VM 4 á land í Eyjum í gærkvöldi

„Það hefur gengið mjög vel, veðrið hefur verið okkur hliðhollt, frábært fólk að vinna að verkefninu og það er gaman að segja frá því að Vestmanneyjastrengur 4 kom í land í gærkvöldi í ljósadýrðinni af flugeldaveislunni á Goslokahátíðinni. Það lofar örugglega góðu um framhaldið en nú er verið að undirbúa lagningu Vestmannaeyjastrengs 5 og stefnum […]

Eftirlit með breytingum á gjaldskrá óviðunandi

varmad_cr_min

Eyjafréttir hafa fengið afhent skjal frá umhverfis- orku og loftlagsráðuneytinu. Skjalið var lagt fram af HS Veitum til rökstuðnings fyrirtækisins á hækkunum á gjaldskrá félagsins í Vestmannaeyjum.   Áður hafði ráðuneytið synjað Eyjafréttum um afhendingu skjalsins en úrskurðarnefnd um upplýsingamál var sammála Eyjafréttum um mikilvægi þess að íbúar hafi tök á að afla sér gagna til […]

Prýði – Vinalegt og afslappað andrúmsloft 

Jón Arnar Barðdal og fjölskylda hafa opnað nýtt einstaklega hlýlegt og fallegt kaffihús í Eyjum sem ber nafnið Prýði. Aðspurður hvernig hugmynd að kaffihúsinu hafi kviknað segir Jón að hann og fjölskyldan hafi eignast húsnæði sem var ekki í notkun og ákveðið að bestu notin fyrir húsnæðið hafi verið að skapa stað þar sem fólk […]

Mótorhjól, málverk, skúlptúrar og konur og gosnóttin

Á morgun, sunnudag verður Guðrún Erlingsdóttir, móðir Bjarteyjar með erindi í Sagnheimum kl. 13.00 Það verður nóg að gera um goslokahelgina hjá hjónunum Bjarteyju Gylfadóttur og Sæþóri Gunnarssyni en þau opnuðu sameiginlega sýningu undir heitinu Myndlist og mótorhjól í gær í Akóges. Þar sýnir Sæþór mótorhjól sem hann á og hefur gert uppi nokkur þeirra. Bjartey er með sölusýningu á […]

Staðfesta gjaldskrá með einstaklega takmörkuðum gögnum

Eyjafréttir hafa fengið afhent skjal frá umhverfis- orku- og loftlagsráðuneytinu. Skjalið var lagt fram af HS Veitum til rökstuðnings fyrirtækisins á hækkunum á gjald skrá félagsins í Vestmannaeyjum. Áður hafði ráðuneytið synjað Eyjafréttum um afhendingu skjalsins en úrskurðarnefnd um upplýsingamál var sammála Eyjafréttum um mikilvægi þess að íbúar hafi tök á að afla sér gagna til greiningar […]

Lagning rafstrengja til Vestmanneyja að hefjast

Lagning tveggja nýrra rafstrengja frá Landeyjahöfn til Vestmannaeyja er hafin. Verkið er unnið af norska fyrirtækinu Seaworks, sem sérhæfir sig í lagningu neðansjávarrafstrengja. Við það eykst flutningsgeta um 120 MVA – verklok áætluð um miðjan júlí. Þetta kemur fram á heimasíðu Landsnets og er lagningaskipið Aura er komið upp undir sand og gera má ráð fyrir að lagning […]

Ásgeir Sigurvinsson – Pabbi burstaði skóna

Það voru margir eftirminnilegir strákar að æfa og spila með mér í yngri flokkum ÍBV á þessum árum, Orri Guðjohnsen var öflugur, mjög góður í fótbolta og við Sæli Sveins og Leifur Leifs vorum valdir í unglingalandsliðið. Við vorum alltaf með gott lið, vorum sterkir strákar og við spiluðum upp fyrir okkur um flokka. Þetta er meðal þess […]

Samgöngur og atvinna eru forsendur búsetu

„Ég var þriggja og hálfs árs upp á dag þegar eldgosið hófst í Heimaey þann 23. janúar 1973. Ég man aðeins eftir gosnóttinni og flóttanum frá Eyjum, Ég horfði á gosið út um stofugluggann heima, sá bjarma í fjarska og svo man ég eftir mörgu fólki niðri við höfn. Fólk með svarta plastpoka, líklega fulla af dóti […]

Nýr Eyjaslagari frá Hr. Eydís og Ernu Hrönn

Hljómsveitin Hr. Eydís og söngkonan Erna Hrönn hafa sent frá sér nýtt lag, ,,Heima Heimaey”, sem komið er út á Spotify og öllum helstu streymisveitum. Hljómsveitin tók gamla partýslagarann ,,Heya Heya” með The Blaze frá 1982 og færði hann yfir í íslenskt partýform, í senn óður til Vestmannaeyja og gleðinnar á Þjóðhátíð. Örlygur Smári einn meðlima Hr. Eydís hafði þetta að segja um […]

Hækkun  veiðigjalda – Ofurskattur á landsbyggðina

Skilja ekki á hverju hagkerfið okkar byggir – Bera ekki virðingu fyrir því fólki sem býr á landsbyggðinni – Það er mikið undir, framtíð barnanna  á landsbyggðinni. Viljum við hafa góð störf, lifa góðu lífi eða viljum við að hagkerfi landsbyggðarinnar verði að nýlenduhagkerfi og við verðum einhver jaðarsettur hópur, þar sem efnahagslegur vöxtur er ekki […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.