10-12 íbúðir ofan á Klett?

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs var tekin fyrir fyrirspurn vegna skipulagsbreytinga við Strandveg 44, þar sem nú stendur söluturninn Klettur. Fram kemur í skýringum í fylgiskjali að gerð sé tillaga af breytingu á nýtingu á lóð fyrir Strandveg 44. Núverandi hús verður fjarlægt og byggð nýbygging með bílakjallara. Hlutverk jarðhæðar mun haldast óbreytt og […]
Afkomendur Guðlaugar Pétursdóttur gefa til Hollvinasamtaka Hraunbúða

Í gær afhentu systkinin Pétur, Guðrún og Jóhann – fyrir hönd afkomenda Guðlaugar Pétursdóttur – Hollvinasamtökum Hraunbúða gjafabréf að upphæð 1.700.000,-. Gjafabréfið er gefið til minningar um Guðlaugu Pétursdóttur frá Kirkjubæ og eru gefendur Guðrún Rannveig, Jónas Sigurður, Pétur Sævar og Jóhann Þór Jóhannsbörn auk maka, barna og barnabarna. Halldóra Kristín Ágústsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Hraunbúða […]
Hann var sjómaður af líf og sál

Anna Lilja segir af fósturföður sínum – Jóhanni Friðrikssyni – Einstakur liðsandi á Breka – Valinn maður í hverju rúmi – Góður þjálfari Jóhann Friðriksson fósturfaðir minn, kallaður Jói, var netamaður á togaranum Breka. Sævar Brynjólfsson, mikil aflakló, var þá skipstjóri og sama áhöfnin á Breka frá 1980 til 1994. Samheldnin var svo mikil að líkja […]
Skýrslunni stungið undir stól?

Í sumar skilaði starfshópur sem þáverandi innviðaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson skipaði í sl. haust – um könnun á fýsileika jarðganga á milli lands og Vestmannaeyja – af sér skýrslunni til núverandi innviðaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur. Starfshópurinn hafði það hlutverk að setja fram sviðsmyndir um mismunandi útfærslur og kosti og galla hverrar fyrir sig. Þá var starfshópnum […]
Helena Hekla og Viggó eru fólk framtíðarinnar

„Í bráðum 40 ár hafa Eyjafréttir komið að því að veita efnulegu knattspyrnufólki viðurkenningu, Fréttabikarinn. Því miður er ég fjarri góðu gamni í dag en vil byrja á að óska þeim Viggó Valgeirssyni og Helenu Heklu Hlynsdóttur til hamingju. Ykkar er framtíðin en þið eruð líka framtíð ÍBV og okkar allra sem viljum sjá ÍBV […]
Tilboði Terra tekið

Sorphirða og förgun var til umfjöllunar hjá bæjarráði Vestmannaeyja í gær. Þar var farið yfir punkta frá Brynjari Ólafssyni, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs þar sem hann gerði grein fyrir framkvæmd á breyttu fyrirkomulagi sorphirðu sem er langt komin. Einnig hefur sorphirða og förgun verið boðin út og bárust þrjú tilboð til bæjarins. Þau komu frá […]
Hleður veggi með hamar og meitil að vopnum

„Ég heiti Kristín Auður Kelddal Elíasdóttir, úr Dýrafirði, bý í Hafnarfirði núna en er og verð alltaf Dýrfirðingur,“ segir snaggaraleg kona á óræðum aldri sem er að hlaða veggi á bílastæðinu vestan við Kiwanishúsið. Verður svarafátt þegar blaðamaður segir ekki algengt að sjá konur í þessu starfi. Lætur samt ekki slá sig út af laginu. […]
Umhverfis-viðurkenningar afhentar

Umhverfisviðurkenningar Rótarí og Vestmannaeyjabæjar voru afhentar í Ráðhúsinu í dag. Eftirtaldar eignir og einstaklingar fengu umhverfisviðurkenningar að þessu sinni: Fegursti garðurinn: Hólagata 21. Kolbrún Matthíasdóttir og Hörður Pálsson. Snyrtilegasta eignin: Gerðisbraut 4. Ágúst Halldórsson og Hólmfríður Arnar (Lóa). Endurbætur til fyrirmyndar: Heimagata 26. Barbora Gorová og Gísli Matthías Sigmarsson. Snyrtilegasta fyrirtækið: Næs. Gísli Matthías Auðunsson […]
Slasaðist á björgunaræfingu

Óhapp varð á umfangsmikilli björgunaræfingu áhafnar Herjólfs í dag. Kona úr áhöfn meiddist á fæti þegar hún fór frá borði um borð í björgunarbát. Fór hún ásamt öðrum í gegnum slöngu sem er sérhönnuð til björgunar á hafi úti. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. staðfesti þetta í samtali við Eyjafréttir. „Ég veit ekki hvað […]
Eitt af hverjum fjórum börnum lagt í einelti fyrir að vera frá Eyjum

Niðurstöður í nýrri rannsókn sýna að enn í dag glíma Vestmannaeyingar við afleiðingar eldgossins í Heimaey árið 1973. Hátt í sjötíu prósent þeirra sem upplifðu hamfarirnar á grunnskólaaldri lýsa langtímaáhrifum af atburðinum á líf þeirra í dag og af þeim lýsa 3,8% miklum áhrifum af atburðinum. Þá var eitt af hverjum fjórum börnum sem lenti […]