Í dag eru 75 ár frá Glitfaxaslysinu

Dagur sorgar í sögu Vestmannaeyja – Alls fórust 20 – Flestir tengdir Eyjum Þennan dag fyrir 75 árum, miðvikudaginn 31. janúar 1951 fórst flugvélin Glitfaxi í eigu Flugfélags Íslands í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli. Vélin var að koma frá Vestmannaeyjum og með henni fórust 20 manns, 17 farþegar og þriggja manna áhöfn. Tvær vélar í áætlunarflugi […]
Húsið of hátt – skipulagi breytt eftir á og nágrannar ósáttir

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna breyttra hæðarskilmála við Vesturveg 6 og vísað málinu til bæjarstjórnar. Tillagan var grenndarkynnt og bárust tvær formlegar athugasemdir frá íbúum við Vesturveg 5 og Vesturveg 10, sem leggjast gegn breytingunni. Breytingin felur í sér að hámarkshæð húss á lóðinni […]
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey

Skipuleggjendur Hljómeyjar hafa tilkynnt þriðja listamanninn sem fram kemur á hátíðinni í ár og er það tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel. Í tilkynningunni kemur einnig fram að nú séu alls 14 listamenn staðfestir á hátíðina í ár og von sé á frekari tilkynningum á næstu dögum. Kristmundur hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi um árabil og vakti […]
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag

„Munurinn á Glacier Guys og Iceguys er að þeir hirða peninga á meðan við gefum peninga,“ segir Hanni harði, aðalsprautan í drengjabandinu Glacier Guys sem hefur vakið mikla athygli fyrir einstaka túlkun á þekktum lögum. Ekki eru myndböndin síðri en allt er tekið upp í bíl fyrirtæk isins og sá harði að sjálfsögðu undir stýri. […]
Önnur sýning á lifandi kvikmyndum í Sagnheimum

Gestum gefst aftur tækifæri til að skyggnast inn í fortíð Vestmannaeyja þegar sérstök sýning á lifandi kvikmyndum verður haldin í Sagnheimum laugardaginn 31. janúar. Þetta er annar viðburður sinnar tegundar, en sambærileg sýning fór fram 10. janúar og vakti mikla athygli. Sýningin samanstendur af kvikmyndum sem teknar voru á árunum 1924 til 1970, með megináherslu […]
Eyjafréttir í nýjum búningi á nýju ári

Undanfarin tvö til þrjú ár hefur verið unnið að uppfærslu og endurnýjun á öllum kerfum og hugbúnaði Eyjasýnar, sem gefur út Eyjafréttir og heldur úti fréttasíðunni eyjafrettir.is. Nú er ákveðnum áfanga náð sem skilar öflugri þjónustu við áskrifendur, en í síkvikum heimi fjölmiðla og tækni má ekki sofna á verðinum. Þess vegna verður haldið áfram […]
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa

Ekki löngu eftir upphaf Surtseyjargossins 14. nóvember 1963, tæplega áratug fyrir upphaf Heimaeyjargossins 1973, var gerð áætlun um rýmingu Heimaeyjar, að því er Víðir Reynisson, alþingismaður og fyrrum deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, greindi frá í goskaffi Átvr, Átthagafélags Vestmannaeyinga Reykjavík, í dag. Víðir rakst á gömul skjöl um þessa rýmingaráætlun þegar hann starfaði hjá Almannavörnum. Þar […]
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag

Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum hlaut á dögunum Fréttapýramídann 2026 fyrir framlag til menntamála í Vestmannaeyjum. Menntun er ein mikilvægasta fjárfesting sem samfélag getur lagt í. Hún snýst ekki aðeins um námskrár og próf, heldur um að byggja upp hæfni, sjálfstraust og framtíð – bæði einstaklinga og samfélagsins alls. Á síðasta ári hlaut skólinn Íslensku menntaverðlaunin 2025 […]
Handverksmenn sýna í Einarsstofu

Í dag er sýning á verkum fjögurra handverksmanna í Einarsstofu í Safnahúsi. Fjölbreytt sýning og skemmtileg og þar er hægt kaupa fallega hluti. Þeir eru Kristmann Kristmannsson múrarameistari, séra Viðar Stefánsson prestur Landakirkju, Daníel Örn Virknir Jóhannesson gullsmiður og Viktor Þór Reynisson. Daníel Örn og Viktor Þór eru báðir fæddir og uppaldir í Vestmannaeyjum og fluttir […]
Markmiðin eru skýr – að efla Vestmannaeyjar

Fréttapýramídar Eyjafrétta voru afhentir nýverið við hátíðlega athöfn. Með viðurkenningunum heiðra Eyjafréttir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir í Vestmannaeyjum sem hafa lagt samfélaginu mikilvægt og eftirtektarvert lið á sínu sviði. Laxey var valið fyrirtæki ársins. Á örfáum árum hefur Laxey farið frá hugmynd að fullburða rekstri. Samstarf Daða Pálssonar og Hallgríms Steinssonar, sem hófst með óformlegu […]