Kærunefnd hafnar endurupptökukröfu

Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað kröfu Lauga ehf. og Í toppformi ehf. um að afturkalla eða endurupptaka ákvörðun nefndarinnar frá 12. júní 2025 um að stöðva samningsgerð vegna uppbyggingar og reksturs heilsuræktar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í ákvörðun nefndarinnar sem kveðin var upp þann 17. nóvember sl.. Í þeirri ákvörðun staðfestir kærunefndin að stöðvun samningsgerðar […]
Allar eyjar og sker í Vestmannaeyjum staðfest eignarland bæjarins

Nú liggur fyrir skýr og endanleg niðurstaða í mikilvægu eignarhaldsmáli Vestmannaeyjabæjar. Staðfest hefur verið að allar eyjar og sker í Vestmannaeyjum, að Surtsey undanskilinni, teljist eignarlönd í skilningi 1. gr. laga nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, sbr. jafnframt a-lið 7. gr. laganna. Eyjar utan strandlína falla undir eignarland Niðurstaðan tekur jafnframt til […]
Stjörnuleikurinn: Spenna og gleði – myndir

Stjörnuleikur 2025 stóð fyllilega undir nafni og bauð upp á skemmtun eins og stjörnuleikir eiga að gera. Liðin skipuðust okkar besta fólki og því var leikurinn afar jafn og spennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þrátt fyrir mikla baráttu, nokkur gul spjöld og eitt rautt, ríkti íþróttamannsleg stemning á vellinum. Leiknum lauk með jafntefli, […]
Jólablað Eyjafrétta: Fullt af mannlífi og samfélagsumræðu

Nýtt og veglegt jólablað Eyjafrétta kemur út í dag og að vanda er blaðið fjölbreytt og efnismikið, með áherslu á samfélagsmál, menntun, menningu, mannlegar sögur og jólahátíðina í Vestmannaeyjum. Blaðið er eins og áður segir mjög efnismikið og telur alls 56 blaðsíður. Í blaðinu er m.a. fjallað um nýja samgönguáætlun innviðaráðherra fyrir árin 2026–2030, þar […]
Hátíðarstemning í miðbænum

Mikil hátíðarstemning ríkti í miðbænum í kvöld þar sem margt var um að vera og verslanir með lengri opnun. Karlakór Vestmannaeyja var á ferðinni og söng á nokkrum stöðum í bænum, gestum og gangandi til mikillar gleði. Kórinn hóf söng sinn í Vöruhúsinu, svo fyrir utan Miðstöðina og næst í Sölku, HeimaRaf og Einsa kalda. […]
Arndís Atladóttir með íslenska þýðingu á jólalagi

Brottflutta Eyjakonan Arndís Atladóttir lauk nýverið við að þýða fallega jólalagið Home for Christmas yfir á íslensku. Þýðing hennar var skrifuð með Vestmannaeyjar í huga og fjallar um þá tilfinningu sem margir kannast við þegar komið er heim yfir jólin. Lagið er upphaflega eftir norsku söngkonuna og lagahöfundinn Maríu Mena og var samið fyrir Netflix-seríuna […]
Bókasafnið í íþróttahúsið – hvað felst í áformunum?

Í umræðu um þriggja ára fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar hefur vakið athygli áform um að færa bókasafn bæjarins í íþróttahúsið. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, segir hugmyndina vera hluta af langtímafjárfestingaáætlun bæjarins og unnið hafi verið að henni í þverpólitískum hópi á vegum bæjarráðs. „Þetta er hluti af vinnu vegna fjárfestinga næstu ára og þess vegna er verkefnið inni […]
„Göngin eru engin geimvísindi“

Hugmyndin um jarðgöng milli lands og Vestmannaeyja hefur oft verið afgreidd sem djörf draumsýn, en fyrir Þór Engilbertsson, stjórnarmann í Ægisdyrum blasir allt önnur mynd við. Að hans sögn hafa frumrannsóknir, jarðfræðigögn og kostnaðarforsendur legið fyrir í rúmlega tvo áratugi og sýnt að jarðgöng séu bæði tæknilega framkvæmanleg og þjóðhagslega hagkvæmt. Reynslan af Landeyjahöfn – stöðugur […]
Kynjahalli mestur í Eyjum

Ný tölfræði mennta- og barnamálaráðuneytisins og ÍSÍ sýnir að Vestmannaeyjar skera sig úr þegar litið er til kynjahlutfalla í íþróttastarfi. Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) er það íþróttahérað á landinu sem er með lægsta hlutfall kvenna meðal iðkenda árið 2024. Samkvæmt samantekt ársins í fyrra eru 64,6% iðkenda hjá ÍBV karlar en 35,4% konur. Heildariðkendur eru 2.219. […]
Andri bar sigur úr býtum í Jólalagakeppni Rásar 2

Tónlistarmaðurinn og eyjamaðurinn Andri Eyvinds bar sigur úr býtum í Jólalagakeppni Rásar 2 í ár með laginu Bakvið ljósin. Lagið, sem hann samdi sjálfur, fangar þá tilfinningu að hátíðarnar séu ekki endilega léttar fyrir alla, þvert á móti geti þessi tími ýft upp erfiðar tilfinningar hjá mörgum. Andri fékk verðlaunin afhent í Popplandi á Rás […]