Stjörnuleikurinn: Spenna og gleði – myndir

Stjörnuleikur 2025 stóð fyllilega undir nafni og bauð upp á skemmtun eins og stjörnuleikir eiga að gera. Liðin skipuðust okkar besta fólki og því var leikurinn afar jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þrátt fyrir mikla baráttu, nokkur gul spjöld og eitt rautt, ríkti íþróttamannsleg stemning á vellinum. Leiknum lauk með jafntefli, […]

Jólablað Eyjafrétta: Fullt af mannlífi og samfélagsumræðu

Nýtt og veglegt jólablað Eyjafrétta kemur út í dag og að vanda er blaðið fjölbreytt og efnismikið, með áherslu á samfélagsmál, menntun, menningu, mannlegar sögur og jólahátíðina í Vestmannaeyjum. Blaðið er eins og áður segir mjög efnismikið og telur alls 56 blaðsíður. Í blaðinu er m.a. fjallað um nýja samgönguáætlun innviðaráðherra fyrir árin 2026–2030, þar […]

Hátíðarstemning í miðbænum

Mikil hátíðarstemning ríkti í miðbænum í kvöld þar sem margt var um að vera og verslanir með lengri opnun. Karlakór Vestmannaeyja var á ferðinni og söng á nokkrum stöðum í bænum, gestum og gangandi til mikillar gleði. Kórinn hóf söng sinn í Vöruhúsinu, svo fyrir utan Miðstöðina og næst í Sölku, HeimaRaf og Einsa kalda. […]

Arndís Atladóttir með íslenska þýðingu á jólalagi

Brottflutta Eyjakonan Arndís Atladóttir lauk nýverið við að þýða fallega jólalagið Home for Christmas yfir á íslensku. Þýðing hennar var skrifuð með Vestmannaeyjar í huga og fjallar um þá tilfinningu sem margir kannast við þegar komið er heim yfir jólin. Lagið er upphaflega eftir norsku söngkonuna og lagahöfundinn Maríu Mena og var samið fyrir Netflix-seríuna […]

Bókasafnið í íþróttahúsið – hvað felst í áformunum?

Í umræðu um þriggja ára fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar hefur vakið athygli áform um að færa bókasafn bæjarins í íþróttahúsið. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, segir hugmyndina vera hluta af langtímafjárfestingaáætlun bæjarins og unnið hafi verið að henni í þverpólitískum hópi á vegum bæjarráðs. „Þetta er hluti af vinnu vegna fjárfestinga næstu ára og þess vegna er verkefnið inni […]

„Göngin eru engin geimvísindi“

Thor Engla 20251121 103431

Hugmyndin um jarðgöng milli lands og Vestmannaeyja hefur oft verið afgreidd sem djörf draumsýn, en fyrir Þór Engilbertsson, stjórnarmann í Ægisdyrum blasir allt önnur mynd við. Að hans sögn hafa frumrannsóknir, jarðfræðigögn og kostnaðarforsendur legið fyrir í rúmlega tvo áratugi og sýnt að jarðgöng séu bæði tæknilega framkvæmanleg og þjóðhagslega hagkvæmt. Reynslan af Landeyjahöfn – stöðugur […]

Kynjahalli mestur í Eyjum

Ný tölfræði mennta- og barnamálaráðuneytisins og ÍSÍ sýnir að Vestmannaeyjar skera sig úr þegar litið er til kynjahlutfalla í íþróttastarfi. Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) er það íþróttahérað á landinu sem er með lægsta hlutfall kvenna meðal iðkenda árið 2024. Samkvæmt samantekt ársins í fyrra eru 64,6% iðkenda hjá ÍBV karlar en 35,4% konur. Heildariðkendur eru 2.219. […]

Andri bar sigur úr býtum í Jólalagakeppni Rásar 2

Tónlistarmaðurinn og eyjamaðurinn Andri Eyvinds bar sigur úr býtum í Jólalagakeppni Rásar 2 í ár með laginu Bakvið ljósin. Lagið, sem hann samdi sjálfur, fangar þá tilfinningu að hátíðarnar séu ekki endilega léttar fyrir alla, þvert á móti geti þessi tími ýft upp erfiðar tilfinningar hjá mörgum. Andri fékk verðlaunin afhent í Popplandi á Rás […]

Raforkuverð gæti þrefaldast hjá Herjólfi

HS Veitur hafa tilkynnt Herjólfi ohf. að Landsnet hyggist færa félagið af taxta fyrir ótrygga orku yfir á forgangstaxta, þar sem tveir rafstrengir til Vestmannaeyja eru nú komnir í gagnið. Slík breyting myndi þýða verulega hækkun á raforkuverði fyrir rekstur ferjunnar; úr 4,49 krónum á kWst í 16,13 krónur á kWst. Í fundargerð stjórnar Herjólfs […]

Hver er staða hitaveitusjóðsins?

Í framhaldi af greinaskrifum hér á Eyjafréttum sem m.a. vörðuðu stöðu fjármála Vestmannaeyjabæjar höfum við hjá Eyjafréttum ákveðið að taka saman peningalegar eignir bæjarins og rifja upp söluna á um 7% hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja árið 2006.  Bærinn var mjög skuldsettur 2006  Samkvæmt ársreikningi árið 2006 átti bærinn einungis 120 milljónir kr í handbært fé og skuldaði 1.500 milljónir ásamt því að leigja töluvert af […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.