Rofar til í þjóðlendumálinu?

„Það er mat óbyggðanefndar að ríkið eigi ekki tilkall til þeirra eyja og skerja sem fyrir landi liggja og eru innan 2 kílómetra fjarlægðar frá fastalandinu, en slíkar eyjar og sker séu hlutar þeirra jarða sem næst liggja, svo framarlega sem staðhættir eða aðrar aðstæður mæli ekki gegn því. Þá telur óbyggðanefnd hugsanlegt að eignarréttur […]
Tíu þúsund góðgerðarsipp sr. Viðars

„Elsku vinir! Það gleður mig að segja loksins frá þessari hugmynd sem hefur verið að gerjast hjá mér síðan í janúar og er nú að verða að veruleika. Á föstudaginn langa ætla ég að sippa 10.000 sipp í safnaðarheimilinu til styrktar Krabbavörn í Eyjum, félag sem fermingarbörnin völdu til að styðja og skiptir svo miklu […]
Eyja- og skerjaendaleysa upp á 100 milljónir

Kostnaður ríkissjóðs, vegna aðkeyptrar lögfræðiþjónustu í tengslum við kröfur sem ríkið gerði um að eyjar og sker við landið yrðu þjóðlendur, nemur rúmum 96 milljónum króna á þriggja ára tímabili sem tekur til áranna 2023, 2024 og 2025. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag en þessari endaleysu, sem Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, þáverandi fjármála- […]
Rýnt í ársreikning bæjarins

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, gerði grein fyrir endurskoðuðum ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2024 í framsögu á fundi bæjarstjórnar í vikunni, en þá fór fram seinni umræða um ársreikninginn. Auk þess fór bæjarstjóri yfir helstu niðurstöður reikningsins. Engar tölulegar breytingar voru gerðar milli umræðna en textaskýringar voru yfirfarnar og lagfærðar þar sem við átti. „Íþyngjandi stóraukin skattheimta […]
Formannsskipti hjá Krabbavörn

Krabbamein. Þegar þetta orð er notað fer beygur um fólk, sérstaklega þegar það snertir ástvini. Í Vestmannaeyjum er starfandi félag sem gefur sig að þeim sem verða fyrir því að fá krabbamein. Krabbavörn hefur það hlutverk að styðja við þá einstaklinga sem greinast með krabbamein í Vestmannaeyjum og aðstandendur þeirra. Í félaginu eru yfir fimm […]
Flugslysaæfing í Eyjum – myndband og myndir

Í dag var haldin flugslysaæfing í Vestmannaeyjum. Að æfingunni stóðu Isavia og viðbragðsaðilar í Vestmannaeyjum. Slíkar æfingar eru haldnar með reglubundnum hætti á öllum flugvöllum á landinu og í ár var m.a. komið að Vestmannaeyjaflugvelli. Í gær var haldin sérstök skrifborðsæfing og síðdegis í dag var sjálf flugslysaæfingin með þátttöku allra helstu viðbragðsaðila og sjálfboðaliða […]
Sorpkostnaður muni hækka mikið

Vestmannaeyjabær samdi í október í fyrra við Terra um sorphirðu og sorpförgun í Vestmannaeyjum. Kostnaðaráætlun bæjarins nam tæpum 263 milljónum og tvö gild tilboð bárust en þriðja tilboðið, tilboð Kubbs var metið ógilt. Með nýju samningunum er verið að uppfylla reglur sem kveða á um að íbúar þurfi að bera beinan kostnað af sorpförgun á […]
Ævintýralegt líf Kolbrúnar Ingu

Kolbrún Inga Stefánsdóttir eða Kolla eins og hún er oftast kölluð er 34 ára, fædd á Akureyri en uppalin í Vestmannaeyjum. Hún á einn son, Atlas Neo, sem er átta ára gamall. Kolla er dóttir Svövu Gunnarsdóttur og Stefáns Birgissonar. Líf Kollu hefur verið mikið ævintýri á síðastliðnum árum, en hún hefur búið og ferðast […]
Deildarmyrkvi á sólu – myndir

Deildarmyrkvi á sólu sást víðsvegar um landið fyrir hádegi í dag. Meðal annars í Eyjum. Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari Eyjafrétta fangaði sjónarspilið á minniskort. Fram kemur á vefsíðunni Iceland at Night að sólmyrkvar verði þegar tunglið sé nýtt og gangi fyrir sólina og varpi skugga á Jörðina. Þegar tunglið hylur sólina að hluta verða deildarmyrkvar […]
Beint í æð frumsýnt í kvöld

Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir gamanleikritið Beint í æð eftir Ray Cooney í kvöld klukkan 20:00. Leikfélagið hefur unnið hörðum höndum að uppsetningu verksins og lofar áhorfendum skemmtilegri kvöldstund. Verkið hefur slegið í gegn á alþjóðavísu og dregur áhorfendur inn í hraða og skemmtilega atburðarás. Önnur sýning verður laugardaginn n.k. kl 20. Miðasölusíminn er opinn milli 16-18 […]