Þau yngstu fá nýjan leikvöll

ungbarnaleikv_vestm_is

Þessa dagana er unnið að gerð ungbarnaleikvallar á Stakkagerðistúni. Í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar segir að vonast sé til að hann verði tilbúinn fyrir 17. júní. Leikvöllurinn er nú þegar orðinn ansi vinsæll hjá yngri kynslóðinni þrátt fyrir að enn sé verið að vinna við að koma honum niður. Leiktækin henta yngri börnum vel og […]

Kristófer Ísak til liðs við ÍBV

kristo_ibv_fb_cr

Kristófer Ísak hefur skrifað undir tveggja ára samning við handknattleiksdeild ÍBV. Þetta kemur fram í tilkynningu á facebook-síðu handknattleiksdeildar. Þar segir ennfremur að Kristófer Ísak komi til ÍBV frá HK. Hann hefur spilað með yngri landsliðum Íslands og er gríðarlega efnileg skytta. „Við hlökkum mikið til að vinna með honum næstu árin og bjóðum Kristófer […]

ÍBV og Icewear í samstarf

Ellert_icew_ads_cr

Icewear verður einn af aðalstyrktaraðilum Þjóðhátíðar árin 2024 og 2025 og framleiðir fatnað og annan varning sem er sérmerktur hátíðinni og verður seldur í Dalnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV og Icewear. „Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi og ég er viss um að vörurnar frá þessu rótgróna íslenska fyrirtæki eiga eftir […]

Frábrugðið öllu öðru

Gilli01

Gísli Valur Gíslason, skipstjóri og stýrimaður hefur víðtæka reynslu af sjómennsku. Hann kláraði Stýrimannaskólann árið 2010 og hefur síðan siglt um heimsins höf. Hann byrjaði sjómannsferilinn með afa sínum á Björgu VE sem krakki og fór svo fyrsta túrinn á Vestmannaey VE. Var á flutningaskipum Eimskips,  skipstjóri á Herjólfi og er nú hafnsögumaður hjá Vestmannaeyjahöfn […]

Íbúafundur í dag

RENDER FJOLBYLI - minni

Í dag verður íbúafundur um fyrirhugaða uppbyggingu á malarvellinum í Löngulág. Á dögunum var auglýst tillaga á vinnslustigi að breytingu aðalskipulags Vestmannaeyja 2015-2035 og nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð og leikskóla við Malarvöll. Tillagan gerir ráð fyrir allt að 110 íbúðum í blandaðri byggð einbýlishúsa, raðhúsa, lítilla fjölbýla og stærri fjölbýlishúsa með lyftu. Gert er ráð fyrir […]

Methelgi að baki

20240609_092350_viking_fugl

Á fimmta þúsund manns komu með skemmtiferðaskipum til Eyja um nýliðna helgi. Fram kemur á facebook-síðu Vestmannaeyjahafnar að rúmlega 600 farþegar hafi komið á laugardag og svo rúmlega 3500 í gær, sunnudag. „Ekki er hægt annað en að hrósa starfsmönnum hafnarinnar, ferðaþjónustunnar, verslana og veitingahúsa eftir annasama helgi. Hjá okkur voru rúmlega 600 farþegar á […]

„Blíðuveður allan túrinn”

eyjarn

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Vestmannaeyjum í morgun. Afli skipanna var fyrst og fremst ýsa sem fékkst að mestu fyrir austan land. Rætt er við skipstjórnana á vef Síldarvinnslunnar. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir að veiðin hafi gengið nokkuð vel. „Við byrjuðum túrinn við Ingólfshöfða, tókum þar eina […]

Hætta á toppnum!

„Allt á sinn tíma og höfum við nú ákveðið að hætta í júní 2025, þá verða þetta orðin rúm 30 ár. Reksturinn hefur samt sjaldan gengið betur, best að hætta à toppnum og þannig viljum við hafa þetta. Auðvitað væri gaman ef einhver vildi taka við rekstrinum. Það er alveg mögulegt að leigja húsnæðið áfram […]

Framkvæmdir í Viðlagafjöru

Viðlagafjara - HBH 0624

Framkvæmdir við laxeldið í Viðlagafjöru eru á fleygiferð. Það sést vel á þessu myndbandi Halldórs B. Halldórssonar sem tekið er í fjörunni í morgun. Sjón er sögu ríkari. (meira…)

Góður gangur í maí

DSC_8052

Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam tæpum 35 milljörðum króna í maí samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum um vöruviðskipti sem Hagstofan birti fyrir helgi. Það er um 3,5% aukning í krónum talið miðað við maí í fyrra. Lítil breyting var á gengi krónunnar á tímabilinu og er aukningin mæld í erlendri mynt því svipuð, eða tæp 4%. Þetta kemur fram […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.