Í dag eru 75 ár frá Glitfaxaslysinu

Dagur sorgar í sögu Vestmannaeyja – Alls fórust 20 – Flestir tengdir Eyjum Þennan dag fyrir 75 árum, miðvikudaginn 31. janúar 1951 fórst flugvélin Glitfaxi í eigu Flugfélags Íslands í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Vélin var að koma frá Vestmannaeyjum og með henni fórust 20 manns, 17 farþegar og þriggja manna áhöfn. Tvær vélar í áætlunarflugi […]

Húsið of hátt – skipulagi breytt eftir á og nágrannar ósáttir

Nybygging Vesturvegi

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna breyttra hæðarskilmála við Vesturveg 6 og vísað málinu til bæjarstjórnar. Tillagan var grenndarkynnt og bárust tvær formlegar athugasemdir frá íbúum við Vesturveg 5 og Vesturveg 10, sem leggjast gegn breytingunni. Breytingin felur í sér að hámarkshæð húss á lóðinni […]

Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey

Skipuleggjendur Hljómeyjar hafa tilkynnt þriðja listamanninn sem fram kemur á hátíðinni í ár og er það tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel. Í tilkynningunni kemur einnig fram að nú séu alls 14 listamenn staðfestir á hátíðina í ár og von sé á frekari tilkynningum á næstu dögum. Kristmundur hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi um árabil og vakti […]

Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag

„Munurinn á Glacier Guys og Iceguys er að þeir hirða peninga á meðan við gefum peninga,“ segir Hanni harði, aðalsprautan í drengjabandinu Glacier Guys sem hefur vakið mikla athygli fyrir einstaka túlkun á þekktum lögum. Ekki eru myndböndin síðri en allt er tekið upp í bíl fyrirtæk isins og sá harði að sjálfsögðu undir stýri. […]

Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum

Gestum gefst aftur tækifæri til að skyggnast inn í fortíð Vestmannaeyja þegar sérstök sýning á lifandi kvikmyndum verður haldin í Sagnheimum laugardaginn 31. janúar. Þetta er annar viðburður sinnar tegundar, en sambærileg sýning fór fram 10. janúar og vakti mikla athygli. Sýningin samanstendur af kvikmyndum sem teknar voru á árunum 1924 til 1970, með megináherslu […]

Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári

Undanfarin tvö til þrjú ár hefur verið unnið að uppfærslu og endurnýjun á öllum kerfum og hugbúnaði Eyjasýnar, sem gefur út Eyjafréttir og heldur úti fréttasíðunni eyjafrettir.is. Nú er ákveðnum áfanga náð sem skilar öflugri þjónustu við áskrifendur, en í síkvikum heimi fjölmiðla og tækni má ekki sofna á verðinum. Þess vegna verður haldið áfram […]

Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa

Ekki löngu eftir upphaf Surtseyjargossins 14. nóvember 1963, tæplega áratug fyrir upphaf Heimaeyjargossins 1973, var gerð áætlun um rýmingu Heimaeyjar, að því er Víðir Reynisson, alþingismaður og fyrrum deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, greindi frá í goskaffi Átvr, Átthagafélags Vestmannaeyinga Reykjavík, í dag. Víðir rakst á gömul skjöl um þessa rýmingaráætlun þegar hann starfaði hjá Almannavörnum. Þar […]

Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut á dögunum Fréttapýramídann 2026 fyrir framlag til menntamála í Vestmannaeyjum. Menntun er ein mikilvægasta fjárfesting sem samfélag getur lagt í. Hún snýst ekki aðeins um námskrár og próf, heldur um að byggja upp hæfni, sjálfstraust og framtíð – bæði einstaklinga og samfélagsins alls. Á síðasta ári hlaut skólinn Íslensku menntaverðlaunin 2025 […]

Handverksmenn sýna í Einarsstofu

Í dag er sýning á verkum fjögurra handverksmanna í Einarsstofu í Safnahúsi. Fjölbreytt sýning og skemmtileg og þar er hægt kaupa fallega hluti. Þeir eru Kristmann Kristmannsson múrarameistari, séra Viðar Stefánsson prestur Landakirkju, Daníel Örn Virknir Jóhannesson gullsmiður og Viktor Þór Reynisson. Daníel Örn og Viktor Þór eru báðir fæddir og uppaldir í Vestmannaeyjum og fluttir […]

Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar

Fréttapýramídar Eyjafrétta voru afhentir nýverið við hátíðlega athöfn. Með viðurkenningunum heiðra Eyjafréttir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir í Vestmannaeyjum sem hafa lagt samfélaginu mikilvægt og eftirtektarvert lið á sínu sviði. Laxey var valið fyrirtæki ársins. Á örfáum árum hefur Laxey farið frá hugmynd að fullburða rekstri. Samstarf Daða Pálssonar og Hallgríms Steinssonar, sem hófst með óformlegu […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.