Ræddu stór hagsmunamál við innviðaráðherra

Fulltrúar bæjarráðs Vestmannaeyja funduðu með Eyjólfi Ármannssyni, innviðaráðherra, í ráðuneytinu þann 6. nóvember síðastliðinn. Á fundinum var farið yfir helstu hagsmunamál Vestmannaeyja, þar á meðal fyrirhugaða lagningu nýrrar vatnslagnar, stöðu Landeyjahafnar, hafnarmál og framhald rannsókna á mögulegum jarðgöngum milli lands og Eyja. Kalla eftir fullri fjármögnun nýrrar almannavarnarlagnar Bæjarráð upplýsti ráðherra um stöðu mála varðandi […]
Eyjamaður í 2. sæti í fernuflugi MS

Gabríel Leví Hermanns Oberman, nemandi í 10. bekk við Grunnskóla Vestmannaeyja, hlaut annað sætið í ljóðakeppni Mjólkursamsölunnar, Fernufluginu 2025, fyrir ljóð sitt „Hvað er að vera ég?“ þar sem hann setur sig í spor moldvörpunnar. Keppnin, sem er ætluð nemendum í 8.–10. bekk, vekur ár hvert mikla athygli fyrir frumlega og hugmyndaríka texta ungra höfunda […]
Myndband dagsins: Uppbygging Laxeyjar í Viðlagafjöru

Í dag beinum við sjónum að uppbyggingu Laxeyjar í Viðlagafjöru og birtum hér myndband sem sýnir stöðuna í fjörunni í dag. Myndbandið er unnið af Halldóri B. Halldórssyni, sem hefur fylgt framkvæmdinni eftir og fangað mikilvæg augnablik vinnunnar. Uppbyggingin hefur vakið mikla athygli í samfélaginu, en í síðustu viku náðist stór áfangi þegar slátrun á […]
11.11 tilboðsdagurinn er í dag

Dagur einhleypra eða ,,singles day“ er í dag 11. nóvember. Dagurinn hefur á síðustu árum orðinn aftar vinsæll og er orðinn einn stærsti netverslunardagur ársins á heimsvísu. Dagurinn á uppruna sinn í Kína þar sem hann byrjaði sem skemmtilegur dagur fyrir einhleypa, en hefur á síðustu árum breyst í stóran afsláttardag hjá mörgum verslunum víða […]
Sögur, hlýja og hlátur með Óla Gränz

Það var mikið hlegið í gær í Eldheimum þegar Óli Gränz kynnti nýútkomna endurminningabók sína á frestaðri dagskrá Safnahelgar. Fjölmenni lagði leið sína til að hlýða á þennan ástsæla Eyjamann segja frá lífshlaupi sínu af einlægni, gleði og hreinskilni, eins og honum einum er lagið. Bókin „Óli Gränz“ hefur að geyma endurminningar Carls Ólafs Gränz, […]
Litla skvísubúðin 15 ára

Litla skvísubúðin fagnar nú 15 ára afmæli og blés til veislu á dögunum til að fagna þeim áfanga. Verslunin opnaði í nóvember 2010, þegar Sigrún eigandi verslunarinnar ákvað að prófa sig áfram með litla búð í kjallaranum heima. Aðspurð hvernig hugmyndin hafi kviknað segir hún það hafa verið í flugvél á leiðinni til New York. […]
Frændurnir og meistarakokkarnir í hópi þeirra bestu

„Þar sem maðurinn minn er óhóflega hlédrægur og sér enga ástæðu til þess að monta sig af einu eða neinu finnst mér ég algjörlega tilneydd til þess að deila þessum pósti. Í kvöld var viðburður þar sem útgáfu bókarinnar, 25 Best Chefs – Iceland var fagnað með einstökum kvöldverðarviðburði á Vox Brasserie, þar sem sjónum er beint að fremstu matreiðslumönnum landsins,“ […]
Kósí stemning í miðbænum í gær

Notaleg stemning var í miðbænum í gærkvöldi þegar þrjár verslanir, Póley, Sjampó og Litla skvísubúðin, buðu viðskiptavinum í kvöldopnun. Boðið var upp á ýmis tilboð og kynningar ásamt léttum veitingum. Litla skvísubúðin fagnaði 15 ára afmæli sínu og var með flotta tískusýningu sem vakti mikla athygli. Sjampó var með kynningu á Sebastian hárvörum og var […]
Okkar verk að skapa nýja möguleika og tækifæri

Þekkingarsetur Vestmannaeyja hefur vakið athygli vítt um land fyrir áhugaverð verkefni sem það hefur komið í framkvæmd. Má þar m.a. nefna yfirgripsmiklar rannsóknir og veiðar á rauðátu og möguleikum á vinnslu hennar. Veiðar á bolfiski í gildrur sem önnur þekkingarsetur hafa sýnt áhuga á. Loks er það kafbátaverkefnið, samstarfsverkefni Bresku haffræðistofnunarinnar og Þekkingarsetursins. Hörður Baldvinsson er […]
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlýtur Íslensku menntaverðlaunin 2025

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut Íslensku menntaverðlaunin 2025 í flokki iðn- og verkmenntunar við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir nemendur, kennara og allt samfélagið í Eyjum,“ segir Helga Kristín Kolbeins, skólameistari FÍV. „Við erum afar stolt af því starfi sem hér fer fram og þakklát fyrir þann mikla stuðning sem […]