Tilraunaveiðar í gildrur gengið vonum framar

„Við erum að aðlaga bát og búnað að þessari veiðiaðferð, erum að prófa græjurnar og byrjuðum með eina gildru til að sjá hvernig þetta kemur út. Smásaman höfum við verið að fjölga gildrunum og erum núna með tvær litlar trossur úti og eru fjórar gildrur í hvorri trossu, samtals átta gildrur. Erum að bæta búnað […]
Embla Harðardóttir: Stefnir á tannlækninn

„Það sem mér hefur fundist skemmtilegast við skólagönguna mína í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum hefur verið félagsskapurinn,“ segir Embla. „Það er eitthvað sérstakt við það að vera í litlu og vinalegu skólasamfélagi þar sem allir þekkja alla og maður finnur fyrir stuðningi.“ Embla viðurkennir að henni þyki pínu leiðinlegt að vera ljúka þessum kafla í lífinu […]
Sara Sindradóttir: Gott skipulag lykilinn

„Það skemmtilegasta við skólagönguna mína var að geta verið með vinum á hverjum degi,“ segir Sara. Hún nefnir einnig að tímarnir hjá Óla Tý hafi verið góðir og að viðburðir eins og árshátíðirnar og FÍV Cup hafi staðið upp úr. Að vera búin með framhaldsskólann er bæði léttir og söknuður að sögn Söru. „Það er […]
Áhersla á halda jarðraski í lágmarki

Nú standa yfir framkvæmdir við lagningu tveggja nýrra rafstrengja frá landi til Eyja. Talsvert jarðrask er á Nýja hrauni vegna framkvæmdanna og hafa nokkrir áhyggjufullir bæjarbúar haft samband við ritstjórn Eyjafrétta vegna þessara jarðvegsframkvæmda. Að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur, upplýsingafulltrúa Landsnets eru framkvæmdir við lagningu jarðstrengshluta Vestmannaeyjalínu 4 og 5 í Vestmannaeyjum í fullum gangi. „Strengirnir munu […]
Opnað fyrir umsóknir hvítu tjaldanna á mánudag

Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð er nú kominn á fullt skrið og nú styttist í úthlutun lóða fyrir hvítu tjöldin. Á mánudaginn, klukkan 10:00, opnar fyrir umsóknir um lóðir fyrir hvítu tjöldin og verður hægt að sækja um á dalurinn.is. Umsóknarfresturinn stendur yfir til kl. 10:00 á miðvikudaginn 23. júlí. (meira…)
Þari og þang nýtt í sköpun

Á morgun, 17. júlí verður boðið upp áhugavert námskeið í Fab Lab smiðjunni í Vestmannaeyjum þar sem kennt verður að nota þara og þang úr Eyjum í sköpun. Námskeiðið er frítt. Það eru Alberte Bojesen og Tuija Hansen sem bjóða íbúum að taka þátt í skapandi tilraunum með þara og þang í Fab Lab smiðjunni í Þekkingarsetrinu frá kl. 12.00 til 17.00. Áhugasamir sendi þeim tölvupóst og skrái sig […]
Heitasti dagur sumarsins en engin met

Heitasti dagur sumarsins í Vestmannaeyjum var í gær. Komst hitinn á Stórhöfða í 19,4 gráður kl. 13.00 í sól og hægum vindi. Hlýtt var allan daginn og var hitinn 16 og yfir 18 gráður. Ekki er um met að ræða. Það var sett á Stórhöfða 30. júlí 2008 þegar hitinn komst í 21,6 gráður. Mælingar á […]
Verða hitamet slegin á Stórhöfða á morgun?

Á morgun, mánudaginn 14. júlí er spáð mjög góðu veðri á öllu landinu, sól og hita og ekki útilokað að hitamet falli, m.a. á Stórhöfða. Þar spáir Veðurstofan 18 stiga hita, hægum vindi og sól seinni partinn. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, setti saman veðurannál fyrir árið 2008. Þar rifjar hann upp það helsta sem gerðist í veðrinu […]
Telja að viðbyggingin dragi úr umferðaröryggi

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók fyrir á síðasta fundi umsókn um byggingarleyfi á Búhamri 1, en áður hafði farið fram grenndarkynning. Það er fyrirtækið Skuggabyggð ehf. sem sótti um leyfi fyrir stækkun á íbúðarhúsi um 47,3 m². Undirskriftarlisti frá ellefu nágrönnum barst ráðinu þar sem byggingaráformunum er mótmælt. Bréfritarar telja að viðbyggingin muni takmarka sjónlínur […]
Hætta núverandi ferli og endurmeta stöðuna

Líkt og kom fram á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja þann 4. júní sl. var útboð vegna uppbyggingar og reksturs heilsuræktar við Íþróttamiðstöð kært til kærunefndar útboðsmála. Kærunefndin tók ákvörðun um að stöðva skyldi fyrirhugaða samningsgerð tímabundið á milli Vestmannaeyjabæjar, Lauga ehf. og Í toppformi ehf. skv. bréfi dags. 12. júní sl. á meðan málið er í […]