Kostnaður við Hásteinsvöll kominn í 267 milljónir

hast_20250703_125759

Framkvæmdir við Hásteinsvöll hófust á árinu en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir fjármagni til verksins á árinu 2024. Þar sem framkvæmdirnar töfðust voru fjárheimildir síðasta árs ekki nýttar. Samkvæmt útboðum er heildarkostnaður við verkið áætlaður um 267 milljónir króna, en allur kostnaðurinn fellur á árið 2025. Af þeim sökum þurfti framkvæmda- og hafnarráð að […]

Mjúkir brúnir tónar og dempað hár í vetur

Ásta Hrönn Guðmannsdóttir, ein eigenda hárgreiðslustofunnar Sjampó, ræddi við Eyjafréttir um hártískuna í haust/vetur og gaf jafnframt góð ráð um umhirðu hársins í kuldanum. Hún deildi með okkur hvaða litir og stílar njóta vinsælda þessa dagana og hvað skiptir mestu máli til að halda hárinu heilbrigðu yfir vetrarmánuðina.  Þegar spurt er hvað sé vinsælast þegar […]

Skuldar Vestmannaeyjabæ yfir 800 milljónir

ljosleidari_thjotandi-3.jpg

Eygló eignarhaldsfélag ehf., dótturfélag Vestmannaeyjabæjar, skuldar bænum 801 milljón króna vegna uppbyggingar ljósleiðarakerfis í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2024. Innviðir félagsins voru nýverið seldir úr félaginu til Mílu sem keypti þá fyrir 705 milljónir, fjárfestingu sem nam 750 milljónum en einnig tapast 50 milljónir í vaxtatekjur. Njáll Ragnarsson er stjórnarformaður […]

Foreldrar gagnrýna skerðingu á kennslustundum fatlaðra barna

GRV_0099_TMS

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, svaraði um helgina fyrir hönd bæjarins spurningum Eyjafrétta um kennslufyrirkomulag í verkdeild Grunnskóla Vestmannaeyja. Þar hefur komið fram að nemendur fá færri kennslustundir en aðalnámskrá gerir ráð fyrir. Bærinn heldur því fram að fatlaðir nemendur í verkdeild ráði illa við lengri skóladag. Af þeirri ástæðu sé kennslumagn takmarkað […]

Lundaballið – Helliseyingar toppuðu sjálfa sig

„Það var troðfullt og allt mjög skemmtilegt, skemmtiatriði á heimsmælikvarða, töframaður sem galdraði fólk upp úr skónum, söngur og skemmtilegt fréttaskot frá Sýn sem sýndi þá yfirburði sem Helliseyingar hafa yfir öll félög bjargveiðimanna í Vestmannaeyjum,“ sagði Óskar Pétur, ljósmyndari sem myndaði af miklu móð á Lundaballinu í Höllinni á laugardagskvöldið. „Ballið var, eins og […]

Gjaldþrot Play hefur mjög víðtæk áhrif

PLAY airlines 1

Stjórn Fly Play hf, hefur ákveðið að hætta starfsemi og hafa öll flug félagsins verið felld niður. Þetta kemur fram  í tilkynningu frá Play. Þar segir: „Stjórn Fly Play hf. hefur tekið þá ákvörðun að hætta starfsemi og hafa öll flug félagsins verið felld niður. Unnið verður náið með yfirvöldum og starfsfólki við að innleiða þær aðgerðir sem […]

Myndasyrpa frá Lundaballinu

Lundaballið, uppskeruhátíð bjargveiðimanna, fór fram á laugardaginn og var að þessu sinni í umsjá Helliseyinga. Gestir nutu ljúffengs matar að hætti Einsa Kalda og frábærrar skemmtunar þar sem boðið var upp á heimatilbúin skemmtiatriði sem vöktu mikla kátínu. Einar Ágúst og hljómsveitin Gosarnir héldu síðan uppi fjörinu og spiluðu fyrir dansi fram á nótt. Myndir: […]

Unnið að úrbótum fyrir verkdeild

Jon Peturs 19 Cr 2

Í kjölfar umræðu um að nemendur í verkdeild Grunnskóla Vestmannaeyja fái færri kennslustundir en aðalnámskrá gerir ráð fyrir, svarar Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, gagnrýni og ábendingum. Hann segir að frávikin byggist á faglegu mati skólastjórnenda, kennara, sérfræðinga og foreldra, og að unnið sé að því að bæta þjónustuna. Ráða illa við lengri […]

Safnhúsið með loppumarkað

Safnhúsið verður með sinn árlega loppumarkað laugardaginn 4. október. Markaðurinn verður í anddyri Safnhússins og verður opin fyrir alla. Þeir sem hafa hug á að selja er bent á að hafa samband við bókasafnið, bokasafn@vestmannaeyjar.is, en 8 borð eru í boði. Seljendur geta komið og sett upp markaðinn frá hádegi föstudaginn 3. október og mega […]

Lundaball – Fréttir úr fjarska – Skeyti víða að

Enn og aftur er vitnað í grein Frétta af Lundaballi Helliseyinga haustið 1987 sem markaði ein mestu tímamót í skemmtanalífi Eyjamanna fyrr og síðar. Hér kemur síðasti kaflinn sem er nett upphitun fyrir Lundaballið í Höllinni á laugardaginn. Eins og Eyjamönnum er von og vísa bárust skeyti frá  fólki um allan heim, þar á meðal […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.