Árgangur 66 náði að toppa sig

„Haustið er að vanda tími árgangsmóta í Vestmannaeyjum en þau eru að margra mati einstök á landsvísu og þótt víðar væri leitað. Hvert árgangsmótið á fætur öðru hefur verið síðustu helgar og í flestum tilfellum er þetta tveggja daga helgi með tilheyrandi fjöri. Einn af þessum árgöngum sem tók síðustu helgi með stæl í Eyjum […]

Stefna eins langt og hægt er

Andri Erlingsson og Elís Þór Aðalsteinsson eru íþróttamenn mánaðarins að þessu sinni en þeir fóru á dögunum með U-19 ára landsliði Íslands á HM í handbolta. Mótið fór fram 6. til 17. ágúst í Kaíró, Egyptalandi. Íslenska liðið endaði í 6. sæti á mótinu en þeir töpuðu í lokaleik sínum fyrir Ungverjum. Andri og Elís […]

Þögn kom sá og sigraði í Allra veðra von 2025

Hljómsveitin Þögn kom sá og sigraði í hinni árlegu hljómsveitarkeppni Allra veðra von sem fór fram í Höllinni um helgina. Sex rokkbönd tóku þátt og var það hljómsveitin Þögn sem bar sigur í bítum í ár. Hljómsveitin er skipuð af sex eyjastúlkum og þær hafa áður unnið til verðlauna í hinum ýmsu keppnum. Sérstakir gestir […]

Slippurinn In Memoriam – Síðasta kvöldmáltíðin

„Ég gekk út af Slippnum í síðasta sinn í gærkvöldi. Aldrei hef ég snætt níu rétta veislumáltíð (myndir fylgja af ígulkerjum, skötuselskinnum og skyrdesert!) með meiri trega; eiginlega með kökk í hálsinum í hverjum bita! Fjórtán sumra sælkeraveislu er lokið. Frumlegasti og að flestu leyti besti veitingastaður á Íslandi skellir formlega í lás í kvöld,“ […]

Slippurinn – Ekkert til sparað á lokakvöldi

„Við vitum að þetta sumar á eftir að verða tilfinningaþrungið. Við erum staðráðin í að kveðja með reisn og gera þetta að eftirminnilegu lokasumri. Við opnuðum Slippinn 21. maí sl. og lokakvöldið er 13. september,“  segir Gísli Matthías Auðunsson, listakokkur og hugsjónamaður í viðtali í maí blaði Eyjafrétta. Og nú er komið að því, Slippnum sem ásamt […]

Slippurinn er eins og ástarsaga af bestu gerð

„Það er ótrúlegt að hugsa til þess að nú sé komin síðasta vikan sem Slippurinn er opinn. Staður sem margir hugsa til sem veitingastaðar en ég hugsa til sem heimilis, skóla og húss minninga sem eru margar af þeim bestu sem ég á,“ segir Gísli Grímsson á Fésbókarsíðu sinni. Hann er Eyjamaður og mikill vinur […]

Kvennakórinn með opna æfingu

Næstkomandi mánudag, 15. september, býður Kvennakórinn konum til að mæta á opna æfingu og prófa að syngja með kórnum. Æfingin verður opin fyrir allar konur, óháð reynslu eða sönghæfileikum, og því frábært tækifæri til að kynnast kórnum og starfinu. Æfingin mun fara fram mánudaginn 15. september kl 19 og í beinu framhaldi af því verða […]

Myndir: Uppskeruhátíð í Bókasafninu

IMG 7944 2

Í gær, laugardaginn 6. september, var haldin uppskeruhátíð Sumarslestursins 2025. Markaði hún jafnframt vetraropnun Bókasafns Vestmannaeyja en fram í maí á næsta ári er opið alla laugardaga kl. 12-15. Að þessu sinni opnaði safnið ekki fyrr en kl 13 vegna Vestmannaeyjahlaupsins og var því opið til kl. 16 þennan eina dag. Laugardagsopnanir hafa mælst afar […]

Bærinn veitir umhverfisviðurkenningar

Umhverfisverdlaun 2025 IMG 7888

Í dag voru veittar umhverfisviðurkenningar umhverfis-og skipulagsráðs Vestmannaeyja. Með viðurkenningum vill Vestmannaeyjabær hvetja bæjarbúa til að hugsa vel um nærumhverfi sitt og verðlauna þá sem skara fram út í snyrtimennsku og umhirðu garða. Þeir sem fengu viðurkenningu í ár voru: Snyrtilegasta eignin: Heiðarvegur 57 – Þröstur Jóhannsson. Fallegasti garðurinn: Vestmannabraut 49/Stakkholt – Guðný Svava Gísladóttir […]

Fátt um svör við fyrirspurn um lundann

Lundar Gomul Eyjafrettir

Sigurjón Þórðarson, líffræðingur og formaður atvinnuveganefndar Alþingis sendi á dögunum skriflega fyrirspurn til Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um lundaveiði. Svör hafa nú borist frá ráðherra. Sigurjón segir að það sem er áhugavert við svarið sé m.a. að veiði hefur dregist saman. „Ekki er vitað um hve mikil sala er á lunda í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.