Ásgeir Sigurvinsson – Pabbi burstaði skóna

Það voru margir eftirminnilegir strákar að æfa og spila með mér í yngri flokkum ÍBV á þessum árum, Orri Guðjohnsen var öflugur, mjög góður í fótbolta og við Sæli Sveins og Leifur Leifs vorum valdir í unglingalandsliðið. Við vorum alltaf með gott lið, vorum sterkir strákar og við spiluðum upp fyrir okkur um flokka. Þetta er meðal þess […]
Samgöngur og atvinna eru forsendur búsetu

„Ég var þriggja og hálfs árs upp á dag þegar eldgosið hófst í Heimaey þann 23. janúar 1973. Ég man aðeins eftir gosnóttinni og flóttanum frá Eyjum, Ég horfði á gosið út um stofugluggann heima, sá bjarma í fjarska og svo man ég eftir mörgu fólki niðri við höfn. Fólk með svarta plastpoka, líklega fulla af dóti […]
Nýr Eyjaslagari frá Hr. Eydís og Ernu Hrönn

Hljómsveitin Hr. Eydís og söngkonan Erna Hrönn hafa sent frá sér nýtt lag, ,,Heima Heimaey”, sem komið er út á Spotify og öllum helstu streymisveitum. Hljómsveitin tók gamla partýslagarann ,,Heya Heya” með The Blaze frá 1982 og færði hann yfir í íslenskt partýform, í senn óður til Vestmannaeyja og gleðinnar á Þjóðhátíð. Örlygur Smári einn meðlima Hr. Eydís hafði þetta að segja um […]
Hækkun veiðigjalda – Ofurskattur á landsbyggðina

Skilja ekki á hverju hagkerfið okkar byggir – Bera ekki virðingu fyrir því fólki sem býr á landsbyggðinni – Það er mikið undir, framtíð barnanna á landsbyggðinni. Viljum við hafa góð störf, lifa góðu lífi eða viljum við að hagkerfi landsbyggðarinnar verði að nýlenduhagkerfi og við verðum einhver jaðarsettur hópur, þar sem efnahagslegur vöxtur er ekki […]
Svakalegt nágrenni á Reglubrautinni

„Ég man fyrst eftir mér á Hjalteyri, sem var pínulítið tvíbýli á tveimur hæðum norðan megin við Reglubrautina og var þröngur malarstígur á milli Vesturvegar og Vestmannabrautar,“ segir Ásgeir Sigurvinsson, Eyjamaður og knattspyrnukappi í mjög áhugaverðu viðtali við Ásmund Friðriksson í næsta blaði Eyjafrétta sem kemur út á fimmtudaginn. Viðtalið kallar Ásmundur, Borgfirskur Sandari af Reglubrautinni. Og áfram er haldið: […]
Þjóðvegurinn fær ekki forgang

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í gær var tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Herjólfs fyrir hönd stjórnar Herjólfs ohf. þar sem farið er fram á að Herjólfur njóti forgangs í siglingum um Vestmannaeyjahöfn. Fram kemur í bréfinu að það sé hagur bæjarbúa og annarra farþega að hægt sé að treysta því að skipið haldi […]
Dagskrá laugardags á Goslokunum

Dagskrá Goslokahátíðarinnar er með hinu glæsilegasta móti í ár og stendur fram á Sunnudag. Aðal herlegheitin fara fram um helgina og hér fyrir neðan má sjá einfaldaða útgáfu af dagskrá laugardagsins. Barnadagskrá 13:00 – Goslokalitahlaup (frekari upplýsingar hér) 13:40 – Vigtartog Benedikt Búálfur og Dídí mannabarn VÆB Íþróttaálfurinn Andri Eyvindar með brekkusöng fyrir börnin 13-16 […]
Segja frumvarpið fela í sér eignaupptöku

Stjórn Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja telur að frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um lífeyrissjóði feli í sér eignaupptöku frá ellilífeyrisþegum til örorkulífeyrisþega sem geti leitt til skaðabótaskyldu. Í umsögn sem Lífeyrissjóður Vestmannaeyja sendi inn vegna frumvarpsins segir m.a. að um stórvægilegt mál sé að ræða þar sem lögð er til sú breyting að örorkulífeyrir og tengdar […]
Rafstrengjunum spólað á milli skipa

Líkt og greint var frá í síðustu viku hefur skipið BB Ocean verið í Eyjum að undirbúa lagningu tveggja nýrra rafstrengja milli lands og Eyja. Í þessari viku kom svo skipið Aura til Vestmannaeyja. Það er skipið sem mun leggja strengina í haf. Þá kom í byrjun vikunnar skipið UML Valentina en það kom með […]
Heimsklassa Gin þar sem vindar og veður ráða för

„Ég er stofnandi Ólafsson Gin sem er vinsælasta Gin á Íslandi en hætti þar öllum daglegum afskiptum árið 2021. Hef þó verið með annan fótinn í áfengisbransanum og velt fyrir mér hvað sniðugt er hægt að gera. Hef ferðast um heiminn og kynnt íslenskt Gin og er alltaf spurður að því hvað sé svona sérstakt […]