sebastian hárvörum og var […]

Okkar verk að skapa nýja möguleika og tækifæri

Hordur Bald Opf DSC 2911

Þekkingarsetur Vestmannaeyja hefur vakið athygli vítt um land fyrir áhugaverð verkefni sem það hefur komið í framkvæmd. Má þar m.a. nefna yfirgripsmiklar rannsóknir og veiðar á rauðátu og möguleikum á vinnslu hennar. Veiðar á bolfiski í gildrur sem önnur þekkingarsetur hafa sýnt áhuga á. Loks er það kafbátaverkefnið, samstarfsverkefni Bresku haffræðistofnunarinnar og Þekkingarsetursins. Hörður Baldvinsson er […]

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlýtur Íslensku menntaverðlaunin 2025

FIV IMG 6086

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025 í flokki iðn- og verkmenntunar við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir nemendur, kennara og allt samfélagið í Eyjum,“ segir Helga Kristín Kolbeins, skólameistari FÍV. „Við erum afar stolt af því starfi sem hér fer fram og þakklát fyrir þann mikla stuðning sem […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.