Konan sem bjargaði Gaujulundi

Gaujulundur er vin í Nýjahrauninu sem var gróðursnautt og svart á árunum eftir gos. Það var sumarið 1988 sem hjónin Erlendur Stefánsson og Guðfinna Ólafsdóttir, Elli og Gauja hófu af mikilli eljusemi uppgræðslu og ræktun í dalverpi á Nýja hrauninu, aðeins 15 árum eftir jarðeldana 1973. Í upphafi var þar enginn jarðvegur, tómur vikur en með árunum […]

Þjóðhátíðarblað Eyjafrétta komið út

Forsida EF 7 Tbl 2025

Nú er verið að dreifa nýjasta blaði Eyjafrétta til áskrifenda. Blaðið er fullt af áhugaverðu efni. Hæst ber vissulega Þjóðhátíðin og eru fjölmargar umfjallanir og viðtöl um hátíðina. Einnig er áhugavert viðtal Ásmundar Friðrikssonar við Unnar Guðmundsson frá Háagarði. Þá fá íþróttirnar að venju veglegan sess. M.a. er Gunnar Páll Hálfdánsson, formaður ÍBV-Héraðssambands í viðtali. […]

Fyrsta pysjan fundin

Frést hefur að fyrsta pysjan sé fundin, en það kom fram á síðunni ,,Pysjueftirlit” í gær. Það fer því að styttast í að pysjutímabilið hefjist með krafti, sem margir bíða spenntir eftir. Pysjueftirlitið minnir á að skrá allar pysjur á lundi.is. (meira…)

Eyjastelpan sem spilaði í bestu deildum Evrópu

Varð markahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands Knattspyrnukonuna Margréti Láru Viðarsdóttur þarf vart að kynna en hún er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur átt. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi og hefur spilað og skorað í sterkustu deildum heims. Margrét Lára gaf út bókina, Ástríða fyrir leiknum fyrr í sumar og í […]

Tilraunaveiðar í gildrur gengið vonum framar

Þekkingasetur, tilraunir

„Við erum að aðlaga bát og búnað að þessari veiðiaðferð, erum að prófa græjurnar og byrjuðum með eina gildru til að sjá hvernig þetta kemur út. Smásaman höfum við verið að fjölga gildrunum og erum núna með tvær litlar trossur úti og eru fjórar gildrur í hvorri trossu, samtals átta gildrur. Erum að bæta búnað […]

Embla Harðardóttir: Stefnir á tannlækninn

„Það sem mér hefur fundist skemmtilegast við skólagönguna mína í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum hefur verið félagsskapurinn,“ segir Embla. „Það er eitthvað sérstakt við það að vera í litlu og vinalegu skólasamfélagi þar sem allir þekkja alla og maður finnur fyrir stuðningi.“ Embla viðurkennir að henni þyki pínu leiðinlegt að vera ljúka þessum kafla í lífinu […]

Sara Sindradóttir: Gott skipulag lykilinn

„Það skemmtilegasta við skólagönguna mína var að geta verið með vinum á hverjum degi,“ segir Sara. Hún nefnir einnig að tímarnir hjá Óla Tý hafi verið góðir og að viðburðir eins og árshátíðirnar og FÍV Cup hafi staðið upp úr. Að vera búin með framhaldsskólann er bæði léttir og söknuður að sögn Söru. „Það er […]

Áhersla á halda jarðraski í lágmarki

Nú standa yfir framkvæmdir við lagningu tveggja nýrra rafstrengja frá landi til Eyja. Talsvert jarðrask er á Nýja hrauni vegna framkvæmdanna og hafa nokkrir áhyggjufullir bæjarbúar haft samband við ritstjórn Eyjafrétta vegna þessara jarðvegsframkvæmda. Að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets eru framkvæmdir við lagningu jarðstrengshluta Vestmannaeyjalínu 4 og 5 í Vestmannaeyjum í fullum gangi. „Strengirnir  munu […]

Opnað fyrir umsóknir hvítu tjaldanna á mánudag

Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð er nú kominn á fullt skrið og nú styttist í úthlutun lóða fyrir hvítu tjöldin. Á mánudaginn, klukkan 10:00, opnar fyrir umsóknir um lóðir fyrir hvítu tjöldin og verður hægt að sækja um á dalurinn.is. Umsóknarfresturinn stendur yfir til kl. 10:00 á miðvikudaginn 23. júlí. (meira…)

Þari og þang nýtt í sköpun

Á morgun, 17. júlí  verður boðið upp áhugavert námskeið í Fab Lab smiðjunni í Vestmannaeyjum þar sem kennt verður að nota þara og þang úr Eyjum í sköpun. Námskeiðið er frítt. Það eru Alberte Bojesen og Tuija Hansen sem bjóða íbúum að taka þátt í skapandi tilraunum með þara og þang í Fab Lab smiðjunni í Þekkingarsetrinu frá kl. 12.00 til 17.00. Áhugasamir sendi þeim tölvupóst og skrái sig […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.