,,Viltu hafa áhrif?” – afrakstur

Verkefnið ,,Viltu hafa áhrif” er verkefni á vegum Vestmannaeyjabæjar þar sem markmiðið er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum. Verkefnið gefur fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að koma hugmyndum sínum á framfæri og hafa áhrif á fjárhagsáætlun hlutaðeigandi árs. Í ár fengu 13 hugmyndir styrk, þar af hugmyndin um að smíða bekk með […]
Komum gæti fækkað um um 40%

Cruise Iceland, samstarfsvettvangur þeirra sem þjónusta skemmtiferðaskip lýsir yfir verulegum áhyggjum af ákvörðun stjórnvalda um að afnema tollfrelsi skemmtiferðaskipa á hringsiglingum sem taka á gildi 1. janúar nk. Ákvörðuninni hafði verið frestað um eitt ár vegna viðvarana frá Cruise Iceland og fleiri. Nefndarálit meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar mælti fyrir um frestun afnámsins en nú er […]
Litla Mónakó – Framtíðin er í Eyjum

LAXEY Jóladagatalsmoli – Fjórar vikur til stefnu Eyjamaðurinn Jóhann Halldórsson, fjármálasérfræðingur og fjárfestir hefur undanfarna mánuði skrifað áhugaverða pistla á Fésbókarsíðu sinni um þróunina í Vestmannaeyjum sem hann kallar Litla Mónakó. Halldór hefur góðfúslega gefið Eyjafréttum leyfi til að birta pistlana og hér er sá nýjasti: Stærsta jólagjöf Eyjamanna frá upphafi verður formlega opnuð í […]
Straumlind bauð best

Vestmannaeyjabær leitaði eftir verðtilboðum í raforkukaup hjá þeim sem bjóða orku til sölu eftir að Orkusalan sagði upp samningi við bæinn. Alls bárust fjögur tilboð, frá Orkusölunni, N1, ON og Straumlind. Fram kemur í fundargerð bæjarráðs að mat á tilboðum liggi fyrir frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og lagði hann til að lægsta tilboðinu sem […]
Virði vatnsveitunnar er ekkert

Garðar Jónsson, sérfræðingur hjá Skilvirk var fenginn til að gera óháða úttekt á rekstri vatnsveitunnar í Eyjum og hefur hann nú skilað skýrslu þar sem hann gerir grein fyrir niðurstöðum hennar. Bæjarráð fór yfir niðurstöður skýrslunnar á fundi sínum í vikunni. Fékk ekki frekari upplýsingar Samkvæmt því sem fram kemur í skýrslunni eru fjármagnsliðir tilgreindir […]
Karlar í skúrum – Fjölmenni við opnun

Fjölmennt var þegar aðstaðan, Karlar í skúrum var opnuð formlega við hátíðlega athöfn á Hraunbúðum í dag. Tilgangurinn er að auka lífsgæði karla í gegnum handverk, tómstundir og samveru. Handverk auðveldi körlum að tengjast og spjalla í glæsilegri aðstöðu í kjallara Hraunbúða, búin fullkomnum tækjabúnaði fyrir allt handverk. Lionsklúbbur Vestmannaeyja hefur farið fyrir verkefninu og […]
Hrekkjavökuföndur á bókasafninu

Bókasafnið stendur fyrir hrekkjavökuföndri þann 19. október, á milli kl. 12-15. Öllum er boðið að koma og föndra hrekkjavökuskreytingar til að taka með sér heim. Skemmtilegt föndur fyrir alla fjölskylduna. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er Bókasafnið komið í ansi skemmtilegan hrekkjavökubúning. (meira…)
Skjöldur – Tímamót – Ráðstefna aðeins fyrir karla

Næstkomandi laugardag, 19. október verður haldin í fyrsta sinn karlaráðstefnan Skjöldur á vegum Visku – fræðslu og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum en karlmenn bæði í Vestmannaeyjum og fastalandinu tóku vel við sér og mæta. Formleg dagskrá hefst klukkan 13:00 og stendur fram á kvöld. Ráðstefnan verður haldin í Sagnheimum með erindum […]
Nýtt blað – Mannabreytingar – Breytt og öflugri útgáfa

Eyjafréttir munu berast áskrifendum í dag auk þess að vera til sölu í Tvistinum og á Kletti. Að venju er blaðið stútfullt af áhugaverðu efni. Meðal annars er úttekt á Laxey sem þegar er orðin stærsta verkefni í sögu Vestmannaeyja og er langt í frá lokið. Nýtt skip Ísfélagsins, Sigurbjörg ÁR er mikið tækniundur þar sem […]
Veita innsýn í störf hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni

Þær Arna Hrund Baldursdóttir Bjartmars og Ragnheiður Perla Hjaltadóttir vinna sem hjúkrunarfræðingar á heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Arna og Ragnheiður halda saman úti Instagram reikningnum ,,Hjúkkur á eyju“, þar sem þær leyfa fylgjendum að skyggnast á bak við tjöldin og veita innsýn í störf hjúkrunarfræðinga. Arna og Ragnheiður hafa báðar starfað sem hjúkrunarfræðingar frá árinu […]