Austan stormur á Stórhöfða í viku

„Nú eru sjö sólarhringar síðan hvessti af austri og síðan hefur vindur verið óvenju stöðugur, meðalvindur varla farið niður fyrir 20 m/s og mest í um 28 m/s. Það hefðu verið 9 – 10 vindstig áður fyrr,“ segir Óskar Sigurðsson, fyrrum vitavörður á Stórhöfða í FB-færslu í gær. Er staðfesting á því sem Eyjamenn hafa […]
Falla frá sölu á Eygló

Stjórn Eyglóar – eignarhaldsfélags um ljósleiðaravæðingu í Vestmannaeyjum – mætti á fund bæjarráðs í síðustu viku og fylgdi eftir tillögu sinni þess efnis að falla frá viðskiptum um sölu á Eygló og afturkalla samrunaskrá í samráði við Mílu hf. Tillagan byggir á því að ekki eru forsendur til að halda málsmeðferð áfram í því samrunamáli […]
Vill stofna jarðgangafélag að fyrirmynd Færeyinga

Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins hélt í gær jómfrúarræðu sína á Alþingi undir liðnum, störf þingsins. Þar sagði Jens Garðar að þrátt fyrir háleit markmið stjórnvalda um að framkvæmdir við ein jarðgöng séu í gangi á hverjum tíma, þá hafi ríkt kyrrstaða í gerð jarðganga á Íslandí hartnær fimm ár. Hann sagði að forsenda áframhaldandi […]
Fjölbýlishús í stað Alþýðuhúss?

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja barst nýverið fyrirspurn frá Þresti B. Johnsen um breytingu á Alþýðuhúsi við Skólaveg 21b. í íbúðarhúsnæði ásamt breytingum á útliti hússins. Samkvæmt gögnum sem fylgja umsókninni er gert ráð fyrir fjögurra hæða fjölbýlishúsi sem nýtir einnig lóð við Skólaveg 21c. Ráðið fól skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda og afla umsagnar Minjastofnunar […]
Guðrún tekur undir hugmyndir Páls

Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur sem kunnugt er boðið sig fram til að leiða flokkinn. Guðrún mætti á Sprengisand í gær og ræddi þar stjórnmálin, framboð sitt til formanns og stöðu Sjálfstæðisflokksins. Áður en Guðrún tók sæti á þingi sat hún m.a. í stjórnum lífeyrissjóða. Fyrst í stjórn lífeyrissjóðsins Festu 2012–2014. Svo formaður stjórnar […]
64% nýting í fluginu

Í byrjun desember hófst áætlunarflug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Vegagerðin, fyrir hönd ríkisins samdi við Mýflug um flugið, en samkvæmt samningnum greiðir Vegagerðin Mýflugi 691.062 kr. fyrir hvert flug (RVK-VES-RVK). Um er að ræða flug á tímabilinu 1. desember til 28. febrúar og einungis greitt fyrir það tímabil og greiðir Vegagerðin því 35.935.224,- á ári til flugfélagsins. […]
Saga sem ekki má glatast eða gleymast

Ingibergur Óskarsson heiðraður af Sjómannadagsráði: „Ingibergur hefur unnið óeigingjarnt og mikið starf við skráningu þeirra sem fóru siglandi gosnóttina fyrir 52 árum til þorlákshafnar. Hvaða bátar og skip komu við sögu. Áhafnir bátanna, myndir og sögur þeirra sem um er fjallað. Öll heimildavinnan. Það er ótrúlega gaman og gefandi að skoða þetta allt saman. Fyrir […]
Íris bæjarstjóri – Ómetanlegt afrek og metnaður

Skilgreinum okkur út frá þessum mikla atburði „Það er mér mikil ánægja, fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar að heiðra Ingiberg Óskarsson nákvæmlega á þessum degi. Því í dag minnumst við þess að rétt 52 ár eru nú liðin frá því eldgos braust út á Heimaey. Það er því ómetanlegt afrek hjá Ingibergi að leggja svo mikinn metnað […]
P.S. Árangur: Sandra og Perla aðstoða fólk við að ná markmiðum sínum

Sandra Erlingsdóttir, handboltakona rekur fyrirtækið P.S. árangur með samstarfskonu sinni Perlu Ruth Albertsdóttur. P.S. Árangur er fyrirtæki sem sérhæfir sig í næringarþjálfun og hefur það að markmiði að bæta samband fólks við mat og styðja það í átt að bættri heilsu og vellíðan. Við fengum að heyra aðeins í Söndru um hvar hugmyndin kviknaði og […]
Unnur vann 14 titla sem þjálfari hjá ÍBV

Hjónin Unnur Björg Sigmarsdóttir og Hlynur Stefánsson hlutu Fréttapýramídann 2024 fyrir mikið og gott starf í þágu íþróttanna í Eyjum. Hún í handbolta og hann í fótbolta. Unnur spilaði handbolta frá árinu 1983- 1992 í meistaraflokki en á árum áður í yngri flokkum með Tý. Eftir að fjölskyldan flutti til Svíþjóðar spilaði hún þar með […]