Samfélagið í brennidepli í nýju blaði Eyjafrétta

Nýtt tölublað Eyjafrétta kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fjölbreyttu og áhugaverðu efni þar sem lesendur fá innsýn í samfélagsmál, viðskipti, mannlíf, listir og menningu í Vestmannaeyjum. Í blaðinu er m.a. ítarleg umfjöllun um stöðu sértækrar frístundaþjónustu fyrir fötluð börn, þar sem Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, fer yfir […]

Mikil áhrif á orkukostnað í Eyjum

DSC_1472

Landsnet stefnir að því að hætta að bjóða upp á skerðanlegan flutning rafmagns til Vestmannaeyja um næstu áramót, samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Íris Róbertsdóttir, hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá HS Veitum um áhrif breytingarinnar á sveitarfélagið. Í svörum fyrirtækisins kemur fram að niðurfelling skerðanlegs flutnings muni hafa veruleg áhrif á rekstur […]

Kveikt verður á jólatrénu á Stakkó á föstudag

Kveikt verður á jólatréinu á Stakkó næstkomandi föstudag við hátíðlega athöfn. Dagskráin byrjar stundvíslega kl 17 og mun Lúðrasveit Vestmannaeyja hefja dagskrána með nokkrum lögum. Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar, mun flytja ávarp og mun barnakórinn Litlu lærisveinarnir, undir stjórn Kitty Kovács, syngja nokkur lög. Viðar prestur verður einnig með stutt ávarp. Að því loknu mun […]

Myndir frá tónleikum Eyglóar Scheving

Á laugardagskvöldið hélt Eygló Scheving notalega tónleika í Stafkirkjunni í Vestmannaeyjum. Eygló, sem er frá Eyjum, fléttaði saman klassískum eyjalögum, frumsaminni tónlist, tónheilun og möntrusöng á fallegan hátt. Kertaljós, jurtate, söngur og mildir tólar fylltu kirkjuna og mynduðu hlýja og friðsæla stemningu. Myndir frá tónleikunum fylgja hér að neðan. (meira…)

Tók tíu ár að fá alþjóðlega vottun sem fjallaleiðsögumaður

Eyjamaðurinn, Bjartur Týr Ólafsson er einn fjögurra Íslendinga sem geta titlað sig sem alþjóðlega fjallaleiðsögumenn eftir að hafa lokið námi við sænskan skóla í vor. Hann er búsettur stærsta hluta ársins í Chamonix í frönsku ölpunum, beint undir Mont Blanc. Frá þessu segir á mbl.is í dag og sagt að strangar kröfur séu gerðar til þeirra sem ná þessum áfanga. „Alls tók […]

Fræðsluráð leggur til útboð á skólamáltíðum

Grv Gegn Matarsoun Cr

Fræðsluráð Vestmannaeyja hefur samþykkt tillögu framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um að fara í formlegt útboð á skólamáltíðaþjónustu fyrir leik- og grunnskóla bæjarins. Sami aðili hefur séð um heitar skólamáltíðir í Eyjum frá árinu 2008, en talið er að forsendur hafi breyst og tímabært að endurmeta fyrirkomulagið. Á fundi fræðsluráðs fór framkvæmdastjórinn yfir stöðu mála. Kom […]

Birgitta Haukdal las upp úr nýju Láru bókinni sinni

Sannkölluð jólastemning var á Bókasafni Vestmannaeyja í dag þegar hátíðardagskrá safnsins hófst. Fjöldi barna og fjölskyldna lagði leið sína á safnið þar sem Birgitta Haukdal las upp úr nýjustu Láru bók sinni. Heimsóknin vakti mikla lukku og var salurinn fullur af krökkum sem fylgdust vel með og tóku virkan þátt. Einnig var Jólasveinaklúbbur bókasafnsins kynntur […]

Lóðum við Miðgerði og Helgafellsbraut úthlutað

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur úthlutað lóðum við Helgafellsbraut 22–26 og Miðgerði 1–11 að loknum útdrætti úr hópi umsækjenda. Umsóknarfrestur rann út 13. nóvember síðastliðinn og bárust nokkrar umsóknir um hverja lóð. Samkvæmt vinnureglum Vestmannaeyjabæjar um úthlutun byggingarlóða hafa einstaklingar forgang að einbýlis-, par- og tvíbýlislóðum. Fyrirtæki falla því út úr útdrætti fyrir þær lóðir […]

Breytingin liður í því að bæta þjónustu við íbúa

ithrottam

Breytingar eru framundan hjá World Class í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Frá og með mánudeginum næstkomandi verður opnað klukkan 06:15 á morgnana og jafnframt hefjast framkvæmdir við verulega stækkun á núverandi æfingasal. Frá og með mánudeginum 24. nóvember mun World Class opna kl. 06:15. Breytingin er liður í því að bæta þjónustu við íbúa og koma enn […]

Vel heppnað jólapartý og tískusýning Flamingo

Tískuvöruverslunin Flamingo stóð fyrir skemmtilegu jólakvöldi í gær þar sem boðið var upp á veitingar afslætti og tískusýningu. Kynntar voru nýjustu jólavörurnar og var góð stemning í húsinu. Myndasyrpu frá tískusýningunni og kvöldinu má sjá hér fyrir neðan. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.