Vel heppnað jólapartý og tískusýning Flamingo

Tískuvöruverslunin Flamingo stóð fyrir skemmtilegu jólakvöldi í gær þar sem boðið var upp á veitingar afslætti og tískusýningu. Kynntar voru nýjustu jólavörurnar og var góð stemning í húsinu. Myndasyrpu frá tískusýningunni og kvöldinu má sjá hér fyrir neðan. (meira…)

Jólapartý í Flamingo

Tískuvöruverslunin Flamingo verður með sérstaka kvöldopnun í kvöld, fimmtudag, frá klukkan 18:30 til 21. Í tilefni kvöldsins verður boðið upp á tískusýningu þar sem kynntar verða helstu nýjungar í versluninni. Gestir og gangandi geta einnig gert góð kaup en 30% afsláttur verður af öllum vörum meðan á viðburðinum stendur. Að auki verða léttar veitingar og […]

Lögreglan í Eyjum rannsakar mál tengt svokölluðum „764“ hópi

Barnaverndarþjónusta Vestmannaeyja og lögreglan í Vestmannaeyjum sendu í dag frá sér aðvörun til foreldra vegna starfsemi svokallaðra „764“ ofbeldishópa. Tilefnið er mál sem kom nýverið upp í Eyjum þar sem ungmenni var með efni tengt hópnum í síma sínum. Í tilkynningunni segir að hóparnir nýti börn í annarlegum tilgangi, meðal annars til að hvetja þau […]

Ræddu stór hagsmunamál við innviðaráðherra

Fulltrúar bæjarráðs Vestmannaeyja funduðu með Eyjólfi Ármannssyni, innviðaráðherra, í ráðuneytinu þann 6. nóvember síðastliðinn. Á fundinum var farið yfir helstu hagsmunamál Vestmannaeyja, þar á meðal fyrirhugaða lagningu nýrrar vatnslagnar, stöðu Landeyjahafnar, hafnarmál og framhald rannsókna á mögulegum jarðgöngum milli lands og Eyja. Kalla eftir fullri fjármögnun nýrrar almannavarnarlagnar Bæjarráð upplýsti ráðherra um stöðu mála varðandi […]

Eyjamaður í 2. sæti í fernuflugi MS

Gabríel Leví Hermanns Oberman, nemandi í 10. bekk við Grunnskóla Vestmannaeyja, hlaut annað sætið í ljóðakeppni Mjólkursamsölunnar, Fernufluginu 2025, fyrir ljóð sitt „Hvað er að vera ég?“ þar sem hann setur sig í spor moldvörpunnar. Keppnin, sem er ætluð nemendum í 8.–10. bekk, vekur ár hvert mikla athygli fyrir frumlega og hugmyndaríka texta ungra höfunda […]

Myndband dagsins: Uppbygging Laxeyjar í Viðlagafjöru

default

Í dag beinum við sjónum að uppbyggingu Laxeyjar í Viðlagafjöru og birtum hér myndband sem sýnir stöðuna í fjörunni í dag. Myndbandið er unnið af Halldóri B. Halldórssyni, sem hefur fylgt framkvæmdinni eftir og fangað mikilvæg augnablik vinnunnar. Uppbyggingin hefur vakið mikla athygli í samfélaginu, en í síðustu viku náðist stór áfangi þegar slátrun á […]

11.11 tilboðsdagurinn er í dag

Dagur einhleypra eða ,,singles day“ er í dag 11. nóvember. Dagurinn hefur á síðustu árum orðinn aftar vinsæll og er orðinn einn stærsti netverslunardagur ársins á heimsvísu. Dagurinn á uppruna sinn í Kína þar sem hann byrjaði sem skemmtilegur dagur fyrir einhleypa, en hefur á síðustu árum breyst í stóran afsláttardag hjá mörgum verslunum víða […]

Sögur, hlýja og hlátur með Óla Gränz

Óli Gränz

Það var mikið hlegið í gær í Eldheimum þegar Óli Gränz kynnti nýútkomna endurminningabók sína á frestaðri dagskrá Safnahelgar. Fjölmenni lagði leið sína til að hlýða á þennan ástsæla Eyjamann segja frá lífshlaupi sínu af einlægni, gleði og hreinskilni, eins og honum einum er lagið. Bókin „Óli Gränz“ hefur að geyma endurminningar Carls Ólafs Gränz, […]

Litla skvísubúðin 15 ára

Litla skvísubúðin fagnar nú 15 ára afmæli og blés til veislu á dögunum til að fagna þeim áfanga. Verslunin opnaði í nóvember 2010, þegar Sigrún eigandi verslunarinnar ákvað að prófa sig áfram með litla búð í kjallaranum heima. Aðspurð hvernig hugmyndin hafi kviknað segir hún það hafa verið í flugvél á leiðinni til New York. […]

Frændurnir og meistarakokkarnir í hópi þeirra bestu

„Þar sem maðurinn minn er óhóflega hlédrægur og sér enga ástæðu til þess að monta sig af einu eða neinu finnst mér ég algjörlega tilneydd til þess að deila þessum pósti. Í kvöld var viðburður þar sem útgáfu bókarinnar, 25 Best Chefs – Iceland var fagnað með einstökum kvöldverðarviðburði á Vox Brasserie, þar sem sjónum er beint að fremstu matreiðslumönnum landsins,“ […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.