Póley fagnaði 3 ára afmæli

Gjafavöruverslunin Póley fagnaði þriggja ára afmæli sínu í gær, 7. nóvember. Boðið var upp á léttar veitingar, afslætti og happadrætti. Sara Sjöfn Grettisdóttir eigandi verslunarinnar opnaði Póley árið 2021 og tók verslunin miklum breytingum á þeim tímapunkti. Við ræddum aðeins við Söru og fengum að heyra hvernig síðustu ár hafa gengið síðan hún opnaði Póley […]

Býður upp á nýja leið til að skoða Eldfell

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók nýverið fyrir skipulagsbreytingar vegna minnisvarða á Eldfelli í tilefni af 50 ára gosloka-afmæli. Lögð var fram tillaga á vinnslustigi að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 ásamt umhverfismati áætlunar, greinargerð og uppdrætti vegna nýrrar deiliskipulagstillögu og umhverfismat áætlana. Heildarstefna skipulagsáætlananna er sú sama en gögnin hafa þó tekið einhverjum breytingum vegna breytinga […]

Kótilettukvöldið verður haldið í Höllinni

Hið árlega kótilettukvöld verður haldið fimmtudaginn 7. nóvember nk. í Höllinni, kl 19:30. Kótilettukvöldið hefur verið árlegur viðburður frá árinu 2014 og er tilgangur kvöldsins að koma saman, hafa gaman og borða kótilettur til styrktar góðs málefnis, en allur ágóði rennur beint til styrkar Krabbavarnar Vestmannaeyja og Hollvinasamtaka Hraunbúða. Við ræddum við Pétur Steingrímsson einn […]

Litla Mónakó – Jóhann Halldórsson skrifar

Stærsta og metnaðarfyllsta ferðaþjónustuverkefni í Vestmannaeyjum frá upphafi hefur loksins verið afhjúpað, Baðlón og Hótel Lava Spring. Pakkinn hefur verið fallega skreyttur og fengið að sitja undir trénu í dágóðan tíma og eftirvæntingin því mikil að fá að opna og nú loksins hefur hann verið opnaður. innihaldið er aldeilis ekki að skemma fyrir 1500 fm baðlón, 90 herbergja hótel […]

Ónýtt tækifæri að kynna Surtsey betur

IMG 6784

Eldheimar eru stórkostlegur gluggi inn í þann þátt sögu Eyjanna sem lýtur að eldgosum. Heimaeyjagosinu eru gerð glæsileg skil með sýningu þar sem myndir Sigurgeirs og hús Gerðar leiða áhorfendur rösk 60 ár aftur í tímann. Á efri hæðinni er saga Surtseyjargossins rakin í máli og myndum og frá upphafi hafa Eldheimar verið í nánu […]

Íbúafjöldinn kominn yfir 4700

DSC 5950

„Það eru 4724 íbúar skráðir,“ segir starfsmaður Vestmannaeyjabæjar aðspurður um íbúatölur í bæjarfélaginu í gær. Síðast þegar Eyjafréttir tóku stöðuna á íbúafjöldanum voru 4690 manns skráðir í Eyjum. Það var um miðjan júní. Það hefur því fjölgað í Eyjum um 34 á fjórum og hálfum mánuði. Nánar um íbúaþróun í Eyjum. (meira…)

Gáfu til Landakirkju á 60 ára afmæli

DSC 2586

Vélaverkstæðið Þór var stofnað þann 1.nóvember 1964 í Vestmannaeyjum. Í gær var haldið upp á 60 ára afmæli fyrirtækisins og var boðið til afmælisfögnuðar í golfskálanum. Eigendur Þórs létu ekki þar við sitja heldur gáfu þeir hjálparstarfi Landakirkju eina milljón króna á þessum tímamótum. Stofnendur Þórs voru þeir Garðar Þ. Gíslason, Hjálmar Jónsson og Stefán […]

Eitt best geymda leyndarmál Íslands

Skjáskot/Youtube

Tímaritið Time Out birti í gær val sitt á tuttugu og einum áfangastað í Evrópu sem almennt eru taldir vanmetnir og ferðamenn ættu að íhuga að heimsækja á næsta ári. „Á sama tíma og margir staðir í álfunni glíma við ofgnótt ferðamanna, bíða þessir vanræktu áfangastaðir eftir að vera uppgötvaðir,” segir m.a. í umfjölluninni. Eitt […]

Hrekkjavakan haldin hátíðleg – myndir

Hrekkjavakan var haldin hátíðleg nú í kvöld og var þátttakan meðal barna mjög góð. Klæddust þau skemmtilegum og ógnvekjandi búningum og unnu sér inn helling af sælgæti. Hrekkjavakan er árlegur viðburður sem fer ört stækkandi hér á landi. Margir eru farnir að leggja mikinn metnað í skreytingar og búninga og er útkoman virkilega skemmtileg.   […]

Baðlón og hótel á Skanshöfða

Skans Yfir Alta

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í byrjun vikunnar var lögð fram tillaga á vinnslustigi vegna breytinga á aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna baðlóns og hótels við höfða austan við Skansinn. Einnig var lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi sem felur í sér skipulag fyrir Skansinn, og hótel og baðlón á Skanshöfða auk umhverfismatsskýrslu áætlana. Skipulagslýsing […]