Eyjafréttir koma út í dag

Forsida EF 1 Tbl 2025

Fullt blað af áhugaverðu efni: Fyrsta tölublað Eyjafrétta þetta árið kemur út í dag, fimmtudag og er að venju stútfullt af áhugaverðu efni. Má þar nefna val á Eyjamanni ársins sem fékk ásamt þremur öðrum  Fréttapýramídann 2024. Ekki er síður áhugaverð úttekt á stórmerku starfi Ingibergs Óskarssonar, 1973 – Allir í bátana. Þá er athyglisverð […]

Óska eftir lóð undir heilsueflandi starfssemi

Heilsulind Skjask

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja tók fyrir á síðasta fundi ráðsins umsókn frá Garðari Heiðari Eyjólfssyni og Eygló Egilsdóttur um uppbyggingu íþróttamannvirkis á svæði sem stendur milli bílastæðis Íþróttamiðstöðvar og Illugagötu og tilheyrir landnotkunarreit íþrótta- og útivistarsvæðis við Hástein. Erindið var tekið fyrir á 311 fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs sem bókaði eftirfarandi niðurstöðu: Ráðið tekur jákvætt […]

Bar upp tillöguna til fá fram afstöðu allra bæjarfulltrúa

Hasteinsvollur 20250127 114329 (1)

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í síðustu viku kom fram tillaga frá Margréti Rós Ingólfsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á þá leið að bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykki að veita ÍBV-íþróttafélagi styrk að upphæð 20 milljón króna til kaupa á hitalögnum til að leggja undir Hásteinsvöll. Bæjarstjóra yrði falið að gera verk- og samstarfssamning um verkið þar sem ábyrgð Vestmannaeyjabæjar […]

Þegar beljurnar á Kirkjubæ fóru í bæinn

Við höldum áfram að birta myndbrot úr dagskránni “1973 – Allir í bátana” sem fram fór í Eldheimum þann 23. janúar sl. þegar rétt 52 ár voru frá upphafi Heimaeyjargossins. Í dag fáum við að sjá erindi Ásmundar Friðrikssonar sem ber heitið “Þegar beljurnar á Kirkjubæ fóru í bæinn”. Það var Halldór B. Halldórsson sem […]

Ingibergur heiðraður fyrir stórvirki

Það var fullt hús í Eldheimum í gærkvöldi þar sem opnuð var ný vefsíða, Stærsta björgun Íslandssögunnar – 1973 – Allir í bátana. Þar er að finna ótrúlegt magn upplýsinga sem Eyjamaðurinn Ingibergur Óskarsson hefur safnað saman síðustu 14 til 15 ár. Grunnurinn er nöfn langflestra sem urðu að flýja Heimaey gosnóttina, 23. janúar 1973, […]

Stærsta björgun Íslandssögunnar – 1973 – Allir í bátana

Þess verður minnst í Eldheimum í kvöld kl. 19.30 að í dag eru 52 ár frá upphafi Heimaeyjargossins. Athöfnin verður helguð Ingibergi Óskarssyni sem á heiðurinn að verkefninu, 1973 – Allir í bátana. Þar er m.a. að finna nöfn meginþorra þeirra sem flúðu Heimaey gosnóttina og  með hvaða bát fólkið fór.  Boðið er upp á […]

1973 – Allir í bátana – fyrir og eftir gos

Í Safnahúsi er sýning á myndum úr safni Ingibergs Óskarssonar, sem á heiðurinn að 1973 – Allir í bátana. Hefur hann m.a. safnað fjölda ljósmynda sem teknar voru í gosinu 1973. Fyrir nokkrum árum byrjaði hann að taka myndir frá sama sjónarhorni og úr varð sýningin Fyrir og eftir sem nú er opin í Einarsstofu. […]

Eyjatónleikar – Hlutu Fréttapýramídann 2023

Bjarni Ólafur og Guðrún Mary – Fyrir framtak í menningarmálum – Tónleikar þar sem vinir hittast: „Hjónin Bjarni Ólafur Guðmundsson og Guðrún Mary Ólafsdóttir standa fyrir Eyjatónleikum í Hörpu sem seinna í þessum mánuði verða haldnir í þrettánda sinn. Upphafið voru tónleikar árið 2011 á 100 ára afmælisdegi Oddgeirs Kristjánssonar. Seinna var Ása í Bæ gerð […]

Páll sendi ríkisstjórninni tillögu

PalliSceving

Páll Scheving Ingvarsson sendi athyglisverða hugmynd í samráðsgátt stjórnvalda – sem í byrjun árs óskuðu eftir tillögum frá landsmönnum til hagræðingar, einföldunar stjórnsýslu og við að sameina stofnanir. Lífeyrissjóðir fjármagni samgöngu-uppbyggingu Páll hvetur ríkisstjórnina til að skoða möguleikann á því að leita samstarfs við lífeyrissjóði landsmanna til fjármögnunar á nauðsynlegri uppbyggingu og rekstri samgangna í […]

Stærsta björgun Íslandssögunnar – 1973 – Allir í bátana

Þess verður minnst í Eldheimum á fimmtudaginn, 23. janúar kl. 19.30 að þá verða 52 ár frá upphafi Heimaeyjargossins. Athöfnin verður helguð Ingibergi Óskarssyni sem á heiðurinn að verkefninu, 1973 – Allir í bátana. Þar er m.a. að finna nöfn meginþorra þeirra sem flúðu Heimaey gosnóttina og  með hvaða bát fólkið fór.  Boðið er upp […]