Stefnuleysi í uppbyggingu íþróttamannvirkja

Eitt mesta framfaraskref í sögu íþrótta í Vestmannaeyjum er bygging Íþróttamiðstöðvarinnar sem vígð var árið 1976. Fullkomnasta sundlaug landsins og íþróttasalur sem átti sinn þátt í að koma ÍBV á kortið í íslenskum handbolta. Íþróttamiðstöðin efldi ekki aðeins almennt íþróttastarf því þarna var líka aðstaða fyrir skólasund og leikfimi fyrir börn og unglinga. Öll aðstaða […]
Auglýsa eftir aðilum til að byggja og reka heilsurækt

Bæjarráð samþykkti í morgun samhljóða að auglýsa eftir aðilum til að byggja heilsurækt við íþróttahúsið og reka hana. Fram kemur í fundargerðinni að fulltrúar Vestmannaeyjabæjar hafi fundað með þeim aðilum sem óskuðu eftir samtali um uppbyggingu heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Annars vegar er um að ræða eigendur World Class og hins vegar Eygló Egilsdóttur, Garðar […]
Frátafir á Eiðinu eru töluvert minni en í Gjábakkafjöru

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyja tók fyrir á fundi sínum í liðinni viku frumathugun á staðsetningum á stórskipakanti í Vestmannaeyjum. Skýrsluna vann Vegagerðin. Skýrslan byggist á því að grjót til uppbyggingar sé aðgengilegt í Vestmannaeyjum og ef svo er ekki raunin verður kostnaður umtalsvert meiri. Forsendur fyrir framlagi frá hafnarbótasjóði byggjast m.a. á fjárhagslegri hagkvæmni framkvæmda. […]
Vilja hefja rannsóknir á jarðlögum og hafsbotni milli lands og Eyja

Í dag var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að hefja rannsóknir á jarðlögum og hafsbotni á fyrirhugaðri gangaleið milli lands og Vestmannaeyja. Flutningsmenn tillögunnar eru Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins og Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Þar segir að Alþingi álykti að fela samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að láta vinna þrepaskipta rannsókn á jarðlögum […]
Vera Lífsgæðasetur opnar – heildræn nálgun að bættum lífsgæðum

Nýtt lífsgæðasetur opnar í Vestmannaeyjum föstudaginn 14. mars og markar þar með tímamót í velferðarþjónustu hér í Eyjum. Setrið er byggt á samstarfi fjögurra fagaðila sem deila sameiginlegri sýn um að efla lífsgæði einstaklinga. Með fræðslu, ráðgjöf og fjölbreyttri meðferð leggja þær áherslu á að bæta líðan fólks, efla sjálfshjálp og styðja það í leik […]
Ólafur Jóhann nýr formaður Rauða krossins í Eyjum

Í gær var haldinn aðalfundur Vestmannaeyjadeildar Rauða krossins. Sigurður Ingi Ingason sem hefur gegnt formennsku félagsins undanfarin ár lét af störfum formanns og tekur Ólafur Jóhann Borgþórsson við sem formaður. Sigurður mun áfram eiga sæti í stjórn. Hann segir í samtali við Eyjafréttir að fundurinn hafi gengið venju samkvæmt. „Venjuleg aðalfundarstörf, formaður fór yfir skýrslu […]
Litla Mónakó – MonEY

„Það hefði þótt saga til næsta bæjar að hægt væri að gefa út veglegt sérblað um fjármálastofnanir í Vestmannaeyjum og þau miklu efnahagsumsvif sem eru að eiga sér stað í efnahagslífinu í Eyjum. En eins og Sálin hans Jóns míns orðaði það: „Það er af sem áður var annar heimur en í gær,“ segir Jóhann […]
Kurr vegna yfirvofandi gjaldheimtu á sorpi

Umræða um sorpmálin og nýkynnta gjaldskrá í málaflokknum er nokkuð hávær í Vestmannaeyjum í dag. Málið hefur verið til meðferðar í stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar undanfarna mánuði og var að lokum samþykkt á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Um er að ræða stórt hagsmunamál sem hefur áhrif á hvern einasta íbúa bæjarins, fyrirtæki og bæjarsjóð. Mótbárur minnihlutans á […]
Litla Mónakó – Sérblað um fjármálastofnanir og Vestmannaeyjar

Forsíða Eyjafrétta segir mikla sögu breytinga í almennri þjónustu. Myndina tók Sigurgeir Jónasson þegar haldið var upp á 40 ára afmæli Sparisjóðs Vestmannaeyja 3. desember 1982. Þarna er mikið um að vera. Margt fólk bíður eftir þjónustu, gjaldkerar telja peninga, taka við ávísunum og skrá úttektir og innlegg í sparisjóðsbækur og alla fært í höndum. […]
Kristgeir Orri býður upp á golfkennslu

Kristgeir Orri Grétarsson býður nú upp á golfkennsku fyrir byrjendur sem lengra komna. Kristgeir hefur hefur verið í kennaranámi PGA og mun útskrifast nú í maí n.k. sem PGA golfkennari. Kristgeir hefur lengi haft ástríðu fyrir golfinu en hann byrjaði um 12 ára gamall að leika sér í golfi og byrjaði svo að æfa að […]