Listaverka-samningur opinberaður

Kulan Listaverk Skjask

​Vestmannaeyjabær hefur afhent Eyjafréttum samning sveitarfélagsins við Ólaf Elíasson um gerð minnisvarða um Vestmannaeyjagosið. Bæjaryfirvöld neituðu í fyrra að afhenda Eyjafréttum öll gögnin líkt og rakið var fyrir helgi hér á síðunni og var þar farið yfir úrskurð sem úrskurðarnefnd um upplýsingamál kvað upp nýverið í málinu. Þessu tengt: Bærinn skal afhenda Eyjafréttum gögnin Gögnin verða því […]

Puffin hlaupið í sól og blíðu

The Puffin Run, víðavangshlaupið vinsæla í Vestmannaeyjum fór fram í áttunda sinn í dag. Þar hlupu um 1600 manns 20 kílómetra leið um stórbrotið landslag Heimaeyjar með útsýni yfir eyjar og sund, ýmist sem einstaklingar, í tveggja manna boðhlaupi eða fjögurra manna liðum. Fjöldi manns kom að mótinu sem tíma- og brautarverðir og skemmtu sér […]

Bærinn skal afhenda Eyjafréttum gögnin

DSC_1569

Í gær kvað úrskurðarnefnd um upplýsingamál upp úrskurð um mál sem Tryggvi Már Sæmundsson, ritstjóri Eyjafrétta kærði til nefndarinnar og snýr að ákvörðun Vestmannaeyjabæjar að synja beiðni hans um aðgang að samningi sveitarfélagsins við Ólaf Elíasson um gerð minnisvarða. Sjá einnig: Bærinn birtir ekki allan samninginn Strikað hafði verið yfir hluta af textanum samkvæmt beiðni viðsemjenda […]

1. maí blað Drífanda

Fyrsti maí – einnig kallaður verkalýðsdagurinn – er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Í Eyjum fögnum við 1. maí í Akóges og minnumst þess að í ár eru 50 ár liðin frá Kvennafrídeginum og mun dagurinn taka mið af því. Húsið opnar kl. 14:00 og verður tekið á móti börnum á öllum aldri með andlitsmálningu og blöðrum. […]

Eyjablikk þjónustar sjávarútvegsfyrirtæki, verktaka og einstaklinga

,,Eyjablikk ehf. er blikk- og stálsmiðja sem starfar á þeim yndislega stað, Vestmannaeyjum. Við þjónustum sjávarútvegsfyrirtæki, verktaka og einstaklinga sem til okkar leita með óskir sínar. Fjölbreytni verkefna hefur verið með ólíkindum á þeim 22 árum sem fyrirtækið hefur starfað. Má þar nefna loftræsikerfi, einangrun og klæðningar á hita- og frystilagnir, flasningar, rústfría smíði, álsmíði, […]

Myndir: Plokkuðu um alla eyju

Það voru plokkarar um alla eyju á sunnudaginn þegar stóri plokkdagurinn var haldinn. Í tilefni dagsins var efnt til hreinsunardags á Heimaey. Dagurinn byrjaði á Stakkagerðistúni og endaði svo með grillveislu í boði bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar á sama stað. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta var á ferðinni og má myndir hans frá deginum hér að neðan. […]

Miklar breytingar en sami grunnur hjá Geilsa

Það var ekki mikið pláss í Kelerínu, sem er við Strandveg 75a þegar hjónin Guðrún Jóhannsdóttir og Þórarinn Sigurðsson, oftast kenndur við fyrirtæki sitt Geisla raftækjavinnustofu, hófu þar rekstur í október árið 1973. Kannski 20 til 30 fermetrar giskar hann á. Reksturinn sprengdi fljótlega utan af sér húsnæðið og ráðist var í 300 fermetra nýbyggingu […]

Þurftu að beita neyðarstöðvun til að forðast árekstur

Skipstjórnarmenn skemmtiferðaskipsins Seabourn Venture þurftu að beita neyðarstöðvun við útsiglingu frá Vestmannaeyjum í ágúst í fyrra þegar skipið mætti Herjólfi. Skipstjóri Herjólfs dró úr ferð og beygði inn í Klettsvík til að forðast árekstur. Þetta kemur fram í bókun Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Atvikið átti sér stað þann 29. ágúst í fyrra. Vísir.is greinir frá. Þar segir […]

Náði 10 þúsund sippum á tveimur tímum

Í gær, á föstudaginn langa tók sr. Viðar Stefánsson fram sippubandið og sippaði til stuðnings Krabbavörn Vestmannaeyja. Hann hafði gefið það út að hann ætlaði að sippa 10.000 sipp í safnaðarheimilinu og treysti hann á áheit bæjarbúa til söfnunar fyrir Krabbavörn. Viðar ​sippaði 879 sipp umfram 10.000 til að vera alveg öruggur með þetta. Ótrúlegt […]

Ákvæði í Jóns­bók frá 1281 til bjargar?

Fram­kvæmda­stjóri Óbyggðanefnd­ar seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag að nefnd­in sé ekki að taka af­stöðu til ein­stakra krafna þrátt fyr­ir að nefnd­in telji að ríkið eigi al­mennt ekki til­kall til þeirra eyja og skerja sem fyr­ir landi liggja og eru inn­an tveggja kíló­metra fjar­lægðar frá fasta­land­inu. Eins og áður hefur komið fram hefur nefndin […]