Draumalið sem gæti strítt þeim stóru

Guðmundur Ásgeir Grétarsson, 28 ára varaformaður ÍBV B, auglýsingastjóri ÍBV, starfsmaður Vestmannaeyjabæjar og einn mesti áhugamaður handboltans á Íslandi hefur síðustu daga komið sér upp sínu draumaliði í handboltanum og er valinn maður í hverju rúmi. Já, draumaliðið ÍBV B gæti strítt öllum liðum í Olísdeildinni. Hann vill ekki sleppa hendinni af Kára Kristjáni þó hann sé genginn til liðs við Þór […]
Aðför að lífeyrisréttindum sjómanna

Áhugaverð grein um lífeyrismál sem birtist í Morgunblaðínu í dag Árás er hafin á lífeyrisréttindi þeirra sem vinna ein erfiðustu og hættulegustu störf landsins – sjómanna og verkafólks. Ríkisstjórnin undir forystu Kristrúnar Frostadóttur hefur boðað að afnema svokallað jöfnunarframlag vegna örorku, sem er eitt mikilvægasta úrræði lífeyriskerfisins til að tryggja jöfnuð á milli þeirra sem […]
Samgöngur í kreppu – Krefjumst lausna núna

„Nú þegar haustið er gengið í garð eru samgöngur við einangruðustu byggð Íslands þegar farnar að gefa undan og Baldur siglir alla vikuna í Þorlákshöfn,“ segir Haraldur Pálsson á Fésbókarsíðu sinni í dag og bendir á þá úlfakreppu sem samgöngur við Vestmannaeyjar eru í. Bendir á mjög áhugaverða leið, stórskipahöfn í Landeyjafjöru. „Fimmtán árum eftir vígslu Landeyjahafnar […]
Vöruhúsið tekið við mötuneyti Laxeyjar

Vöruhúsið tók við rekstri mötuneytist Laxeyjar þann 20. september og stígur því ný skref í starfsemi sinni, en mötuneyti Laxeyjar var áður í þeirra eigin umsjá. Mötuneytið er vel sótt og þjónar starfsfólki Laxeyjar og tengdum aðilum. Vöruhúsið opnaði sumarið 2024 og hefur stimplað rækilega inn sem einn af vinsælustu matsölustöðum Vestmannaeyja. Staðurinn er í […]
Skipulagsráð telur áhyggjur af hávaða ekki eiga við

Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi sem heimilar íbúðir á efri hæðum húsnæðis við Strandveg 89–97. Skipulagsstofnun benti þó á í kjölfarið að umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands hafi verið röng og barst nú ný umsögn þar sem varað er við neikvæðum áhrifum íbúðarbyggðar á svæðinu. Heilbrigðiseftirlitið bendir á að föst búseta á svæðinu geti […]
Stolin lundaegg fundust í Hollandi

„Rúmlega 50 lundaegg fundust í fórum þriggja þýskra smyglara á Schiphol-flugvelli í Hollandi 16. júní sl. Smyglararnir komu til Hollands frá Íslandi og voru handteknir. Úr eggjunum klöktust 42 pysjur í Blijdorp-dýragarðinum í Rotterdam og eru þær nú til sýnis í garðinum. Hollenska ríkisútvarpið NOS greinir frá,“ segir í Morgunblaðinu í dag. Erpur Snær Hansen, fuglafræðingur og […]
Uppskriftin að góðri geðheilsu í Visku

Helena Jónsdóttir sálfræðingur verður með námskeið í Visku sem ber heitið „Uppskriftin að góðri geðheilsu“ mánudaginn 7. október kl. 16:15. Helena er stofnandi og framkvæmdastjóri Mental, ráðgjafar sem aðstoðar stjórnendur og starfsfólk fyrirtækja við að móta stefnumótandi nálgun á geðheilbrigði. Markmiðið er að skapa og næra sjálfbæra menningu á vinnustöðum sem styður við góða geðheilsu. […]
Segir ASÍ nota uppsagnirnar í pólitískum tilgangi

Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda – stéttarfélags gagnrýnir miðstjórn ASÍ fyrir að nýta uppsagnir í fiskvinnslu í pólitískum tilgangi. „Það heyrðist ekkert frá ASÍ fyrr en þessi ályktun kemur, og það er aðeins verið að reyna hvítþvo ríkisstjórnina með ályktuninni. Við fréttum bara af henni af afspurn en enginn hefur haft samband við okkur frá ASÍ, […]
Kubuneh opnar netverslun

Kubuneh verslun hefur nú opnað glæsilega netverslun þar sem fólk getur áfram keypt notuð föt, en nú á netinu og þannig stutt í leiðinni við starfsemi góðgerðarfélagsins ,,allir skipta máli” sem rekur heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu. Allar tekjur verslunarinnar renna óskertar til verkefna í Gambíu, meðal annars til að halda úti heilsugæslu, kaupa […]
Á annað hundrað milljónir í viðbótarlaunakostnað

Drífa Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar fór yfir – á fundi bæjarráðs – drög að skýrslu faghóps sem skipaður var af bæjarráði í maí. Hópurinn hafði það verkefni að fara yfir tillögur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs um hagræðingar á fræðslusviði og meta, í samráði við skólastjórnendur, hvaða kostir væru í stöðunni m.t.t áhrifa á […]