Inga Sæland sér ljósið í Neistanum í Vestmannaeyjum

Inga Sæland, sem tekur við embætti mennta- og barnamálaráðherra í dag sagði á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að menntakerfið hefði brugðist og vill fara finnsku leiðina og innleiða verkefnið Kveikjum neistann, sem Grunnskólinn í Vestmannaeyjum hefur fylgt með frábærum árangri frá árinu 2022. Mbl.is birti frétt um viðtalið við Ingu. Sagði Inga að tæplega helmingur drengja útskrifast úr […]

Hafnarsjóður rýrnar í höndum bæjarins

Þau gjöld sem hafnarsjóður Vestmannaeyja innheimtir af notendum hafnarinnar eru eingöngu ætluð til reksturs og uppbyggingar í höfninni. Undanfarin ár hefur hafnarsjóður safnað fyrir stórum framkvæmdum með því að hafa hafnargjöld hærri en sem nemur rekstrarkostnaði. Þannig hafa útgerðir greitt hærri hafnargjöld með það að markmiði að tryggja að höfnin hafi fjármagn til að standa […]

Orkuskipti með auknum kostnaði – það sem skjölin segja

Eyjafréttir hafa undanfarið fjallað um áhrif nýrrar orkuverðskrár í Vestmannaeyjum, sem tók gildi um áramótin. Í kjölfarið hefur rafmagnsferjan Herjólfur hætt að hlaða í heimahöfn og atvinnurekendur lýst stöðunni sem „hreint út sagt hræðilegri“. Samhliða hefur bæjarstjóri Vestmannaeyja lýst áhyggjum af stöðunni í viðtali við Vísi/Bylgjuna. Skjöl sem liggja til grundvallar lagningu nýrra raforkustrengja til […]

Kynjahalli mestur í Eyjum

Ný tölfræði mennta- og barnamálaráðuneytisins og ÍSÍ sýnir að Vestmannaeyjar skera sig úr þegar litið er til kynjahlutfalla í íþróttastarfi. Íþróttabandalag Vestmannaeyja (ÍBV) er það íþróttahérað á landinu sem er með lægsta hlutfall kvenna meðal iðkenda árið 2024. Samkvæmt samantekt ársins í fyrra eru 64,6% iðkenda hjá ÍBV karlar en 35,4% konur. Heildariðkendur eru 2.219. […]

Hver er staða hitaveitusjóðsins?

Í framhaldi af greinaskrifum hér á Eyjafréttum sem m.a. vörðuðu stöðu fjármála Vestmannaeyjabæjar höfum við hjá Eyjafréttum ákveðið að taka saman peningalegar eignir bæjarins og rifja upp söluna á um 7% hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja árið 2006.  Bærinn var mjög skuldsettur 2006  Samkvæmt ársreikningi árið 2006 átti bærinn einungis 120 milljónir kr í handbært fé og skuldaði 1.500 milljónir ásamt því að leigja töluvert af […]

Gæti breytt efnahagslegu landslagi Eyjanna

Bæjarráð Vestmannaeyja leggur til að ný greinargerð um framtíðarsýn í innviðauppbyggingu verði nýtt sem stefnumótandi grundvöllur fyrir fjárfestingaráætlanir sveitarfélagsins. Skýrslan, sem unnin er af Jóhanni Halldórssyni fyrir framkvæmda- og hafnarráð, dregur upp mynd af stórtækum tækifærum sem gætu skapast með byggingu stórskipakants á Eiði. Möguleg lyftistöng fyrir atvinnulíf og íbúa Í greinargerðinni, sem kynnt var […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.