Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur farið yfir drög að útboðsauglýsingu og valforsendum vegna uppbyggingar og reksturs heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Í kjölfarið var samþykkt að klára vinnu við útboðsgögn og auglýsa verkefnið á ný. Úrskurður kærunefndar útboðsmála Þann 17. desember sl. kvað kærunefnd útboðsmála upp úrskurð í kærumáli sem varð til í kjölfar útboðs Vestmannaeyjabæjar vegna uppbyggingar […]
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans

Á síðustu misserum hefur færst í vöxt að fólk stundi slökun, hugleiðslu og núvitund, sem og aðrar leiðir til að hlúa að andlegri og líkamlegri vellíðan. Kristín Ósk Óskarsdóttir er ein þeirra sem leggur mikla áherslu á hugleiðslu og hefur vakið athygli fyrir gong slökunartíma sína, þar sem hún sameinar tónheilun, reikiheilun og djúpa slökun […]
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár

Fréttapýramídarnir voru afhentir í dag fyrir nýliðið ár við hátíðlega athöfn. Með viðurkenningunum heiðra Eyjafréttir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir í Vestmannaeyjum sem hafa lagt samfélaginu mikilvægt og eftirtektarvert lið á sínu sviði. Framlag til íþrótta Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona, hlaut Fréttapýramídann 2026 fyrir framlag sitt til íþrótta. Margrét Lára hefur markað djúp spor í íslenska […]
Mikill áhugi á Eyjagöngum

Opinn kynningarfundur Eyjaganga ehf. var haldinn í Höllinni í gærkvöldi og var fundurinn vel sóttur. Þar kynnti stjórn félagsins stöðu verkefnisins, fyrirhugaðar jarðrannsóknir og næstu skref. Fundinum lauk með fyrirspurnum úr sal og var ljóst af umræðunum að mikill áhugi er meðal Eyjamanna á verkefninu. Staða verkefnisins og tímalína kynnt Stjórn Eyjaganga ehf. fór yfir […]
„Rannsóknirnar eru lykilþáttur í næsta fasa verkefnisins“

Á morgun, fimmtudag kl. 20.00, heldur félagið Eyjagöng ehf. opinn kynningarfund í Höllinni. Þar verða kynnt næstu skref í verkefninu og staða jarðrannsókna sem nú eru í undirbúningi. Haraldur Pálsson, framkvæmdastjóri Eyjaganga ehf., segir – í samtali við Eyjafréttir – áherslu lagða á gagnsæi, traust og virkt samtal við Eyjamenn. Mikilvæg skref fram á við […]
Aðalskipulagsbreyting á Skanshöfða staðfest

Skipulagsstofnun hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi Vestmannaeyjar fyrir Skanshöfða. Með staðfestingunni er mikilvægt skref stigið í átt að fyrirhugaðri uppbyggingu hótels, baðlóns og veitingastaðar á höfðanum. Hótel, baðlón og veitingastaður Skanshöfði er staðsettur í hraunjaðri sem myndaðist í Heimaeyjargosinu árið 1973 og liggur við Skansinn. Svæðið er vinsæll áningarstaður, enda er þaðan víðáttumikið útsýni yfir […]
Páll Óskar kemur fram á Hljómey 2026

Skipuleggjendur Hljómeyjar tilkynntu í gær fyrsta listamann hátíðarinnar 2026 og er það enginn annar en poppstjarna Íslands, Páll Óskar Hjálmtýsson. Páll Óskar mun stíga á svið á Hljómey þann 24. apríl næstkomandi og lofar góðu stuði. Í tilkynningu frá Hljómey kemur fram að mikil tilhlökkun sé fyrir hátíðinni og að Páll Óskar sé sannkölluð hittaramaskína […]
Inga Sæland sér ljósið í Neistanum í Vestmannaeyjum

Inga Sæland, sem tekur við embætti mennta- og barnamálaráðherra í dag sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að menntakerfið hefði brugðist og vill fara finnsku leiðina og innleiða verkefnið Kveikjum neistann, sem Grunnskólinn í Vestmannaeyjum hefur fylgt með frábærum árangri frá árinu 2022. Mbl.is birti frétt um viðtalið við Ingu. Sagði Inga að tæplega helmingur drengja útskrifast úr […]
Hafnarsjóður rýrnar í höndum bæjarins

Þau gjöld sem hafnarsjóður Vestmannaeyja innheimtir af notendum hafnarinnar eru eingöngu ætluð til reksturs og uppbyggingar í höfninni. Undanfarin ár hefur hafnarsjóður safnað fyrir stórum framkvæmdum með því að hafa hafnargjöld hærri en sem nemur rekstrarkostnaði. Þannig hafa útgerðir greitt hærri hafnargjöld með það að markmiði að tryggja að höfnin hafi fjármagn til að standa […]
Myndir frá tröllagleði fimleikafélgsins

Í dag stóð Fimleikafélagið Rán fyrir skemmtilegri tröllagleði í íþróttahúsinu þar sem fjölmargir krakkar lögðu leið sína til að leika sér og fá útrás. Boðið var upp á þrautabrautir, badminton og opið var í trampólín gryfjuna. Iðkendur fimleikafélagssins sáu um að aðstoða og leiðbeina. Góð stemning var í húsinu og allir gátu fundið eitthvað við […]